Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996
Dagur með Ólafi Ragnari Grímssyni forsetaframbjóðanda:
Anægður að eiginkonan er
ekki í framboði gegn mér
kerskála hittir Ólafur Ragnar starfs-
mann, Gunnar Eyjólfsson að nafni.
Gunnar segir Ólafi Ragnari að í
sumar verði þeir sveitungar því
hann búi i Bessastaðahreppi. Gunn-
ar biður Ólaf Ragnar um að þegar
hann verði kominn í Bessastaði
reyni hann að koma í veg fyrir að
æðarvarpið á staðnum verði eyði-
lagt. Ólafur Ragnar tekur mjög vel í
þetta.
Næst á dagskrá hjá þeim hjónum
er heimsókn á elliheimilið í Furu-
gerði í Reykjavík. Þar er mikil há-
tíðarstund þegar þau hjónin koma
og gamla fólkið búið að punta sig
upp fyrir heimsóknina. Ólafur
Ragnar og Guðrún Katrín tala á
svipuðum nótum og í ÍSAL fyrr um
daginn og heilsa síðan upp á vist-
menn og starfsmenn sem eru í heild
um 60 talsins. Þau hjónin eru ekki
ókunnug þarna því móðursystir
Guðrúnar Katrínar, Svala Beck
heitin, bjó í húsinu í nokkur ár og
þau komu oft þangað i heimsókn.
Ein gömul kona segist ánægð með
að fá að kjósa til forseta því það sé
mikilvægasti atburður á hverjum
tíma. Önnur segist muna eftir Ólafi
Ragnari í sjónvarpsþætti fyrir
mörgum árum þegar hann tók
bankastjóra og aðra fyrirmenn á
beinið og spurði þá spjörunum úr.
Ólafi Ragnari var greinilega
skemmt þegar hann heyrði þetta en
að hans sögn var þetta árin 1970 og
’71 þannig að minni gömlu konunn-
ar var greinilega enn í lagi. Þau
hjónin þágu kaffiveitingar 1 lok
heimsóknarinnar en síðan var hald-
ið af stað því mikil og löng dagskrá
var fram undan. -RR
Ólafur Ragnar og Guörún Katrín fylgjast vel meö lýsingum Guömundar Haraldssonar, starfsmanns ÍSAL, en hann er
aö útskýra aöstæöur í kerskála.
Ólafur Ragnar heilsar upp á vistmenn Furugeröis en þeir voru í sannkölluöu
hátíöarskapi yfir heimsókn þeirra hjóna. DV-myndir GS
Blaðamaður og ljósmyndari DV
eru nýbúnir að taka sér stöðu í sól-
skininu við vakthliðið á svæði ÍSAL
í Straumsvík þegar Ólafur Ragnar
Grímsson forsetaframbjóðandi og
eiginkona hans, Guðrún Katrin Þor-
bergsdóttir, koma akandi að hlið-
inu. Hádegisheimsókn þeirra í ÍSAL
er að hefjast og þau fá aldeilis veðr-
ið til þess. Ólafí Ragnari og frú,
ásamt fylgdarmönnum þeirra frá
DV, er því næst boðið í matsalinn
þar sem þau heilsa starfsmönnum
sem eru um 200 talsins. Ólafur
Ragnar heldur fyrst stutta ræðu þar
sem hann segir það ánægjulegt að
finna að þjóðin sé í hátíðarskapi
vegna forsetakosninganna. Ólafur
Ragnar segir það mikilvægt að for-
seti tryggi hagstætt stjómarfar og
sé homsteinn lýðræðisins. Þá telur
hann að forsetinn verði að vera
virkur þátttakandi í þjóðlífinu en
ekki fjarlægur embættismaður sem
sé einungis bundinn formlegum
embættisverkum. Ólafur Ragnar
segir að verkskylda forsetans fari
vaxandi í framtíðinni og að hann
verði að stuðla að þátttöku íslands í
gæðakapphlaupi veraldar. Forset-
inn þurfí að tryggja virðingu og veg-
semd þjóðarinnar. Það sé undir ís-
lendingum sjálfum komið að sækja
fram og ná betri lífsgæðum og sterk-
ari stöðu á alþjóðavettvangi.
Ólafur Ragnar fær gott hljóð í
salnum meðan hann talar sem er
frekar óalgengt i matartíma á svona
um halda starfsmenn aftur til vinnu
og Ólafur Ragnar og frú þakka vel
fyrir góðar undirtektir. Þeim hjón-
um og DV-mönnum er því næst boð-
ið í mat og á boðstólum er indælis
fiskur. Þau hjónin segjast vera
hrifnari af því að borða fisk en kjöt
og því sé þetta alveg eins og að hafa
pantað mat á veitingahúsi. Næst er
þeim hjónum fylgt um vinnusvæðið
þar sem allt er á fullri ferð. I
Olafur Ragnar og Guðrún Katrín spjalla við starfsmenn ÍSAL í matsalnum.
líkir. Við vorum báðir taldir um-
deildir stjórnmálamenn en þrátt fyr-
ir orrahríðina 1952, þegar baráttan
var miklu harðari en nú, endurkaus
þjóðin hann sem forseta,” segir
stórum vinnustað. Þegar hann hef-
ur lokið ræðu sinni heldur Guðrún
Katrín, eiginkona hans, stutta tölu.
Hún talar m.a. um mikilvægi Bessa-
staða og að þar sé nauðsynlegt að
koma upp betri aðstöðu svo að ís-
lendingar geti komið og skoðað
þennan fallega og mikilvæga staö ís-
lendinga.
Eftir ræður þeirra hjóna er beðið
um fyrirspurnir í salnum. Einn
starfsmaður stendur upp og spyr
Ólaf Ragnar hvort hann sé ekki
hræddur um að fjölmargir andstæð-
ingar hans í stjómmálum geti skað-
að hann og embætti forseta ef hann
verði kjörinn. Ólafur svarar því að
það hafi verið mikil hvatning frá
fólki úr öllum landshlutum, stéttum
og stjórnmálaflokkum landsins sem
hafi hvatt hann í framboð. Hann
segist vera sá frambjóðandi sem
hafi mesta breidd á bak við sig og
það þurfi embætti forseta vissulega
að hafa.
„Ég og Ásgeir Ásgeirsson, fyrr-
verandi forseti, vorum um margt
Ólafur Ragnar. Þá er spurt úr sal
hve lengi forsetinn eigi að sitja og
hvort rétt sé að sitja í 16 ár. Ólafur
Ragnar svarar því að honum fínnist
persónulega að eðlilegur hámarks-
tími sé 8 til 12 ár vegna hraðra
breytinga í heiminum en það sé þó
engum lögum háð og kosningar séu
fjórða hvert ár. Næst er spurt hvaða
skýringar Ólafur Ragnar hafi á
miklu fylgi sínu. Ólafur Ragnar
hlær og segir það ósanngjamt að
reyna að svara því en hann endur-
tekur það að hann hafi fundið mikla
breidd og hvatningu víða að og úr
öllum geirum þjóðfélagsins. Einn
starfsmaður vill því næst koma því
á framfæri að vinsældir hans séu
ekki minni vegna góðrar og glæsi-
legrar konu hans og þetta hittir vel
í mark því allur salurinn hlær að
þessari skemmtilegu athugasemd.
Ólafur Ragnar hlær einna mest og
svarar því að hann sé ánægöur aö
konan hans sé ekki í framboði gegn
sér.
Eftir hátt i klukkutíma í matsaln-
Ólafur Ragnar og Guörún Katrín heilsa upp á Gunnar Eyjólfsson, starfsmann ÍSAL.