Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 18
26 Föstudagur 21. júní 1996 íþróttir unglinga r>v Knattspyrna yngri flokka kvenna í Vestmannaeyjum: Vel heppnað pæjumót -Lárusarbikarinn afhentur í fyrsta sinn og meistaratitlarnir dreifðust systurlega DV, Vestmaimaeyjum: Mjög vel heppnuðu pæjumóti Þórara í knattspyrnu yngri flokka lauk í Vestmannaeyjum á sunnu- dag. Þátttakendur voru um 1000 sem er mesta þátttaka í mótinu til þessa. Úrslitaleikirnir voru spilaðir í glampandi sólskini við mjög góðar aðstæður. Mótinu lauk síðan með glæsilegri kvöldvöku. „Þrátt fyrir að skipst hafl á skin og skúrir á Pepsí-pæjumóti Þórs þá gekk þetta í heildina alveg ljómandi vel. Stelpumar, þjálfarar og for- eldrar héldu ró sinni þrátt fyrir rigninguna og höfðu góða skapið ávallt að leiðarljósi,” sagði Magnús Bragason mótsstjóri. Mikil barátta Hart var barist í úrslitaleikjunum og sáust oft frábær tilþrif. Mesta dramatíkin var í úrslitaleiknum í 4. flokki B-liða milli ÍBV og KR þar sem þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá úrslit en ÍBV sigraði. í 3. flokki A-liða var æsispenn- andi úrslitaleikur milli Vals og Grindavíkur og skoraði Valur sig- urmarkið undir leikslok. Sömu félög áttust við hjá B-liðum en þar sigraði Grindavík. í 6. flokki töpuðu gestgjafamir Þór fyrir sterku Breiðabliksliði. í 5. flokki A sigruðu Týsstelpurnar fjórða árið í röð. Fjölnir vann síðan í 4. flokki A og 5. flokki B sem er frábær árangur. Gréta mikill skorari Markakóngur pæjumótsins var Gréta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði 6. flokks Breiðabliks. Hún skoraði Þaö skiptir engu máli þó þaö rigni aöeins, sögöu þær Brynja Ólafs- dóttir og Laufey Bjarnadóttir. alls 18 mörk í 7 leikjum . Hún á ekki langt að sækja snilligáfuna því móðir hennar er Ásta B. Gúnnlaugs- dóttir, kunnasta knattspyrnukona landsins fyrr og síðar. Mjöll er einnig snjöll í fimleikum. Laufey fékk Lárusarbikarinn Laufey Ólafsdóttir í 3. flokki Vals A var valin efnilegasta knattspymu- kona Pepsí-pæjumótsins af sérstakri dómnefnd. Hún hlaut Lár- usarbikarinn að launum sem er farandbikar. Þetta er í fyrsta skipti Umsjón Halldór Halldórsson sem hann er afhentur en Eyja- maðurinn Ólafur Pétur Sveinsson gaf hann tfl minningar um Lárus heitinn Jakobsson, knattspyrnu- frömuð í Vestmannaeyjum. Valið kom ekki á óvart enda er Laufey mikið efni en hún varð einnig markahæst í sínum flokki með 10 mörk. Varöi þrjár vítaspyrnur í úrslitaleiknum í 4. flokki B, milli ÍBV og KR, þurfti vítaspymu- keppni til að knýja fram úrslit. Markvörður ÍBV, Tinna Tómas- dóttir, gerði sér lítið fyrir og varði þrjár vítaspymur og varð hetja leiksins. Galdurinn bak við vítaspymuvörsluna kvað hún vera að horfa djúpum augum til þess sem tekur spymuna og taka hann þannig á taugum. Hún hefur æft markvörslu í 4 ár og upp- áhaldsmarkmaður hennar er Peter Smeichel hjá liðinu Man. Utd. Skemmtilegt framtak Heiðursgestur Pepsí-pæjumótsins var Kristinn Björnsson, landsliðs- þjáifari kvenna. Hann heilsaði upp á leikmenn fyrir úrslitaleikina og afhenti verðlaun. „Ég missti af rigningardögunum en mér heyrist að allir hafi skemmt sér vel, foreldrar sem börn. Þetta mót er mikil hvatning fyrir kvennaknattspymuna í landinu og því mjög þarft framtak,” sagði Kristinn Bjömsson. -ÞoGu Úr leik Víöis og Göte frá Færeyjum í keppni 4. flokks A-liöa. Víöisstelpan til vinstri á hér skot aö marki andstæðinganna. Vonbrigöin leyna sér ekki. KR-stelpurnar í 4. flokki B eru hér að fylgjast meö vítaspyrnukeppninni gegn ÍBV sem þær töpuöu. Kristinn Björnsson, þjálfari kvennalandsliösins, afhendir Tinnu Tómasdóttir, markveröi og hetju ÍBV í 4. flokki B-liöa, silfurverölaunin en Tinna varöi 3 vítaspyrnur í úrslitaleiknum gegn KR. DV-myndir ÞoGu Úrslit 3. flokkur - A-lið: Pæjumeistari: Valur, 2. Grindavík, 3. KR. Prúðasta liðið: Leiknir. Besti leikmaðurinn: Laufey Ólafs- dóttir, Val. Markahæst: Laufey Ólafsdóttir, Val, 10 mörk. Prúðasti leikmaðurinn: Þóra Kristín Kristjánsdóttir, UMFA. 3. flokkur - B-lið: Pæjumeistari: Grindavík, 2. Valur, 3. Haukar. Prúðasta liðið: Keflavík. Besti leikmaðurinn: Sólveig Gunn- laugsd., Grindavík. Markahæst: Bergdís Guðnad., Val, 13 mörk. Prúðasti . leikmaðurinn: Hjördis Gregersen, Göta. 4. flokkur - A-lið: Pæjumeistari: Fjölnir, 2. Breiðablik, 3. Stjarnan. Prúðasta liðið: Göta. Besti leikmaðurinn: Ragnheiður Hallsd., Fjölni. Marka- hæst: Heiðrún Garðarsd., ÍA, 10 mörk. Prúðasti leikmaðurinn: Guð-laug Hilmarsd., Haukum. 4. flokkur - B-lið: Pæjumeistari: ÍBV, 2. KR, 3. Stjarnan. Prúðasta liðið: KR. Besti leikmaðurinn: Anna Úrsula Guð- mundsd., KR. Markahæst: Margrét H. Ríkharðsd., Fjölni, 12 mörk. Prúðasti leikmaðurinn: Ágústa Tryggvad., Selfossi. 5. flokkur - A-lið: Pæjumeistari: Týr, V„ 2. Valur, 3. FH. Prúðasta liðið: Þróttur. Besti leikmaðurinn: Margrét Viðarsd., Tý. Markahæst: Margrét Lára Viðarsd., Tý, 14 mörk. Prúðasti leikmaðurinn: Guðný Lára Ámad., UMFA. 5. flokkur - B-lið: Pæjumeistari: Fjölnir, 2. FH, 3. Fylkir. Prúðasta liðið: Fylkir. Besti leikmaðurinn: Hjördís Olafsd., FH. Markahæst: Ragna Björg Einarsd., Breiðabliki, 7 mörk. Prúðasti leik- maðurinn: Bjarnfríður Leósd., ÍA. 6. flokkur: Pæjumeistari: Breiðablik, 2. Þór, V., 3. Haukar. Prúðasta liðið: Víðir. Besti leikmaðurinn: Melkorka Helgad. Markahæst: Greta Mjöll Samúelsd., Breiðabliki, 18 mörk. Prúðasti leikmaðurinn: Helga Þor- steinsd., Þór, V. Efnilegasti lcik- maðurinn: Laufey Ólafsd., Val. Hún hlaut Lárusarbikarinn. Stelpurnar í 4. flokki ÍBV, B-liöi, sigruðu KR í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Fleiri myndir frá mótinu veröa birtar á næstunni. Grindavíkurstelpurnar í B-liöi 3. flokks uröu pæjumótsmeistarar 1996 eftir úrslitaleik gegn Val. Besti leikmaöur mótsins, Laufey Fjölnisstúlkurnar í 4. flokki A sigruöu Val í úrslitaleik og uröu því Ólafsdóttir úr 3. flokki Vals, A-liöi. pæjumeistarar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.