Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Qupperneq 32
44 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 %! i Damon Albarn. Damon í minnihluta „Hlutur hans er ekki stór, ætli hann sé ekki um eitt prósent." Ingvar Þórðarsson, einn eig- enda Kaffibarsins, og hann hefur fengið hinn fræga söngvara Blur, Damon Albarn sem með- eiganda, í DV. Steinhissa „Það kom mér reyndar mest á óvart hvað leikritið er skemmti- legt.“ Kjartan Guðjónsson, einn að- alleikara í Stone Free, um það er hann las leikritið í fyrsta sinn, i DV. Ummæli Læknamistök „Það er algerlega búið að rústa líf mitt, líkamlega, andlega og fjárhagslega." Bryndís Erna Garðarsdóttir, sem var útskrifuð af sjúkrahúsi með þrjá lítra af blóði í kviðar- holinu, í DV. Hógværð „Þetta var fyrsti óverðskuld- aði sigurinn i sumar.“ Sigurður Grétarsson, eftir sig- ur Vals á Breiðabliki, í DV. Þaö væri aldeilis gaman aö fara aö sjá Söndru Builock á risa- tjaldinu í Keong Emas Imax. Risatjald Kvikmyndhús eru mismun- andi eins og annað. Sum eru lít- il, önnur stór og svo eru flest einhvers staðar mitt á milli. Stærsta kvikmyndatjald, sem sögur fara af, er að finna í Keong Emas Imax kvikmyndahúsinu í Jakarta, Indónesíu. Tjaldið er hvorki meira né minna en 30 X 25 metrar að stærð. Blessuð veröldin Bíófíkill Það getur verið gaman að horfa á góða kvikmynd, jafnvel þó að hvíta tjaldið sé ekki alveg eins stórt og í Jakarta. Það finnst alla vega Gwilyn Hughes frá Dolgellau í Bretlandi. Hann hefur séð hvorki fleiri né færri en 20.064 myndir. Ameríkumetið á Albert E. van Schmus sem sá 16.945 myndir þau 32 ár sem hann gagnrýndi myndir fyrir The Motion Picture Association of America Inc. Skyjað vestanlands I dag er búist við suðvestlægri átt og víðast kalda. Skýjað verður vestanlands og lítils háttar súld á Veðrið í dag annesjum þegar líður á daginn en yfirleitt léttskýjað á Norður-, Aust- ur- og Suðuausturlandi. Hiti verður 10 til 18 stig, hlýjast austanlands. Sólarlag í Reykjavík: 23.21 Sólris í Reykjavík: 3.47 Síðdegisflóð í Reykjavík í dag: 18.36 Árdegisflóð í Reykjavik á morgun: 6.55 Veðrið kl. 12 í gœr: Reykjavík léttskýjaó 11 Akureyri alskýjaö 9 Akurnes skýjaö 11 Bolungarvík léttskýjaö 13 Egilsstaöir skýjað 10 Grímsey skýjaö 8 Keflavíkurflugvöllur léttskýjaö 12 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö 16 Amsterdam súld 18 Alicante skýjaö 27 Atlanta hálfskýjaö 23 Barcelona mistur 24 Chicago skýjaó 19 Feneyjar skýjaö 29 Frankfurt am Main léttskýjaö 26 Glasgow skýjaö 16 Hamborg rigning og súld 19 Jan Mayen súld 8 London alskýjaó 22 Los Angeles léttskýjaö 18 Luxemborg léttskýjaó 24 Madrid hálfskýjaö 28 Malaga skýjaö 26 Mallorca léttskýjaö 28 Montreal skýjaö 20 New York, La Guardiaheiöskýrt 22 Nice skýjaö 27 Orlando heiöskýrt 25 Róm léttskýjað 29 Valencia léttskýjaö 28 Washington þokumóóa 26 Elías Kristjánsson tollfulltrúi Efnilegir unglingar „Þetta er Norðurlandamót ung- linga sem fer fram hér á landi og verður haldið á golfvelli .Golf- klúbbs Suðumesja á Hólmsnesi í Leiru 18. og 19. jfdí. Um er að ræða höggleikskeppni á milli þjóðanna og einnig einstaklingskeppni. Það verða 50 keppendur, 10 frá hverju landi, þar af 6 piltar og 4 Maður dagsins stúlkur í sveit. Spilaðar verða 36 holur fyrri daginn og 18 holur seinni dagihn," segir Elías Krist- jánsson, mótstsjóri Norðurlanda- mótsins, en keppendur á mótið streyma til landsins þessa daga. „Þetta er mjög góð kynning, bæði fyrir golflþróttina og einnig okkur Suðurnesjamenn. Undir- búningur fyrir mótið hófst strax síðastliðið haust þegar GS ákvað Elías Kristjánsson að sjá um mótið. Aðalþunginn í kringum framkvæmdina hefur verið siðastliðnar vikur. Við leggj- um allan sóma okkar Suðurnesja- manna í framkvæmdina og von- umst eftir að sem flestir láti sjá sig. Völlurinn kemur til með að skarta sínu fegursta og við von- umst eftir góðu veðri. Þarna eru að koma upprennandi golfarar sem við eigum eftir að sjá á næstu árum. Þetta eru allt mjög efhilegir unglingar með forgjafir allt að plús. Við væntum þess að okkar keppendur verði framarlega og bindum miklar vonir við þá. Áhugamál mitt fyrir utan golfið er fjölskyldan og vinnan. Við skreppum annað slagið austur fyr- ir fjall í sumarbústað. Það fer ótrú- lega mikill tími í golfið en það hjálpar til að börnin hafa verið í þessu líka og konan með hléum.“ Eiginkona Elíasar er Rannveg Sigurðardóttir. Þau eiga þrjá stráka, Arnar Má, 17 ára, Atla, 12 ára, og Alfreð, 5 ára. Elías átti einn son fyrir, Jón Alexander, 22 ára. -ÆMK I>V Þaö voru Breiöabliksstúlkur úr Kópavogi sem hömpuðu bik- arnum í fyrra sem oft áður. Fjórir leikir í fyrstu deild kvenna í kvöld verða háðir fjórir leik- ir í fyrstu deild kvenna í knatt- spymu. Efsta lið deildarinnar, Breiðablik, heimsækir Stjörnu- stúlkur í Garðabæiim. ÍBA fær KR-inga í heimsókn á Akureyr- íþróttir arvöll. Valsstúlkur taka á móti ÍBV á Valsvelli og að lokum etur Afturelding kappi við ÍA á Varmárvelli. Allir leikirnir hefj- ast klukkan 20. Þá verða einnig þrir leikir í annarri deild karla. Völsungur tekur á móti Þór frá Akureyri á Húsavikurvelli, FH keppir við Víking í Kaplakrika og Þróttur úr Reykjavík fær nágranna sína úr ÍR I heimsókn. Þessir leikir hefjast einnig allir klukkan 20. Bridge Bandaríkjamenn spila ávallt um rétt- inn til að skipa landsliðið i opnum flokki, ólíkt mörgum öðrum þjóðum sem velja lið sín til þátttöku. Hér er eitt spil úr keppninni um skipan landsliðs Bandarikjanna á ólympíu- leikunum í haust. Þar var það Bart Bramley úr sveit Edgars Kaplans (Kaplan, Norman Kay, Bill Root, Ric- hard Pavlicek, Sidney Lazard, Bramley) sem sýndi góða úrspils- tækni. SpOið kom fyrir í leik Kaplans við Jim Cayne (Glubok, Burger, Soloway, Goldman, Passell) sem Kapl- an vann með 76 impa mim. Hindrun austurs gerði Lazard og Bramley erfltt fyrir og sagnir enduðu í 6 spöðum: * 105 ÁG1053 * ÁDG843 * — * 93 * 872 * 2 * ÁKG5432 * ÁK8764 V 6 * K5 * 10976 Norður Austur Suður Vestur 1» 4* 4* 5* 5-f pass 5* pass 6f p/h Harla gott að ná þessari slemmu á aðeins 22 punkta og 6-2 spila sam- legu i trompinu. Vestur spilaði út laufdrottningu sem Bramley tromp- aði í blindum. Bramley treysti á að vestur ætti nákvæmlega 2 lauf og 3 spaða í úrspilinu. Hann tók hjarta- ásinn í öðrum slag, trompaði hjarta, trompaði lauf og trompaði enn hjarta. Síðan tók hann ÁK í spaða og hefði staðið spilið með því að spila spaða. En hann fann heldur betri leið, með því að spila áfram tíglum og losnaði þannig við báða lauftapslagina í tígullitinn. Það var betri leið en að spila trompi, ef aust- ur hafði gerst svo djarfur að hindra á aðeins 6 spil i laufi. ísak Örn Sigurðsson * DG2 * KD94 * 10976 * D8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.