Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 47
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996
55
LAUGAVEGI 170 • SlMI 540 50 BO
Skandia
Þær ráöa ríkjum í Ríís-húsi. Margrét Guömundsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir sem eitt sinn keppti um titilinn
Feguröardrottning íslands.
Það er óþarfi að standa í biðröð vegna innlausnar
spariskírteina ríkissjóðs, komdu við og fáðu þér
kaífibolla og ráðgjafar Skandia munu finna lausn
sem hentar þér. Við erum að Laugavegi 170.
DV, Hólmavík:______________________
Leitun mun að húsi sem tekið
hefur jafnmiklum stakkaskiptum á
jafnskömmum tíma og svonefnt
Ríís-hús á Hólmavík. Frá því í
mars, þegar fyrst var verulega haf-
ist handa um endurbætur, hefur
það breyst frá því að vera ein óhrjá-
legasta bygging staðarins, með salt-
og sementsleifum gömlu pakkhús-
sáranna ásamt járnarusli og ein-
angrunarsalla og hluti járnklæðn-
ingarinnar blakti sem lauf í snörp-
um vetrarvindum þessarar norð-
lægu byggðar í það að vera, bæði
hið ytra sem hið innra, eitt hið
glæsilegasta hús þessa lands, sem
myndi sóma sér vel sem móttöku-
staður hvaða þjóðhöfðingja sem
væri til veisluhalda sem og vin-
mæla.
Ríís-húsið á Hólmavík á sér
merka sögu væri hún öll skráð. Það
er kennt við danskan kaupmann,
Richard Peter Ríís, sem var þar
verslunarstjóri. Húsið var flutt til
landsins tilhöggvið frá Noregi og
fullbúið sem verslunarhús og íbúð
verslunarstjóra 1897 eða fyrir tæp-
um 100 árum. Þar var verslunar-
starfsemi í áratugi eða þar til Kaup-
félag Steingrímsfjarðar yfirtók nær
alla þætti verslunarstarfsemi á
þessu svæði fyrri hluta þessarar
aldar. í áratugi bjuggu í húsinu ein
og oft 2 fjölskyldur. Þá var jafnframt
i þeim hluta sem upphaflega var
pakkhús geymdur margs konar
varningur fyrir ýmsa aðila, s.s. sem-
ent. Þar var einnig um tíma unninn
fiskur. Á áttunda áratugnum var
gerð tilraun til að endurhefja þar
verslunarrekstur en sú tilraun stóð
aðeins í tæp 3 ár.
Magnús H. Magnússon, rafvirkja-
meistari á Hólmavík, og hans fjöl-
skylda eignuðust húsið fyrir nokkr-
um árum. Þau tóku í ár höndum
saman við marga aðila, bæði innan
héraðs og utan, sem ekki vildu að
þessi merka bygging, sem er elsta
hús staðarins, grotnaði niður á ein-
hverju árabili og ylli sjónmengun
og jafnvel slysahættu þeim sem um
kauptúnið færu. Kallaðir voru til
sérfræðingar til að kanna inn- og
burðarviði hússins og komust þeir
vísu menn að því að þeir væru með
öllu óskemmdir. Aðeins fannst fúi
og feyskja í timbri frá seinni tíma
viðgerðum og endurbótum.
Með samþykki húsfriðunarnefnd-
ar var farið í endurbæturnar en
reynt eftir megni að hin upphaflega
ásýnd þess og útlit allt nyti sín sem
best og væri í heiðri höfð. Allir
burðarviðir eru þeir sömu og upp-
haflega voru settir ásamt hluta
veggklæðningar. Stigar eru þeir
sömu og gólfborð efstu hæðar, önn-
ur gólfklæðning er rekaviður, feng-
inn hjá Pétri rekabónda og sögunar-
manni í Ófeigsfirði á Ströndum. All-
ir hafa hinir gömlu innanstokks-
munir verið fágaðir og prýddir og
nýir settir upp í sama stíl með hlið-
sjón af starfsemi sem ákveðið er að
verði í húsinu.
Arkitekt við endurbygginguna
var Arinbjörn Vilhjálmsson og hef-
ur honum tekist einkar vel að að-
laga nýtt og breytt hlutverk að um-
gjörð þessarar gömlu byggingar. Þá
sá Erlendur Magnússon frá Hvols-
velli um smíðavinnu og útskurð
sem er haglega unnið. Þar má m.a.
sjá marga muni úr rekaviðnum af
Ströndum og gott sýnishorn þeirra
möguleika sem vinnsla úr þeim get-
ur boðið upp á. í útskurðinum má
sjá margs konar tákn, Ægishjálm-
inn sem er merki sýslunnar, nokkr-
ar útleggingar af honum ásamt ýms-
um táknum frá galdratrú sem
Strandamenn voru nokkuð kunnir
fyrir á öldum áður.
Flestir af iðnaðarmönnum staðar-
ins komu að endurbyggingunni
ásamt fjölmörgum ófaglærðum sem
allir lögðu sitt af mörkum til að
mögulegt yrði að hrinda þessu í
framkvæmd á jafn skömmum tíma
og raun bar vitni.
Magnús H. Magnússon sagði við
opnunina 16. júní að hann vonaðist
til að þetta framtak yrði byggðarlag-
inu til framdráttar og öllum íbúum
þess til nokkurs sóma og hann tryði
því að þetta, ásamt mörgu öðru,
yrði lyftistöng atvinnulífinu með
aukinni komu ferðamanna á þenn-
an stað landsins sem væri um
margt sérstakur og hefði upp á eitt
og annað forvitnilegt og óvenjulegt
að bjóða. í frásögn sinni af hinni
margháttuðu starfsemi sem í hús-
inu hefði verið gat hann þess að
Hólmvíkingurinn fróði, Ragnar
Valdimarsson, hefði sagt sér að eitt
sinn hefði þar farið fram þrefalt
brúðkaup.
í húsinu verður alhliða veitinga-
starfsemi. Það verður í sumar opn-
að kl. 11.30 og um helgar verður
boðið upp á lifandi tónlist. Húsið
hefur fengið nafnið Café Ríís.
Við opnunina spilaði og söng tríó
staðarins nokkur lög, m.a. ljóð eftir
sveitarstjórann á Hólmavík, Stefán
Gíslason. Þar segir á einum stað:
„Nú er aftur líf í Ríís“. Kjöldi gesta
var við opnunina, sumir langt að
KEYPTIR PÚ
SPARISKÍRTEINI AF
ÖNNU HEIÐDAL 1986?
Anna og aðrir ráðgjafar Skandia bjóða skiptikjör
á spariskírteinum og geta auk þess bent á aðra
fj árfestingarmöguleika.
jjpóy Auglýsing frá
® samgönguráðuneyti vegna
stöðvunar á starfsemi
dönsku ferðaskrifstofunnar
Wihlborg Rejser hér á landi
Eins og kunnugt er af fréttum hefur ráðuneytinu verið tilkynnt að
hætt hafi verið við allar þær flugferðir milli íslands og Danmerkur
sem danska ferðaskrifstofan Wihlborg Rejser seldi farmiða í en
samstarfsaðili hennar hér á landi nefndist Bingó ehf. Ráðuneytið
hefur þegar gert ráðstafanir til að tryggja heimflutning þeirra sem
hafa byrjað ferð á vegum þessara aðila.
Vegna þessarar starfsemi var lögð framtrygging en samkvæmt
lögum um skipulag ferðamála nr. 117/1994 er tryggingunni ætlað
að mæta kostnaði vegna heimflutnings farþega og til endur
greiðslu farmiða sem kaupendur eiga ekki kost á að nýta sökum
þessarar rekstrarstöðvunar. Ekki er Ijóst að hvaða marki
tryggingarféð hrekkur til greiðslu krafna sem lýst kann að verða.
Þeir sem keyptu farmiða af dönsku ferðaskrifstofunni Whilborg
Rejser og hafa ekki getað nýtt sér farmiðann eða fengið hann
endurgreiddan eiga þess kost að lýsa kröfum sínum vegna
þessara viðskipta fyrir 1. ágúst nk. Kröfulýsing skal send
Samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150
Reykja vík. Með kröfulýsingu skal fylgja frumrit greiðslukvittunar
og farmiði.
Samgönguráöuneytið, 20. júní 1996.
Ríís-húsið á Hóimavík:
Sæmandi þjóðhöfðingjum til veisluhalda og vinmæla
komnir. Undruðust flestir það stór-
virki sem unnið hefur verið á
skömmum tíma við að bjarga frá
eyðileggingu einu elsta og merkileg-
asta húsi í þessum landshluta og
gera það svo vel úr garði sem raun
ber vitni. -GF
***************************
GÍTARINN EHF.
Laugavegi 45 - s. 552 2125
Útsala á kassa- og
rafmagnsgíturum.
Kynningarverð
á ART Multieffectum.
Vegna gífulegrar sölu vantar
í sölumeðferð hljóðfæri og
magnara af öllum gerðum.
************************
Ríís-húsið á Hólmavík.
DV-myndir Guðfinnur