Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 25
JLÞ V LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996
25
Heimsmeistaraeinvígið í Elista:
Karpov hefur algjöra yfirburði
- en Kamskyfeðgar leita að kvonfangi
Anatoly Karpov hefur öll völd í
einvíginu viö Gata Kamsky um
heimsmeistaratitilinn, sem fram fer
í Elista, höfuðborg Kalmikíu. Kam-
sky tapaði illa í sjöttu einvígisskák-
inni og varð að þola annan ósigur
eftir gloppótta tafhnennsku í þeirri
sjöundu. Áttunda skákin fór í bið á
fimmtudag í eilítið betri stöðu fyrir
Kamsky. Staðan í einvíginu er hins
vegar ekki uppörvandi - 5 vinning-
ar gegn 2 Karpov í vil.
Tefldar verða tuttugu skákir, eða
þangað til annar keppanda nær
meira en tíu vinningum. Karpov er
því nú þegar hálfnaður að settu
marki. Líklegt er því að meiri ró
færist nú yfir vígvöllinn I Elista.
Fram til þessa hafa kappamir teflt
fjörlega. í sjö fyrstu skákunum hef-
ur aðeins í tvígang orðið jafhtefli.
En nú hefúr Karpov enga ástæðu til
þess að taka áhættu.
Þeir feðgar Gata Kamsky og faðir
hans Rustam, sem jafnan er syni
sínum tii halds og trausts, láta vel
af dvöl sinni í Kalmikíu. Rustam
hefur hins vegar jafnframt öðru og
ekki síður mikilvægu hlutverki að
gegna, að því er fram kemur í við-
tali við hann í dagblaðinu Izvestia í
Kalmikíu. „Við komum til Elista til
aö tefla, en einnig til þess að finna
syni mínum framtíðareiginkonu,"
segir Rustam í viðtalinu. Hugmynd
Rustams er að finna greinda, lítil-
láta og heimakæra stúlku frá góðu
foreldri, 13-14 ára gamla, sem kæmi
með þeim feðgum til Bandaríkj-
anna. Þeir myndu kosta hana til
náms. Færi svo að þau Gata myndu
síðar fella hugi saman gæti hún orð-
ið eiginkona hans.
Er Rustam var að því spurður
hvort Gata væri samþykkur þessum
ráðahag sagði hann: ,Það er ekki
hans að taka ákvörðun í þessum
efnum,“ og bætti viö: „Hann hefur
ekki einu sinni tíma til að hugsa
um kvenfólk."
Staðan í áttundu einvígisskák-
inni, er hún fór í bið á fimmtudags-
kvöld, var þannig - Kamsky hafði
hvitt og átti leik:
Eins og sjá má á svartur hróki
minna í stöðunni en getur endur-
heimt hann í leiknum. Eftir 57.
Dxd4 Dxh5 og nú 58. c4!? á hvítur
vinningsvon en líklegast er þó að
taflinu ljúki með jafntefli.
í sjöundu skákinni tefldi Kamsky
með svart kóngsindverska vöm en
tókst ekki að jafna taflið. Karpov
var í essinu sínu, þrengdi að svörtu
stöðunni. Rétt fyrir fyrri tímamörk-
in missti Karpov hins vegar af ör-
uggri vinningsleið og Kamsky náði
að klóra í bakkann. Lítum á taflið
eftir 49. leik hvíts (Karpovs), sem
enn virðist eiga undirtökin.
49. -Bxa5!
Með þessum skemmtilega leik
nær svartur að halda í horfinu. Ef
nú 50. Bxa5 De3+ 51. Kxg2 De2+ 52.
Kh3 Dfl+ og jafntefli með þráskák.
50. Hxg7 Bb6+ 51. Kxg2 Dxg7?
En nú leikur Kamsky skákinni af
sér. Eftir 51. -Hxg7 em góðar líkur
á jafntefli.
52. Hg4 De7 53. Dh5+ Dh7 54.
Hxg8+ Kxg8 55. De8+ Kg7 56.
De7+ Kh8 57. Dxd6
Með einfaldri tilfærslu hefur Kar-
pov unnið peð og nú blasir sigurinn
í raun og vem við. Skákin fór nú í
bið og áfram tefldist:
57. -Dg7+ 58. Bg3 Bc7 59. De6+
Kh7 60. d6 Bd8 61. Df5+ Kh6 62.
Kh3 Df6 63. Dxf6 Bxf6 64. Kg4 b5
65. Kf5 Bd8 66. Kxe5 Kg6 67. Kd5
b4 68. Kc4 Ba5 69. Kb3 Kf5 70.
Ka4 Ke6 71. h5!
- Og Kamsky gafst upp.
umsjon
Jón L. Árnason
Skoðum að lokum sjöttu einvígis-
skákina, þar sem Kamsky var sleg-
inn skákblindu. Eftir svona ósigur
með hvítu mönnunum þarf sterk
bein til að brotna ekki saman.
Hvítt: Gata Kamsky
Svart: Anatoly Karpov
Rússnesk vörn.
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. d4 Rxe4 4.
Bd3 d5 5. Rxe5 Rd7 6. Rxd7 Bxd7
7. 0-0 Bd6 8. Rc3 Dh4!?
Þetta er óvenjulegur leikur í stöð-
unni, i stað 8. -Rxc3. Heimildir geta
þess að Karpov hafi hugleitt leikinn
í 45 mínútur. Kannski hefur hann
ekki treyst rannsóknum sínum full-
komlega.
9. g3 Rxc3 10. bxc3 Dg4 11.
Hel+ Kd8!
Það er athyglisvert hve Karpov er
óragur viö að höndla með hrókunar-
réttinn. í sjöundu skákinni lét hann
kónginn einnig dansa á miðjunni.
Ekki er vist aö svona taflmennska
hefði borið jafhmikinn árangur
gegn sóknarsnillingum eins og Mik-
hail Tal. í nýlegri skák Spánverj-
anna Magem og Illescas á móti í
Pamplona í ár vék svartur kóngn-
um til f8.
12. Be2 Df5 13. Hbl b6 14. c4
dxc4 15. Bxc4 He8 16. Be3 Bc6
Báðir keppendur höfðu nú eytt
klukkustund af umhugsunartíma
sínum. Hvita staðan er eilítið þægi-
legri.
17. d5 Bd7 18. Bfl h6 19. c4 He7
20. Bd3 Df6 21. Kg2 Ke8 22. Bc2
Dc4+3 23. Bb3 KfB 24. Hcl Df6 25.
Bc2 Hae8 26. Dd3?
Loksins þegar svarti kóngurinn
er flúinn yfir á kóngsvænginn
stenst Kamsky ekki freistinguna að
sækja að honum. En honum sést
yfir að svartur getur auðveldlega
svarað „hótuninni" 27. Dh7 með 27.
-g5! og engin hætta er á ferðum.
26. -Bg4! 27. Bd2??
Óskiljanlegur afleikur.
27. -He2
Enga haldbæra vörn er heldur að
sjá við 27. -Bc5.
28. Hxe2 Hxe2 29. Hfl
29. -Hxd2!
- Kamsky gafst upp. Ef 30. Dxd2
Df3+ 31. Kgl Bh3 og vinnur.
-JLÁ
Mars og Venus í svefnherberginu:
Námskeið um samskipti kynja
„Viðurkenning og hvatning örva
ástríður karla, skilningur og sam-
kennd örva ástríður kvenna," segir
í bókinni Mars og Venus í svefnher-
berginu sem nýlega leit dagsins ljós
hjá bókaútgáfunni Vexti. Bókin hef-
ur verið á metsölulista The New
York Times síðan hún kom út í
fyrra.
„Fyrsta skrefið er að átta okkur á
muninum á milli karla og kvenna.
Karlar og konur tjá sig með ólíkum
hætti. Það er eins og dr. John Gray
segir - þótt aðeins sitji í minni eft-
ir lestur bókarinnar að karlar eru
frá Mars og konur frá Venus, þá er
það mikilvægt. Þá skiljum við og
virðum muninn á körlum og kon-
um,“ segir Hallur Hallsson hjá
bókaútgáfunni Vexti. Fyrir jólin gaf
Vöxtur út metsölubókina Karlar
eru frá Mars, konur eru frá Venus.
Nýja bókin flallar um ástrík sam-
skipti hjóna og para í svefnherberg-
inu.
„Bækurnar bæta samskipti kynj-
anna. Þær hafa mikið fram að færa
til kærleiksríkra samskipta. Þótt við
tölum sama tungumálið þýða orðin
ekki alltaf það sama. Öll þekkjum
við óheppileg orðaskipti við ástvin
sem fyrr en varir
leiða til rifrild-
is - og
skömmu síðar
rífumst við
um það af
hverju við
erum að rífast!
Allt út af mis-
skilningi, sem
einatt stíar fólki í
sundur. Ef við
erum meðvit-
uð um þetta
eigum við 1
meiri mögu-
leika á að
byggja upp
farsæl og
kærleiksrík
samskipti,"
segir Hallur.
Haliur Hallsson hjá bókaútgáfunni
Vexti með Mars og Venus í svefn-
herberginu.
Leikrit og námskeið um
samskipti
Edda Björgvinsdóttir hefur, í
samvinnu við Draumasmiðjuna,
samið leikrit sem byggt er á Mars
og Venus - leikrit um samskipti
kynjanna. Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu styrkir gerð leik-
ritsins og hugmyndin er að frum-
sýna það í haust.
Þá er verið að undirbúa námskeið
um samskipti kynjanna. Þau hefjast í
haust og veröa í samvinnu við Sig-
trygg Jónsson sálfræðing, Önnu Valdi-
marsdóttur sálfræðing, séra Braga
Skúlason og Hlm Agnarsdóttur.
„Á þessum námskeiðum verður
lögð áhersla á að leiðbeina fólki um
samskipti sín í milli og auka skiln-
ing miúi karla og kvenna. Að bæta
samskipti er leiðin til árangurs í líf-
inu. Ef fólki líður vel heima þá líð-
ur því líka vel í vinunni - og lífið er
leikur," segir Hallur. -em
er oóru visi.
tvær umferð
innan bi
Langvarandi
vörn gegn ryc
Innbyggður
^ grunnur
Slctt eðci hömruS óferð
Lífeyrissj óðurinn Framsýn
Ársfundurj C)C)(f
Ársfundur Lífeyrissjóðsins Framsýnar verður haldinn
að Scandic Hótel Loftleiðum, Reykjavíkurflugvelli,
föstudaginn 28. júní 1996 og hefst kl. 16.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Gerö grein fyrir endanlegu uppgjöri eldri sjóða við
sameiningu þeirra 31.12. 1995:
Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar
Lífeyrissjóðs Hlífar og Framtíðarinnar
Lífeyrissjóðs Sóknar
Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks
Lífeyrissjóðs Félags starfsfólks í veitingahúsum
Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna.
3. Breytingar á reglugerð sjóðsins.
4. Önnur mál löglega upp borin.
Allir greiðandi sjóðfélagar svo og elli- og örorkulífeyrisþegar
sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og
tillögurétti. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér þennan
rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar
en 26. júní nk. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu
fundarins.
Þeir sjóðfélagar sem vilja kynna sér tillögur til breytinga
á reglugerð sjóðsins sem lagðar verða fram á fundinum
geta fengið þær afhentar á skrifstofu sjóðsins eða fengið x
þær sendar í pósti með því að hafa samband við skrifstofu f
sjóðsins. |
o
Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar. »
LÍFEYRISSJÓÐURINN FRAMSÝN