Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 16
16 LAUGARDAGUR 22. JUNÍ 1996 Glatt á hjalla í vistarverum forsetaframbjóðendanna: Eldhús forsetaframbjóðendanna eru jafn ólík og þeir eru margir. DV ákvað að líta inn í eldhúsið hjá þeim öllum og kanna útlit þeirra og sérkenni. Eldhúsin reyndust af öll- um stærðum og gerðum og var eld- hús Ólafs Ragnars áberandi minnst þeirra sem áttu eldhús. Ástþór sagð- ist hafa selt eldhúsið sitt í Bretlandi og borða á veitingastöðum um þess- ar mundir. Hann segist einnig láta ofan í sig alls kyns skyndimat eins og pitsur, pylsur og hamborgara þar sem hann ætlaði að búa í ferðatösku eitthvað um sinn. Guðrún Agnars- dóttir státar af stóru og opnu eld- húsi og borðstofu þar sem fjölskyld- an safnast saman. Eldhús Péturs Hafstein er látlaust og meðalstórt. Samverustaður fjölskyldunnar „Eldhúsið er miðdepillinn í hús- inu en þar vinna allir við borðið, tala saman og borða. Þegar við inn- réttuðum ákvað ég að eldhús og borðstofa yrði ein heild,“ segir Guð- rún Agnarsdóttir forsetaframbjóð- andi þegar DV leit á eldhúsið henn- ar. í þessari stóru vistarveru Guð- rúnar og fjölskyldu hennar er mikið skápapláss. Hlýlegar innréttingar, hvítir skápar og viðarborð ásamt stofublómum setja hlýlegan heildar- svip á herbergið. Rimlagardínurnar eru í stíl við innréttinguna og auka enn á heildarsvipinn. Eldhúsáhöld- in hanga á risastórri viftu og mikið er um smáhluti hér og þar sem allir eiga sinn stað í eldhúsinu. „Fyrstu árin höfðum við bókahill- ur í stað innréttingar. Þegar hún loksins kom vildum við hafa hana svolítiö gamaldags og hlýlega. Ég er kannski yfirverkstjóri I eldhúsinu en í seinni tíð skiptumst við á að elda og eigum vissa daga í viku. Hver og einn sérhæfir sig í sínum réttum þannig að við borðum mjög fjölbreyttan mat,“ segir Guðrún. Guðrún skiptir sér ekki af því hvað og hvernig hinir meðlimir fjöl- skyldunnar elda. Hún segist eiga öll rafmagnstæki sem hún þurfi en hafi fyrir stuttu fengið mixara sem hún sé því miður ekki farin að læra á. Einfaldur matur verður ofan á á hennar heimili þar sem fjölskyldu- meðlimimir vinna allir mikið. Guð- rún segist hafa gaman af því að elda fjölbreyttan og góðan mat en tíminn hafi verið naumur undanfarið vegna anna í forsetaframboði. Guðrún Agnarsdóttir í rúmgóðu og hlýlegu eldhúsi sínu. Ástbór seldi eldbusið Forseta- frambjóð- andinn Ástþór Magnús- son sagðist ekki eiga neitt eld- hús þegar hann var spurður hvort hægt væri að taka mynd af honum í eldhúsinu. „Ég seldi ein- býlishúsið mitt í Bretlandi þannig að ég á ekkert eldhús eins og er. Ég bý hjá mömmu núna en ég geri ekkert þar nema athuga hvort hún á til karamellur. Ég borða á veitingastöðum og fæ mér oft skyndimat; pitsur, hamborgara og pylsur. Ég er ekkert voðalega mikill eldhúskarl og þetta á ekki við mig. Ég á ekkert heimili á íslandi enn þá og á mér ekkert sérstakt draumaeld- hús. Mig dreymir frekar um góðar konur en eldhús," segir Ástþór. Minnsta eld- húsið en besti mat- urinn Astþór Magnússon ásamt Hörpu Karlsdóttur, unnustu sinni, boröar úti þar sem Astþór seldi eldhúsiö sitt. „Þetta er minnsta eldhúsið en þar er fram- leiddur besti mat- urinn. Guðrún Katrín er for- stjóri í eldhúsinu. Við hin erum hjálpar- kokkar hennar. Guðrúnu Katrínu þykir eldhúsið stundum óþarflega lítið en mér finnst það þægilega stórt,“ segir Ólafur Ragnar Gríms- son. Eldhús Ólafs Ragnars og Guðrún- ar Katrínar Þorbergsdóttur er á nokkrum fermetrum. fnnréttingin er frá 1969, úr viði með mahóní- spónaplötum. Mahóní var ekki í tísku þá en hefur komist í tísku undanfarin ár. Eldhús Ólafs er minna en hinna frambjóðendanna sem eiga eldhús. Út af því er borð- stofa þar sem fjölskylan borðar sam- an morgunmat. Samverustundir er vart hægt að stunda í eldhúsi Ólafs því ekki komast fleiri fyrir en tveir í einu. Plássið er vel nýtt og eldhús- áhöld hanga á veggjum og skálar og aðrir hlutir standa ofan á eld- húsinnréttingunni. Þarna er á ferð sjarmerandi lítið eldhús sem þó gæti reynst erfitt í jólabakstrinum. Ólafur og Guðrún Katrín státa af uppþvottavél og algengustu raf- magnstækjum sem heimili þarfnast. „Þegar ég valdi innréttinguna bjó ég hérna með foður mínum en við skipulögðum eldhúsiö í samráði við góða menn. Garðar Halldórsson, sem nú er húsameistari ríkisins, skólabróðir minn, teiknaði innrétt- inguna," segir Ólafur Ragnar. Sameiginleg yfirráð „Við tókum þátt i skipulagningu eldhússins og endurnýjuðum inn- réttinguna þegar við fluttum inn. Eldhúsið er mikið notað og er það fjörugur samverustaður. Þeir sem koma óvænt, vinir og kunningjar, setjast gjarna í eldhúsið," segir Pét- ur Kr. Hafstein forsetaframbjóðani. Eldhús Péturs og Ingu Ástu er rúmgott, ljósmálað með hvítum inn- réttingum og hvítum flísum á veggj- um. Eldhúsið er skrautlítið og ein- falt. Viðurinn á innréttingunni og á borðum brýtur upp hvíta litinn ásamt bláleitum gluggatjöldum. Borðkrókurinn er sér þar sem við- arstólar og viðarborð í stíl við inn- réttinguna standa. Pétur og Inga Ásta deila með sér ábyrgðinni á eldhúsinu. Þau eiga öll helstu rafmagnstæki eins og ör- bylgjuofn, uppþvottavél og vöfflu- jám. Fjölskyldan borðar saman á kvöldin f eldhúsinu. -em Pétur Kr. Hafstein tekur til hendinni í eldhúsinu sínu þar sem hann deilir yfirráðum með konu sinni, Ingu Ástu Hafstein. Olafur Ragnar Grímsson fær sér kaffi í litla eldhúsinu sínu meö mahóní-innréttingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.