Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 2
2 fréttir
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 J-j’V
Skoðanakönnun Stöðvar 2 og DV á fylgi forsetaframbjóðenda:
Olafur enn langefstur
en Guðrún sækir mest á
- bilið milli Ólafs Ragnars og Péturs styttist en fylgi Ástþórs mælist svipað
Fylgi forsetaframbjóðendanna
- niöurstaða skoðanakönnunar DV og Stöðvar 2 -
Skoðanakönnun DV, maí '96
Skoðanakönnun DV 8. iún. '96
Ólafur Ragnar Grímsson
Pétur Kr. Hafstein
Guðrún flgnarsdóttir
2,1 3,2 3,0
Ástþór Magnússon
DV
Ólafur Ragnar Grímsson er enn
langefstur í kapphlaupinu um for-
setastólinn á Bessastöðum þótt bilið
milli hans og Péturs Kr. Hafstein
hafi minnkað. Guðrún Agnarsdóttir
bætir mestu við sig en Ástþór
Magnússon heldur sínu. Þetta eru
helstu niðurstöður nýrrar skoðana-
könnunar Stöðvar 2 og DV sem gerð
var á fylgi forsetaframbjóðenda af
markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar
hf. í fyrrakvöld. Þetta er fyrsta
könnunin sem gerð er eftir að Guð-
rún Pétursdóttir dró framboð sitt til
baka sl. miðvikudag.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns. Jafnt var skipt á milli kynja
sem og höfuðborgarsvæðis og lands-
byggðar. Spurt var: „Hvern af þess-
um forsetaframbjóðendum kýst þú:
Ástþór Magnússon, Guðrúnu Agn-
arsdóttur, Ólaf Ragnar Grímsson
eða Pétur Kr. Hafstein?"
Af þeim sem tóku afstöðu nefndu
46,8 prósent Ólaf Ragnar, 30,8 pró-
sent Pétur, 19,4 prósent Guðrúnu og
3 prósent nefndu Ástþór.
Fleiri taka afstöðu
AUs tóku 73 prósent úrtaksins af-
stöðu í könnuninni sem þýðir að 27
prósent voru óákveðin eða neituðu
að svara spumingunni. Þetta er
heldur hærra hlutfall þeirra sem
tóku afstöðu miðað við síðustu
könnun Stöðvar 2 og DV sem fram
fór 8. júní sl.
Sé tekið miö af úrtakinu öllu þá
sögðust 34,2 prósent ætla að styðja
Ólaf Ragnar, 22,5 prósent Pétur Kr.
Hafstein, 14,2 prósent Guðrúnu Agn-
arsdóttur og 2,2 prósent sögðust
kjósa Ástþór Magnússon.
Miðað við síðustu könnun í byrj-
un júní hefur fylgi Ólafs Ragnars
minnkað úr 49,4 prósentum í 46,8
prósent, eða um 2,6 prósentustig.
Frá könnun DV í april hefur fylgi
Ólafs minnkaö um 14,2 prósentu-
stig.
Greinilegt er að fylgi Guðrúnar
Pétursdóttur, sem var rúm 10 pró-
sent miðað við könnun Stöðvar 2 og
DV 8. júni, fer nokkuð jafnt yfir á
Pétur og Guðrúnu Agnars. Fylgi
Péturs fer úr 25,1 prósenti í 30,8 pró-
sent nú, eykst því um 5,7 prósentu-
stig.
Eins og áður sagði bætir Guðrún
Agnarsdóttir mestu við sig frá síð-
ustu könnun. Hún var þá með 12,3
prósenta fylgi en er nú með 19,4.
Hún bætir við sig 7,1 prósentustigi.
Hlutfallslega eykst fylgi hennar um
58 prósent.
Ástþór Magnússon heldur nokk-
urn veginn sínu. í síðustu könnun
mældist hann með 3,2 prósenta
fylgi, miðað við þá sem afstöðu
tóku, og er núna með slétt 3 prósent.
Ólafur Ragnar
vinsælastur
á landsbyggðinni
Sé litið á niðurstöðumar eftir
kynjum kemur aftur í ljós að fram-
bjóðendumir njóta allir meirihluta-
stuðnings kynsystkina sinna. Frá
síðustu könnun hafa hlutföllin þó
ekki breyst mikið. Helst er að fylgi
Péturs hefur jafnast eftir kynjum.
Karlar em hlutfallslega fjölmenn-
astir í liði Ástþórs og konur fjöl-
mennastar hjá Guðrúnu, eða nær 70
prósent af hennar stuðningsmönn-
um. Þetta sést nánar á meðfylgjandi
grafi.
Ef svörin em skoðuð eftir búsetu
kjósenda er áberandi hvað Ólafur
Ragnar nýtur mikils fylgis á lands-
byggðinni, miðað við aðra frambjóð-
endur, sem skipta fylgi sínu nokkuð
jafnt milii landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðis. Sömuleiöis er athygl-
isvert hversu margir kjósendur á
höfuðborgarsvæðinu em óákveðnir.
Af hópi óákveðinna koma 60 pró-
sent af höfuðborgarsvæðinu. í hópi
óákveðinna á landsbyggðinni eru
konur helmingi fleiri en karlar.
Tæpur fjórðungur
tilbúinn að kjosa annan
í könnun Stöðvar 2 og DV var
jafnframt spurt hvort kjósendur
væra tilbúnir til að skipta um skoð-
un ef þeirra frambjóðendur væru
ekki aðrir af tveim^r efstu síðustu
daga fyrir kosningar, miðað við
skoðancikannanir. Spurt var hvort
þeir myndu kjósa annan, og þá
hvern. Miðað við allt úrtakið sögð-
ust 22 prósent ætla að kjósa annan,
rúm 64 prósent ætluðu ekki að kjósa
annan, 9 prósent vora óákveðin og
4,8 prósent neituðu að svara.
Ef svörin voru skoðuð innan
hvers stuöningshóps frambjóðenda
kom í ljós aö flestir fylgismanna
Ólafs Ragnars, sem sögðust myndu
kjósa annan, nefndu langflestir
Guðrúnu Agnarsdóttur. Pétur Haf-
stein var þar langt á eftir.
Svipaða sögu er að segja af stuðn-
ingsmönnum Péturs. Þeir sem ætl-
uðu að kjósa annan vildu langflestir
Guðrúnu og Ólafur var sjaldan
nefndur.
Þeir í hópi Guðrúnar, sem sögð-
ust myndu kjósa annan ef kannanir
sýndu að hún væri ekki í tveimur
efstu sætum, skiptust jafnt á Ólaf
Ragnar og Pétur. Engir nefndu Ást-
þór í þessu sambandi.
Meirihluti stuðningsmanna Ást-
þórs var tilbúinn að kjósa annan. Af
þeim nefndu flestir Guðrúnu, síðán
Ólaf og loks Pétur. -bjb
Fylgi frambjóðenda eftir kynjum
Konur Karlar
cf
Ólafur Ragnar
Grímsson
cf
Pétur Kr.
Hafstein
Guðrún
Agnarsdóttir
cf
Astþór
Magnússon
L 43% 57/
5S3íSSg§§p|||g|g
4 •5% 55°/<
68% 32%
BaaMÍip^pa
r í8% 62% 1
áÉlíÍi;
DV
stuttar fréttir
Fer fyrir brjóstið
Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti íslands, segir í Veru að um-
ræða um að tími sé kominn til
að fá karl í forsetaembættið fari
í fyrir brjóstið á sér.
Laxeldisfyrirtæki í þrot
Sveinseyrarlax ehf. hefur
óskað eftir að verða tekið til
gjaldþrotaskipta. Nýrnaveiki
hefur greinst i laxi í stöðinni og
verð á eldislaxi hrunið.
;
Vöruinnflutningur jókst
Vörainnflutningur var 20%
meiri fyrstu fjóra mánuðina
miðað við sama tíma í fyrra.
Innflutningur fólksbOa jókst
langmest eða um 50%.
Hagstæó vöruskipti
Vöraskiptajöfnuður verður
líklega hagstæöur um 3,6 millj-
| arða í ár. Hann var hagstæöur
um 13,4 milljarða í fyrra. -GHS
Rangfærslur Astþórs Magnússonar leiðréttar
í umræðuþætti Stöðvar 2, með for-
setaframbjóðendum í fyrrakvöld,
hélt Ástþór Magnússon því fram að
fylgi hans hefði aukist mjög í skoð-
anakönnunum DV. Þetta er ekki rétt
hjá frambjóðandanum. Hann vitnaði
til daglegrar atkvæðagreiðslu í blað-
inu en ekki skoðanakönnunar. Þar
er spurt: Hvaöa frambjóðanda viit þú
sem forseta íslands? Á þessari at-
Þú getur svaraö þessari spurningu
meö því aö hringja í síma 9041996.
39,90 kr. mínútan
1 Ástþór Magnússon
Qðubrún Agnarsdóttlr
’Mólafur Ragnar Grímsson
fSlpétur Hafsteln
904 1996
Hvaða frambjóðanda vilt þú
sem forseta íslands?
Þetta er dagleg atkvæöagreiðsla en ekki skoðanakönnun
kvæðagreiðslu, þar sem fólk hringir
inn að vild, og skoðanakönnun er
reginmunur enda er það skýrt tekið
fram i blaðinu.
Ástþóri var bent á þetta á Beinni
línu DV daginn fyrir Stöðvar 2 þátt-
inn. Hann talaði því gegn betri vit-
und í sjónvarpsþættinum þegar
hann sagði fylgi sitt hafa aukistjí
skoðanakönnunum DV.
28%
AM
ORG
PH
GA