Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 DV
útlönd
Major fagnar eftir aö samið var um aö aflétta banni á nautakjötsútflutning:
Ekki annað en vopnahlé
John Major, forsætisráðherra
Breta, fagnaði sigri þegar fundur
leiðtoga Evrópusambandsríkja á
Flórens á Ítalíu samþykkti að aflétta
útflutningsbanni á bresku nauta-
kjöti í áfóngum. Bannið var sett á í
mars vegna ótta um að kjöt úr naut-
gripum sýktum af kúariðu gæti
valdið viðlíka sjúkdómi hjá fólki
sem neytti afurðanna. Major sagði
að hörð afstaða sín hefði tryggt
skjóta lausn málsins. Malkolm Rif-
kind utanríkisráðherra tók þátt í
sigurgleðinni og sagði að Bretar
mundu hætta málþófi sínu i þeim
tilgangi að tefja fyrir starfsemi Evr-
ópusambandsins.
En meðan Major fagnaði komust
stuttar fréttir
Norðmaður til Burma
Norðmenn hafa sent fulltrúa
sinn til Burma í þeim tilgangi
að veita stjórnarandstöðufor-
ingjanum Aung San Suu Kyi
aðstoð og vernd.
Deildu um ofbeldi
John Bruton, forsætisráð-
herra Ira, og Gerry Adams,
leiðtogi Sinn Fein, deildu hart
um ofbeldi írska lýðveldishers-
ins meðan írska lögreglan rann-
sakði verksmiðju sem framleitt
hefur sprengjur fyrir skæru-
hernað á Norður-írlandi.
Hundsaði þingiö
Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti, sem nú undirbýr sig af
krafti fyrir aðra umferð forseta-
kosninganna, hafnaði lagafrum-
varpi þingsins um yfirfærslu
valda forsetans. Frumvarpið
var talið hættulegt og gefa
möguleika á að tveir aðilar
tækju sér völd forseta.
Þrýst á Kínverja
Greenpeace-samtökin fóru
fram á við leiðtoga kjarnorku-
velda heims að þeir beittu Kín-
verja þrýstingi svo þeir hættu
við tillögu um að bann við til-
raunasprengingum yrði endur-
skoðað eftir 10 ár.
Kynþrælar mótmæltu
Fyrrum kynþrælar japanska
hersins í Kóreu mótmæltu við
heimsókn japanska forsætisráð-
herrans til Seoul.
Gefa sig ekki
Bandaríkjamenn segja útilok-
að að þeir hætti við að vinna
gegn endurkjöri Boutros
Boutros-Ghali sem aðalritara
Sameinuðu þjóðanna.
Demókratar sigruðu
Demókratar sigruðu í um-
deildum þingkosningum í Al-
baníu en stjórnarandstaðan
boðar nýjar kosningar vegna
ásakana um kosningasvindl.
Reuter
Erlendir markaðir:
Bensínverð
hefur
lækkað
Bensínverð hefur lækkað nokkuð
undanfarna viku og er 95 oktana
bensín nú komið niður í 199 dollara.
98 oktana bensín hækkaði talsvert í
byrjun vikunnar, eða upp í 210 doll-
ara, og er nú komið niður í 203 doll-
ara. Verð á hráolíu hefur einnig
lækkað litillega.
Lífleg viðskipti hafa verið með
hlutabréf í erlendum kauphöllum
og hefur hlutabréfavísitalan í New
York hækkað aðeins. Hlutabréfa-
vísitalan í Lundúnum og Frankfurt
hefur þó farið niður á við og svipað
gildir í Tókýó og Hong Kong.
Ekki hefur borist nýtt verð á kaffi
og sykri. Reuter
sérfræðingar Evrópusambandsins
að þeirri niðurstöðu að einungis
hefði verið samið um vopnahlé í
löngu og ströngu striði sem alls
ekki væri lokið. Einungis hafi verið
samið um ramma til að vinna eftir
þegar útflutningsbanninu yrði aflétt
í áföngum. Eftir væru áralangar
samningaviðræður, ágreiningur og
hefðbundnar ESB-máiamiðlanir.
Þannig var haft í flimtingum að at-
kvæði Pólverja mundu skipta sköp-
um þegar ákveðið yrði að aflétta
banninu en ekki er búist við að þeir
fái aðild að Evrópusambandinu fyrr
en nokkru eftir aldamót.
Gríðarleg vinna er framundan og
lendur hún mestmegnis á Bretum.
Þeir eiga eftir að sannfæra vísinda-
menn, dýralækna og embættismenn
ESB um að engin hætta stafi af
breskum nautakjötsafurðum. Og
ekki er búist við að tekið verði á
John Major, forsætisráðherra Breta,
er kampakátur og kveðst hafa unnið
fullan sigur í kúaripudeilunni.
breskum rökum með silkihönskum,
ekki síst vegna málþófs þeirra þar
sem þeir héldu starfi Evrópusam-
bandsins í gíslingu vegna málsins.
Göran Persson, forsætisráðherra
Svía, sagði að slíkum hlutum yrði
ekki gleymt og að Bretar mundu
gjalda þessa afar dýru verði.
Sérfræðingar segja að Evrópu-
sambandslöndin munu fyrst mýkj-
ast í afstöðu sinni til bresks nauta-
kjöts eftir að öryggisráðstafanir
Breta hafi verið grannskoðaðar,
staðfestar og samþykktar af að
minnsta kosti fjórum nefndum.
Fyrst þá kæmi málið til samþykktar
framkvæmdastjómarinnar. Meðan
Major talaði um að fyrsti áfangi í að
aflétta banninu yrði í haust sagði
framkvæmdastjóri landbúnaðar-
mála ESB að fyrsti áfangi þýddi ein-
ungis að menn kæmu sér saman um
drög að viðræðugrundvelli. Reuter
Bill Clinton Bandaríkjaforseti réttir hér Cörlu McGhee, iandsliðskonu í körfubolta, ólympíueldinn við sérstaka athöfn
sem fram fór við Hvíta húsið í gær. Þaðan var hlaupið með eldinn áleiðis til Atlanta. Við þetta tækifæri fór Clinton
hörðum orðum um kirkjubrennur í suðurríkjunum undanfarnar vikur. Símamynd Reuter
Leiötogar 13 arabaríkja funda í Egyptalandi uni helgina:
Ætla að forðast allar hótanir í garð ísraela
Þrettán leiðtogar arabaríkja komu
til Egyptalands í gær og munu funda
um friðarferlið fyrir botni Miðjarð-
arhafs í dag og á morgun. Er þetta
fyrsti fundur leiðtoganna í sex ár en
þeir munu reyna að sætta ólík sjón-
varmið sín í milli og þrýsta á nýja
ríkisstjóm Israels að halda friðar-
ferlinu áfram.
Meðan hægrisinnaðir frammá-
menn í ísrael kvörtuðu yfir hótunum
í sinn garð sögðu leiðtogarnir, sem
komu til fundarins, að þeir vildu ein-
ungis að ísraelar virtu þegar gerða
samninga, þar á meðal regluna „land
fyrir frið“ sem lögð hefur verið til
grundvallar friðarumleitununi síö-
ustu fimm ára. Sú regla er í uppnámi
eftir sigur hægriaflanna í ísraelsku
þingkosningunum.
Arabaleiðtogarnir undirstrikuðu
að þeir mundu forðast hvers kyns
hótanir í garð Israela á fundi sínum
um helgina. Sögðust þeir vilja gefa
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra ísraels, tækifæri til að hverfa
frá þeirri harðlinustefnu sem hann
boðaði í kjölfar kosninganna fyrir
þremur vikum.
David Levi, utanríkisráðherra
Israels, sem talinn er hófsamur í
nýrri hægri stjórn, sagði að friði
yrði ekki komið á með hótunum.
Hann reyndi að mýkja stefnu Net-
anyahus og gaf í skyn að komast
mætti að samkomulagi um framtíð
Gólanhæða. Sýrlendingar krefjast
þess að ísraelar skili aftur öllu her-
teknu landsvæði en Netanyahu hef-
ur dregið til baka tilboð israela um
að skila hluta landsvæðanna.
Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis
bqi&iieebi
FT-SE100
JSUU /\
3800 1 3700J7
3600' 3727,5
M A M J
-■ ~
; ÖZO ■■■
320 /fxi
315^ 310
305'9 306,3
M A M J
DV
Kosningabaráttan:
Kynjastríð haf-
ið á íslandi
Reuter-fréttastofan segir frá
1 því í skeyti í gær aö eftir að
i Vigdis Finnbogadóttir forseti
1 hafi snuprað þjóðina fyrir að
[ hunsa kvenframbjóðendur hafi
I kosningabaráttan á íslandi
breyst í stríð milli kynjanna.
Er vitnað til viðtals kvenna-
blaðsins Veru við Vigdísi. Segir
j að lítið fylgi við kvenframbjóð-
j endurna í skoðanakönnunum
hafi farið I taugarnar á forset-
i anum en hún hafi verið fyrsta
I konan í heiminum sem kjörin
1 var forseti. Segir M viðbrögð-
; um Péturs Kr. Hafsteins sem
' finnst ummæli Vigdísar ósann-
gjöm og að þau gefi í skyn að
| hún styðji Guðrúnu Agnars-
dóttur. Ólafur Ragnar Gríms-
son tjáði sig ekki við Reuter-
fréttastofuna vegna málsins.
Fjöldahandtökur
við Stonehenge
Tæplega 30 manns voru
| handteknir í gærmorgun við
I Stonehenge-steinminjarnar á
| Englandi þegar þeir reyndu að
I fara inn á svæðið til að fagna
lengsta degi ársins. Fylgjendum
trúarbragða frá því fyrir Krist
hefur verið bannað að koma
nærri steinminjunum frá því
1986 en þá var lýst yfir sex kíló-
»j metra bannsvæði umhverfis
minjamar á lengsta degi ársins.
Flestir hinna handteknu vora
1 kærðir fyrir háreisti á al-
j mannafæri og fíkniefnaneyslu.
Bannsvæðið umhverfis
minjarnar var samþykkt eftir
árviss átök milli lögiæglu og
ýmissa sértrúarhópa, þar á
meðal Drúída, sem iðka trúar-
brögð sem voru til staðar á
Englandi fyrir kristni. 1985
voru hundruð handtekin við
I minjarnar eftir hörð átök við
lögreglu. Reuter
|
HREINSANIRIRUSSLANDI
Borís Jeltsín forseti
hefur rekið harðlínumenn úr
starfsmannaliði
Kremlar í kjölfar ráðningar
Alexander Lebeds sem yfirmanns
öryggismála
Jeltsín þarfnaðist
stuðnings Lebeds,
sem varð í 3. sæti í
tyrri umferð forseta-
kosninganna, ivon um
aðsigraí annarri
umferð 3. júli. Þaretur
hann kappi við
kommúnistann
Gennadi Zjúganov
Pavel Gratsjev (48 ára)
Varnarmálaráðherra Irá I maí 1992. Kom Jeltsín
til hjálpar í valdaránstilraun kommúnista 1991 og
í valdabaráttunni við þingiö 1993. Er hataöur
vegna aðildar sinnar að blóöugum átökum í
Tjetsjeníu. Hatast við Lebed.
Fimm hershöfðingjar
Lebed krafðist brottrekstrar fimm hershöfðingja
sem hann segir hafa hvatt Gratsjev til að
bejrast gegn brottrekstri sínum með því setja
herinn í viðbragðsstöðu. Enginn brottrekstranna
var gerður opinber.
Alexander Korzhakov (46 ára)
Lífvörður Jeltsíns og nánasti ráðgjafi frá 1985.
Korshakov stóð með Jeltsín í bliðu og stríðu
sem yfirmaður öryggisgaeslu forsetans og naut
einstaks aðgangs að honum.
Mikhaíl Barsukov (48 ára)
Yfirmaður leyniþjónustu ríkisins frá í júlí 1995.
Fjögurra stjörnu hershöfðingi sem eyddi öllum
starfsferli sínum innan múra Kremlar.
Oleg Soskovets (47 ára)
Aðstoðarforsætisráðherra frá í april 1993.
Teknókrati sem var ábyrgur fyrir
rússneskum iðnaði og hergagnaframleiðslu.
Aðrar ráðstafanir með tilkomu Lebeds:
Oleg Lobov (49 ára)
Ritari öryggisráðsins. Var vikið til hliðar í stöðu
aðstoðarforsætisráðherra vegna ráöningar
Lebeds. Gæti yfirtekið hlutverk Soskovets
gagnvart iðnaðinum.
Yuri Baturin (47 ára)
Öryggisráðgjafi forsetans. Var einnig vikið til
hliðar vegna ráðningar Lebeds. Gegnir áfram
hlutverki ráðgjafa en ákveðið seinna á hvaða
sviði það verður.
REUTERS