Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Side 33
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996
41
Brúðarpar DV á lokasprettinum í kaupum úr smáauglýsingunum:
Valdi Hallgrímskirkjuna
því að gólfið er svo langt
- segir Jara sem þegar er byrjuð að hanna brúðarkjólinn
Einar og Jara eiga nú eftir aö kaupa fyrir um þriðjung þess fjár sem þau fengu frá DV til þess aö kaupa eitthvaö í
búiö í gegnum smáauglýsingar DV. Þau hjónaleysin eru ánægö í nýju íbúöinni og hafa undanfarna daga -verið aö
kaupa úr smáauglýsingunum þaö sem vantar inn í hana. DV-myndir GS
séu þau að reyna að hnýta- sem
flesta lausa enda. Einar vinnur nú
sem flugþjónn en hefur sett stefn-
una á flugmanninn. Hann er at-
vinnuflugmaður og þarf að safna
sér sem flestum flugtímum til þess
að eiga meiri möguleika á starfi
flugmanns næst þegar slíkt starf
verður auglýst. Hún hefur líka haft
nóg að gera í starfi sínu hjá vátrygg-
ingafélaginu Skandia. Þau þurfa þó
bæði að gefa sér tima til þess að láta
prenta boðskort, unnin af graflsk-
um hönnuði, og spjalla við org-
anista um lagaval í kirkjunni. Einar
mun líklega leigja sér nýja íslenska
þjóðbúninginn fyrir athöfnina en
Jara hefur, ásamt Guðbjörgu Ant-
onsdóttur, hafist handa við að
hanna og sauma brúðarkjólinn.
Blúndulegur kjóll
„Ég fór í fyrstu alvöru mátunina
í vikunni og þetta fer að verða voða-
lega spennandi. Kjóllinn verður
íburðarmikill og frekar gamaldags.
Ég er ekki mikið fyrir það sem er
vinsælast í dag og vil fá nokkurs
konar prinsessukjól með löngum
slóða,“ segir Jara. Hún segir að at-
höfnin fari fram i Hallgrímskirkju.
„Mér finnst viö vera búin aö kaupa svo margt aö undanförnu en samt er svo mikiö eftir. Þetta hefur veriö ótrúlega
drjúgt og ég er ánægöust meö hvaö fólk er í raun aö selja vel meö farna hluti,“ segir Jara Guönadóttir. Brúökaups-
dagurinn nálgast og á svip Jöru og Einars er ekki annaö aö sjá en allt sé í lukkunnar velstandi. Og nýja boröstofu-
borðiö lítur mjög vel út.
„Það hefur viljað brenna við að
fólk haldi að þetta sé allt í plati,
bæði það að við séum í alvörunni að
kaupa þessa hluti og eins það að við
ætlum að gifta okkur. Ég hef t.d.
verið spurð hvað sé með þennan
þurrkara, hvort ég sé í alvöru með
hann heima hjá mér? Ég bauð við-
komandi strax í heimsókn til þess
að skoða hann,“ segir Jara Guðna-
dóttir, konan í lifi Einars Sigurðs-
sonar. Þau skötuhjú eru brúðarpar
DV og ganga í það heilaga 17. ágúst
næstkomandi. Af því tilefni gefur
DV þeim 300 þúsund krónur til þess
að kaupa það sem þau vantar úr
smáauglýsingum blaðsins. Þau hafa
tekið góða skorpu í kaupunum að
undanfornu en enn eiga þau eftir að
kaupa fyrir um þriðjung fjárins.
Ótrúlega drjúgt
„Mér fmnst við vera búin að
kaupa svo margt að undanfornu en
samt er svo mikið eftir. Þetta hefur
verið ótrúlega drjúgt og ég er
ánægðust með hvað fólk er í raun
að selja vel með farna hluti. Fyrir
fram bjóst ég við að rekast á meira
af gömlum hlutum en þetta hafa
verið mjög vel útlítandi og góðir
munir sem okkur hafa staðið til
boða.“
Aðspurð eftir hverju þau séu að
svipast þessa dagana segir Jara þau
líklega vera búin að finna hiliusam-
stæðu í stofu, þau vanti hillur und-
ir möppur í bókaherbergið og þau
langi í pottaplöntur og garðhús-
gögn.
„Við ætlum að smíða sólpall fyrir
utan nýjar dyr út úr stofunni og við
þyrftum eiginlega að eignast að
minnsta kosti tvo stóla til þess að
hafa þar úti, já og kannski borð,“
segir Jara og bætir við að hún sé
mjög ánægð með breytingarnar á
smáauglýsingunum í blaðinu og
henni fmnist þær mun aögengilegri
nú en áður. Mun fljótlegra sé nú að
finna það sem leitað sé að.
Kjóllinn hannaður
Jara segir undirbúninginn fyrir
brúðkaupið aftur vera að fara á
fullt. Hann hafi legið niðri meðan á
flutningunum í nýja húsið stóð en
þrátt fyrir miklar annir hjá Einari
Er einhver sérstök ástæða fyrir því?
„Gólfið í kirkjunni er svo langt og
ég vil taka mér góðan tíma til þess
að ganga inn kirkjugólfið. Maður
gerir þetta vonandi bara einu sinni
og þess vegna vil ég að kjóllinn njóti
sín og að ég fái að njóta þess að
ganga þessa leið inn í hjónabandið.
Þetta verður dagurinn okkar og mig
langar ekki til þess að hlaupa upp
að altarinu í einhverjum flýti,“ seg-
ir Jara Guðnadóttir.
Þau hjónaleysin munu halda
áfram að leita að hlutum í gegnum
smáauglýsingar DV og reikna með
að þau muni reyna að finna það sem
upp á vantar á næstu dögum. Það er
þvi full ástæða til þess að hvetja
fólk til þess að kíkja í kompur og
geymslur eftir því hvort ekki sé þar
eitthvað sem þau kynni að vanta.
Það má vera allt milli himins og
jarðar. -sv
Jara og Einar:
Bogmaður og fiskur
Jarþrúður Guðnadóttir, 24 ára
bogmaður, og Einar Sigurðsson, 26
ára fiskur, eru brúðarpar DV eins
og lesendum ætti að vera kunnugt.
Þau kynntust þegar þau störfuðu
bæði hjá flugfélaginu Atlanta,
hann sem flugþjónn, hún sem flug-
freyja. Ástin kviknaði í Jeddah í
Sádi- Arabíu og þau hafa nú búið
saman í þrjú ár. Þar tfl fyrir
skömmu bjuggu þau i foreldrahús-
um en eru nýflutt inn í eigið hús-
næði. Það innrétta þau nú þessa
dagana meðal annnars með hús-
gögnum keyptum í gegnum smá-
auglýsingar DV.
Jara og Einar ganga upp að alt-
ari Hallgrímskirkju 17. ágúst næst-
komandi og þar mun sr. Guölaug
Helga Ásgeirsdóttir gefa þau sam-
an.
-sv
AMNLANN
BELTAGRÖFUR
BREMSUR!
* Klossar * Borðar
* Diskar * Skálar
RENNUM!
skálar og diska
allar stæröir.
Allar álímingar
ÁLÍMINGAR
Smiðjuvegi 20 (græn gata),
sími 567-0505
Til afgreiðslu nú þegar:
B19 (2tonn) og B08 (0,8tonn).
TILBOÐ:
STÓRLÆKKAÐ VERÐ.
v Skútuvogi 12A, s. 581 2530
GabrkjM
Borgartúni 26, Reykjavík
Bíldshöfða 14, Reykjavík
Skeifunni 5, Reykjavík
Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði