Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 22
22
sérstæð sakamál
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 LlV
Fritz Oldchewski var orðinn sex-
tíu og þriggja ára gamall. Hann
hafði fengist við margt um dagana
og oft sýnt nær aðdáunarverða að-
lögunarhæfni á atvinnusviðinu. Þar
hafði hann komið víða við, en hann
kom einnig víða við á öðrum vett-
vangi, í samskiptum sínum við kon-
ur. Fjórum sinnum hafði þessi Þjóð-
verji skilið að borði og sæng, og í
hvert sinn hafði það tekið á hann,
en í öll skiptin hafði hann rétt úr
bakinu og sagt að hann hlyti að eiga
eftir að finna hamingjuna í hjóna-
bandi. Og það taldi hann sig hafa
gert fimm árum áður en það gerðist
sem hér segir frá, þegar hann gekk
að eiga fimmtu konuna. En þá vissi
hann ekki að fram undan var alvar-
legasta hjónabandskreppan af þeim
öllum.
„Nakta jómfrúin"
sem kemur við sögu í þessari frá-
sögn er ekki nafn á dansmey í næt-
urklúbbi, heldur blómi sem algengt
er í görðum á meginlandi Evrópu.
Og „nakta jómfrúin" getur verið
varhugaverð, eins og sumum mun
vafalaust finnast nafngiftin gefa til
kynna. í þessari ljósbláu jurt, sem
líkist svo mjög krókus, er að finna
sterkt eitur sem heitir colchicin.
Það er lítt þekkt miðað við ýmsar
aðrar tegundir eiturs, svo sem
arsenik og blásýru, en getur haft
sömu afleiðingar, þótt þær séu
vandgreindari. En Fritz Olschewski
þekkti vel til verkana colchicins,
því hann var orðinn sérfróður um
margar tegundir eiturefna og lyfja.
Aldrei hafði hann þó numið lyfja-
fræði, því sú grein sem hann hafði
lært til var húsgagnasmíði. Þegar
honum fannst ekki ganga nógu vel í
henni sneri hann sér að sjó-
mennsku, og sýndi þar með hluta
aðlögunarhæfni sinnar. En hann
fékk nóg af sjónum og kom aftur í
land. Og þá sneri hann sér að því að
selja efni til ljósmyndunar. Á
skömmum tíma kom hann vel und-
ir sig fótunum í þeirri grein, og þá
ákvað hann að taka næsta skrefið
fram á við og hefja líka lyfsölu. Hon-
um tókst eins vel til með hana, og
brátt var atvinnurekstur hans orð-
inn allumsvifamikill.
Einkalífsvandamálin
En þótt atvinnureksturinn gengi
vel og Olschewski hefði af honum
góðar tekjur komu þær honum sjálf-
um ekki að gagni nema að hluta til.
Eiginkonurnar komu og fóru, eins
og einhver komst að orði, og í hvert
sinn sem hann skildi varð hann að
semja um greiðslur til þeirrar konu
sem frá honum var að fara. Þegar
skilnaðarmálin voru orðin fjögur
var honum orðið ljóst að nú mátti
ekkert fara úrskeiðis ef hann ætti
að eiga áhyggjulaus elliár. Og lík-
lega hefði hann engu þurft að kviða
hefði honum tekist að sannfæra
sjálfan sig um að það væri hægt að
njóta lífsins ókvæntur. En það tókst
honum ekki, og því ákvað hann,
fimmtíu og átta ára, að kvænast
Ingrid Sachs, sem var þá fjörutíu og
sex ára. Með henni ætlaði hann að
njóta þeirra ára sem hann ætti eftir.
Olschewski hugðist búa vel í hag-
inn fyrir þau, og keypti hús í Cism-
ar í Holsten við Eystrasaltið, en
staðurinn er þekktur fyrir fegurð.
Nú benti allt til þess að vel færi,
enda var eiginkonan virt i samfélag-
inu og sat í bæjarstjórninni. Og um
hríð var ekki að sjá að neitt væri að,
en svo fór skyndilega allt úrskeiðis
hefði fengið byr undir báða vængi
þegar hún hefði „sigaö á sig geð-
lækni“, eins og hann komst að orði.
Skömmu síðar hefði hann svo fund-
ið glas með colchicin, en það sagðist
hann telja að Ingrid hefði sjálf
keypt, hugsanlega til að koma hon-
um í einhver vandræði.
Rannsóknarlögreglumenn hófu
nú nýja leit. Þeir fóru i hvert ein-
asta apótek í Hamborg þar sem eitr-
ið fékkst, og þar kom að þeir fundu
nafnið Fritz Olschewski i eiturefna-
bók eins lyfsalans. Þar eð um hættu-
legt eitur er aö ræða verða kaupend-
ur að gera grein fyrir þörf sinni fyr-
ir eitrið, sýna skilríki og skrá nafn
sitt í bók.
Olschewski hafði komið að máli
við lyfsalann og sagt honum að
hann þyrfti á colchicin að halda við
ljósmyndagerð. Taldi lyfsalinn það
gera staðist og seldi honum eitrið.
Þegar hér var komið var á ný
gengið á Olschewski og honum gerð
grein fyrir því að fyrri skýring
hans, sú að kona hans hefði keypt
eitrið, fengi ekki staðist. Þegar hon-
um var ljóst að rannsóknarlögreglu-
mennirnir höfðu óyggjandi gögn um
að hann var kaupandi eitursins
sagðist hann hafa vilja leyna því að
hann hefði keypt það, því það hefði
gert sig enn grunsamlegri en hann
var þá þegar orðinn. Sannleikurinn
væri sá að hann hefði keypt eitrið
til að útrýma illgresi.
Fyrir rétt
Ósamræmið í frásögnum
Olschewskis, ásamt öðru sem fram
var komið, varð til þess að saksókn-
araembættið ákærði hann fyrir
morðið á Ingrid, konu hans. Var því
haldið fram að um ásetningsmorð
hefði verið að ræða.
I febrúar í ár var Fritz
Olschewski sekur fundinn um morð
að yfirlögðu ráði og dæmdur í ævi-
langt fangelsi. í skrifum um málið
hefur því verið haldið fram, á nokk-
uð kaldhæðinn hátt reyndar, að á
endanum hafi Olschewski tekist að
tryggja sér elli án þess-að þurfa að
hafa áhyggjur af peningum. Ríkið
muni sjá fyrir þörfum hans fram-
vegis.
Húsið í Cismar.
Colchicin-glasiö og sólberjavíns-
glasiö.
færi minnst af tekjunum til hans
sjálfs eða til greiða það sem óborgað
var af húsinu, heldur til eigin-
kvennanna fimm. Draumamir um
áhyggjulausa elli væru því úr sög-
unni. Það má því með nokkrum
sanni segja að væntanlegur skilnað-
ur væri dropinn sem fyllti mælinn.
Sé gripið til líkingamáls má segja
að mælirinn hafi verið vínglas.
Ingrid var vön því að fá sér glas af
sólberjavíni í lok vinnuvikunnar.
24. febrúar í fyrra fékk hún sér að
venju glas af þessum sæta drykk.
Venjulega hafði sólberjavínið
örvandi áhrif á hana, en í þetta
skiptið varð hún lasin. Hún fékk
innantökur og varð óglatt, og
nokkru síðar var heimilislæknir
kominn. Hann lét leggja hana á Old-
enburg-sjúkrahúsið.
Dularfull dánarorsök
Læknar Oldenburg- sjúkrahúss-
ins töidu að Ingrid væri með kóleru.
Þeir létu því flytja hana á háskóla-
sjúkrahúsið í
Kiel. Þar komu
sérfræðingar að
málinu og ekki
leið á löngu þar
til þeir þóttust
þess fullvissir að
um einhvers
konar eitrun
væri að ræða.
Var arsenik
fyrsta eitrið sem
þeim kom í hug.
Á fimmta degi
lést Ingrid
Olschewski, án
þess að fyrir lægi
hvaða eitur hafði
dregið hana til
dauða. Og ástæð-
an var sú að eitr-
ið kom svo sjald-
an við sögu saka-
mála að enginn
hafði enn prófað
fyrir þvi. Dánar-
orsökin þótti því
í senn skelfileg
og dularfull. Á
meðan vísinda-
menn reyndu að
greina eitrið
gerðu rannsókn-
arlögreglumenn Ingrid Sachs.
húsleit á heimili
Olschewskis-hjóna, og þá kom í ljós
lítið glas með colchicin. Leið nú
skammur tími þar til tókst að sýna
fram á að einmitt það eitur hafði
bundið enda á líf Ingrid.
Colchicin er unnið úr bláum
blómum „nöktu jómfrúarinnar“.
Það er notað sem móteitur í vissum
tilvikum, en aðeins þegar um er að
ræða eitrun sem annað móteitur
reynist haldlaust gegn. Móteitrið er
þá gefið í töfluformi, og er aðeins
eitt millígramm í hverri töflu. Fari
skammturinn yfir tólf millígrömm
telst hann banvænn.
Neitaði öllu
Fritz Olschewski var nú tekinn til
yfirheyrslu. Honum var borið á
brýn að hafa gefið konu sinni eitur,
en hann hafnaði þvi með öllu og
sagðist enga skýringu geta gefið á
því hvers vegna kona hans hefði dá-
ið. Hann viðurkenndi þó að hafa
sáldrað eilitlu colchicin yfir glas
sem hún heföi drukkið sólberjavín
úr föstudaginn sem hún veiktist.
Það magn hefði hins vegar verið svo
lítið að óhugsandi væri að það hefði
orðiö konu hans að bana. Hann
hefði aðeins strokið nokkur korn af
barmi glassins sem hafði eitrið að
geyma ofan i vínglas konu sinnar.
Þau svöruðu engan veginn til þeirra
sextíu og sex millígramma sem sér-
fræðingar töldu að hefðu banað
henni.
Olschewski var nú beðinn að
skýra hvað honum hefði gengið til
með því að sáldra colchicin-kornum
í vínglasið. Hann fór þá að greina
frá þeim vanda sem kominn hafði
verið upp í hjónabandinu, og sagð-
ist hafa verið gripinn nokkurri
skelfingu. Hann hefði ekki getað
hugsað sér að skilja enn einu sinni,
og sér hefði því komið til hugar að
kenna Ingrid þá lexíu sem gæti orð-
ið til þess að henni snerist hugur.
Annað hefði sér ekki gengið til.
Aldrei hefði að sér hvarflað að
stytta henni aldur.
Tvísaga
Olschewski sagði að sér hefði
fundist kona sín eiga skilið að fá
smávegis aðvörun. Sú skoðun sín
þess á leit að fá skilnað. Málið
leit þannig út að allt benti til
þess að hann yrði að fallast
á beiðni hennar, og semja
um greiðslur til hennar
að auki, því erfitt yrði
að koma sökinni á
skilnaðinum á hana.
Þetta varð Olschewski
mikið áfall. Þótt tekj-
ur hans væru enn
góðar varð honum
ljóst að eftir fimmta
skiln-
í þessu fimmta hjónabandi
Olschewskis.
Helgarsnafs-
inn
í ársbyrjun í fyrra
voru áhyggjur tekn-
ar að sækja á. Ols-
chewski skynjaði að
eitthvað var að í
hjónabandinu, og hann
virtist ekki geta lagfært
það. Og brátt kom í ljós
hvað það var.
kona hans
var búinn
að fá sér
elsk-
huga,
og
fór