Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Side 14
14 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Víti til varnaðar „Skrifaðu brú!“ segir hinn lífseigi íslenski fyrir- greiðslupólitíkus við aðstoðarmann sinn þegar þeir kumpánar eru á yfirreið um kjördæmið skömmu fyrir alþingiskosningar og reyna að átta sig á því hvar von sé til að ná atkvæðum kjósenda út á loforð um ríkisfram- kvæmdir á kostnað skattborgaranna. Á Akranesi hefur skipun frambjóðenda Framsóknar- flokksins fyrir síðustu kosningar augljóslega verið: „Skrifaðu ríkisstofnun!11 Ekki er önnur skýring á þeirri ákvörðun Guðmundar Bjamasonar, ráðherra landbún- aðar og umhverfismála, að fyrirskipa Landmælingum ís- lands að fara frá höfuðborginni upp á Skaga, enda hefur hann sjálfur ekki farið dult með þá skoðun að hér sé um pólitíska ákvörðun að ræða. Ljóst er af þeim gögnum sem birt hafa verið í DV síð- ustu daga að fyrir þessari ráðstöfun ráðherra eru engin rök - nema pólitískur geðþótti. Hagsýsla ríkisins hefur bent á þau mörgu vandamál sem eru því samfara fyrir Landmælingar íslands að fara frá Reykjavík, þar sem stærstu viðskipta- og samstarfsaðilar stofnunarinnar hafa aðsetur. Þetta virðist hins vegar engin áhrif hafa haft á afstöðu ráðherrans, frekar en eindregin andstaða meðal marga starfsmanna. Sagt er að þeir sem neiti að læra af mistökum fortíð- arinnar séu dæmdir til að endurtaka þau. Það á svo sannarlega við hér. Sumir stjórnmálamenn virðast enn halda dauðahaldi í þá pólitísku trú að það sé einhverjum til gagns að flytja ríkisstofnanir í heilu lagi milli lands- hluta - þótt reynslan ætti að segja þeim allt annað. Slíkar hugmyndir bárust hingað til lands frá Skandin- avíu fyrir um aldarfjórðungi síðan, en jafnvel.þar varð lítið úr framkvæmdum. Sænsk stjómvöld gengu þó hvað harðast fram í því að flytja ríkisstofnanir út í dreifbýlið, en árangurinn varð ekki sá sem vonir stóðu til. Þvert á móti, eins og íslenskum stjómmálamönnum á að vera fullkunnugt um. Tvær nefndir hafa skilað stjórnvöldum hér skýrslum um hugsanlegan flutning ríkisstofhana út á land, og sú þriðja mun víst vera að störfum. Fyrsta nefndin lauk starfi sínu fyrir meira en tveim- ur áratugum og lagði til að fjöldi ríkisstofnana færi frá höfuðborginni út á land. Ekkert varð úr framkvæmdum. Önnur nefnd skilaði áliti fyrir um tíu árum. Hún lagði ekki fram neinar tillögur þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti einfaldlega ekki mælt með því að einstakar stofnanir ríkisins yrðu færðar til með þessum hætti. Á síðustu árum hafa tvær íslenskar ríkisstofnanir engu að síður verið skikkaðar út á land samkvæmt ákvörðun stjórnmálamanna. Skógrækt ríkisins var send til Egilsstaða og embætti Veiðistjóra til Akureyrar. Flestum ber saman um að sá hreppaflutningur hafi mistekist. í reynd þurfti að byggja stofnanirnar upp að nýju þar sem „enginn starfsmaður hvorugrar stofnunar- innar flutti með stofnun til langframa í ný heimkynni,“ eins og komist er að orði í minnisblaði Hagsýslu ríkis- ins. Slíkt er áfall fyrir hvaða stofnun sem er, því dýr- mætasta þátturinn í rekstri hennar er að sjálfsögðu starfsfólkið sem þar vinnur og hefur sérhæft sig í að sinna þeim verkefnum sem stofnuninni hefur verið falið að sinna. Sú reynsla sem þegar hefur fengist af pólitískum hreppaflutningum ríkisstofnana ætti því að vera núver- andi ríkisstjórn víti til varnaðar. Elías Snæland Jónsson Auðlindaskattur er löngu kominn á í ísienskum sjávarútvegi. Hann greiða sjómenn, verkafólk og kvótalaus fiskvinnslufyrirtæki til sægreif- anna, segir m.a. í grein Sighvats. viðmælandi minn. „Fyrirtæki eins og mitt, sem verður að afla sér hráefnis með því að leita sér að leigukvóta og fá aðra til þess að fiska fyrir sig, þarf að greiða him- inhátt verð fyrir leiguréttinn ein- an og þá verður ekki mikið eftir aflögu til þess að borga verkafólk- inu í landi launin. Ég er með dug- legt fólk og samviskusamt en það er á smánarlaunum. Mér finnst það helvíti hart að þurfa að borga milljónir á milljónir ofan til sæ- greifanna í leigu fyrir afnot af sameiginlegri auðlind en horfa á verkafólkið mitt á lúsarlaunum. Þetta breytist ekkert á meðan þetta kerfi er við lýði því batnandi afkoma í greininni fer öll í að borga hærra verð til sægreifanna fyrir afnotaréttinn af fiskimiðun- um.“ Svipaða sögu geta margir aðrir sagt, m.a. forráðamenn rækjuiðn- aðarins við Djúp, en á örfáum árum hefur leiguverð á rækju- kvóta hækkað úr 3-4 krónum fyr- ir kílóið í milli 80 og 90 krónur og varanlegur kvóti gengur kaupum og sölum milli manna fyrir álíka hátt verð og þorskveiðikvótinn, um 600 krónur kílóið. Hvernig eiga fyrirtæki, sem þurfa að afla 50 milljonir, takk! reynslu, sem hafði verið utan kvóta, verið færð- ur inn í kvóta línuveiði- bátanna. „Varanlegur aflakvóti á þorski er nú seldur manna á milli á 600 krónur kílóið og ef ég hefði selt bátinn nokkrum dögum siðar en ég gerði hefði ég fengið fimmtíu milljón- um króna meira fyrir hann,“ sagði þessi fyrr- verandi útgerðarmaður. Verðmæti viðbótarafla- kvótans hafði hins veg- ar orðið til þess, að hinn nýi kaupandi hafði fengið bátinn nánast fyrir ekki neitt. „Hvernig getur almenningur í landinu horft upp á það til lengdar að einstaklingar „eignist“ eða „missi afu fimmtíu milljónum króna á einu andartaki vegna ráð- stafana stjórnvalda...?“ Kjallarinn Sighvatur Björg- vinsson alþingismaður Á siglingu með Baldri yfir Breiða- fjörðinn eiga menn þess kost að hvíla sig á akstrinum, skoða fagurt lands- lag og spjalla við fólk. í einni af ferð- um mínum í sumar notaði ég tímann m.a: til þess að ræða við uhgan at- hafnamann, út- gerðarmann og fiskverkanda, sem berst erfiðri bar- áttu með fyrirtæki sitt sem er undir- staða atvinnulífs i einu byggðarlag- anna fyrir vestan. Hann hafði átt einn bát sem hann hafði nýverið neyðst til þess að selja til þess að losa peninga svo hann gæti haldið fyrirtækinu gang- andi. Eftirieiðis var fyrirtæki hans bátlaust, kvóta- laust og varð nú að treysta á að kaupa fisk af öðrum eða leigja sér kvóta og fá aðra til þess að fiska fyrir sig. Ungi maðurinn var heldur dauf- ur í dálkinn og hafði ástæðu til. Ástæðan var sú að ef honum hefði auðnast að halda í bátinn einum tíu dögum lengur eða svo hefði fyrirtæki hans verið litlum fimm- tíu milljónum króna ríkara og sloppið yfir erfiðasta skuldahjall- ann. Báturinn hans hafði sem sé haft umtalsverða veiðireynslu á línuveiðum og með lagabreytingu á Alþingi hafði hluti þessarar afla- Kemur niður á kaupinu í framhaldi ræddum við um kvótakerfið og þær afleiðingar þess að veiðiheimildir ganga nú kaupum og sölum manna á milli fyrir ærið fé - fyrir yfir 90 kr. á kílóið sé þorskveiðikvótinn leigð- ur og fyrir 600 krónur kílóið sé um varanleg kaup að ræða. Eigandi fiskimiðanna, íslenska þjóðin, fær hins vegar ekki neitt. „Ég held menn geri sér enga grein fyrir því hvað þetta þýðir fyrir starfsfólkið í landi,“ sagði sér hráefnis á slíkum kjörum, að geta borgað verkafólki mannsæm- andi laun? Hvert fer arðurinn af fiskimiðum þjóðarinnar með svona ráðslagi? Hvernig getur almenningur í landinu horft upp á það til lengdar að einstaklingur „eignist" eða „missi af‘ fimmtíu milljónum króna á einu andartaki vegna ráð- stafana stjórnvalda sem falið hefur verið að ráðstafa afnotum af auð- lind sem þjóðin telst eiga sjálf? Þetta dæmi var bara tekið af litl- um kalli í „kerfinu". Hvað um hina sem fyrir tilstilli fiskveiði- stjórnunarkerfisins telja sér til „eignar" margfalt meiri fjármuni en heil fjölskylda kæmist yfir að ráðstafa á allri lífsleiðinni? Vel varðveitt leyndarmál Ekki er ég á móti því að útgerð- armenn njóti afraksturs erfiðis síns og að vel rekin fyrirtæki græði fé. Það er hið besta mál. Hins vegar er ég á móti því að stjórnvöld beiti þeim aðferðum, þegar þau skammta aðgang að auðlind, sem þjóðin á öll saman, að úthlutunin ein og sér skapi þeim sem úthlutunina fá eignir sem metnar eru á milljarða króna og ganga kaupum og sölum á verði áþekku því sem íslenskir neytend- ur þurfa að borga fyrir innflutta papriku með 700% tolli. Auðlindaskattur er löngu kom- inn á í íslenskum sjávarútvegi. Auðlindaskatt greiða sjómenn, verkafólk og kvótalaus fisk- vinnslufyrirtæki til íslensku sæ- greifanna með svo háum upphæð- um að þær eru eitt best varðveitta leyndarmál LÍÚ og þess kompanís. En eigandinn, íslenska þjóðin? Hún fær ekki neitt. Ekki meðan þessi sjónarmið ráða ferðinni. Sighvatur Björgvinsson Skoðanir annarra Annar Olafur Ragnar „Það var ekkert í kosningabaráttu Ólafs Ragnars sem minnti á vinstrimennsku. - Var það kannski stuðningur hans við vestrænt varnarsamstarf og NATO? í þaulhugsaðri baráttu sinni sneiddi hann fram hjá öllum pólitískum skilaboðum - hann vildi embættið og vissi að það fengi hann ekki út á stuðn- ing vinstri manná einna. Þess vegna var allt annar Ólafur Ragnar í framboði en sá sem starfaði í Al- þýðubandalaginu; þetta var sá Ólafur Ragnar sem býr i ríkmannlegu húsi á Seltjarnarnesi og er giftur henni Guðrúnu Katrínu." Sigurður Már Jónsson í Viðskiptablaðinu 10. júlí. Enginn ávinningur „Læknastéttin ætti að sjá sóma sinn í að leggja niður deilur sín á milli og leggja heilbrigðisyfirvöld- um lið í að koma á viðunandi skipan í þeim mála- flokkum sem undir þau heyra. Langvarandi deilur um heiibrigðisþjónustuna og innan hennar eru al- menningi að mestu óskiljanlegar. Þær þjóna ekki öðram tilgangi en að rugla fólk í ríminu og gera það tortryggið gagnvart heilbrigðisstéttum og stjórnvöld- um og ávinningurinn er enginn.“ Úr forystugrein Tímans 11. júlí. Fordómar í garð landsbyggðar „Flutningur stofnana frá höfuðborgarsvæðinu byggist ekki á mannvonsku heldur stefnu sem ætlað er að styrkja byggöir landsins . . . Gætt hefur for- dóma í garð landsbyggðarinnar á þeim nótum að störf fagmanna í höfuðborginni séu allt of flókin til þess að þau verði unnin af einhverju viti fjarri menningunni. Þessari umfjöllun mótmælir fólk á landsbyggðinni og ætlast til þess að stefnu ríkis- stjómarinnar um tilflutning stofnana sem lið í byggðastefnu verði fylgt eftir.“ Gísli Gíslason í Mbl. 12. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.