Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996
15
Stýrt eftir stjörnunum
Það er ungri dóttur minni
að þakka að ég var óvenju
þjóðhátíðarlegur á sautjánd-
anum. Sú dálitla varð 7 ára
daginn áður og hafði hlakkað
mjög til þess þroskadags. Svo
bókstafleg var tilhlökkunin
að hún missti aðra barna-
tönnina í efri gómi að morgni
afmælisdagsins. Ekkert er
eins þroskandi á sjö ára af-
mælisdaginn og að fórna
barnatönn fyrir fullorðins-
tönn.
Stúlkan sú er að mínu mati
afar falleg eins og hún á kyn
til. Mér þótti bros hennar frítt
með barnatönnum á sínum
stað. Það merkilega ér að hún
brosir líka fallega þótt það
vanti framtönn. Böm á þess-
um aldri hafa þennan merki-
lega eiginleika. Fullorðnir
geta ekki leyft sér slíkan
munað og gera það sem betur
fer fáir.
Seinþroska
á uppeldissviði
Stúlkan var enn í afmælis-
skapi að morgni þjóðhátíðar-
dagsins og dreif foreldra sína
með sér. Ég verð að játa þær
syndir, þrátt fyrir að hafa
komið fjórum börnum á legg
með nokkurri aðstoð eigin-
konunnar, að ég hef aldrei
verið sterkur í skrúðgöngum.
Móðirin hefur séð um þann
þátt eins og svo marga sem ég
hef komist hjá. Yngsta bamið
tekur ekki mark á úrtölurödd-
um fóðurins og vill í skrúð-
göngu, fá fána og blöðra og
allt tilheyrandi. Hún hefur
gott lag á föður sínum og snýr
hattur. Þá hefði ég getað lyft
hattinum er ég mætti gömlum
samstúdínum mínum.
Leiktækjabið
og freistingar
Mannmergð var í miðbæn-
um og fleiri þjóðhátíðarlegir
að sjá en ég. Biðraðir við leik-
tækin minntu helst á stóra
skemmtigarða í Bandaríkjun-
um þar sem biðtími mælist í
klukkustundum. Barnið vildi
í tækin og við biðum. Það
ýrði aðeins úr lofti en ekki
nóg til þess að ég gæti brugð-
ið regnhlífinni á loft. Það
þótti mér miður enda fátt
þjóðhátíðarlegra. Ég þoldi
biðina meðan stúlkan beið í
hálftíma eftir að komast í
uppblásinn hoppkastala en
var orðinn nokkuð hrakinn á
geði og gegnkaldur meðan ég
beið nær klukkustund eftir að
hún kæmist í einhvers konar
teygjuhopp. Þegar loks kom
að því varði sú skemmtun í 18
sekúndur.
Við vorum búin að ganga
fram og aftur um hátíðar-
svæðið og það var kominn
kuldahrollur í mig. Ég sá eft-
ir að hafa ekki farið í frakka.
Barnið vildi meira. Sölubás-
arnir voru freistandi. Þar
voru afgreidd brjóstsykur-
snuð sem trauðla voru í
barnsmunna. Stærðin á þess-
um tólum virtist fremur
henta kálfum. Móðirin keypti
svart snuð. Það þarf ekkert að
lýsa andliti og fingrum barns
sem japlað hefur á þessu um
hríð. Þar dugar ekkert annaö
en þvottur að hætti Sofifiu
honum eftir þörfum. Innra með
sér hefur pabbinn raunar ekkert á
móti þessu. Hann er seinþroska á
uppeldissviðinu en það er ekki
seinna vænna að drifa sig í skrúð-
göngu.
Skrúðgangan var þó ekki fyrr
en eftir hádegið. Ég sá því fram á
hvíldarstund en þær mæðgur voru
ekki á því. Morgunstund gefur
gull í mund að þeirra mati. Þær
höfðu ákveðið að ná í langafa á
elliheimilið og fara með hann á
Austurvöll í morgunsárið. Þar var
að vænta þjóðhátíðarávarps for-
sætisráðherra og ekki má gleyma
því að Vigdís forseti ætlaði aö
leggja blómsveig að styttu Jóns
Sigurðssonar, að vanda með að-
stoð nýstúdenta.
Minning um
gamalt Sigtún
Vigdís var þarna að sinna
skyldu sinni í sextánda og síðasta
sinn með aðstoð stúdentanna. Mér
varð hugsað til þess að ég hef ekki
nennt að gera mér sérstaka þjóð-
hátíöarferð á Austurvöll frá því að
ég fékk sjálfur hvítan koll fyrir
margt löngu. Þá var Vigdís í allt
öðru hlutverki sem frönskukenn-
ari okkar. Við félagarnir, miklir
töffarar í þá tíð, vorum að vísu
ekki að spekúlera sérstaklega í
blómsveigum eða ræðuhöldum og
létum það fram hjá okkur fara á
Austurvelli, þótt nýstúdentar vær-
um. Það var um kvöldið og nóttina
sem Austurvöllur hafði meira að-
dráttarafl að ógleymdri baráttu
við að troða okkur inn í gamla
Sigtún sem þá var rekið við Aust-
urvöll. Við þær aðgerðir rifnaði
jakki nýstúdentsins í tvennt, hékk
aðeins saman á kraganum.
Blessaður
sá Davíð
Það var meiri ró á Austurvelli
þegar við hjónin mættum með
yngsta barn okkar og langafann
nær aldarfjórðungi síðar. Vigdís
stóð sig vel að vanda sem og fjall-
konan. Davíð flutti ávarp og bað
okkur að stytta vinnutímann. Ég
blessaði landsföðurinn í hljóði.
Það eina sem ég náði ekki alveg að
túlka í ræðunni hjá Davíð voru
lokaorðin. Þar þakkaði hann Vig-
dísi og flutti henni góðar kveðjur
alþjóðar. Þá vék hann að forseta-
frambjóöendum og sagði: „Það
sannast mundi að sá nær hæst
sem sinni ættjörð stendur næst og
stýrir eftir stjömum þeim, sem
stefna heim.“ Átti hann við Ólaf
Ragnar eða Pétur? Þeir hafa báðir
strítt honum. Ólafur sagði hann
hafa skítlegt eðli og Pétur studdi
Þorstein í slagnum mikla um for-
mannsstólinn í Sjálfstæðisflokkn-
um. Var það kannski Guðrún P.?
Það getur varla verið því hún
stýrði heim fyrir kosningar. Átti
hann við Ástþór sem hefur leyfi til
að stýra flugvélum eftir stjörnun-
um eða sá forsætisráðherra stjörn-
ur þar sem Guðrún Agnarsdóttir
var?
Þeir sem með mér voru nenntu
ekki að spá í dulmál ráðherrans.
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
Það lá miklu meira á að kaupa
blöðru. Ekki venjulega blöðru sem
maðrn- blæs sjálfur í heldur blöðru
fyllta gasi. Þessar blöðrur valda
meiri sorg hjá bömum 17. júní en
önnur fyrirbrigði. Það má glöggt
sjá þegar þær stíga tugum og
hundruðum saman til himins ef
litlar hendur missa takið á band-
inu. Fyrirfram býst þó enginn við
að týna sinni blöðru með þessum
hætti. Langafi splæsti því gas-
blöðru á barnið áður en hann fór í
þjóðhátíðarsteikina í hádeginu.
Skrúðganga, fáni
og blaora
Skrúðgangan í okkar heima-
byggð hófst skömmu síðar. Þær
mæðgur gengu en ég náði samn-
ingum um að aka fjölskyldubíln-
um að samkomustaðnum og gæta
um leið gasblöðrunnar. Ég þurfti
því ekki að ganga í takt á eftir
skátum, lúðrasveit og lögreglu-
þjónum. Hins vegar þótti mér
nauðsynlegt að sýna mig á hátíð-
arsvæðinu. Það er aldrei að vita
hvenær það dettur í mann að fara
í framboð og þá er betra að hafa
kynninguna á hreinu.
Barnið réð því hins vegar að
fljótlega var farið í miðbæ Reykja-
víkur. Dóttir okkar vissi af Brúðu-
bílnum þar og ótal leiktækjum.
Það ætlaði hún að nýta sér.
Ég verð að lýsa því yfir að ég
var þjóðhátíðarlegur með afbrigð-
um þegar við hjón gengum með
stúlkuna gegnum Hljómskálagarð-
inn. Ég var í mínum hátíðarfótum,
með regnhlíf eins og enskur lá-
varður auk þess sem ég hélt á
þjóðfánanum og gasblöðru. Þær
mæðgur leiddust nokkuð frá þjóð-
hátíðarviðundri þessu. Það eina
sem vantaði á múnderinguna var
frænku í Kardimommubænum.
En þetta var ekki eina freisting-
in. Barnið vildi líka bleika brjóst-
sykurfroðu á priki sem ég kann
ekki að nefna nema á útlensku.
Mér var hugsað til nýju tannar-
innar sem gægðist niður morgun-
inn áður og ýtti barnatönninni
burt. Þetta gat ekki verið það sem
sú tönn óskaði sér helst i þjóðhá-
tíðargjöf. Ég reyndi þvi að gera
barnið fráhverft froðunni með því
að bjóða upp á ís, helst í vestur-
bænum þar sem ég veit um ágæta
ísbúð. Það bragð mitt heppnaðist.
Barniö sleppti froðunni og ég
komst með mína konu og barn í
bílinn og stillti miðstöðina á vetr-
arstillingu. Þannig kom ég lífi í
þjóðhátíðarkroppinn þar til ég
kældi hann á ný með vesturbæj-
arísnum.
Hvað meinti
Davíð?
Dóttir okkar var sæl með sinn
þjóðhátiöardag. Það var fyrir
mestu. Hún hélt meira að segja
gasblöðrunni. Mamman var sæl
með það að hafa farið fyrst með
langafann í bæinn og ekki síður að
hafa náð þjóðhátíðartökum á
pabbanum á heimilinu. Pabbinn
tók gleði sína á ný þegar honum
hitnaði. Það eina sem sat eftir
óleyst í þanka foðurins var niður-
lagið á ræðu Davíðs.
Hver á að stýra eftir stjömum
þeim, sem stefna heim?