Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 21
TÞ'KT LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 21 Sigurður Gestsson rekur líkamsræktarstöð á Akureyri: „Þetta eru að mestu leyti tæki, sem ég hef sjálfur smíðað. Það eru aðeins örfá tæki hérna sem ég hef ekki smíðað og þá aðallega tölvustýrðar stigvélar og þess háttar. Ég hanna og útfæri tækin á minn hátt en þetta eru engar bylting- arkenndar breytingar frá hefðbundnum tækjum enda hafa ekki orðið neinar slík- ar breytingar á síðustu árum. Hönnunartími er dýr og ég þyrfti fleiri hund- ruð klukkustundir til að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi. Það væri samt ör- ugglega hægt,“ segir Sig- urður Gestsson, rennismið- ur og margfaldur íslands- meistari í líkamsrækt. Sigurður, sem rekur lík- amsræktarstöð í kjallaran- um á íþróttahöllinni á Ak- ureyri, hefur vakið athygli fyrir smíð sína á líkams- ræktartækjum. Hann hefur smíðað sjálfur flestöll tækin í líkamsræktarstöðinni á litlu verkstæði, sem hann á og rekur á Akureyri. Tölu- verð eftirspurn er eftir tækjum Sigurðar og neyðist hann því til að vísa flestum pöntunum frá en þó hefur komið fyrir að hann hefur tekið að sér stór verkefni og smíð- að til dæmis tæki um borð í skip. best að kaupa en síðasta stóra verkefnið sem ég tók að mér var æfingastöð á Dalvík. Svo hef ég smíðað tæki í skip því að hefðbundin tæki passa oft ekki inn þar sem er lítið pláss og lágt til lofts. Þar þaif að sérhanna tækin,“ segir Sig- urður. Sigurður segist imynda sér að það taki um 100 vinnu- stundir að smíða eitt tæki en það fari þó eftir því hversu flókið það er. Hann er af mikl- um smiðum kominn og segir að pabbi sinn sé snillingur á „smíðasviðinu" en sjálfur hef- ur hann smíðað alla ævi. Hann segist byggja á reynslu sinni í líkamsræktinni og þekkingu á því hvemig líkam- inn og vöðvamir vinna. Smíðar mest á sumrin Tækin sín, sem flest era 7-12 ára gömul, hefur Sigurður DV-mynd GHS smíðað á litla verkstæðinu sínu og þangað fer hann líka með allt viðhald á þeim. Sig- urður tekur líka stundum að sér viðhald fyrir aðra, sérstaklega nátt- úrulega í þeim tilvikum þar sem um er að ræða tæki sem hann sjálfur hefur smíðað. En hlýtur vinnutím- inn ekki að vera langur þegar að Sigurður Gestsson á og rekur líkamsræktarstöð á Akureyri. Hann smíðar flestöll tækin í stöðina sjálfur og stundum tekur hann að sér verkefni fyrir aðra. 100 vinnustundir fara í eitt tæki „Yfirleitt vísa ég fólki frá með tækin og bendi því bara á hvað sé svo mörgu er að hyggja? „Þetta er rosalega langur vinnu- dagur. Ég vinn annan hvern dag frá 7-22 og svo um helgar líka. Það er helst að ég hafi tíma til að smíða tæki yfir sumarið því að þá er minnst að gera í stöðinni. Það er ekki þægilegt að setja svona æfinga- stöð í hendurnar á öðrumj' segir hann að lokum og gefur í skyn að hann verði talsvert upptekinn við smíðarnar í sumar. Það skyldi þó ekki vera eitthvert stórverkefnið? Hver veit. -GHS ISPÓ - Góður og ódýr kostur! Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Yfir 600 hús klædd á síðast- liðnum 14 árum. 5 ára ábyrgð. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiösbúö 3-210 Garðabæ - Sími 565 8826 GILDIRFRA Q2/6-29/6 '£°no Sis TRÉRKING FOX DRAUMUR TÍL A-Ð NJÓTA ^ Ars ábyrgð og frí upphersla eftir mánuð Auðbrekku 3 • Kópavogi • Sími 564 4489 - 564 4199 Sendum hvert á land sem er TSBRÆÐURNIR ÖLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.