Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 nn Ástþór Magnússon hefur komið mörgum á óvart.. Enginn utan- gáttakandídat „Þaö er varla lengur hægt að flokka hann sem utangátta- kandídat.“ Gunnar Helgi Kristinsson, í Alþýðu- blaðinu Fær frammistöðubik- arinn „Ástþór er sá frambjóðandi sem hefur gert afar þreytandi kosningabaráttu mjög skemmti- lega á köflum. Hann fær frammi- stöðubikarinn fyrir síðustu viku.“ Össur Skarphéðinsson, í Alþýðublað- Inu. Ummæli Vantar betra veður „Hún er að fjalla um mála- flokka sem forsetinn getur ekki skipt sér af. Hún gæti eins sagt: íslendinga vantar betra veður. Ég ætla að beita mér þar.“ Andrés Magnússon, um Guðrúnu Agn- arsdóttur, í Alþýðublaðinu. Störf sem henta konum „Konum virðist einfaldlega ekki detta í hug að fara að vinna í svona iðnaði. Þær sækjast ekki eftir því að vinna í álveri, þótt þar séu mörg störf sem henti konurn." Rannveig Rist, íTímanum. Björk í Laugardalshöll Aðalviðburð- ur á listahátíð í dag eru tónleik- ar Bjarkar í Laugardalshöll og hefjast þeir kl. 20. Björk nýtur vaxandi vinsælda um allan heim og er ekki að efa að margir landar hennar eru spenntir fyrir komu hennar en hún hefur ekki skemmt hér á landi í eitt ár. Á undan fá tónleikagestir að heyra í hinum skapandi tónlistar- manni, Goldie. L i Listsýningar á listahátíð Austurrísk myndlist, Egon Schiele og Amulf Rainer, Listasafn íslands. Tolli, Gallerí Regnboginn. Páll á Húsafelli, Listasafn Sigurjóns. Hreinn Friðfinnsson, Sólon íslandus. Karl Kvaran, Norræna húsið. Carl Andre. Önnur hæð. Pia Rakel Sverrisdóttir, Norræna húsið, anddyri. Náttúrusýn í íslenskri mynd- list, Kjarvalsstaðir. Húbert Nói, Galleri Sævars Karls. Léttskýjaö um mestallt land Skammt suðvesturundan er 1023 millíbara nærri kyrrstæð hæð, en yfir landinu myndast hitalægð í dag. Veðrið í dag Norðvestlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi verður í dag. Létt- skýjað um mestallt land, en skýjað á Suðausturlandi og þokubakkar með norður- og austurströndinni. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðvestangola eða kaldi og bjart með köflum. Hiti 10 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 0.04 Sólarupprás á morgun: 2.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.54 Árdegisflóð á morgun: 10.22 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö Akurnes súld Bergsstaöir léttskýjaö Bolungarvík skýjað Egilsstaðir hálfskýjaö Keflavíkurflugv. skýjaö Kirkjubkl. skýjaö Raufarhöfn þokumóða Reykjavík skýjað Stórhöföi léttskýjaö Helsinki skýjaó Kaupmannah. hálfskýjaö Ósló skýjað Stokkhólmur skýjað Þórshöfn skýjaó Amsterdam léttskýjaó Barcelona þokumóða Chicago heióskírt Frankfurt rigning Glasgow léttskýjaó Hamborg léttskýjað London rign. á síð.kls. Los Angeles skýjaö Lúxemborg rigning og súld Madríd léttskýjaö París þokumóða Róm þokumóða Valencia léttskýjaó New York alskýjaö Nuuk mistur Vín skýjað Washington þokumóða Winnipeg heiöskírt 9 9 11 8 9 9 10 6 9 9 13 10 13 13 6 11 20 22 10 7 10 11 17 8 17 13 21 23 18 2 17 25 14 Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóri Ómega: Erum komin til að vera „Fram undan hjá okkur er aö stækka það svæði sem útsending- amar nást á. Við höfum eingöngu verið á Reykjavíkursvæðinu en nú eram við að fara senda út á Suður- landi og hluta af Norðurlandi. Við eram búin að fá nýjan sendi sem er stærsti sjónvarpssendirinn uppi á Vatnsenda og erum að fara inn á fjölvarpskerfið þannig að þá ættu allir á höfuðborgarsvæðinu að ná útsendingum okkar. Áður vildi það til að sendingar okkar duttu út þar sem fjölvarp er til staðar,“ seg- ir Eiríkur Sigurbjörnsson, sjón- varpsstjóri kristilegu sjónvarps- stöðvarinnar Ómega, en nú era fjögur ár frá því að stöðin hóf starf- semi sína. Maður dagsins Eiríkur sagði að það hefðu ekki margir í byrjun haft trú á að stöð- in væri til langframa: „Við fengum hinar mestu hrakspár en annað hefur komið í ljós og við erum komin til að vera. Við byrjuðum með 10 vatta sendi en eram nú með stærsta sjónvarpssendinn. Dagskráin hefur einnig tekið þó nokkrum breytingum. Við eram með miklu meira af beinum út- Eiríkur Sigurbjörnsson. sendingum heldur en áður og eram enn að auka þann þátt í starfseminni. Þá er það ætlun okk- ar að vera með þætti sem sérstak- lega era ætlaðir ungu fólki og einnig ætlum við að vera með kvikmyndir sem teljast ijölskyldu- vænar.“ En í hverju felast þessar beinu útsendingar? „Þær byggjast á við- tölum við gesti sem koma í sjón- varpssal, þar segir það frá reynslu sinni, hvernig það hefur snúist frá myrkri yfir í ljós, og miðlar um leið öðrum og meðan á þessum út- sendingum stendur er mikið hringt í okkur og vandamál borin fram og síðan biðjum við fyrir þeim málum sem koma inn í gegn- um símann og hvetjum áhorfendur til að taka þátt í þessu með okkur." Eirikur sagði að reksturinn byggðist á frjálsum áskriftum og auglýsingum: „Við erum ekki með læsta dagskrá þannig að útsend- ingar era opnar öllum. Rekstar- kostnaður er í lágmarki og það er mikið af fólki sem vinnur fyrir okkur i sjálfboðavinnu og þá mun- ar um það að við eram ekki í dýra húsnæði." Þegar Eiríkur var spurður um áhugamál sagði hann það vera út- breiðsla á fagnaðarerindinu: „Ég hef undanfarið veriö að þreifa fyr- ir mér með útsendingar á stutt- bylgju sem nást um alla Evrópu og hef þegar fengið bréf frá fólki víða að sem hefur hlustað á útsending- arnar sem eru á ensku og á hverj- um sunnudegi. Bráðlega getum við farið að senda þessar stuttbylgjuút- sendingar út um allan heim og þá verður fagnaðarerindið boðað frá íslandi um víða veröld." Eiginkona Eiríks er Kristín Kuerim og eiga þau tvö börn, Guðnýju Sigríði, sem er sjö ára, og Daníel sem er fimm ára. -HK* Myndgátan Lausn á gátu nr. 1540: /,G-RAI B30R.N '3ARA ÞX.R. NOrA i' , . VE i SLUðfl FÍNUtyl-ry EV þoR- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Miðnæturmót í frjálsum íþróttum Það er algengt að halda íþrótta- mót á kvöldin á þessum árstíma og eru nokkur slík fram undan. í kvöld gengst ÍR fyrir stóru móti í frjálsum íþróttum og stendur það fram á nótt. Flestir okkar bestu frjálsíþróttamenn verða meðal íþróttir keppanda. Á sunnudagskvöld, Jónsmessu, fer fram hið árlega Jónsmessuhlaup, sem hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Þá má geta þess að allir golf- klúbbar landsins eru með Jóns- messumót á laugardagskvöld, þar sem frekar er hugsað um skemmtun en keppni. Bikarkeppni KSÍ heldur áfram í kvöld og era fjórir leikir á dag- skrá. í Bolungarvík leika heima- menn við FH, Völsungur leikur á Húsavík gegn KA, Reykjavík- urliðin ÍR og Þróttur mætast og Breiðablik u-23 leikur gegn ÍBV. Alliur leikirnir hefjast kl. 20. Olíumálverk Karls Kvarans í Norræna húsinu stendur yfir sýning á olíumálverkum eftir Karl Kvaran. Verkin á sýningunni eru frá siðustu æviárum hans, 1984- 1989, og hafa flest þeirra ekki verið sýnd áður. Sýningar Karl Kvaran var einn af braut- ryðjendum strangflatarlistar á ís- landi og var hann þeirri liststefnu trúr alla tíð. Hann setti sterkan svip á íslenska myndlist og varð einn af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og lýkur henni 30. júní. Bridge Þetta spil er ekkert sérstaklega spennandi í sveitakeppni, en hefur þeim mun meiri þýðingu í tvímenn- ingi. Við skulum gera ráð fyrir að NS endi í þremur gröndum eftir þessar sagnir, norður gjafari og all- ir á hættu: * KD9 V Á64 ♦ ÁG1076 4 75 é 6542 M 10985 ♦ 32 * ÁK8 é ÁG1073 V DG3 •f K9 4 DG10 Norður austur Suður Vestur 14- pass 1* pass 24 pass 3G p/h Suður býður upp á að spila frekar þrjú grönd en fjóra spaða og norður verður að taka þeirri tillögu, því suður gæti vel verið með 4 spil í spaða. Vestur spilar út laufsexu (att- itude, lágt útspil lýsir styrk í litn- um) og austur tekur á ÁK í litnum og spilar meira laufi. f sveitakeppni myndi spilinu þar með vera lokið, sagnhafi myndi taka sína upplögðu 9 slagi. Spilari í tvimenningi sæi hins vegar að 4 spaðar myndu alltaf standa og því fengi hann ekki háa skor fyrir 9 slagi í gröndum. Með það í huga myndi hann taka á tígul- kónginn og hleypa síðan tígulní- unni yfir til austurs. Þegar sú svín- ing heppnast er næsta skref að spila spaða á kóng og leggja niður tigulás. Drottningin fellur ekki í þann slag en framhaldið spilast sjálfkrafa. Sagnhafi tekur nú alla slagi sína á spaðann. í tveggja spila lokastöðu verður vestur að henda sig niður á blankan hjartakóng til að halda valdinu á tíglinum og sagnhafi fær þá blankan hjartakóng í þegar hjarta er spilað og 11 slagi. ísak Örn Sigurðsson 4 8 M K72 4 D854 4 96432 Tungutak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.