Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 I>"V „Ég tók daginn snemma ásamt átján daga gömlum syni mínum sem enn hefur ekki fengið nafn. Hann féllst reyndar á að fá sér lúr eftir morgunsopann. Fjölskyldan fór síðan öll á fætur klukkan átta. Við drifum okkur í leppana og lögðum af stað inn í daginn. Fyrsti viðkomustaður var Grænaborg þar sem eldri sonur minn, Jóhann Kristófer, dvelur á daginn. Síðan fórum við hin, sambýlismaður minn, Stefán Jónsson, og litli bróð- ir í burðarrúmi upp í Borgarleik- hús. En þar voru aðstandendur sýningarinnar Gulltáraþöll að leggja lokahönd á undirbúning fyr- ir forsýningu á Listahátíð á laugar- daginn kemur. Við höfðum ekki tíma til þess að fá okkur morgunmat heima þannig að ég fékk mér tvær ristaðar brauðsneiðar og kafFi þegar ég kom upp í Borgarleikhús. Þar sem við unnum hörðum höndum var Lilla skotið á brjóst öðru hvoru. Hópur- inn var að hittast í fyrsta skipti eft- ir mánaðarhlé þar sem meðlimir þessarar sýningar voru flestir að koma úr öðrum athyglisverðuni verkefnum. Sýningin okkar, Gull- táraþöll, er unnin upp úr tveimur Ása Hlín Svavarsdóttir leikstýrir leiksýningunni Gulltáraþöll á Listahátíö. Frumsýnt veröur á laugardag á Litla sviöi Borgarleikhússins. Sýningin er byggö á ævintýraheimi íslenskra þjóösagna. brauði. Konurnar í eldhúsinu eru annálaðar fyrir góðan mat sem jafnframt er ódýr. Syrgði með Hollendingum Klukkan 16 var æfingin búin og við þustum heim tU þess að hitta heilsugæsluhjúkrunarkonuna sem heimsækir okkur vikulega og vigt- ar LiUa. Síðan var aftur lagt á brjóst og blundað í stóra rúminu í smátíma. Eftir það skipti ég um bleiu á þeim litla. Þá fór ég fram í eldhús og bakaði tvær lummur og gúmlaði þeim í mig. Ég notaði tækifærið meðan barnið svaf. Síð- an setti ég í vélina og þurrkarann. Að því búnu kom maðurinn minn heim ásamt Jóhanni Kristófer, syni mínum. Það var hjóladagur hjá honum þann daginn og hann hafði að venju ýmislegt að segja þegar hann kom heim. Hann sagð- ist vera búinn að finna nafn á litla bróður sinn. Hann er ákveðinn í að skíra hann Unnstein eftir bróður besta vinar hans sem hann lynti eitthvað vel við þann daginn. Við Oagur í lífi Ásu Hlínar Svavarsddttur leikstjóra: Leikstýrt og gefið brjóst til skiptis ævintýrum úr íslenskum þjóðsög- um. Við fléttuðum þessum tveimur ævintýrum saman. Við bjuggum til atriðagrind sem leikararnir spunnu síðan út frá. Leikritið var skrifað jafnóðum og búningar, hljóðmynd og annað fæddist jafn- framt. Stíllinn á sýningunni hefur viss áhrif frá fígúratívu- austur- evrópsku brúðuleikhúsi þar sem einn af höfúndum sýningarinnar, Helga Arnalds, hefur verið í nánu samstarfi við hið annálaða Drake brúðuleikhús í Prag. Það fyrsta sem við gerðum var að horfa á videoupptöku af síðustu æfingu. Við vorum ekki með text- ann en skoðuðum lokabreytingar sem verða á texta og öðru slíku. Við sátum þarna og ræddum þetta fram og til baka. Það gekk mjög vel að fara í gegnum leikritið en þaö er lítill tími til stefnu þannig að við þurfum að halda vel á spöðunum. Ao pair í Borgarleikhúsinu Sambýlismaður minn kom með mér í leikhúsið til þess að gæta litla drengsins þessa fjóra daga sem æfingar standa yfir. Hann sagðist vera nýja au pair stúlkan. Hann kom með litla manninn tfi mín þeg- ar þurfti að leggja hann á brjóst. Þetta var fyrsti dagurinn minn í Borgarleikhúsinu eftir að ég átti strákinn. Ég vinn einnig við að tal- setja teiknimyndir þannig að ég fór í það strax daginn eftir að ég kom heim af sjúkrahúsinu. Þegar mað- ur er lausráðinn leikari og leik- stjóri fær maður ekki launalaust frí hvenær sem er. Við borðuðum í Borgarleikhús- inu í hádeginu. í matinn var hrís- grjónakássa sem var listilega góð með hrásalati og heimabökuðu hlömmuðum okkur í sófann og fór- um að horfa á knattleik, England, Holland og syrgðum með Hollend- ingum þetta mikla burst. Að því búnu var mér færður þessi dýrind- is spagettíréttur sem maðurinn minn hafði eldað kvöldinu áður þar sem ég sat. Eftir það dingluð- um við okkur og undirbjuggum okkur undir næstu törn á morgun. Finnur þú fimm breytingar? 362 4452 Já, en ég er aö prjóna þetta handa yöur, herra forstjóri. Nafn:. Heimili:- Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sextugustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Júlíana Hilmisdóttir Arnarheiði 20 810 Hveragerði 2. Jenný Magnúsdóttir Blöndubakka 6 109 Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og sénda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi að verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif- unni 7, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 363 c/oDV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.