Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 ' Fréttir ^ Umgengnisréttur Sophiu Hansen var enn brotinn um helgina: Islensk stjórnvöld á fund tyrkneskra yfirvalda - tyrknesk stjórnvöld lofa að fylgja eftir úrskurðinum, segir Halldór Ásgrímsson Sophia Hansen náði ekki fundi við dætur sínar um helgina og í gær- morgun fóru sendimenn utanríkis- ráðuneytisins, sem eru Sophiu til að- stoðar í Tyrklandi, frá Istanbúl áleið- is til höfuðborgarinnar Ankara þar sem þeir hitta í dag fulltrúa stjórn- valda og knýja á um að dómi um rétt Sophiu til umgengni við dæturnar verði fullnægt. Sendimenn utanríkis- ráðuneytisins eru Ólafur Egilsson sendiherra og Atli Ásmundsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. „Tyrknesk stjórnvöld hafa gefíð okkur vilyrði fyrir því að hjálpa til við það að fylgja eftir úrskurðum þarlendra dómstóla," sagði Halldór Ásgrimsson utanríkisráðherra við DV í gærkvöldi. Hann sagði að þeir Ólafur Egilsson og Atli Ásmundsson yrðu í Tyrklandi eins og nauðsyn bæri til, eða að..heimferð þeirra hefur ekki verið dagsett," eins og ráðherrann orðaði það. Halim AL hefur verið birtur dóms- úrskurðurinn um umgengnisrétt Sophiu við dætur hennar og hafa lög- regluyfirvöld í Istanbúl jafnframt rit- að honum bréf þar sem ítrekað er við hann að honum beri að fara eftir niðurstöðum dómsins. Þegar DV hringdi til Halims A1 í gærkvöldi svaraði hann í símann og sagðist ekki tala í síma og lagði á. -SÁ Alþýðubandalagsmenn og Þjóðvakafólk með krötum á ferðalagi: Sameining rædd í sumar- ferðalagi Alþýðuflokksins Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur stóð fyrir sínu árlega flokksferðalagi upp í Borgarfjörð á laugardaginn. Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðubandalagi, og Mörður Árnason, Þjóðvaka, voru fengin til að halda ræður og var ferðalagið opið mönnum úr öðrum vinstriflokkum. Eins og sjá má var kært með mönn- um, sama hvaða flokki þeir tilheyrðu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Al- þýðuflokks, og Ásta R. Jóhannesdóttir, þingkona Þjóðvaka, eru hér í faðm- lögum. DV-mynd Guðlaugur Tryggvi Landmannahellir: Alvarleg spjöll vegna aksturs utan vega Alvarleg spjöll voru unnin á mánudaginn í síðustu viku og um helgina vestast í Friðlandi á Fjalla- baki. Jón Þórðarson, stjómarmaður í Hellismönnum hf., sem hefur rek- ur gistiaðstöðu við Landmannahelli og hefur gert samning við Náttúru- verndarráð um eftirlit og náttúru- vernd á svæðinu, segir að verstu spjöllin hafi verið unnin af manni á traktorsgröfu á mánudaginn var. Jón segir að maðurinn á traktors- gröfunni hafi Sauðleysuvatn á leigu og hafi hann ætlað að laga veg, sem liggur að vatninu. Ekki hafi betur tekist tU en svo að djúp fór séu eftir gröfuna í brekku, sem sé gróin að hluta. Skemmdimar nái yfir tals- vert stórt svæði og séu „seinbætan- legar.“ Aðfaranótt sunnudags keyrði svo maður, sem var gestkomandi í Landmannahelli, utan vega og olli með því talsverðum skemmdum í náttúrunni. Búist er við að báðir mennirnir verði kærðir tU lögreglu. -GHS Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja t stma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nei 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Verður KR loksins íslands- meistari í knattspyrnu? „Það er fjarstæða að halda því fram að Alþýðubandalagið sé for- hertur kommúnistaflokkur með sta- líníska lífssýn enda hlýtur þjóðin þá að vera geggjuð því að hún var að enda við að kjósa sér fyrrverandi oddvita þessa flokks tU forseta, æðsta embættis þjóðarinnEir. Ég er á því að sigur Ólafs Ragnars sé fyrst og fremst persónulegur en fólk veit fyrir hvaða sjónarmið hann stend- ur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur stóð fyrir Éirlegu ferðalagi upp í Borgarfjörð á laugardag og var Bryndís og Mörður Ámason, vara- þingmaður Þjóðvaka, fengin tU að ávarpa ferðalangana. Um leið var ákveðið að opna ferðina fyrir öðm vinstra fólki og mætti fjöldi alþýðu- bandalagsfólks og þjóðvakafólks. Meðal nafhkunnra einstaklinga má nefna Svanfríði Jónasdóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmenn Þjóð- vaka, og Össur Skarphéðinsson, þingmann Alþýðuflokks. „Vinstri menn á íslandi verða aldrei sameinaðir án aðkomu Al- þýðubandalagsins. Það er sama þótt einstaklingar færist mUli flokka og Þjóðvaki og Alþýðuflokkur samein- ist, jafnaðarmenn sameinast ekki nema Alþýðubandalagið komi inn í það því að þar hefur stór hluti jafn- aðarmanna valið sér staö. Ég er tU dæmis ein þeirra og ég er ekki tUbú- in að fara úr flokknum fyrr en eitt- hvað raunhæft gerist í sameiningar- málunum," segir hún. Bryndís segir að forsendur til sameiningar vinstri flokkanna séu nú ágætar. Það sem hafi skUið vinstri flokkana að á sínum tíma sé ekki tU staðar lengur. Sú pólitíska krafa hafi verið gerð mjög lengi að þeir vinni saman eða fari í samfylk- ingu, ekki síst eftir að Reykjavíkur- listinn hafi komið tU. Vinstri menn séu ahtof fastir í því að „gagnrýna hvor annan,“ segir hún. „Á meðan Ðtnar púkinn á fjósbit- anum eins og fylgistölur Sjálfstæöis- flokksins benda tU,“ segir Bryndís. -GHS Sex ára stúlka brenndist á baki og við öxl við Víðimel í Reykjavík í gær. Ver- ið var að láta vatn renna úr tveimur slöngum í barnasundlaug í góða veðr- inu um miðjan dag þegar annað barn sprautaði heitu vatni á stúlkuna. Hún var flutt á sjúkrahús en er ekki talin alvarlega brennd. -GHS/DV-mynd Sveinn Bílvelta á Rifi: Slapp brotinn úr 150-160 metra bílveltu „Ég hef aldrei séð annað eins. Ég gat ekki ímyndað mér að það væri maður lifandi í þessum bU. Hann stoppaði úti í vatni, sem betur fer ekki á hvolfi, og við þurftum að vaða upp í mitti tU að ná honum út. Maðurinn var heUl og það var mUdi að hann ók ekki á bUa,“ segir Reim- ar Einarsson, leigubUstjóri í Ólafs- vík. Maður slapp með brotin bein úr bUveltu við Rif, mUli HeUissands og Ólafsvikur aðfaranótt sunnudags. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun við akstur, missti stjóm á fólksbUnum rétt áður en hann mætti bU Reimars. Reimar keyrði út í kant og stöðvaði bU sinn og hentist hinn bíUinn á gríðarlegri ferð 150-160 metra út af veginum, fór margar veltur og gjöreyðUagðist. Fjöldi sjónarvotta var að slysinu og kom lögregla á staðinn innan nokkurra minútna. Sjónarvottar segjast aldrei hafa séð jafnslæma að- komu. Hlutar fólksbUsins, tU dæmis dekk og pústkerfi, hafi losnað og legið á víð og dreif. Rista varð bUinn til aö ná öku- manninum út. Hcum var sendur með sjúkraflugi suðm-. -GHS Stuttar fréttir Ágæt loðnuveiði Ekkert virðist vera að draga úr loðnuveiðinni og em menn bjart- sýnir á að hún verði góð áfram. RÚV greindi frá Ördeyða Engin veiði hefur verið í Smug- unni undanfama daga og láta ís- lensku skipin þar reka. Ástæðan fyrir ördeyðunni er kaldur sjór. RÚV greindi frá. Bið eftir svari Þýskir athafnamenn svara því eftir nokkra daga hvort þeir taka þátt í byggingu magnesíumverk- smiðju á Suðumesjum. Stöð 2 greindi frá. Börn illa farin ÚtköUum hjá Barnavemd- amefnd Reykjavíkur vegna barnaverndarmála fjölgaði um sextíu af hundraði mUli áranna 1994 og 1995. Stöð 2 sagði frá 'þessu. Ekki gengisfelling Sjávarútvegsráðherra segir að gengisfeUing sé engin lausn á vanda sjávarútvegsins. Hann tel- ur að auka veröi fuUvinnslu á afla. Ríkissjónvarpið greindi frá. Boðið á hættusvæði Fólki sem vUl flytjast til Súða- víkur hefur verið boðið leiguhús- næði í gamla þorpinu, á hættu- svæði. RÚV sagði frá. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.