Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 9
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 9 pv______________________________________Útlönd Karl og Díana frelsinu fegin eftir skilnaðarsamningana: Karl bauð Camillu sinni strax í kampavínspartí Karl Bretaprins var ekki lengi að taka fram kampavínið eftir að samningar tókust endanlega um skilnað hans við Díönu prinsessu á fóstudag. Hans fyrsta verk var að hringja í æskuástina sína, Camillu Parker-Bowles, og bjóða henni að halda upp á tímamótin með sér. Breska dagblaðið The Sun segir frá þessu i frétt undir fyrirsögninni „Ég -er frjáls“. Vinum Karls hafði verið boðið til sveitaseturs hans, Highgrove, um I helgina en þar átti að halda upp á 49 ára afmæli Camillu. Átti ekki að sletta neitt veralega úr klaufunum en skilnaðarsamningurinn breytti öllu þar um. Skilnaðarmálið verður tekið fyrir í réttinum á morgun og verða lög- menn Karls og Díönu eingöngu til staðar. Síðan líða sex vikur þar til skilnaðurinn verður endanlega að veruleika, það er 28. ágúst. Þá geta Karl og Díana gift sig aftur, svo fremi sem Elísabet drottning sam- þykkir ráðahaginn. Samkvæmt heimildum nærri Dí- önu tók Vilhjálmur prins það ekki nærri sér þegar móðir hans sagði honum að ekki ætti að ávarpa hana lengur sem „yðar konunglega há- tign“. „Mér er sama hvaða sæmdar- heiti þú berð, fyrir mér ert þú bara mamrna," á prinsinn að hafa sagt. í gær lögðust Karl og Díana í ferðalög. Karl hélt til súltansins í Branei, ríkasta manns veraldar, en Ekki þykir óiíklegt að Díana gifti sig aftur og eignist fleiri börn. Símamynd Reuter Díana undirbjó sumarleyfi i Frakk- landi ásamt prinsunum tveimur, fyrrum mágkonu sinni, Söru Fergu- son, og dætrum hennar. Skilnaðarsamningurinn var ekki alveg eftir höfði Díönu en hún hafði vonast til að vera eins konar góð- gjörðarsendiherra Breta erlendis. Andrew Morton, sá er skrifaði ævi- sögu Díönu, býst við að hún muni ekki búa í Kensington-höll heldur kaupa sér íbm-ðarminna hús. Marg- ir telja að hún flytji til Bandaríkj- anna þar sem hún á marga vini og aðdáendur. Þá mun hún ekki af- huga því að gifta sig aftur og jafnvel eignast fleiri börn. Er stúlka þá efst á óskalistanum. Reuter Líbýa: Tuttugu fórust í óeirðum Að minnsta kosti 20 manns fórast í blóðugum óeirðum sem urðu á fót- boltavelli í Trípólí, höfuðborg Lí- býu, fyrir helgina. Óeirðimar hóf- ust þegar dómari leiksins þótti dæma því liði í hag sem synir Gaddafis, leiðtoga Líbýu, halda með. Hópar áhorfenda hófu að hrópa ókvæðisorð gegn Gaddafi og stjórn hans og hófu lífverðir sonanna þá skothríð. Nokkrir áhorfenda svör- uðu í sömu mynt. Mikil skelfmg greip um sig og reyndi æstur múg- urinn að flýja skothríðina. Óeirðimar héldu áfram utan vall- arins þar sem kveikt var í bílum, veist var að erlendu fólki og slegist. Bárust fréttir um að allt að 50 hefðu látið lífið þegar ró komst loks á. Ekki er búist við öðrum fótboltaleik í Líbýu í að minnsta kosti 40 daga. Öflugri öryggis- gæsla í Moskvu Fjöldi her- og lögreglumanna fór um Mosvkuborg í kjölfar tveggja sprenginga sem urðu í sporvögnum á háannatíma fyrir helgina. Alls særðust 33 í tilræðunum, sumir miög alvarlega. Voru skilríki og töskur allra þeirra sem þóttu vekja gransemdir skoðaðar og var spjótunum sérstak- lega beint að minnihlutahópum frá Kákasussvæðinu. Var ríkulegum verðlaunum lofað þeim er gætu gef- ið upplýsingar sem leitt gætu til handtöku tilræðismannanna. Öflugri öryggisgæsla var ekki síð- ur vegna heimsóknar Als Gores, varaforseta Bandaríkjanna, en hann kom til Moskvu í gær. Reuter John Kerivan, umsjónarmanni risastórs gullfiskabús ■ Sea World garöinum á Flórída í Bandaríkjunum, þótti sjálfsagt að yfir eitt þúsund litfagrir fiskar af ýmsum gerðum yrðu vitni að því þegar hann gengi að eiga sína heitteiskuðu í gærdag. Köfuðu elskendurnir því niður á botn búrsins þar sem fulltrúi fógeta notaði merkispjöld til að fara í gegn- um athöfnina. Skiptust þau á loftbólu-jáyrðum og hringum meðan fiskarnir syntu allt um kring. Leiðir athöfnin til spurninga um hvar og hvernig þau hafi eytt brúkaupsnóttinni. Símamynd Reuter Bosnía: Múslímar hóta að hundsa kosningar Ríkisstjóm múslíma í Bosníu hef- ur gefið í skyn að múslímar muni hugsanlega hundsa kosningamar sem fram eiga að fara i september ef leiðtogi Bosniuserba, Radovan Karadzic, verði áfram við völd. „Það er fyrir neðan virðingu al- mennings í Bosníu að kjósa meðan Karadzic leiðir stærsta flokkinn í kosningunum," sagði Hasan Muratovic, forsætisráðherra Bosn- íu. Striðsglæpadómstóllinn í Haag hefur ákært Karadzic fyrir þjóðar- morð á múslímskum íbúum Bosníu í stríðinu 1992-1995 og samkvæmt Dayton- friðarsamkomulaginu er Karadzic meinað að taka þátt í kosningunum sem endurreisa eiga Bosníu. Reuter Grisport gönguskórnir eru: vatnsvarðir / meS tex filmu Teg. 373 Latex innlegg / sem veitir þægilegan stuðning við ilina, support hælkappar sér öklakrókar. Júlítilboð Kr. 5.998 v KASK Höfn, Hornafirði Pontiac Firehawk Hafið hraðan á - eini bíll sinnar tegundar á íslandi! FIREHAWK '95 5.7 I, V8 315 hestöfl beinskiptur 6 gíra 0-100 km. 4,9 sek. fjarstýrðar samlæsingar rafdrifnar rúður og speglar leðurklæddur að innan þjófavörn 17" álfelgur NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568-1200 BEINN SÍMI: 581-4060 TDB Eigum til góðar og ódýrar töskur fyrir spórtið, sundið o.þ.h. BHdshðfða 20-112 Reykjavfk - Sfml 587 1410 Fleiri litir til Margir litir Verið hagsýn og komið tíf okkar Momsin Á' HúsgagnahöUliml

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.