Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 39 að fara til baka einhvern tímann en ég veit ekki hvenær," segir Nikolaj. Evgenía segist ekki muna eftir neinum erfiðleikum þegar hún bjó í Rússlandi. Lífið var ágætt og það var gaman að vera til. Evgenía hafði gaman af því að vera í tónlistarskó- lanum en hefur ekki haldið náminu áfram hér á landi. Hún vissi ekki að fjölskyldan yrði svona lengi í burtu og skildi því hluta af hljóðfærunum eftir. Eina hljóðfærið sem hún tók með sér var gömul balalaika. Píanó- ið og nýju balalaikuna skildi hún eftir. Evgenía segir íjölskylduna ekki hafa verið fátæka. „Við erum ástfangin af íslandi. Það er afar fallegt land á öllum árs- tíðum og í hvaða veðri sem er. Við höfum ferðast talsvert um landið og að mínu mati er svæðið í kringum Mývatn fallegast. Við ráðgerum að ferðast á Vestfirðina í sumar því þangað höfum við aldrei komið,“ segir Lilia. -em Evgenía Ignatieva ásamt foreldrum sínum, Liliu Ignatievu og Nikolaj Ignatiev. SUNNUÖAG KL. H í KAPELLUhRAUNl Buffkakan Sylvester Stallone er til í að vera með ... . . . en hamborgarakarlinn Bruce Willis er enn að lesa. mjög mikið í kringum prófin því ég hafði ekki tíma til þess. Ég er mikið fyrir hreyfingu og fer oft í sund. Mér finnst mjög gaman að fara út að labba og ég og systir mín gerum það oft. Við erum mjög nánar,“ segir Evgenía. Móður Evgeníu þykir hún eyða alltof miklum tíma heima í stað þess að vera meö öðru ungu fólki í bænum eða í bíó. Þegar Lilia og Nikolaj komu til ís- lands urðu systurnar eftir hjá £ifa sínum og ömmu. Evgenía sagði að þær hefðu verið vanar að búa hjá afa sínum og ömmu og það hefði ekki verið neitt öðruvísi heldur en að búa hjá foreldrum sínum. Pabbi hennar og mamma bjuggu einnig í Jemen um tíma. Evgenía saknar afa síns og ömmu en huggar sig við það að þau komi í heimsókn á sumrin ásamt því að hún fari sjálf til Rússlands. Lilia fer með manni sínum hvert sem hann er sendur og segist ekki þurfa að vinna úti því tekjur Nicolaj séu svo góðar. Hún kunni jafn vel við sig i Jemen og á íslandi þó löndin séu afar ólík. „Jemen er afskaplega fallegt land og það var allt í lagi að búa þar fyr- ir erlendar konur. Það var mjög ólíkt því að búa á íslandi að sjálf- sögðu. Það var heldur erfiðara fyrir innfæddar konur því þær þurftu að ganga með slæður og hylja sig frá hvirfli til ilja. Þær mega ekki fara neitt án þess að hafa karlmann í fylgd með sér. Ég gat þó farið ein í bíó ef ég vildi,“ segir Lilia. Auðveldara að hagnast í Rússlandi núna ' „Það er mjög erfitt að bera saman líf okkar í Rússlandi og líf okkar hér á Islandi. Þegar við bjuggum í Rússlandi voru kommúnistar við völd og allt var skammtað og enginn varð ríkur. Núna ætti að vera auð- veldara að hagnast og lifa sómasam- legu lífi í Rússlandi þegar kommún- istar ráða ekki lengur. Nú er allt undir manneskjunni sjálfri komið. Það var ekki hægt að eignast neitt áður fyrr í Rússlandi. Ég hef verið sendur til Jemen á vegum fyrirtæk- isins og það var líka ágætt," segir Nikolaj. „Það er mjög erfitt að svara því hvort við komum til með að ílengjast hér. Mér líka afar vel hérna, loftslagið er mjög gott og fólkið viðkunnanlegt. Auðvitað hugsum við okkur iðsljós Sly og Whoopi með versta bögubósanum í Hollywood Sylvester Stallone og Whoopi Goldberg eru ekki beint viðkvæm fyrir sjálfum sér. Annars hefðu þau ekki fallist á að leika sjálf sig í háðsádeilu eftir Joe Eszterhas, versta handritshöfund Hollywood í seinni tið. Bruce Willis er að lesa handrit Eszterhas, sem heitir An Alan Smit- hee Film, eða Kvikmynd eftir Alan Smithee, en framleiðandinn Robert Evans og einkaspæjarinn Anthony Pellicano eru til í að vera með. Mynd þessi á að vera eins konar falsheimildarmynd og vísar heiti hennar í þá venju í Hollywood að leikstjóri setji nafnið Alan Smithee á aðstandendalistann þegar hann vill ekki að hans eigið rétta nafn birtist þar af einhverjum ástæðum. Það gerðist til dæmis um daginn þegar Konuilmur með A1 Pacino var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Leik- stjórinn Martin Brest var óánægður með hvernig myndin var klippt og skorin og neitaði því að setja nafn sitt við hana. Handrit Jóa segir frá breskum leikstjóra, Alan Smithee, sem er að gera mynd með þremur stórstjöm- um. Hann er þó ekki alls kostar hrifinn af fyrirtækinu og vill ekki að nafn sitt komi þar nærri. Samtök leiksfióra leyfa hins vegar aðeins eitt dulnefni, nefnilega Alan Smit- hee. Því em góð ráð dýr. Whoopi Goldberg kemur til með að leika hlutverk sem upphaflega var skrifað fyrir Arnold litla Schwarzenegger en hann svaraði aldrei tilboði Eszterhas og því var ekki um annað að ræða en að tor- tíma honum, ef menn skilja sneið- ina. „Það er búið að reka Amold úr handritinu mínu,“ segir Joe. Og hvernig skyldi það nú hafa verið gert? „Með handknúinni ritvél. Það sem Arnold getur gert, getur Whoopi gert betur,“ segir Joe og snýr út úr vinsælum gömlum slag- ara. Tveir vinsælir ungir leikstjórar, blökkubræðumir Hughes, velta því nú alvarlega fyrir sér að vera með, bæði sem leikarar og leikstjórar, og fleiri frægir era að íhuga málið. Varnarlióió - laust starf: Tölvumaður á hugbúnaðarsviði á sjúkrahús, flotastöðvar Varnarliðsins „Computer specialist, Software“ for Naval Hospital Sjúkrahús Varnarliösins á Keflavíkurflugvelli óskar aö ráöa tölvunar- eöa kerfisfræöing á hugbúnaöarsviöi. Starfið felur í sér aö samræma tölvuþáttinn viö stjórnunarlega stefnu sjúkrahússins, sjá um öryggismál kerfisins samkvæmt stöðlum og meta áhættuþætti hverju sinni hvaö varðar öryggi gagna og aðgang aö kerfinu og gera tillögur þar um ef þurfa þykir. Starfiö felur einnig í sér uppsetningu og þjálfun starfsfólks sem m.a. tengist nýjungum sem teknar eru í notkun. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eöa kerfisfræðingur meö sem víötækasta reynslu á sviöi vélbúnaöar, sérstaklega fyrir netkerfi. Þarf aö geta unnið sjálfstætt og aö eiga gott meö samskipti viö annaö fólk sem er stór hluti starfsins. Mjög góörar enskukunnáttu er krafist, bæöi á talaö mál og skrifað. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnarmálaskrifstofu utanríkisráöuneytis, ráðningar- deild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síöar en 30. júní 1996. Starfslýsing liggur frammi á sama staö og er mjög nauðsynlegt að væntanlegir umsækjendur lesi hana áður en þeir sækja um, þar sem að ofan er aðeins stiklaö á stóru um eðli og ábyrgð starfsins. Shell Rally-Cros
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.