Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 10
10 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 Hommar og lesbíur gifta sig hjá sýslumanni á fimmtudaginn: Eðlilegt framhald á margra ára ástarsambandi „Strax í upphafi urðu tengslin milli okkar svo mikil að mér fannst ekki koma annað til greina en að hjónavigsla yrði endapunkturinn hjá okkur,“ segir Valgerður Mar- teinsdóttir en hún og sambýliskona hennar, Guörún Elisabet Jónsdóttir, ætla að gifta sig á fimmtudaginn i næstu viku þegar ný lög taka gildi sem leyfa borgaralega vigslu homma og lesbía á tslandi. Guðrún og Valgerður verða fyrsta samkyn- hneigða parið sem hlýtur borgara- lega vígslu á íslandi en sama dag munu Percy B. Stefánsson, einn af forystumönnum Samtakanna ’78, og sambýlismaður hans, Sigurður Rún- ar Sigurðsson, ganga í hjónaband. Guðrún og Valgerður hafa búið saman í 13 ár. Þær kynntust fyrst fyrir 14 árum í gegnum félagsskap- inn Samhygö, sem þær störfuðu í á þeim tíma, og segja að á milli þeirra hafi strax þróast djúpt og innilegt samband. Fyrir tveimur árum settu þær upp hringa og hafa beðið eftir því að hjónavígsla samkynhneigðra yrði lögleidd til að fá samband sitt staðfest að lögum. Þær segjast hafa beðið lengi eftir þessum degi og stefnt að því að verða fyrstar þegar lögin loks tækju gildi. Bæði pörin eru sammála um það að hjónavígslan sé eðlilegt framhald á margra ára ástarsambandi. Freyðivín og jarðarber Starfsmenn sýslumannsembætt- anna í landinu munu sjá um hina borgaralega vígslu og segjast Percy og Sigurður búast við að athöfnin geti farið fram hvar sem er, til dæm- is í heimahúsi. Bæði pörin eru búin aö panta tíma fyrir vígsluna. Guð- rún og Valgerður eru fyrstar í röö- inni þegar sýsluskrifstofan í Reykja- vík verður opnuð og eru búnar að skipuleggja athöfnina. Percy og Sig- urður eru hins vegar ekki enn bún- ir að ákveða endanlega hvernig þeirra vígslu verður hagað. Það verður ákveðið nú um helgina. Það hefur verið í mörg horn að líta fyrir giftinguna; ótal vottorð að fá og margt að skipuleggja, láta pússa hringana og fleira. Guðrún og Valgerður ætla að gifta sig í spari- klæðnaði, ekki brúðarkjólum, og verða með gullnælur í barminum. Guðrún verður með nælu sem móð- uramma hennar fékk í morgungjöf árið 1919 og Valgerður verður meö nælu sem föðuramma Guðrúnar átti. Athöfnin fer fram í húsnæði sýslumannsembættisins að við- stöddu nánasta skylduliðl „Það verða settir dúkar á borð og kerti og reynt að gera húsnæðið hlý- legt,“ útskýrir Guðrún. „Strax að at- höfninni lokinni ætlum við að fara vestur á Snæfellsnes, snæða róman- tískan kvöldverð á hótelinu á Búð- um og eyða brúðkaupsnóttinni þar. Við ætlum svo að ferðast um nesið, fara í Stykkishólm og hafa það gott,“ segir hún. Boðið verður upp á veitingar, freyðivín og súkkulaðihúöuð jarðarber, að athöfninni lokinni. Uppkomin dóttir Guðrúnar og frænka Valgerðar verða svaramenn og verður at- Guörún og Valgeröur hafa búiö saman í 13 ár og veröa fyrstar samkynhneigðra til aö hljóta hjónavígslu á islandi. Pær láta gifta sig í húsnæöi sýslumanns- embættisins og fara aö athöfninni lokinni vestur á Snæfellsnes. DV-mynd ÞÖK Fyrsta skrefið Percy hefur verið í forystusveit Samtakanna '78 um árabil og látið til sín taka í réttindabaráttu homma og lesbía. Hann er ánægður með að hommar og lesbíur hafi fengið sama rétt og aðrir Islendingar til hjóna- vígslu en segir að þeim finnist frá- leitt að hafa ekki sömu réttindi og aðrir hvað varðar tæknifrjóvgun og ættleiðingu. „Við lítum á nýju lögin sem fyrsta skrefið i átt að fullum réttind- um og reyndar er þetta mjög stórt skref í þá átt. Við byrjum væntan- lega að vinna í þessum málum strax næsta haust og höldum áfram að berjast fyrir fullum réttindum. Svo megum við ekki gleyma því hvað þetta er stórt skref - þetta er bara einn áfangi að fullum réttindum," segir hann. Svo skemmtilega vill til að Percy og Guðrún eru skyld, afar þeirra eru bræður, og má því segja að þetta verði sannkallaður hátíðisdag- ur. -GHS brag á þessu og sameinum kannski morgunverð og hádegisverð. Svo ætlum við bara aö gleðjast þennan dag og fara í Borgarleikhúsiö," seg- ir Percy B. Stefánsson. Bæði pörin taka sér náttúrlega frí á giftingardaginn og telur Percy að sama gildi um flestalla þá sem hafa tekið þátt í réttindabaráttu homma og lesbía því að þarna sé um svo mikinn áfanga að ræða. Samtökin ’78 verða með móttöku í Borgarleik- húsinu síðdegis þennan dag í tilefni af gildistöku lag- anna og vígslu fyrstu samkyn- hneigðu paranna og þangað ætla Percy og Sigurður að sjálfsögðu að mæta ásamt ættingjum sínum og vinum. Guðrún og Valgerður verða hins vegar lagðar af stað í átt að Jökli. „Við gerum ráð fyrir að mæta í Borgarleikhúsið því að við lítum á fólkið í samtökunum sem okkar aðra fjölskyldu," segir Percy. Hann og Sigurður eiga von á gestum frá Bandaríkjunum sem keyptu sér helgarferð til íslands til að vera við- staddir giftinguna. Móttakan í Borgarleikhúsinu hefst með opnun málverkasýningar, ávörp verða flutt og svo verður há- tíðardagskrá með tónlistarflutn- ingi og söng. Lokapunkturinn verður svo brúðarterta, kaffi og aðrar veitingar. Að móttök- unni lokinni verður opið hús á veitingastaðnum 22. höfnin tekin upp á myndband til minningar. Guðrún og Valgerður ætla að gefa Samtökunum ’78 afrit af þessari fyrstu hjónavígslu sam- kynhneigðra á íslandi. Þær segjast hafa ákveðið að end- urnýja dúnsængurnar sínar, hreinsa fiðrið og láta sauma ný ver utan um það, og gefa hvor annarri í morgungjöf. Smáveisla heima Percy og Sigurður hafa áhuga á því að láta giftingu sina fara fram heima. „Við ætlum að fá til okkar frekar fáa gesti, bara nánasta fólkið okkar, kannski 15 manns. Við höfum rætt það að hafa hér smáveislu með kampavíni og ein- hverju góðgæti eftir vígsluna. Við höfum hátíðar- Percy og Siguröur vonast til þess aö geta látiö giftingu sína fara fram í heimahúsi að viöstöddum nánustu ættingjum og vinum. Peir hafa ekki skipulagt daginn í smáatriöum en ætla þó aö fara í móttöku Samtakanna '78 í Borgarleikhúsinu síödegis. DV-mynd Pétur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.