Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sflórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRiSTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot:'FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: [SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. r Otímabær ákvörðun Guörún Pétursdóttir tók óvænta og einstæða ákvörð- un í fyrradag er hún ákvað að draga framboð sitt til embættis forseta íslands til baka. í yfirlýsingu, sem hún afhenti við það tækifæri, sagði hún að kosningabaráttan hefði tekið þá stefnu að í megindráttum hefði þjóðin þeg- ar skipað sér í tvær fylkingar. Þar átti hún við stuðn- ingsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar annars vegar og Péturs Hafsteins hins vegar. Við lok framboðsfrests virtist ljóst hvert stefndi, að sögn Guðrúnar. Hún vildi þó láta reyna á kynningu í út- varpi og sjónvarpi. Staðan væri hins vegar lítt breytt að lokinni þeirri kynningu. Guðrún Pétursdóttir keppti að sigri en í þessum kosn- ingum verður aðeins einn sigurvegari. Eins og málum er komið telur Guðrún óraunhæft að halda baráttunni áfram. Hún metur stöðu sína vonlausa, engar líkur á sigri. Um leið og Guðrún dró sig í hlé bað hún menn að virða ákvörðun sína, sem væri óvenjuleg en að sínu mati rétt. Sjálfsagt er að virða ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur. Hún er án efa tekin að vel grunduðu máli. Hún segir sjálf að aðdragandi ákvörðunarinnar hafi verið erfiður en ekki ákvörðunin sjálf. Það er hins vegar efamál að ákvörðun hennar sé rétt. Fimm frambjóðendur keppa með það í huga að sigra. Ella væri ekki farið af stað. í upphafi vita allir sem þátt taka að sigurvegari verður að- eins einn. Aðrir tapa. En þeir falla með sæmd sé keppn- in drengileg. Enginn hefur efast um það að Guðrún Pét- ursdóttir var drengileg í sinni baráttu. Keppinautar hennar eru sammála um það. Um réttmæti ákvörðunarinnar má deila. Óumdeilt er hins vegar og óheppilegt að tilkynning Guðrúnar kemur afar seint fram eða tíu dögum fyrir kosningar. Kosning- abaráttan er komin á lokastig. í rúman mánuð hafa menn kosið utan kjörfundar. Kjósendur hafa rétt á að kjósa á ný en atkvæði greidd Guðrúnu Pétursdóttur falla ógild gerist það ekki. Nú er hafinn aðalorlofstími ársins og fólk því á ferðalögum víða um heim. Margir geta ef- laust breytt atkvæði sínu en ekki allir. Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um hvert fylg- ismenn Guðrúnar Pétursdóttur fara. Þeim kjósendum skipar enginn fyrir verkum fremur en öðrum kjósend- um. Guðrún átti sér ötula stuðningsmenn og líklegt er að ákvörðun frambjóðandans valdi þeim vonbrigðum. Guðrún Pétursdóttir segir kosningabaráttuna hafa verið pólitískari en hún átti von á. Afstaða manna í póli- tík er einn þáttur af mörgum þegar kemur að vali milli frambjóðenda til embættis forseta íslands. Dæmin sanna þó að flokkspólitískar línur riðlast í forsetakosningum og munu gera það í þessum kosningum að einhverju leyti eins og þeim fyrri. Því var ekki sérstök ástæða til þess að hætta við framboð af þeim ástæðum. Guðrún telur óheppilegt að velja forseta úr röðum stjómmálamanna. Það var hins vegar vitað fyrir löngu að tveir forsetaframbjóðendanna hafa stjórnmálareynslu og fráleitt að meina fólki með þá reynslu að spreyta sig í forsetakosningum. Kjósendur skera síðan úr. Gúðrún Pétursdóttir var drengilegur og ágætur for- setaframbjóðandi. Þótt kannanir hafi sýnt að dregið hafi úr fylgi hennar var það ekki næg ástæða til þess að hætta við á síðustu stundu. Guðrún hefði því átt að hlaupa lokasprettinn með hinum og leggja sig og sinn málstað í dóm þjóðarinnar og taka þeirri niðurstöðu. Jónas Haraldsson „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks setti sér skýr efnahagsmarkmið í upphafi starfsferils síns,“ segir Friðrik m.a. í greininni. Árangur 4. Atvinnuleysi fer minnkandi og spáð er að það verði rúmlega 4% af vinnuafli á þessu ári. Atvinnuleysi í sam- anburðarlöndum er helmingi meira. Störf- um mun fjölga um 2.500 í ár. 5. Viðskiptajöfnuður hefur verið jákvæður sl. þrjú ár í kjölfar sex ára halla i viðskiptum við útlönd. Viðskiptajöfnuð- ur verður neikvæður í ár, einungis vegna stækkunar álversins. 6. Erlend skuldasöfnun hefur verið stöðvuð. Er- lendar skuldir þjóðar- búsins í heild hafa lækkað um 7% af VLF á „Þjóðin er að uppskera árangur þess samstarfs sem átt hefur sér stað á undanförnum árum milli stjórnvalda ogaðila vinnumarkað- arins. Það samstarf er nú að skila sér í batnandi lífskjörum þjóðar- innar.“ Kjallarinn Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks setti sér skýr efna- hagsmarkmið í upphafi starfsferils síns. Meginverk- efnið er að við- halda stöðugleika í efnahagsmálum, skapa skilyrði fyrir auknum hagvexti, fjölga störfum og stuðla að bættum lífskjörum. Margt forvitnilegt kemur í ljós þegar farið er yfir stöðuna nú og árangurinn met- inn: 1. Hagvöxtur er hér á landi nú meiri.en að meðal- tali í OECD-rikjun- um en það eru 25 auðugustu ríki heims. Þetta eru mikil umskipti frá árunum 1987-1993 en á því 6 ára tíma- bili var enginn hagvöxtur hér á iandi til jafnaðar. 2. Verðbólga er hér á landi ein sú minnsta í heimin- um og sl. 5 ár hefur hún verið und- ir meðaltali OECD- ríkjanna. Áður var óðaverðbólga eitt helsta ein- kenni íslensks efnahagslífs. 3. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á árunum 1995 og 1996 vex um 8-9% en til samanburðar má nefna að kaupmátturinn rýrnaði um 20% á árunum 1988-1994, mest á árunum 1988-1990. síðustu þremur árum en á árun- um 1987-93 óx skuldahlutfallið um 14% á sama mælikvarða. 7. Vextir hafa lækkkað á undan- fömum árum. Á árinu 1991 voru raunvextir á spariskírteinum rúm 8% en eru nú 5 1/2%. 8. Ríkissjóðshallinn hefur minnkað. Á þessu ári verður hann helmingi minni en í fyrra. Ríkis- stjórnin stefnir að því að leggja fram hallalaust fjármálafrumvarp þegar þing kemur saman næsta haust. 9. Talið er að ríkisútgjöldin í ár lækki um 3% að raungildi. Frá ár- inu 1991 hafa ríkisútgjöld á mann lækkað um 8% en á árunum 1986-1991 hækkuðu þau um tæp 20%. 10. Efnahagsárangurinn hefur verið viðurkenndur af þeim er- lendu fyrirtækjum sem meta láns- hæfi íslands. Sú viðurkenning hef- ur þegar skilað sér í hagstæðari lánskjörum ríkissjóðs erlendis. 11. Árangurinn mælist einnig á alþjóðlegum mælikvarða með því að ísland er eitt af aðeins fjórum Evrópuríkjum sem uppfylla öll skilyrði um inngöngu í Mynt- bandalag Evrópu. Hvatning til stjórnvalda Allar þessar staðreyndir sýna þær miklu breytingar sem hafa orðið í efnahagsmálum og bera vitni um árangur ríkisstjórnar- innar. Að sjálfsögðu eru þessi um- skipti ekki eingöngu ríkisstjóm- inni að þakka. Þjóðin er að upp- skera árangur þess samstarfs sem átt hefur sér stað á undanfömum árum milli stjómvalda og aðila vinnumarkaðarins. Það samstarf er nú að skila sér í batnandi lífs- kjörum þjóðarinnar. Mikilvægasta verkefni næstu mánaða er að tryggja áfram stöð- ugleika og auka kaupmátt án þess að verðbólgan taki völdin. Árang- ur undanfarinna ára er hvatning til stjórnvalda og aðila á vinnu- markaði til að halda áfram á sömu braut. Friðrik Sophusson Skoðanir annarra Skilvirkt og auöskiljanlegt „Það stjómkerfi kirkjunnar, sem að lokum mun vonandi takast sæmileg samstaða um, þarf að sjálf- sögðu að vera þeim kostum búið að það sé öllum auðskiljanlegt. Það þarf einnig að vera skilvirkt, þannig að m.a. sé auðvelt að vinna eftir því og nið- urstöður ákvarðana á mismunandi stjómunarstig- um séu skýrar og tryggt sé að þeim verði framfylgt. Umfram allt verður kerfið að vera traustvekjandi, bæði „inn á við“, ef svo má að orði kveða, þ.e. gagn- vart starfsmönnum kirkjunnar og öðrum virkum þátttakendum í kirkjustarfi ...,“ Páll Sigurðsson í Morgunblaðinu 20. júní. Sjómennska hættuleg „Sjómennska hefur alla tíð verið hættulegt starf og það hefur ekki breyst. Skip eru orðin traust og öflug með sífellt öflugri og flóknari tækjabúnaði, sem þarfnast kunnáttu og færni að fást við. Slys á sjómönnum við vinnu sína em allt of tíð, og allir þeir sem hlut eiga að máli þurfa að bregðast við þeim vanda. Að meðaltali verður að minnsta kosti eit slys á dag á sjó eftir því sem tölur sýna.“ Úr forystugrein Tímans 20. júnt. Ástand Miðbæjar- skólans „Mikið hefur verið rætt um hina nýju Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, og þá ákvörðun að setja hana niður í gamla Miðbæjarskólann. Það er líka talað um að verið sé að hrekja úr húsinu hinn einkarekna Miðskóla. En er það svo? Hvemig er þetta hús eftir rúmlega hundrað ára notkun við kennslu ungmenna? Það er ljóst að húsnæðið svara hvergi þeim kröf- um sem í dag eru gerðar til skólahúsnæðis." Pétur Jónsson 1 Alþýðublaðinu 20. júnl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.