Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 JLí"V LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 Lee Suk-hyung, einn frægasti markvörður í heimi, er kominn til Islands til að leika með FH: Kynntist og varð ástfanginn af íslenskri stelpu á HM '95 Einn fremsti og þekktasti mark- vörður heims, Lee Suk-hyung, mark- vörður suðurkóreska landsliðsins í handknattleik, er kominn hingað til lands, genginn til liðs við íslendinga, sjálfa erkióvinina frá því í HM í handbolta i fyrra, og ætlar að verja markið hjá FH næsta vetur. Lee kynntist íslenskri fjölskyldu af suð- urkóreskum ættum meðan á HM stóð, varð ástfanginn af heimasæ- tunni, Klöru Jennýju Kim, og hefur átt í sambandi við hana síðan. Það má því með sanni segja að ástin hafi dregið hann til íslands og hér verður hann að minnsta kosti næsta árið til að gleðja augu íslenskra handbol- taunnenda og vera nærri unnustu sinni. Klara og Lee hittust fyrst á HM ’95 í Smáranum í Kópavogi. Klara segist hafa fariö þangað með pabba sínum, Óskari Taechol Kim, til aö horfa á Suður-Kóreumenn leika en „Ég man ekki gegn hverjum,” segir hún. Þau Lee hafa samþykkt að segja sögu sína í einkaviðtali við DV. Eftir leik- inn fóru feðginin og heilsuðu upp á leikmennina og buðu þeim öllum í kvöldverð á veitingastað sem fjöl- skyldan rekur, Café Kim við Rauðar- árstíg, enda hafa þau gjama boðið þangað löndum sínum sem hafa átt leið til landsins og reynt að hjálpa þeim eftir bestu getu. Klara og Lee urðu tljótlega mjög ástfangin og ákvað fjölskylda Klöru því að fara með þennan hávaxna og myndarlega markmann í bíltúr og bjóða honum heim. Gott samband myndaðist milli Lee og Kim-fjölskyl- dunnar enda eru þau öll ákaflega létt í skapi og handknattleiksmaðurinn lífgar heilmikið upp á heimilislífið með hugulsemi sinni við húsmóður- ina og leik sínum við soninn Skúla Óskar, 11 ára. í framhaldinu komst á traust samband milli Lee og Klöru og Kim-fjölskyldan, sem hefur rekiö veitingastaöi í Reykjavik undanfarin ár, hefur gjarnan boöiö til sín fólki frá Suður-Kóreu sem hefur átt leið um ísland. Þau buöu landsliöi Suöur-Kóreumanna til sín á HM í fyrra og í framhaldi af þvi fór mark- vöröurinn Lee aö vera meö Klöru. Klara er í efri röö til vinstri viö hlið Jennýjar, móöur sinnar. Lee er til vinstri í fremri röð, Skúli og svo Óskar lengst til hægri. hafa foreldrar hennar reynt að stuðla að því að þau geti kynnst betur. Ógeðslega hár símareikningur „Þegar hver leikur var búinn hringdi hann í okkur og við vorum í sambandi við hann áfram, líka eftii' að hann fór heim. Skúli var mjög hrifinn af honum enda á hann engan bróður og þegar við feðgarnir heim- sóttum Suður-Kóreu í fyrrasumar höfðum við samband við hann. Við höfum líka verið í símasambandi við hann og símareikningurinn hjá okk- ur hefur verið ógeðslega hár. Lee hef- ur líka oft hringt hingað,“ segir Ósk- ar og bætir við að símareikningur- inn hafi snarlækkað í desember því að þá hafi Kiara verið í Suður-Kóreu. Kim-feögarnir fóru í heimsókn til ættingja sinna i Suður-Kóreu í fyrra- sumar og notuðu þá tækifærið til að heimsækja Lee. Klara eyddi svo með honum tíu dögum í Seúl um jólin þegar hún heimsótti í fyrsta skipti á ævinni gamla heimalandið ásamt móður sinni, Kuija Jenný Kim. Klara horfði á Lee leika æfingaleiki með liðinu sem hann lék með þar úti og þau eyddu tímanum saman á kvöldin auk þess sem hún hitti ætt- ingja sína. 500 metra skyggni í sólskini Klara segir að það hafi ekki verið „neitt sérstakt’‘ að heimsækja Suður- Kóreu, þó að hún væri að koma þangað í fyrsta skipti og hljóti að Þjálfari FH: Gefur nýjar víddir að fá Lee „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir okkur og okkar mark- menn og handboltann yfir höfuð að fá svona mann inn. Hann æfir öðruvísi og hugsar öðruvísi. Á æfingum er hann alltaf að vinna og hugsa um hvemig hann geti bætt sig. Þetta endur- speglast í hreyfingum hans og því hvemig hann staðsetur sig. Hann er með gríðarlegan metnað og gefur alltaf allt sitt í þetta. Það gefur okkur nýjar viddir að fá hann inn,“ segir Gunnar Beinteinsson, þjálfari FH. „Hann er öðruvisi þjálfaður en við. Hann hefur griðarlega sterkar lappir. Hann virðist ekki vera með neitt súperþrek, | hvorki betra né verra en við. Það kom mér á óvart því að ég hélt kannski að hann væri með meira þol,“ segir hann um nýja I markvörðinn. Gunnar segir að FH-ingar séu ekki á flæðiskeri staddir með markvörslu þó að þeir hafi fengið Lee til sín en Lee geti miðl- að af reynslu sinni og fyllt upp í ákveöið gat því að FH-ingar eigi annars vegar ung£m markmann og hins vegar mjög reynd- an markmann. Ekki sé vitað hversu lengi Lee verði hjá félag- inu, hvort hann verði aðeins eitt eða kannski tvö ár en hann muni skila miklu til yngri leikmanna félagsins. „Hann er mjög hress, er að sprella mikið og hefur fallið vel inn í hópinn. Það em engin vandamál. Hann lét sig bara gossa og viö tókum honum eins og hann er,“ segir Gunnar. Lee talar litla ensku en Gunnar segir það ekki koma að sök því að tengdafaðir hans hafi stundum mætt með honum á æfingar og túlkað og svo hafi leikmenn FH bara bablaö við hann enskuna og notað fingramál. Það komi minna að sök hversu litla ensku hann talar því að hann sé markmaður. Leikmenn FH verða í fríi frá skipulögðum æfingum í júlí og svo hefjast þær aftur um verslunarmannahelgina. Lee byrjar fljótlega í léttri hálfsdagsvinnu og svo fer hann á enskunám- skeið í byrjun júlí. -En er ekki dýrt fyrir FH að fá hingað þennán úrvals mark- mann? „Það er mun ódýrara en menn gera sér grein fyrir. Tengda- faðir hans tekur þátt í þessu, hann býr hjá honum og menn reyna að fá stuðning hér og þar þannig aö kostnaðurinn fyrir FH er ekki mjög mikill," segir hann. -GHS Í“raÍHÍlHHwWWKWBB«iS&i ^LAKRiKA VELKOMIN liðið 19 ára Genginn til liðs við óvininn Eins og flestir íslendingar muna vakti Lee gríðarlega athygli fyrir markvörslu sína meðan á HM '95 stóð og var í öðru sæti yfir þá mark- menn sem vörðu hvað flest skot í keppninni. Hann varði 41% þeirra hafa heilmiklar taugar til landsins, hún hafi „ . . . ekki verið mikið að taka eftir því. Ég var bara áð heim- sækja fólk. Þetta var bara eins og heima hjá mér. Tungumálið er talað heima þannig að mér fannst þetta ekkert öðruvisi,“ segir Klara. Hún er tvítyngd, talar bæði íslensku og kóresku, segist vera „antisportisti" en mikill bókaormur og lesa allt sem hún komist í tæri við. Hún leggur nú stund á nám til stúdentsprófs og stefnir að læknisfræði í framtíðinni. Óskar segir að Klara hafi ekki þol- að hávaðann í bílunum og alla meng- unina í Seúl, þessari tíu milljón manna borg. Þar hafi aðeins verið um 500 metra skyggni í sólskini og heiðskíru veðri. Umferðin sé líka mun þyngri þar úti heldur en hér og það taki mun lengri tíma að komast milli staða. Efnahagslega standi Suð- ur-Kóreumenn hins vegar vel, I Seúl sé virkilega sterk peningalykt, „sterkari en á íslandi," að hans sögn, og almenningur sé mjög vel stæður. „Faglærður iðnverkamaður hefur ekki lægra kaup þar en hér. Vinnuaf- lið er ekki lengur ódýrara þar og kostnaður við framleiðsluna er ekki minni,“ segir Óskar sem sjálfur er fæddur í Norður-Kóreu og starfaði í Þýskalandi þar sem hann hitti konu sína áður en þau fluttust til íslands 1974. Komst í lands- Lee Suk-hyung er 25 ára, fæddur í borginni Tae-Gú í Suður- Kóreu þar sem býr ein milljón manna, og er elstur þriggja systk- ina. Hann missti föður sinn að- eins 13 ára gamall og varð móðir hans að sjá þeim systkin- unum far- borða af laun- um sínum fyrir vinnu hjá trygg- ingafélagi. í gagn- fræðaskóla byrjaði hann að æfa hand- knattleik, keppti með skólaliðinu og hélt áfram að æfa gegnum mennta- skóla og háskóla meðan hann var að læra íþróttafræði. Fjölskylda Lee var á sínum tíma ekki neitt sérlega áhugasöm um íþróttir og segir Lee að það hafi verið að eig- in frumkvæði sem hann fór að æfa handbolta. Hann hafi alltaf haft mik- inn áhuga á íþróttum. Þegar hann var í menntaskóla fór honum að ganga mjög vel í markinu, hann hafði góðan þjálfara og fékk gríðar- lega góða þjálfun á þeim tíma. Lee hélt áfram að leika handbolta á há- skólaárunum, lék með háskólaliði og útskrifaðist sem íþróttafræðingur. Sama ár og Lee byrjaði i háskóla, 19 ára gamall, var hann valinn til að leika með landsliði Suður-Kóreu og hefur leikið með því síðustu sex árin, jafnframt því sem hann hefur leikið með liði á vegum bjórfyrirtæk- is í Seúl. Engin atvinnumannadeild er í Suður-Kóreu heldur fara leik- mennimir úr skólaliðunum í lið í eigu fyrirtækja þegar skólanum lýk- ur. Þeir auglýsa vörur fyrirtækisins og geta einbeitt sér að íþróttinni. „Allir leikmenn eiga sér drauma. Á menntaskólaárunum stefndi ég að því að komast í gott háskólalið og mig langaði að komast í landsliðið. Þegar ég var búinn að ná þangað langaði mig að komast út í heim,“ segir Lee og gefur þar með til kynna að hann hafi í sér ævintýraþrá eins og svo margt annað ungt fólk. komið á leiki en hér troðfylltust íþróttahúsin þegar liðin væru að leika. „Það var meiriháttar tilfinning. Ég gat ekki gleymt þessu. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að ég kom til íslands,“ segir hann. • Lee segir að Suður-Kóreumenn hafi ekki búist við að ná langt í HM, ef til vill 20. sæti af 24, við komuna hingað til lands. Leikmennirnir höfðu ekki þjálfað nema i viku fyrir keppnina. Þeir gerðu þó sitt besta og náðu mun betri árangri en þeir áttu von á. Þeir höfðu reiknað með að tapa fyrir Islendingum, Ungverjum og fleiri liðum en svo fór þó ekki. Suður-Kóreumenn náðu 11. sæti í keppninni. Kynntist sundi hjá FH Eftir að Lee kynntist Klöru lét hann í ljós þá ósk að komast til ís- lands og fór Óskar á stúfana til að kanna hvort áhugi reyndist vera hjá íslenskum liðum. Hann talaði við Geir Hallsteinsson og reyndust FH- ingar áhugasamir um að fá Lee hing- að. Hafnfirðingunum tókst að skapa aðstæður til að taka á móti Lee og út- vega honum bíl hjá styrktaraðila en um tima var tvísýnt um hvort hon- um tækist að sleppa við herþjónustu og fá að fara hingað til lands. Það tókst þó að lokum og er Lee nú kom- inn og stundar æfingar í Kaplakrika. Honum líst mjög vel á aðstæður. „Æfingarnar fara allt öðruvísi fram hérna, þær eru miklu fjöl- breyttari,“ segir Lee sem kom til landsins fyrir tæpum hálfum mánuði skota sem hann fékk á sig og var með sama hlutfall og markvörður Kúbumanna sem varði langflest skot í keppninni. Lítið var vitað um liðið frá Suður-Kóreu fyrir keppnina og lögðu Islendingar því talsverða vinnu í að kynna sér liðið. Það bar þó ekki betri árangur en svo að Suð- ur-Kóreumenn fóru létt með aö sigra okkar menn og talaði DV meðal ann- ars um „háðulega útreið“ ís- lenska liðsins eftir leikinn. „Það má segja að íslend- ingar og Suður-Kóreu- menn hafi verið aðalóvinirnir í HM. Nú er ég genginn til liðs við óvin- inn því að hing- að er ég kom- inn,“ segir Lee og hlær. Hann segist ekki hafa getað gleymt því eftir íslandsdvölina í fyrra hversu mikill áhugi væri hér á hand- bolta. I Suður- Kóreu hafi kannski 100-200 áhorfendur og fór þá strax á sína fyrstu æfingu hjá FH. Hann kveðst vera ánægður með lið- ið, andrúmsloft- ið hjá félaginu sé greinilega mjög gott. „I Suður- Kóreu byrjum við á þekkja greini- lega til- hugsun- ina og þykir hún ákaflega fyndin. Honum tókst þó fljótlega að ná tökum á sund- inu og getur nú synt 25 metra bringu- sund. Tekinn inn á heimilið Kim-fjölskyldan býr i fallegu en sérstöku húsi í Amames- inu, kúluhúsinu sem margir þekkja, og hefur ijölskyldan tekið Lee inn á heimilið eins og sinn eigin son til að hann geti kynnst Klöru betur. Þegar rætt er við Jennýju og Óskar kemur í ljós að þau eru ósátt við að hann sé kallað- ur tengdasonur þeirra, eins og kom- ið hefur fyrir í fjölmiðlum, enda sé hann það alls ekki. Fyrir þeim er eðlilegt að taka hann inn á heimilið og gera hann að fjölskyldumeðlimi meðan unga parið er að kynnast og taka ákvörðun um framtíðina. Aðspurður hvort trúlofun eða gift- ing sé í aðsigi verður hann alvarleg- ur og Klara, sem hefur brugðið sér frá, sest aftur inn i stofu. Hún vill giæinilega vera viðstödd þessa um- ræðu. Lee segir að slík mál veröi að hugsa mjög vandlega og er ekki til- búinn að gefa út neinar yfirlýsingar. I samtali við Klöm kemur fram að þeim þykir óþægilegt að kastljós fjöl- miðlanna beinist að sambandi þeirra enda séu þau enn að kynnast og fjar- lægðin milli íslands og Suður-Kóreu mikil. Þegar viðtalið birtist í DV verður Klara farin til Suður-Kóreu til náms í móðurmáli sínu í sumarháskóla en sú ferð var skipulögö í fyma meðan allt var enn óljóst hvort og þá hvenær Lee tækist að komast að hjá íslensku félagi. Hún kemur aftur eft- ir nokkrar vikur og þá getur unga parið farið að eyða tímanum saman og kynnast hvort öðru betur. Lee fer fljótlega að vinna hálfsdagsvinnu hjá 10-11 með handboltanum og lífið kemst aftur í fastar skorður þegar Klara kemur heim. -GHS Lee kom til íslands fyrir tæpum tveimur vikum og er þegar farinn að æfa meö FH enda tókst félaginu aö fá bíl fyrir hann hjá stuðningsaðila. Það kom honum á óvart hversu fjölbreyttar æfingarnar eru, hjólaö og hlaupiö í hvaða veðri sem er. Þegar hann kom kunni hann ekki að synda og hann hlær hressilega þegar hann segir frá því að hann hafi í byrjun veriö sendur í grunnu laugina til að leika sér að bolta með litlu strákunum. Lee líst vel á aðstæður hjá FH enda finnst honum vera mjög góður andi hjá félaginu. Símareikningurinn hefur veriö syndsamlega hár á heimili Kim-hjónanna undanfariö ár en það færist vonandi til betri vegar því að markmaöurinn frægi, Lee Suk- hyung, er kominn til íslands til að verja markið fyrir FH og vera samvistum við unnustu sína, Klöru, sem hann kynntist á HM hér í fyrra. Hjónaleysin eru þó ekki alltaf jafn heppin því að Klara er nú farin til Suöur- Kóreu til aö læra móðurmál sitt í sumarhá- skóla. Þá ferð skipulögðu þau Lee f fyrra áöur en Ijóst varð að hann kæmi til íslands. DV-myndir Hari meœenmms AFQREiÐSLA “•BÚNiNGSKLEFAR SJÓNARHÓLl FÉLAGSHEIMIL lyftingum og ýmsum æfingum og fór- um svo í boltaæfingar og að spila en hér fara leikmennirnir í sund, hjóla og hlaupa úti í rigningu," segir Lee og telur hjólaæfingarnar erfiðastar. Sundið er honum algjör nýlunda en sundiðkun handboltamanna kynnt- ist hann á einni af fyrstu æfing- unum hjá FH. „Ég hafði aldrei farið í sund áður og kunni ekki að synda og þess vegna var ég send- ur til litlu strák- anna í grunnu laugina að leika mér að bolta,“ seg- ir hann og Kim-fjöl- skyldan veltist um af hlátri. Þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.