Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 X W" Rússnesk stúlka dúxaði í íslensku og stærðfræði: c „Þegar ég var sex ára ákvað ég að fara í tónlistarskóla og læra á gítar. Amma fylgdi mér í skólann en það voru svo margir sem höfðu hugsað sér að komast að og það var ekki pláss fyrir mig. Ég fór að hágráta því mig langaði svo að læra á gítar. Einn kennaranna sá mig og spurði hvort ég vildi læra á balalaika í staðinn en það er rússneskt hljóð- færi sem líkist gítar. í Rússlandi er hefð fyrir þvi að nær eingöngu strákar leiki á balalaika en ég var eina stelpan allan tímann sem ég lærði á þetta hljóðfæri," segir Ev- genía Ignatieva, átján ára rússnesk stúlka sem dúxaði í íslensku og stærðfræði í Verslunarskóla íslands í vor. Þessi hávaxna, bráðmyndar- lega stúlka útskrifaðist með versl- unarpróf og hefur hugsað sér að halda áfram að læra til stúdents- prófs í Versló. Evgenía fékk auk þess verðlaun úr Walterssjóði fyrir besta heildarárangur á Verslunar- prófi 1996. Hún kom hingað til lands fyrir fimm árum ásamt foreldrum sínum og systur og sló út innfædda í þeirra eigin móðurmáli og má það heita einstaklega góður árangur. Faðir Evgeníu er Nikolaj Ignatiev SÁ VERKLEGASTI TIL SÖLU BMW 730IA Albina, einn meö öllu. Albinu undirvagn, 17” álfelgur, leöurinnrétting, 10 diska magasín, 8 hátalarar, reyklitað gler, aksturstölva, sjálfskiptur og margt margt fleira. Sjón er sögu ríkari. VERÐ 2.380 þús - SÉRTILBOÐ 1.950 þús. stgr. Upplýsingar í síma 896 0144 eöa 567 0144 (Högni). DV-myndir ÞÖK kurteisir og fágaðir ef miðað er við Rússa. Það eru kannski aðrir kurt- eisari en íslendingar en það er mik- ill munur á íslendingum og Rúss- um. Ég er þó ekki meö því að segja að Rússar séu dónar," segir Evgen- ía. | Fjölskyldan er hjartanlega sam- mála um að íslendingar séu afar kurteist og almennilegt fólk. „Ég hef ferðast víða um heiminn og hef samanburðinn. íslendingar eru ekki einungis kurteisir miðað við Rússa heldur einnig ef miðað er við margar aðrar þjóðir," segir Nikolaj. Ekki skemmtilegt,að vera unglingur a Islandi Evgeníu þykir drykkjulæti ung- linganna á íslandi orðið talsvert vandamál en drykkja þekkist ekki á þennan hátt í Rússlandi meðal unga fólksins. Algengara er að fullorðið fólk eigi við drykkjuvandamál að stríða. Að sögn Evgeníu fara ung- lingar í Rússlandi í bæinn um fimm eða sexleytið og koma heim klukk- an ellefu eða hálftólf því ekkert er að gerast eftir það. Unglingar á ís- 'landi fara sem kunnugt er ekki út fyrr en í kringum ellefu og koma heim um þrjú eða fjögur. Evgenía reynir að fara milliveginn en henni finnst ekkert sérstaklega skemmti- legt að vera unglingur á fslandi. Hún á engan kærasta. Les rússneskar bókmenntir „Ég nota frítímann mikið til þess að lesa bækur. Núna er ég hrifnust af rússneskum bókmenntum. Ég er núna að lesa eina ofsalega góða bók sem heitir Hetja nútímans eftir Lermontov. Ég las að vísu ekki Evgenía hampar stolt bikurunum sem hún hreppti fyrir besta árangur í íslensku og stærðfræði. en hann er tengiliður Lada í Rússl- andi og framkvæmdastjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla á íslandi. Fjöl- skyldan bjó áður í bænum Togliatti sem er við ána Volgu. Hann var sendur hingað til lands ásamt konu sinni Liliu Ignatieva til þess að starfa fyrir Lada. Systir Evgeníu heitir Olga en hún er tveimur árum eldri en Evgeníá. Olga er í heim- speki og ensku í Háskóla íslands. Hún var að heimsækja ættingja í Rússlandi þegar blaðamann bar að garði. [ Til Oxford í(enskunám Einkunnir Evgeníu eru afar háar. Hún fær hæstu einkunn eða 10 í sjö fögum, 9,5 í þremur fögum, 9,0 í fjór- um fogum, svo að eitthvað sé nefnt. Lægsta árseinkunnin hennar er 8,0 lægsta prófseinkunnin hennar var 7,5 í ensku. Margir hefðu sætt sig við þá einkunn en ekki Evgenía. Hún var afar ósátt við sjálfa sig og heitir því að gera betur næst. Til marks um það ætlar hún að leggja land undir fót í sumar og skella sér til Anglo World í Oxford þar sem hún hyggst bæta enskukunnáttu sína. Meðaleinkunn Evgeníu var 9,44. „Ég held að ástæðan fyrir því að mér hafi gengið svona vel að læra íslensku sé hversu ung ég var þegar ég fluttist hingað en ég var þrettán ára gömul. Mér fannst tungumálið alls ekki erfitt. Mér gekk alltaf mjög vel í skólanum í Rússlandi og var alltaf hæst í mínum bekk,“ segir Ev- genia. Evgenía segir námið í barnaskó- lanum í Rússlandi miklu erfiðara en á íslandi. Hún var nánast tveim- ur árum á undan jafnöldrum sínum í stærðfræði þegar hún kom hingað til lands. Stærðfræðin fór ekki að þyngjast fyrr en í menntaskólanum, fannst henni. Fróðleiksfúst barn „Við hjónin erum afar stolt af dóttur okkar og árangri hennar. Að vísu kom velgengni hennar alls ekki á óvart en hún hefur þann eig- inleika að vilja alltaf vera best í því sem hún gerir. Mér finnst að það þurfi að gæta þess að hampa henni ekki of mikið fyrir þennan árangur. Það leiðir ekki til góðs ef henni verður spillt," segir Lilia Ignatieva, móðir Evgeníu. Lilia segir Evgeníu hafa verið yndislegt barn sem ávallt hafi verið fróðleiksfús og djúpt þenkjandi. Hún hafi alltaf verið tilbúin að deila því sem henni áskotnaðist með öðr- um bömum. „Þegar Evgenía var þriggja ára stelpa í Rússlandi sá hún risastóra flugvél i fyrsta sinn. Aftan úr flug- vélinni var reykur sem hún hélt að héldi vélinni uppi. Evgenía var vön því að bílamir keyrðu um á vegin- um og átti bágt með að skilja að flugvélarnar gætu hangið þarna í lausu lofti. Hún hugsaði mjög rök- rétt strax þá,“ segir Lilia. Lanaar til að verða blaoakona „Ég er ákveðin í því að klára stúdentspróf í Verslunarskólanum. Ég fer ekki til Rússlands með for- eldrum mínum ef þeir þurfa að fara áður en ég hef lokið stúdentsprófi. Ég get alveg hugsað mér að búa hérna áfram. Það getur vel verið að ég fari í Háskólann hér á landi. Ég er mikið að hugsa um að fara í við- skiptafræði en er þó ekki ákveðin. Ég hef svolítið velt því fyrir mér að gerast blaðakona," segir Evgenía. „Mig langaði alveg eins til að fara til Þýskalands og læra þýsku en mér fannst ég ekki hafa nægilega undirstöðu í þýsku. Ég held að tungumálin nýtist mér afskaplega vel þegar ég fer í Háskólann. Ég get alveg hugsað mér málatengda við- skiptabraut. Það er vel hugsanlegt að ég fari ekki til Rússlands eftir stúdentsprófið heldur innriti mig í Háskóla íslands. Ég get alveg hugs- að mér að búa hér á landi. Ég er ekki að segja að það sé betra að búa héma heldur en í Rússlandi," segir Evgenía. Islendingar kurteisir „Það er mjög ólíkt að búa á ís- landi og í Rússlandi. Fólkið er ólíkt en mér finnst Islendingar áberandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.