Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 3 Fréttir Sænskt par til Grindavíkur: Ætlar að giftast ! við eld í hofi Urðar DV, Suðurnesjum: „Það er orðinn árviss viðburður í Grindavík að fagna lífi og yl sólar með hátíð 21. júní en þá er sól hæst á lofti. Gifting verður i hofinu sem er í gamla hverfinu. Parið kemur frá Svíþjóð - Hugrún Guðmundsdóttir og Bengt Bengtson og athöfnin fer fram við eld í hofi Urðar,“ sagði Tryggvi Gunnar Hansen í samtali við DV. Hann er þekktur fyrir hof sín í Grindavík. Þetta er önnur slík gifting í Grindavík - áður í hofi jarðar og mánagyðjunnar. Tryggvi Gunnar og Sigríður Vala Haraldsdóttir voru gef- in saman á náttúrunnar jólum um vetrarsólhvörf 22. desember 1995. Giftingin nú verður kl. 18 hinn 21. júní og eftir giftingarathöfnina verð- ur gengið i sólarvé og kveiktur eld- ur. Síðan verður ljóðasöngur og hljómsveitin Seiðbandið leikur og syngur. Uriel West transdansari dansar og leiðir dans. „Eftir dansinn verður gengið á íjallið Þorbjörn og sungið við mið- nætureld. Um miðnætti verður farið í Bláa lónið og fólk fær þar bláan drykk til hressingar. Til að upplifa sumarsólstöður á sólarhátíð Grind- víkinga kemur fólk frá vinabæ Grindavíkur, Penistone á Englandi, sérstaklega til íslands á hátíðina," sagði Tryggvi. ÆMK f Smásagnakeppnin Tígrapenninn ’96: Fjölmenni við verðlaunaafhendinguna Eftirlitsmenn á herstöðinni í Keflavík: Ekki ólíklegt að Rússarnir komi - segir sérfræðingur um málefni NATO „Það er ekki ólíklegt eins og stefna NATO er nú að hingað komi rússneskir eftirlitsmenn eða tengi- liðir og fái þá að vera í herstöðinni við Keflavíkurflugvöll. Ég er sann- færður um að þetta getur orðið veruleiki innan ekki langs tima svo framarlega sem þróunin í Rússlandi snýst ekki algerlega við,“ sagði Þórður Ægir Óskarsson, sérfræð- ingur í málefnum NATO á íslandi. Vangaveltur hafa verið á lofti um hvort rússneskir eftirlitsmenn fái að vera á herstöðinni á Keflavíkur- flugvelli eftir fund varnarmálaráð- herra Evrópu í Brussel í síðustu viku. Þar var samþykkt tillaga Bandaríkjamanna um að NATO og Rússar fengju að skiptast á verkefn- um á herstjórnarsvæðum hver ann- ars. Var það gert m.a. í þeim til- gangi að efla traust þama á milli. Ekkert hefur enn verið ákveðið hvernig þessi tilhögun verður en líklegt er að unnið verði að því á næstunni. „Mér skilst að ekkert meira hafi verið ákveðið og þetta er því allt á grunnstigi. Eins og ég held að stað- an sé núna þá er aðallega verið að hugsa um að Rússar fái að koma inn hjá yfirherstjórn NATO í Evr- ópu sem er staðsett í Mons í Belgíu. NATO fengi þá á móti að senda sína menn til Rússlands. Fyrst í stáð verður þetta á efstu stigunum en síðan tel ég vissulega möguleika á að farið verði á önnur svæði eins og Keflavík. Þetta er skritin tilhugsun og það hefði engin spáð þessu fyrir stuttu en þróunin er svo ör og breyt- ingarnar miklar. Ég á ekki von á því að íslensk stjórnvöld muni skipta sér af því þó að hingað kæmu rússneskir tengil- iðir. Ef þetta er samþykkt NATO þá erum við auðvitað aðilar og þátttak- endur í bandalaginu. Auðvitað yrði þetta aldrei leyft í óþökk við íslensk stjórnvöld en ég sé ekki að þau ættu að mótmæla þessu ef NATO sam- þykkir þetta,“ sagði Þórður Ægir Óskarsson. -RR Hafrannsóknastofnun: Fjölmenni var í Kringlunni í gær þegar verðlaun í smásagnakeppnin- inni Tígrapenninn voru afhent. Þátttakendur áttu að skrifa smá- sögu um Tigra í umferðinni en Tígri er lukkudýr Krakkaklúbbs DV. Þátttakan var mjög góð, um 2000 sögur bárust í samkeppnina. Allir þátttakendur fá að gjöf tei- naglit á reiðhjólið sitt. Tígrabók verður gefin út í haust með 50 sög- um sem valdar voru. Höfundar þeirra voru verðlaunaðir með I Tígrapenna en af þessum 50 voru svo valdir 12 úr fjórum aldursflokk- um sem verðlaunaðir voru sérstak- £ lega með hjólreiðahjálmi. í dóm- nefnd sátu Sigríður Sigurðardóttir, Halldóra Hauksdóttir, Björk Brynj- ólfsdóttir frá DV og Guðmundur Þorsteinsson frá Umferðarráði. Þeir sem fá smásögu sína um Tígra í um- ferðinni birta á bók eru: Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Ama Helgadóttir, Ásdis Inga Höskuldsdóttir, Atli Sig- urðsson, Birgir Steinn Einarsson, Bylgja Lind Pétursdóttir, Erla Lind Friðriksdóttir, Eydís Einarsdóttir, Guðni Páll Pálsson, Guðrún Inga Jó- hannesdóttir, Guðrún Stella Ágústs- dóttir, Hannes Þór Halldórsson, Haraldur Helgi, Haukur Þórðarson, Heiða Jónsdóttir, Hildur Guðbergs- dóttir, Hjalti Heiðar Jónsson, Hjör- dís Alda Hreiðarsdóttir, Hjördís Pét- ursdóttir, Ingibjörg Anna Ingadótt- ir, Ingunn Sigurpálsdóttir, Jóhann Reynir Gunnlaugsson, Jóhanna Sig- ríður Sveinsdóttir, Jón Óli Helga- son, Kristín Magnúsdóttir, Kristrún Kristófersdóttir, Linda Rós Reynis- dóttir, Logi Fannar Sveinssan, Magnús Jón Ámason, Margrét Jóna Þórarinsdóttir, Matthías Öm Frið- riksson, Ólafur Davíð Bjarnason, Ólöf Dís Magnúsdóttir, Ragnheiður Gyða Ragnarsdóttir, Sandra Ösp, Sigfús Heiðarsson, Sigriður Katrín Magnúsdóttir, Sigríður Klara Sig- fúsdóttir, Sigrún Antonsdóttir, Sig- rún Jóhannsdóttir, Sindri Gunnar Björnsson, Sonja Kristín Kjartans- dóttir, Stefán Daði, Sunna Axels- dóttir, Sunna Hlín Gunnlaugsdóttir, Tinna Guðbjartsdóttir, Unnur Björk Gunnlaugsdóttir, Unnur Lilja Þóris- dóttir og Þorvaldur Halldórsson. -saa Hér má sjá Tígra afhenda verölaun í smásagnasamkeppninni. DV-mynd ÞÖK Akranes: Gjaldtaka fyrir undirleik DV, Akranesi Um allmörg ár hefur verið sá hátt- ur hafður á við útfarir sóknarbarna á Akranesi að kostnaður við grafar- tekt, þjónustu prests, organista og sönghóps hefur auk útfararþjónust- unnar verið greiddur af kirkjugarðs- gjöldum. Þetta var gert að tilhlutan sóknar- nefndar og var sjónarmiðið að svo lengi sem löggjafinn léti þetta óátalið og tekjur kirkjugarðsins nægðu væri eðlilegt að þær væru nýttar til þess að standa undir þessum kostnaði þó útfararstjórn, ogsöng að lög gerðu ekki ráð fyrir þvi. Á síðustu árum hafa kirkjugarðs- gjöld verið stórlega skert með ítrek- uðum stjórnvaldsaðgerðum og er svo komið að þau standa ekki lengur undir víðtækari þjónustu en lögin leggja þeim í hendur. Því hefur sókn- amefnd Akraneskirkju séð sig til- neydda að taka þá ákvörðum 1. júlí að tekin verði upp gjaldtaka við út- fararstjórn, undirleik og söng við út- farir en kirkjugarðssjóður mun sem hingað til greiða fyrir grafartekt og laun sóknarprests við útfarir sóknar- barna á Akranesi. -DÓ Brottkast á fiski lítið í tonnum taliö Hafró leitar eftir samstarfi við sjómenn um brottkast á fiski „Við höfum lýst eftir samstarfi við sjómenn síðasta árið til að ná utan um hve miklum fiski er hent á miðunum við ísland," sagði Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun sem kannar nú brottkast á fiski. Hafrannsókna- stofnun hefur heitið fullum trúnaði við sjómenn og trúnaðarmenn verða sendir um borð í skip til að mæla allt sem hent er. Þá eru skip- stjórar hvattir til að breyta ekki veiðimynstri sínu til að sem best mynd fáist af brottkastinu. Nokkur reynsla er komin á þess- ar mælingar Hafrannsóknastofnún- ar og samkvæmt þeim virðist brott- kast vera frekar lítið í tonnum talið. „Endanlegar niðurstöður eru ekki komnar fram í dagsljósið. Það er mjög erfitt að segja til um brottkast á netabátum þar sem lítið hefur ver- ið mælt um borð í þeim,“ sagði Ólaf- ur Karvel. -RR I tilefni Skemmtilegur kaupbætir! 2x240 mín. myndbandsspólur ásamt 20 mín. spólu af sprenghlægilegum íþróttamistökum. L 1« jPi.WPii.TfHTÍ TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO Umboðsmenn um land allt. TIL 24 MÁNAOA PHILIPS VR657 6 hausar, Nicam stereo, NTSC og S-VHS afspilun, Sp/Lp, autotracking, sjálfhreinsibúnaöur, Index leittmarkerfi. Verð stgr.: S>HIU»5 '1 1 PHILIPS 2 myndhausar, / VR151 Auto-tracking, sjálfhreinsibúnaður. Verö stgr.:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.