Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1996, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 27 H>V Ósvífinn íslenskur prakkari gleður Austurríkismenn: Vanþekking kostaði hann fimm milljónir - sýning Errós í Vín vekur athygli gagnrýnenda Menning Hlín Gylfadóttir við verk sín. Erró hefur vakið athygli gagnrýnenda í Austurríki fyrir sýningu sem hófst í Vín á dögunum, einhverja stærstu sýningu sem haldin hefur verið á verkum hans. DV-mynd GVA Atli Örvarsson gerði það gott í Berklee: Heiðurspeningur fýrir besta skrúðgöngumarsinn - nemur næst kvikmyndatónlist í N-Karólínu Berklee College of Music í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum, veitti nýlega Atla Örvarssyni, nema í píanóleik við skólann, heiðurspen- ing sem sigurvegara í keppni um skrúðgöngumars við brautskráningu stúdenta. Það var sérstök nefhd, sem stofnuð var í tilefni 50 ára afmælis skólans, sem afhenti Atla heiðurs- peninginn við sérstaka verðlaunahá- tíð nemenda sem haldin var í maí og markaði lok hátíðarhaldanna í til- efni afmælisins. Atli er nú að ljúka B.Mus. gráðu við skólann eftir 3 ára nám og hefur fengið inngöngu í kvikmyndatón- listardeild í háskólanum í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum en þar eru aðeins 6 nemendur teknir inn á ári. Atli, sem fullu nafni heitir Örvar Atli, er Akureyringur og af miklum tónlistEirættum en foreldrar hans eru Svava Karlsdóttir og Örvar Kristjánsson tónlistarmaður. Atli lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1989 og stundaði síðan nám í FÍH, djassdeild, bæði á píanó og trompet sem var lengi hans aðalhljóðfæri. Hann hefur leik- ið í fjölmörgum popphljómsveitum og nægir þar að nefna Stuðkompaní- ið, en þar spilaði hann með bræðr- um sínum, Karli og Grétari Örvars- sonum, Sálina hans Jóns míns og SSSól. í dag er Atli á hljómleika- ferðalagi um Kýpur ásamt banda- rískri hljómsveit sem hann leikur með. -ggá Myndlistarnem- ar í Búnað- arbankanum Með tilkomu nýrrar innrétt- ingar í Búnaðarbankann við Hlemm kom upp sú hugmynd aö myndlistarnemendur MHÍ sæju um sýningu í sýningarglugga útibúsins. í Myndlista- og hand- íðaskólanum eru 7 sérdeildir; fjöltækni, skúlptúr, grafík, mál- un, textil, leirlist og grafisk hönnun og gefst nemendum hverrar deildar fyrir sig kostur á að sjá um sýningu í glugganum, einn mánuð í senn. Um júnísýn- inguna sér Hlin Gylfadóttir, nemandi í fjöltækni, en hún sýn- ir tölvugrafíkmyndir sem hlotið hafa mjög sérstaka meðferð. Grínmyndabók um forseta- kosningar Fjölvaútgáfan hefur sent frá sér sérkennilega spébók um for- setakosningarnar á íslandi. Hún kallast Forsetaslagurinn og þar er gert óspart grín að öllu til- standinu. Nýja bókin er eins konar teiknisögukómidía eftir Kjamó (Kjartan Amórsson) sem hefur á undanfórnum árum dvalist í Bandaríkjunum og starfað að teiknimyndagerð. Bókin er litprentuð með miklum fjölda teikninga en venjulegur texti fylgir þeim. Ævisaga Jóns forseta á ensku ogdönsku Á lýðveldisdaginn 17. júni, af- mælisdegi Jóns Sigurðssonar, kom út ævisaga hans á ensku og dönsku. Eftir því sem best er vit- að eru þetta fyrstu útgáfumar á erlendum málum þar sem fjallað er um Jón Sigurðsson og sögu hans í bókarformi, fyrir utan stutta æviminningu sem Þorlák- ur Ó. Johnson gaf út á ensku árið 1887. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, skrifar formála að báðum verkunum, en þar fjallar hún meðal annars um stöðu Jóns Sigurðssonar í hugum ís- lendinga og afstöðu Dana til hans. Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri tók saman en útgef- andi er Vestfirska forlagið. Heidi sýnir í Perlunni Á fjórðu hæð í Perlunni stend- ur nú yfir textíisýning Heidi Kristiansen. Sýningin var opnuð þann fyrsta júní og stendur út mánuðinn. Hún er opin alla daga vikunnar á sama tíma og veit- ingabúðin. Heidi sýnir 18 mynd- teppi sem unnin em með applík- asjóns- og quilttækni en það eru ævafomar og mikið notaðar að- ferðir bæði til listsköpunar og í nytjahluti. Myndefnið er sótt í ís- lenska náttúm og umhverfi og eru verkin öll unnin á árunum 1995-6. Efnisval er mjög fjöl- breytt, allt frá gallabuxnaefni og yfir í silki, roð, heimageröan ull- arflóka og selskinn og em verk- in máluö, teiknuð, klippt og saumuð með margvlslegum að- feröum. -ggá Atli Örvarsson gerir það gott í tónlistinni erlendis um þessar mundir. DV, Austnrríki: Það var ekki fýrr en Erró opnaði viðamikla yfirlitssýningu á verkum sínum í Vínarborg fyrir nokkrum dögum að hann gerði sér grein fyrir því að aðalbyggingin á einum mál- verka hans, „frá kínverska tímabil- inu“, væri í raun austurríska þing- ið með rauða kínverska varðliða í forgranni. Guðmundur Guðfnunds- son, Erró, leitar svo víða fanga um myndefni, jafnt á póstkortum, í hasarblöðum sem á áróðursspjöld- um, að hann man ekki alltaf hvaðan fyrirmyndin er komin. Þegar Erró frétti af þessari „van- þekkingu" sinni var hann snöggur að bæta Austurríkismönnum það upp. Hann var það höfðinglegur að gefa Nútímalistasafninu í Vín, þar sem sýningin fer fram, umrætt mál- verk. Áætlað verðmæti: Tæpar fimm milljónir króna! „Þessi vandaða og káta sýning veitir gott yfirlit yfir verk þessa mikilvæga popplistamanns," skrif- aði gagnrýnandi austuríska stór- blaðsins Kurier í umfjöllun sinni um sýningu á verkum Errós sem opnuð var fyrir siðustu helgi og ber yfirskriftina Frá Maó til Madonnu. „Spennandi, gáfuleg og athyglis- verð,“ sagði í listaumfjöllun Kronen Zeitung en gagnrýnandi stórhlaðs- ins Standard nefnir Erró „ósvífna íslenska prakkarann" sem veiti jafnvel bömum óskammfeilna en þó athyglisverða leiðsögn um evrópska málaralist með því að nota þekkt verk annarra listamanna í sínar myndir. „Þessi þjóðsagnakenndi listamað- ur veður úr einu í annað í list sinni eins og fréttatími í sjónvarpi,“ segir í Standard. Gagnrýnendur austinrísku blað- anna eru sammála um að Erró sé meðal virtustu popplistamanna heims, „þótt frægðarstjarna hans núna sé nokkuð farin að lækka á lofti", eins og gagnrýnandi Standard orðar það. En Erró lætur þó ekki nýjustu tæknistrauma fram hjá sér fara. Þeir sem ekki komast til að skoða þau 90 málverk sem eru á þessari viðamiklu yfirlitssýningu í Vín fyr- ir 8. september nk. geta horft á hana á geisladiski. Diskurinn um Erró og verk hans er sá fyrsti sem Nútíma- listasafnið í Vín gefur út í tengslum við stórsýningar. -BH Nýtt handverksgallerí Þann 18. júní var opnað nýtt handverksgallerí í Þingholtsstræti 5. Þetta er handverkshús sem í eru 11 vinnustofur auk þess sem þar er kaffihús. Þar eru seldar veitingar en í því er sameiginleg sýningaraðstaða. Hér gefur að líta nokkur þeirra verka sem til sýnis eru. í handverksgalleríinu verður stöðug sýning í gangi, enda má kalla þetta kaffigallerí. Til að byrja með verð- ur opið frá kl. 12-18. Kaffigallerflð heitir Amma í Réttarholti, nefnt eftir mik- illi dugnaðarkonu og ömmu eigandans, Eiríks Rafns Magnússonar, en hún hefði orðið 100 ára á þessu ári. Mynd af henni prýðir einnig merki staðarins. -ggá/DV-mynd Pjetur Sumartónleikar í Stykkishólmi Mánudaginn 24. júní nk. verða þær Anna Júiíana Sveinsdóttir messósópran og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari á sumartónleikum i Stykkishólms- kirkju. Á efnisskrá verða m.a. ísiensk þjóðlög í útsetningu Fjölnis Stefáns- sonar, þekkt lög eftir íslensk tónskáld, Ijóðaflokkur eftir Schumann við Ijóð Maríu Stuart Skotadrottningar og verk eftir Richard Strauss. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. -ggá/DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.