Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 50
58 afmæli LAUGARDAGUR 22. JUNI1996 Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason verkstjóri, Laugarásvegi 3, Reykja- vík, er sjötiu og fimm ára í dag. Starfsferill Bergsveinn fæddist í Rauðseyjum í Breiðafirði og ólst þar upp. Hann lærði skipasmíðar á Akureyri 1941-45 hjá Gunnari Jónssyni skipa- smíðameistara. Bergsveinn vann við skipasmíðar í Landssmiðjunni og í Bátalóni í Hafnarfirði. Hann réðst sem teikn- ari til Vita- og hafnamálastofnunar 1947. Hann varð siðan verkstjóri hjá stofnuninni við hafnargerðir. Því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1991, að undanskildum tveimur árum er hann var sveitarstjóri í Stykkishólmi, 1966-68. Fjölskylda Bergsveinn kvæntist 1946 Sigrúnu Sigurðar- dóttur, f. 23.11. 1920, hús- móður. Hún er dóttir Sig- urðar Einarssonar, bónda í Gvendareyjum, og Magnúsínu Guðrúnar Björnsdóttur. Bergsveinn og Sigrún skildu 1983. Böm Bergsveins og Sig- rúnar eru Brynja, f. 11.8. 1947, hús- freyja í Litlagerði á Hvolsvelli, gift Theodór Guðmundssyni verkstjóra og eru börn þeirra Guðni, Hlynur og Bergsveinn; Sigurður, f. 22.6. 1949, stýrimaður og fisktæknir í Bergsveinn Breiö- fjörö Gíslason. Kópavogi, kvæntur Helgu Bárðardóttur hús- móður og eru dætur þeirra Sigrún, Dröfn og Bryndís; Lára, f. 20.8. 1953, húsmóðir í Kópa- vogi, gift Guömundi Guð- jónssyni bifreiðastjóra og eru börn þeirra Sigur- laug Helga og Ríkharður Leó; Alma, f. 1.9. 1955, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðna Magnússyni trésmið og eru synir þeirra Janus Freyr, Magnús Már og Kári; Freyja, f. 8.1. 1958, húsmóðir, gift Guðlaugi Páls- syni vélstjóra og eru börn þeirra Amþór, Björk, Sandra og Egill. Systkini Bergsveins: Kristinn Breiðfjörð, f. 9.10.1919, bóndi og síð- ar verkamaður í Stykkishólmi; Svava, f. 11.9. 1922, lengst af hús- móðir á Patreksfirði, nú í Kópavogi; Kristjana, f. 23.1. 1925, húsmóðir í Reykjavík. Hálfsystkini Bergsveins, sam- feðra, eru Lárus Ágúst, f. 17.8. 1905, d. 2.11. 1990, lengst af bóndi á Þórunúpi og í Miðhúsum í Hvol- hreppi; Ingveldur, f. 4.4. 1904, lengst af húsmóðir á Patreksfirði; Jóna Sigríður, f. 8.1. 1909, saumakona í Reykjavík. Foreldrar Bergsveins: Gísli Berg- sveinsson, f. 13.7. 1877, d. 15.5. 1939, bóndi og sjómaður, og Magdalena Kristjánsdóttir, f. 13.11. 1897, hús- móðir, en hún dvelur nú á elliheim- ilinu á Patreksfirði. Böðvar Böðvarsson Böðvar Böðvarsson húsasmíðameistari, Garðastræti 14, Reykja- vík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Böðvar er fæddur í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði við Iðnskólann í Reykja- vík 1956 og meistaraprófi í húsasmíði við Meistara- skólann í Reykjavík 1959. Böðvar var framkvæmdastjóri verktakafyrirtækjanna Böðvars S. Bjarnasonar sf. 1963-83 og Hámúla hf. 1983-86. Meðal verkefna Böðvars S. Bjamasonar sf. má nefna Árbæj- arskóla, Fossvogsskóla, íþróttahús Kennaraháskóla íslands og Hvassa- leitisskóla, heilsugæslustöðina á Seltjarnamesi, Fjölbrautaskólann i Breiðholti, íbúðir aldraðra við Lönguhlíð, hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut, og fjöldann allan af raðhúsum, fjöl- býlis- og einbýlishúsum. Meðal verkefna Hámúla hf. má nefna fjöl- býlishúsið við Stangarholt og dag- heimili á sama stað. Á sínum yngri árum spilaði Böðvar handknattleik með ÍR, þjálf- aði einnig hjá félaginu og sat í stjórn þess. Böövar Böövarsson. Fjölskylda Guðrúnu Alfreðsdóttur, frá Vestmannaeyjum, þau skildu 1980. Foreldr- ar hennar: Alfreð Sturlu- son, látinn, og Steinunn Jónsdóttir. Börn Böðvars og Guð- rúnar: Alfreð Sturla, f. 27.2. 1961, heimspekingur og ljósahönnuður, sam- býliskona hans er Helga Rún Pálsdóttir, klæð- skeri og leikmynda- og búningahönnuður, þau eiga einn son, Andra Pál, f. 19.9. 1995; Steinunn, f. 23.5. 1962, stjómmálafræðingur; Soffia, f. 16.8. 1965, BA í spænsku, í sambúð með Yngva Markússyni rafvirkja. Systkini Böðvars: Jón, f. 2.5.1930, cand. mag. í ísl. fræðum; Vilhelm- ína Sigríður, f. 13.6. 1932, hús- mæðrakennari og húsmóðir; Val- borg Soffia, f. 18.8. 1933, leikskóla- stjóri; Bjarni, f. 16.11. 1934, húsa- smiður; Sigmundur, f. 29.9.1937, lög- fræðingur. Hálfsystur Böðvars, samfeðra: Alberta; Guðný, f. 19.6. 1942. Foreldrar Böðvars: Böðvar Sth. Bjarnason, f. 1.10.1904, d. 3.10.1986, frá Gerði á Akranesi, og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 31.3. 1904, d. 23.6. 1993, frá Rein á Akranesi. Böðvar gengur yfir Fimmvörðu- háls á afmælisdaginn, það er Jóns- messunótt, og þeir sem vilja hitta hann eru beðnir að vera vel skóað- ir. Böðvar kvæntist í október 1960 Kjörfundur í Reykjavík vegna forsetakosninga laugardaginn 29. júní 1996 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22 þann dag. Sérstök athygli kjósenda er vakin á eftirfarandi ákvæöi 81. gr. kosningalaganna: „£r kjósandi kemur inn í kjörfundarstofuna gerir hann kjörstjórn grein fyrir sér meö því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Efhann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhendir oddviti honum einn kjörseðil." Kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórnin mun á kjördegi hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavík- ur og þar hefst talning atkvæða þegar að loknum kjörfundi. Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag er 563 2263. Reykjavík, 21. júní 1996 Yfirkjörstjórn Reykjavíkur Hjörleifur B. Kvaran Arnmundur Backman Eggert Ólafsson Erla S. Árnadóttir Sjöfn Kristjánsdóttir Snorri Þorsteinsson Snorri Þorsteinsson. Snorri Þorsteinsson, mjólkurfræðingur hjá M.D. Foods í Árósum, Suðurgötu 6, Sauðár- króki, verður fertugur á morgun. Starfsferill Snorri fæddist á Hofsósi og ólst þar upp. Hann hóf nám í mjólkurfræði hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki 1974, stundaði nám í þeirri grein 1976-77 og síðan við Dalum 1978-79. Snorri starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1976 og 1977, starfaði í Danmörku 1979-80, var mjólkursamlagsstjóri á Nes- kaupstað 1980-82, hóf störf hjá M.D.- Foo’ds 1982 og vann á vegum fyrir- tækisins i Saudi-Arabíu 1982-84, síð- an í Danmörku um skeið, í Brasilíu til 1990 og síðan aftur í Danmörku. 2.7. Fjölskylda Eiginkona Snorra er Anne Hoff- meyer matvælafræðingur. Hún er dóttir Torben og Idu Hoffmeyer. Sonur Snorra og Anne er Pauli Thorsteinsson, f. 1993. Snorri er næstyngstur átta systkina. Systkini Snorra eru Páll, f. 1941, yfirgjaldkeri hjá Vega- gerðinni, búsettur í Kópavogi; Maria, f. 1943, lektor við HÍ, bú- sett í Reykjavík; Dóra, f. 1944, forstöðumaður á Sauðárkróki; Gestur, f. 1945, útibússtjóri við Búnaðarbankann á Sauðárkróki; Anna Pála, f. 1947, gjaldkeri hjá Búnaðar- bankanum á Sauðárkróki; Þor- steinn Þorsteinsson, f. 1948, banka- stjóri við Norræna fjárfestingabank- ann í Helsinki; Broddi, f. 1951, tæknifræðingur hjá Pósti og síma, búsettur í Reykjavík; Rósa, f. 1958, bókasafnsfræðingur við Ámastofn- un, búsett í Reykjavík. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Hjálmarsson, f. 14.2. 1913, d. 26.3. 1981, kennari, stöðvarstjóri Pósts og síma á Hofsósi, og k.h., Pála Páls- dóttir, f. 25.10. 1912, d. 1993, kennari á Hofsósi. Snorri heldur upp á afmælið sitt á íslandi. Helga A. Pálsdóttir Helga Anna Pálsdóttir, húsfreyja að Eyjum í Kjós, nú til heimilis að Borgarhóli, Kjósarsýslu, er sjötug í dag. Fjölskylda Helga er fædd í Þýskalandi og ólst þar upp í Kuchnitz en hún kom að Eyjum í Kjós sem vinnukona árið 1949. Þar vann hún almenn land- búnaðar- og húsmóðurstörf Helga giftist 11.6. 1950 Ingólfi Guðnasyni, f. 27.10. 1919, fyrrver- andi bónda að Eyjum í Kjós, en þau bjuggu þar til 1994. Foreldrar hans: Guðni Guðnason, bóndi að Eyjum, og Guðrún Hansdóttir húsfreyja. Börn Helgu og Ingólfs: Guðni Gunter, f. 10.6. 1951, býr að Eyjum; Anna Pálína, f. 15.2. 1953, d. í apríl 1955; Anna Guðfinna, f. 4.4. 1955, maki Kristinn Helgason, þau búa í Keflavík og eiga þrjú börn; Hermann Ingi, f. 24.3. 1956, maki Birna Einarsdóttir, þau búa að Hjalla, Kjós, og eiga þrjú böm; Páll Heim- ir, f. 1.12. 1958, maki Marta Karlsdóttir, þau búa að Eyjum og eiga tvö börn; Guðrún Lilja, f. 30.12. 1959, hún býr í Kópavogi og á fjögur börn; Valborg Erna, f. 8.2. 1965, maki Ómar Ásgrímsson, þau búa í Reykjavík og eiga tvo syni. Systkini Helgu: Gunter, látinn; lil hamingju með afmælið 22. júní 90 ára Ingibjörg Stephensen, lengi búsett og kenndi við Breiðablik á Seltjamar- nesi, nú að Skóla- braut 3, Sel- tjarnarnesi. Eiginmaður hennar var Björn Jónsson vélstjóri Ingibjörg er að heiman. 85 ára Jóhann Valdimarsson, Áflheimum 48, Reykjavík. Sóley Magnúsdóttir, Hvolsvegi 26, Hvolsvelli. Friðmey Benediktsdóttir, Háaleitisbraut 123, Reykjavík. Sigurliði Jónasson, Engimýri 11, Akureyri. 70 ára Magnús Thorvaldsson, Kaplaskjólsvegi 39, Reykjavík. Jónatan Ásvaldsson, Laxárvirkjun VII, Aöaldæla- hreppi. Svanhild Ágústsson, Garðavegi 3, Keflavík. 50 ára Guðjón A. Einarsson, Akurgerði, Seltjamamesi. Bima Lárusdóttir, Efri-Brunná, Saurbæjarhreppi. Sigríður Sigurgeirsdóttir, Engjaseli 81, Reykjavík. 40 ára Elías Jakob Ingimarsson, Strandgötu 13, Hvammstanga. Jóhanna Jóna Andrésdóttir, Skipasundi 42, Reykjavík. Sigurlína Eiríksdóttir, Túngötu 10, Eyrarbakka. Eva Ingibjörg Sumarliðadótt- ir, Þinghóli, Glæsibæjarhreppi. Ellert Eggertsson, Hraunbæ 90, Reykjavík. Sveinn Jóhannesson, Sólheimum 26, Reykjavík. Sæmundur Jóhann Ingvason, Furugrund 76, Kópavogi. Karl Cuong Quoc Du, Suðurmýri 48, Seltjamarnesi. Ottó Sveinsson, Vallarbraut 1, Akranesi. Vilhjálmur Baldursson, Smáratúni 16, Selfossi. Helga Anna Pálsdóttir. Waltraut, býr í Englandi; Elvíra, býr í Lubeck í Þýskalandi; Ingibjörg, býr í Hafnarfirði; Irmgard, d. 1994; Horst, býr í Lubeck í Þýska- landi. Foreldrar Helgu: Paul Wiggert, f. 7.12. 1901, d. 1960, verkamaður, og Erna Wiggert (fædd Riher), f. 30.1. 1905, d. 1981, húsmóðir, þau bjuggu í Þýskalandi. Helga tekur á móti gest- um á Hjalla frá kl. 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.