Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 Afmæli ICristján Einarsson Kristján Einarsson, forstjóri Rekstrarvara, til heimilis að Neðstabergi 1, Reykjavík, er fertug- ur í dag. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tíu ára aldurs en eft- ir það að Selholti í Mosfellssveit, við öll almenn hústörf, hjá hjónunum Sigurlaugu U. Björnsdóttur og Guð- jóni Bjamasyni. Hann lauk stúd- entsprófi frá ML 1976. Kristján vann m.a. í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi á sumrin og á geðdeild Borgarspitalans að Arnarholti á Kjalamesi, vann um tíma hjá Reykjaprenti hf., sem út- breiðslustjóri Alþýðublaðsins og síðan sölumaður á auglýsingadeild Vísis, stofnaði ásamt nokkrum skólafélögum sínum út- gáfufélagið Framþróun 1975 og rak það í nokkur ár og var sjálfstætt starf- andi sölumaður 1977-82. Hann stofnaði, ásamt eiginkonu sinni fyrirtæk- ið Rekstrarvörur 1982 og hafa þau starfrækt það síðan. Á menntaskólaárunum vann Kristján mikið að félagsmálum. Hann sat i stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna 1990-96, þar af sem varaformaður í þrjú ár, í stjórn ís- lenskrar verslunar 1992-94, í stjórn Staðlaráðs íslands frá 1995, var varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna frá 1992, formaður stjórnar Rannsóknarsjóðs FÍS frá 1996, hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum á vettvangi verslunar og situr nú í stjórn Félags um forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjölskylda Kristján giftist 5.7. 1980 Sigríði B. Hermannsdótt- ur f. 30.7.1951, húsmóður og skrifstofustjóra Rekstrarvara. Hún er dóttir Hermanns Jónsson- ar f. 14.7. 1919, d. 30.4. 1989, vakt- manns, og Þórunnar Þorvaldínu Finnbjörnsdóttur, f. 1.2. 1920, hús- móður. Börn Kristjáns og Sigríðar eru Katrín Edda, f. 21.9. 1972, innkaupa- stjóri hjá Rekstrarvörum, en sonur hennar er Kristján Hermann Katrínarson f. 3.3. 1994; Þórunn Helga f. 17.2. 1977, nemi; Einar f. 14.10. 1980, nemi; Sigurlaug Þóra f. 3.2. 1985, nemi. Bræður Kristjáns: Eiríkur Þór' Einarsson f. 9.10. 1947, d. 27.8. 1979; dr. Ingimar Einarsson f. 17.1. 1949, sérfræðingur hjá Landlæknisemb- ættinu, kvæntur Stefaníu R. Snæv- arr kennara og eiga þau tvö börn. Foreldrar Kristjáns: Einar Magn- ússon f. 25.6. 1915, bifreiðarstjóri á Hreyfli og innheimtumaður hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík, og Guðný Þóra Kristjánsdóttir f. 21.4. 1918, d. 25.2. 1965, húsmóðir. Kristján tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Fóstbræðra að Lang- holtsvegi 109 í kvöld kl. 20.00. Kristján Einarsson. Sigurður Sigurður Pétursson raf- virki, Hólabergi 66, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Sigurður Pétursson. hennar vegum, sl. tutt- ugu og fimm ár á Kefla- vikurflugvelli. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík en ófst upp í Kópavoginum. Hann stundaði nám við Iðnskóf- ann, færði rafvirkjun hjá Sigurði Bjarnasyni raf- virkjameistara, lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1969 og hlaut meistara- Fjölskylda Sigurður kvæntist 7.4. 1973 Ólafíu Kristínu Kristófersdóttur, f. 19.9. 1948, húsmóður. Hún er dóttir Kristófers Sturlu- sonar sjómanns, sem lést 1979, og Önnu Halldórs- dóttur, húsmóður í Reykjavík. Böm Sigurðar og Ólafíu réttindi i þeirri grein 1972. Kristínar eru Sigurður Hólm, f. 22.8. Sigurður hóf störf hjá Rafvirkja- 1972, starfsmaður hjá Plastprenti, deildinni hf. og hefur síðan starfað á búsettur í Reykjavík, en sambýlis- Pétursson kona hans er Lilja E. Kristjánsdótt- ir; Svanur Hólm, f. 6.10.1975, verka- maður í Reykjavík; Snorri Hólm, f. 20.6. 1978, verkamaður í Reykjavík, en Scimbýliskona hans er Sigríður H. Hilmarsdóttir. Dóttir Sigurðar frá fyrra hjóna- bandi er Svanlaug, f. 23.4. 1968, fóstrunemi í Reykjavík, en sambýl- ismaður hennar er Guðmundur Guðmundsson og eiga þau einn son. Stjúpbörn Sigurðar eru Sturla Hólm, f. 11.11. 1966, verkamaður í Reykjavík, en sambýliskona hans er Aldís E. Helgadóttir og eiga þau tvo syni; Anna Dagbjört, f. 6.4. 1968, húsmóðir í Reykjavík, en maður hennar er Árni Þorvarðarson og eiga þau eina dóttur. Sigurður er elstur átta systkina. Systkini hans eru Sigurjón Már, starfsmaður við Kísiliðjuna við Mý- vatn; Inga Hrönn, ljósmyndari í Kópvogi; María, fóstra i Kópavogi; Efínborg, fóstra í Reykjavík; Guðný Zíta, húsmóðir í Reykjavík; Pétur, starfsmaður hjá Landhefgisgæsf- unni; Hannes, verkamaður í Reykja- vík. Foreldrar Sigurðar voru Pétur Sigurjónsson, f. 1.12. 1926, d. 3.3. 1994, og Svanlaug Sigurðardóttir, f. 21.10. 1929, d. 18.1. 1995. . Ólöf Sigurjónsdóttir afgreiðslurit- ari, Birkibergi 24, Hafnarfirði, er fimmtug í dag. StarfsferilL Ólöf fæddist á Sveinsstöðum í Dalasýslu og ólst þar upp. Hún flutíi til Hafnarfjarðar 1970 og hefur átt heima þar siðan. Auk húsmóður- starfa hefur Ólöf stundað verslunar- og skrifstofustorf. Ólöf sat í stjórnæ ITC írisar í Hafnarfirði og í stjórn Breiðfírð- ingafélagsins. Fjölskylda Óföf giftist 12.8. 1965 Guðmundi Þórði Jónassyni, f. 8.4. 1942, verk- stjóra í Garðastáli i Garðabæ. Hann er sonur Jónasar Guðmundssonar, bónda á Skógarströnd, og k.h., Láru Jóelsdóttur húsfreyju, en þau eru bæði látin. Börn Ólafar og Guðmundar Þórð- ar eru Anna María, f. 8.12.1962, leik- skólakennari í Hafnarfirði, gift Guð- jóni Guðmundssyni rafvirkja og eiga þau þrjú börn; Aðalheiður, f. 7.3.1965, cand.mag., búsett í Hafnar- firði, gift Jóhanni Reyhissyni tölv- unarfræðingi og eiga þau tvö börn; Lára, f. 16.5. 1968, verslunarmaður í Hafnarfirði, gift Vigfúsi Guðmunds- syni afbrotafræðingi og eiga þau tvö böm; Jónas, f. 21.1. 1971, nemi og knattspyrnuþjálfari í Hafnarfirði. Systkini Ólafar eru Sveinn Sigurjónsson, f. 24.12. 1944, fasteignasali, búsettur í Hafnarfirði; Bára Sigurjónsdóttir, f. 11.6. 1948, húsmóðir og dagmóðir í Hafnarfirði; Hóimfriður Sigurjóns- dóttir, f. 8.12.1953, sjúkra- liði, búsett í Hafnarfirði; Unnur Petra Sigurjóns- dóttir, f. 28.6. 1958, hús- móðir og starfsmaður við Engidalsskóla, búsett í Hafnarfirði; Anna Lísa Sigurjónsdóttir, f. 6.9.1969, kennari, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Ólafar: Sigurjón Sveinsson, f. 18.1. 1922, d. 22.5. 1994, Olöf Sigurjónsdóttir. bóndi og síðar starfsmað- ur hjá ísal, búsettur í Hafnarfirði, og k.h., Anna María Benedikts- dóttir, f. 12.8. 1925, hús- móðir. Ólöf og Guðmundur Þórður taka á móti gest- um í húsi Karlakórsins Þrestir, Flatahrauni 21, Hafnarfirði, í kvöld kl. 18.00-21.00. Kristján Skarphéðinsson Kristján Skarphéðins- son, framkvæmdastjóri Amaro, heildverslunarinn- ar, Stekkjargerði 3, Akur- eyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist á Akur- eyri og ólst þar upp. Að loknu hefðbundnu barna- og unglinganámi stundaði hann enskunám við Intemational Schoof of Engfish í Exeter í Devon 1963-64. Kristján Skarphéðins son. Akureyri Kristján starfaði hjá efnaverksmiðjunni Sana á Akureyri 1964-66 en hóf síðan störf há Amaro hf. .1966 og hefur starfað þar síðan. Kristján var einn af stofnendum JC á Akur- eyri 1970, var forseti JC á Akureyri 1972—73, sat í landsstjóm JC á íslandi 1971-72, er félagi í Odd- fellowreglunni frá 1981, situr í stjóm Almennu tollvörugeymslunnar á á 1983, var stjómarform- aður þar 1990-95 og sat í stjóm Fé- lags íslenskra stórkaupmanna 1989-93. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Marta Þórðardóttir, f. 15.11. 1948, skrif- stofumaður. Hún er dóttir Þórðar Jörgensonar, sjómanns í Garði, og Sveinbjargar Sveinbjörnsdóttur húsmóður. Börn Kristjáns og Mörtu eru Jó- hanna Kristjánsdóttir, f. 28.6. 1966, meinatæknir; Þórdís Björg Kristj- ánsdóttir, f. 12.1. 1972, hjúkrunar- fræðingur; Kristín Kristjánsdóttir, f. 29.4. 1983, nemi. Bræður Kristjáns eru Brynjar Skarphéðinsson, f. 18.11. 1931, skóg- fræðingur; Birkir Skarphéðinsson, f. 5.9. 1938, framkvæmdastjóri. Foreldrar Kristjáns: Skarphéðinn Ásgeirsson, f. 3.3. 1907, d. 22.9. 1988, forstjóri á Akureyri, og Laufey Tryggvadóttir, f. 5.4.1911, innkaupa- stjóri. Kristján og Marta taka á móti vinum og kunningjum í Oddfell- owhúsinu á Akureyri í kvöld kl. 20.00. DV Til hamingju með afmæl- ið 21. júní 85 ára_______________________ Ragna Sigríður Jörgensdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. 80 ára Geir R. Tómasson, tannlæknir, Hávallagötu 45, Reykja- vík. Eiginkona hans er Maria El- friede Tómas- son húsmóðir. Geir verður með afmælishóf í félagsheimili tannlækna, Síðu- múla 35, sunnudaginn 23.6. milli kl. 17.00 og 19.00. Bjami Sigfússon, Sogavegi 100, Reykjavík. Oddný Hansína Runóffsdóttir, Kfeppsvegi 44, Reykjavík. 75 ára____________________ Bafdvin Jóhannsson, Hvanneyrabraut 7B, Siglufirði. 60 ára Sigurður Affreð Herfufsen, Hverfisgötu 35, Hafnarfirði. Ragnar Ásgeir Ragnarsson, Karfavogi 54, Reykjavík. Eyvör Hólmgeirsdóttir, Hlunnavogi 15, Reykjavík. Unnur Ólafsdóttir, Efstasundi 58, Reykjavík. Skúli Jónasson, Lynghóli, Skriðdalshreppi. Sævar Magnússon, Syðri-Grund I, Grýtubakka- hreppi. Guðrún Emilsdóttir, Melholti 2, Hafnarfirði. 50 ára________________________ Þórður Sigurðsson, jFjarðargötu 35, Þingeyri. Þuriður Sölvadóttir, Erluhólum 9, Reykjavik. Guðrún Kristín Guðjónsdótt- ir, Dverghamri 7, Vestmannaeyj- um. Anna Steinarsdóttir, Brekkukoti, Mosfellsbæ. Sigurður Ólafsson, Hjallastræti 26, Bolungarvík. Guðrún Ásgeirsdóttir, Vesturgötu 50A, Reykjavík. Björn Einarsson, Sigtúni 21, Reykjavík. 40 ára________________________ Sæmundur Kristján Þorvalds- son, Ytri-Húsum, Núpi, Mýrahreppi. Lárus Hagalín Bjamason, Tómasarhaga 20, Reykjavík. Finnbogi S. Kristjánsson, Breiðalæk, Vesturbyggð. Jóhanna Gunnarsdóttir, Hamarsstíg 4, Akureyri. Ingibjörg Bjarnadóttir, Marbakkabraut 15, Kópavogi. Dröfn Vilmundardóttir, Selsvöllum 20, Grindavík. Gísli Skúlason, Lambhaga 6, Selfossi. Pétur Einarsson, Setbergi, Halharfirði. Guðlaugur Guðlaugsson, Laugarnesvegi 73, Reykjavík. Edda Jóhannsdóttir, Tjamargötu 10A, Reykjavík. Sveinn Baldursson, Vállargerði 37, Kópvogi. Þorvaldur Sigurðsson, Hróarsdal, Ripurhreppi. Lára Brynjarsdóttir, Austurvegi 16, Grindavik. Ólöf Sigríður Ragnarsdóttir, Lagarási 16, Egilsstöðum. Isabel Saguar, Skeljanesi 2 A, Reykjavík. Hörður Sigurjónsson, Ljótsstöðum I, Vopnafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.