Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 JL>"V
Vesturfarasetur verður opnað í byrjun júlí á Hofsósi:
Býður aðstoð við folk
sem vill finna ættingja sína
„Eg hef áhuga fyrir öllu sem skýt-
ur stoðum undir starfsemi úti á
landi og getur haldið lífi í fólkinu
þar auk þess sem umhverfið hér
býður upp á ýmsa möguleika. Það
er nýtt í safnamálum að þetta setur
tengist viðskiptalífinu, einkaaðilar
og fyrirtæki, sérfræðingar í safna-
málum og stjórnvöld koma að þessu
verkefni en það er samstarfsverk-
efni 11 þjóða,“ segir Valgeir Þor-
valdsson, framkvæmdastjóri Snorra
Þorfinnssonar ehf. á Hofsósi.
I byrjun júlí tekur til starfa á veg-
um fyrirtækisins Vesturfarasetur á
Hofsósi og hefur Háskólinn á Akur-
eyri lýst yflr vilja sínum til sam-
starfs við verkefnið, sérstaklega
hvað varðar ættfræði og ættfræði-
rannsóknir. Sýningin í húsinu mun
segja sögu fólksins, sem fór vestur
um haf fyrir og um aldamót. í setr-
inu verður jafnframt fræðslumið-
stöð fyrir þá sem vilja finna ætt-
ingja sína og verður reynt að að-
stoða þá eftir því sem tök verða á
auk þess sem starfrækt verður
verslun í gömlum stíl í húsinu.
Vesturfarasetrið á Hofsósi verður
til húsa í nýuppgerðu húsi, sem
áður hýsti Kaupfélag Austur Skag-
flrðinga í gamla þorpskjarnanum
niðri við höfnina á Hofsósi, og hafa
iðnaðarmenn verið að leggja síðustu
hönd á endurbygginguna síðustu
vikur, mála og smíða, múra og inn-
rétta hæðir og kjallara. Húsið verð-
ur því orðið hið reisulegasta þegar
setrið loks verður opnað með við-
Innan tíöar veröur opnaö á Hofsósi Vesturfarasetur sem rekur sögu fólksins, sem fór vestur um haf fyrir og um alda-
mót, og veröa gestir leiddir gegnum safniö auk þess sem þeim veröur hjálpað aö finna ættingja sína hér á landi.
Fjöldi iðnaöarmanna hefur veriö aö setja hús viö höfnina á Hofsósi í stand undanfarna mánuði. Valgeir er hér til
hægri ásamt Friðbirni Jónssyni.
höfn innan tíðar af Vigdísi Finn-
bogadóttur, fráfarandi forseta.
Gestirnir leiddir gegnum söguna
Gestir, sem koma í setrið, geta
farið í fræðslumiðstöðina til að leita
ættingja sinna, verslað í krambúð-
inni eða kynnt sér sýninguna og
verða þá leiddir gegnum söguna.
Þeir kynnast húsakynnum fólksins
DV-mynd GHS
á þessum tíma, heimsækja gamlan
bóndabæ, fara í verbúðina til að sjá
aðstæður fátækra sjómanna, svo út
á bryggjusporðinn, áfram um borð í
skip þar sem hafísinn blasir við, svo
í hreysi landnemans í Vesturheimi
með ýmsum munum úr híbýlum ís-
lendinga fyrstu árin fyrir vestan, og
svo framvegis.
Kjallarinn er múraður á grófan
og sérstakan hátt, að sögn Valgeirs,
og segir hann að umgjörð sýningar-
innar þar sé „gróf og hrá.“ Honum
þykir eðlilegt að sagan sé sögð við
slíkar aðstæður til að ná fram rétta
andrúmsloftinu.
Uppi verður fundarherbergi, fyr-
irlestrasalur og skólastofa og í fram-
tíðinni mun bryggja risa fyrir utan
húsið þannig að hægt verði að sýna
hvernig aðstæður voru áður en
vesturfaramir stigu um borð í skip.
Gestirnir geta þannig gert sér í hug-
arlund við hvaða aðstæður fólkið
fór frá íslandi.
Starfrækt allt árið
Valgeir segir að stefnt sé að því
að starfrækja Vesturfarasetrið allt
árið og það er greinilegt að hann
stjómar uppbyggingunni á Hofsósi
af áræðni og stórhug. Hann hefur
fengið ýmis stórfyrirtæki til að
leggja framkvæmdinni lið, til dæm-
is Sjóvá Almennar og Skeljung, og
hafa nú þegar safhast 20 milljónir
króna í hlutafé. Hann segir að það
sé nýlunda í safnamálum að stórfyr-
irtæki leggi hugmynd af þessu tagi
lið og vonast til þess að það verði
framhald á því í framtíðinni.
-GHS
Stress styrkir
ónæmiskerfi
Lengi hefur verið hamrað á
| því að streita veiki ónæmiskerfi
líkamans. Nýjustu rannsóknir
benda hins vegar til að þannig sé
| því ekki alltaf farið. Þvert á móti
eflist viðbúnaður ónæmiskerfis-
ins á meðan og rétt á eftir
streituvaldandi atburði.
Vísindamenn benda í því sam-
bandi á að fólk sem þurfi að ljúka
mikilvægu verkefni standi af sér
allar sýkingar á meðan á verkinu
1 stendur en að því loknu hrynji
, allir vamir líkamans.
En þótt streita í stuttan tíma
I sé ekki skaðleg heilsu manna,
þykir ekki leika vafi á að
langvarandi streita er það aftur á
! móti.
Taflmannadeila leyst
Leyst hefur verið úr þrætu
| fornleifafræðinga og skáklistar-
: sagnfræðinga um aldur forkunn-
arfagurra taflmanna sem fundust
I í rómverskri gröf frá 1. öld. Skák-
sagnfræðingar töldu taflmennina
vera íslamska og frá 7. til 9. öld.
Skáklistin var ekki fundin upp
I fyrr en á 6. öld og taflmenn þess-
ir hefðu þvl verið mikið undur ef
fornleifafræðingar heföu haft rétt
fyrir sér.
Ný aldursgreining sýnir að
taflmennirnir eru frá árunum
885 til 1017 eftir Krist en hvernig
þeir komust í gröf frá 1. öld er
enn hulin ráðgáta.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Iþróttamenn drekka of lítið
á meðan á áreynslu stendur
Þessir eru meö allt á hreinu.
Þótt fáir þeirra sem
stunda íþróttir sér til heilsu-
bótar og yndisauka leggi svo
hart að sér að vessaþurð í
líkamanum komist á lífs-
hættulegt stig, finna þeir
sem hlaupa tíu kílómetra
eða hjóla þrjátíu kílómetra
oft fyrir einhverri vanlíðan
vegna vökvataps, einkum
þegar heitt er í veðri.
Þorsti er því miður ekki
nákvæmur mælikvarði á
það þegar líkaminn þarf
vökvunar við og hann gerir
oft ekki vart við sig fyrr en
líkaminn er farinn að nálg-
ast hættustigið. Vökvatapið
kann að nema tæpum tveim-
ur lítrum áður en þorstinn
knýr viðkomandi til að
drekka.
Sérfræðingar í íþróttalíf-
eðlisfræði segja að fáir
íþróttamenn, hvort sem það
eru afburðamenn eða hinir
sem stunda íþróttir í frí-
stundum sínum, drekki nóg
fyrir og á meðan þeir reyna á
sig til að vega upp á móti
þeim slæmu áhrifum sem of lítill
vökvi í líkamanum hefur á bæði
frammistöðu og vellíðan.
Fólk sem svitnar mikið er eink-
um í hættu og mestar líkur eru á að
það drekki ekki nóg, segir Michael
N. Sawka, sérfræðingur í hitalífeðl-
isfræði við rannsóknarstofnun
bandaríska hersins í umhverfis-
lækningum. Eldra fólk sem stundar
líkamsrækt er einnig í meiri hættu
þar sem þorstatilfinning, svitafram-
leiðsla og hæfni til að safna þvagi
minnka með aldrinum.
Sawka segir aö úrvötnun sem
veldur þó ekki sé nema eins pró-
sents tapi á líkamsþyngd gæti
hækkað líkamshitann þar sem
vökvatapið veldur því að aðalkæli-
kerfi líkamans, blóðflæði út í hör-
undið og svitaframleiðsla, verða
ekki eins skilvirk.
í stað þess að vera afslapp-
aður og endumærður eftir
líkamsræktina, eru allar
líkur á því að sá sem verð-
ur fyrir vessaþurrð sé
stressaður, óeðlilega þreytt-
ur og slappur, finni jafnvel
fyrir höfuðverk, svima og
ógleði. Og honum líður
kannski heldur ekki mikið
betur daginn eftir.
Edward F. Coyle, sem
strfar við rannsóknir við
Texasháskóla í Austin, seg-
ir að hjólreiðamenn drekki
sjaldan nóg á meðan þeir
séu úti að hjóla og fáir átti
sig á því hversu mjög það
dregur úr árangri þeirra.
Sérfræðingar segja að best
sé fyrir íþróttamenn að
drekka hálfan lítra af vatni
tveimur klukkustundum
áður en þeir reyna á sig.
Allur umframvökvi muni
svo skila sér út með þvagi
áður en íþróttaiðkunin
hefst. Ef ekki sé hægt að
drekka tveimur tímum
áður en lagt er af stað, eigi
aö drekka allt að hálfum lítra áður
en byrjað er og síðan allt að kvart-
lítra á fimmtán til tuttugu mínútna
fresti. Vatnið á að vera svalt en ekki
ískalt.
Umfram allt verða íþróttamenn
svo að muna að ekki er hægt að
reiða sig á þorstatilfinninguna eina
saman.
Byggt á IHT.
I á leið til jarðar
Sænskur stjarnfræðingur við
háskólann í Lundi hefur upp-
götvaö útfjólubláan leysigeisla
i sem stefnir í átt til jarðar. Geisl-
| inn, sem uppgötvaðist fyrir til-
stilli Hubble geimsjónaukans og
er mörgum sinnum bjartari en
i sólin, kemur frá deyjandi risa-
stjörnu, Eta Carinae, sem er 100
sinnum þyngri en sólin. Risa-
stjarna þessi er i átta þúsund
; ljósára fjarlægð frá jörðu.
Leysigeislar úti í geimnum eru
ekki alveg óþekkt fyrirbæri, þótt
j þeir séu fremur sjaldséðir. Fyrsti
innrauði leysigeislinn í geimnum
| uppgötvaðist I fyrra og nú hefur
fyrsti útfjólubái leysigeislinn
sem sé bæst við.
Alltof hár
hiti í æSum
Vísindamenn við læknadeild
Texasháskóla hafa gert uppgötv-
un sem gæti leitt til nýrra leiða
j til að vara sjúklinga við yfirvof-
andi hjartaáfóllum.
Mörg hjartaáfóll orsakast af
því þegar fita sem safnast hefur í
æðaveggina losnar og stöðvar
blóðflæðið. Sumar flögurnar eru
með þunnt frumulag yfir sér en
i aðrar eru óstöðugri og eru með
j bólgufrumur innan í.
j Við rannsókn á æðunum í 48
sjúklingum komust vísinda-
j mennimir að því að óstöðugu
j flögurnar voru heitari en hinar.
1 Þeir telja að hægt verði að þróa
i próf sem segir til um hvort sjúkl-
s ingur er með svona heitan punkt
! í æðunum og þar með líklegri til
: að fá blóðtappa.