Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Page 56
Vertu viðbúin(nj rmrnmgi —®@rt5)(Í9) fsr> fSSi 13) KIN FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sóiarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 Forseti Gandhi stofnunar: Skoðar bókhald Friðar 2000 Yogesh K. Gandhi, forseti Gandhi Memorial Intemational Foundatin, kom til landsins í fyrradag en nhandhi stofnunin hefur styrkt hreyfingu Ástþórs Magnússonar, Frið 2000. Eignir hennar nema, að sögn Gandhis, 110 milljónum Bandaríkjadala og veitti stofnunin þeim Ástþóri og Clinton Banda- ríkjaforseta friðarverðlaun nýlega. DV ræddi við Gandhi í gær og var hann m.a. spurður hvort stofn- un hans styddi Frið 2000 fjárhags- lega og kosningabaráttu Ástþórs Magnússonar jafnframt. Hann kvaðst hafa styrkt fjárhagslega ein- stök verkefni Friðar 2000 en styrkti á engan hátt kosningabaráttu Ást- þórs enda væri stofnunum eins og Ghandi stofnuninni bannað sam- kvæmt bandarískum lögum að taka á nokkurn hátt þátt í pólitískri starfsemi af nokkru tagi. Hann kvaðst hafa spurt Ástþór að því beint fyrir nokkru hvort fjármál hans og Friðar 2000 væru aðgreind og hefði Ástþór fullvissað sig um að svo væri. Yogesh Gandhi kvaðst hafa beðið um að sjá bókhald Friðar 2000 til að sannfærast um þetta atriði og að- spurður hvort hann sæi einhver merki hins gagnstæða kvaðst hann ekki skilja vel íslensku en hann _hefði ekki séð þess nein merki að tengsl væru milli fjármögnunar kosningabaráttu Ástþórs og fjár- hags Friðar 2000. -SÁ Týndi sjómaðurinn: Allsherjarleit í dag verður allsherjarleit á sjó og landi að sjómanninum sem týndist fyrr í vikunni af báti sínum úti fyr- ir Vestfjörðum. Ætlunin er að ganga fjörur frá Kópanesi og norður til Önundarfjarðar. Þá verður leit á sjó haldið áfram. -GK L O K I Afstaöa fylgismanna Ólafs Ragnars og Péturs Hafstein til hverra annarra: Andstæðir polar - stuöningsmenn Guðrúnar jafnari í afstöðu sinni, samkvæmt könnun DV Sjö af hverjum tíu stuðnings- mönnum Péturs Kr. Hafstein vilja síst sjá Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta á meðan sex af hverjum tíu fylgismanna Ólafs vilja Pétur síst á Bessastaði. Fylgismenn þeirra tveggja eru jákvæðari í garð Guð- rúnar Agnarsdóttur. Afstaða fylg- ismanna Guðrúnar til Ólafs og Pét- urs er jafnari. Þetta eru meðal niðurstaðna skoðanakönnunar DV á afstöðu fylgismanna þeirra þriggja forseta- frambjóðenda sem hafa verið efstir í skoðanakönnunum að undan- fornu. Spurt var: „Hvem af þeim þremur frambjóðendum sem hafa verið efstir í skoðanakönnunum, þ.e. Ólafur, Pétur og Guðrún Agn- ars, vildirðu sist sjá sem forseta?" Könnunin fór fram í fyrrakvöld hjá markaðsdeild Frjálsrar fjöl- miðlunar hf. Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli kynja sem og höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Ef afstaöa kjósenda var skoðuð innan hvers stuðningsmannahóps frambjóðendanna kom i ljós að 57,6 prósent stuðningsmanna Ólafs vildu síst sjá Pétur sem forseta, Ólafur R. Grlmsson j Pétur Kr. Hafstein : Guðrún Agnarsdóttir Óákveönir Neita að svara OV| Sist á Bessastaði - afstaöa fylgismanna frambjóöenda samkvæmt skoöanakönnun DV - Stuöningsmenn Ólafs Stuöningsmenn Péturs 16,6 prósent nefndu Guðrúnu, 13,6 prósent voru óákveðin og 12,2 pró- sent neituðu að svara. Fylgismenn Péturs Hafstein vildu síst sjá Ólaf Ragnar sem for- seta, eða 70 prósent. Rúm 10 pró- sent nefndu Guðrúnu, 9,6 prósent voru óákveðin og sömuleiðis neit- uðu 9,6 prósent að svara. Hjá Guðrúnarfólki var Ólafur Ragnar sísti kosturinn, eða hjá 50,6 prósentum stuðningsmanna hennar. Pétur nefndu 41,2 prósent, óákveðnir voru 3,5 prósent og 4,7 prósent neituðu að svara. Þessar niðurstöður kristalla þá baráttu sem er á milli stuðnings- manna Ólafs og Péturs, sem hafa verið i tveimur efstu sætum í könnunum. Guðrúnarmenn eru ekki jafn sammála í afstöðu sinni. Afstaða fylkinganna þriggja til hverrar annarar sést nánar á með- fylgjandi grafi. -bjb - sjá könnun á fylgi forsetaframbj óðenda á bls. 2 Það er ekki furða þótt strákarnir í malbikinu vilji vera berir að ofan á heitum dögum því við sólarhitann bætist mikili hiti frá malbikinu. En nú er komið babb í bátinn. Tilskipun frá Brussel vegna EES-samnlngsins segir að það sé bannað að vinna ber að ofan við malbikun. DV-mynd ÞÖK Dagaeild fyrir heilabilaða opnuð eftir skrif DV „Við höfum leyfi heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins fyrir rekstr- inum og fyrstu gamalmennin koma inn á deildina á þriðjudaginn. Fé- lagsmálaráð hélt fund um málið í gær og þar var þess krafist að starf- semin hæfist nú þegar. Við hörmurn að málið skyldi lenda í þessum ógöngum," segir Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykavíkurborgar, í samtali við DV. í DV í gær var frá því greint að dagdeild fyrir heilabilaða stæði ónotuð vegna þess að ekki hefði náðst samkomulag milli Félags- málastofnunar Reykjavíkur og Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga um hvort deildin flokkaðist undir félagslegt úrræði eða heilbrigðis- stofnun. Húsnæðið var tilbúið 27. apríl en nær 20 heilabiluð gamal- menni sitja heima meðan deilan stendur. Nú er ákveðið að opna deildina þótt deilan um hvað hún eigi að kallast sé óleyst. Deilan snýst m.a. um hvort ráða verði hjúkrunarfor- stjóra að henni eða ekki. Er niður- staðan sú að ráða ekki hjúkrunar- forstjóra en hjúkrunarfræðingur mun starfa við deildina. „Þetta er félagslegt úrræði en ekki sjúkrahús og leyfið er í sam- ræmi við það. Deildina á að reka í samræmi við lög um öldrunarþjón- ustu og það þarf ekki alla þá yfir- stjórn sem er á sjúkrahúsum," sagði Lára. -GK Veðrið á sunnudag: Suðvestlæg átt og léttskýjað Búist er við fremur hægri suðvestlægri átt á sunnudag. Allra vestast á landinu verður skýjað að mestu og sums staðar dálítil súld en léttskýjað annars staðar. Hiti verður á bilinu 10 til 21 stig, hlýjast inn til landsins norðan og austan til. Veðrið á mánudag: Rigning og strekkingur Á mánudag er búist við sunnanstrekkingi og rigningu um landið sunn- an- og vestanvert. Norðaustan til á landinu verður skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 9 til 18 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands en kald- ast við ströndina norðvestan til. Veðrið í dag er á bls. 61 Sunnudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.