Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 Fréttir Mýrafellið ÍS náðist á flot á laugardag: Björgunin margborgar sig - segir framkvæmdastjóri Vélbátaábyrgðarfélags ísfirðinga Mýrarfellið ÍS 123, sem sökk fyrir utan mynni Arnarfjarðar 26. júní síðastliðinn, náðist á flot við bryggj- una á Bíldudal á laugardag. Fjórir menn björguðust naumlega þegar skipinu hvolfdi við dragnótaveiðar. Á fostudag komst skipið á flot en sökk aftur því fiskur sem var í lest- um skipsins rann til þegar það fór að lyftast og stíflaði dælur. Mýrafellið er 15 tonna bátur og met- ið á 18 miljónir króna en líklega kostar björgunin og viðgerð á skip- inu um helming þeirrar upphæðar. Mikilvægt að bjarga „Það er afar mikilvægt að geta sýnt fram á það hægt sé að bjarga bátum á þennan hátt en margir hafa efast um að svona lagað sé hægt. Það er ekki spuming að þessi að- gerð hefur margborgað sig,“ segir Hinrik Matthíasson, framkvæmda- stjóri Vélbátaábyrgðarfélags ísfirð- inga. „Það sem er skemmt eru raf- tæki og innréttingar eins og við mátti búast. Skrokkur og spil er allt heil,“ segir Hinrik. Híftá afturendanum Árni Kópsson kafari segir aö skipið sé í þokkalegu ástandi og hann segir að það sé ekki spuming að björgunin hafi borgað sig. „Það er ekki spuming að með réttum að- ferðum er björgun af þessu tagi vel möguleg. Kafað var að skipinu og keðjur festar í það. Við hífðum það síðan upp á afturendanum með stóru spili á prammanum sem not- aður var við björgunina en félagi minn, Kjartan Hauksson, er með prammann. Síðan var Mýrafellið dregið inn á Bíldudal þar sem dælt var úr því við bryggjuna. Það er ekki hægt annað en vera ánægður meÖ þetta enda varla hægt að segja að við hefðum merkilegan tækja- búnað við þetta verk. Við höfðum dælur sem ég er með, pramma og litla krana," segir Árni. Hann telur að björgunin hafi ekki verið hættuleg. „Hér gildir það sama og í umferðinni - svo lengi sem vita hvað þeir eru að gera og standa rétt að þá er engin hætta á ferðum," segir Árni. Eins og við mátti búast vöktu þessar björgunartilraunir mikla athygli á Bíldudal og voru fjölmargir áhorfendur að þeim. Auk Árna og Kjartans vann Niels Hauksson aðallega að björguninni. -JHÞ Mýrafell dregið til BÍIdudals. Mýrafell IS 123 sekkur 26. júní kl. 00.35. Fjórir menn voru um borö og björguðust þeir allir. Þingeyri# Mýrafell sökk aftur viö Bíldudal föstudaginn 12. júlí þegar veriö var að bjarga því. DV Hér er unnið að björgun á Mýrafellinu en það sökk við mynni Arnarfjarðar 26. júní síðastliðinn. Fullvíst er talið að björgunin hafi margborgað sig. DV-mynd Finnbjörn Tvær bílveltur við Borgarnes Tvær bílveltur urðu í lögsagnar- umdæmi lögreglunnar i Borgamesi í gær. Um fimmleytið í gærdag valt jeppi í Hvítársíðu. Tveir voru í bíln- um og slasaðist annar lítils háttar. Hann var fluttur á sjúkrahús. Bíll- inn var mjög skemmdur. Rétt fyrir kvöldmat í gær valt jeppi í beygju í Svínadalnum þegar hann var að koma niður af Drag- hálsi. Þrír útlendingar voru í bíln- um og voru tveir þeirra sendir á sjúkrahúsið á Akranesi. Jeppinn er mjög mikið skemmdur. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt of mikið sé um hraðakstur á þjóðvegum landsins þessa dagana. -GHS Dagfari Með flæmskan hatt og annan Dagfari fékk Moggann sinn snemma inn um lúguna á laugar- dagskvöldið. Stærsta blað lands- manna vildi nú um þessa helgi sem endranær vera fyrst með stórfrétt- imar og það helst áður en sunnu- dagurinn rann upp sem sunnudags- blaðiö er kennt við. Og sjá, á baksiöunni stóð, þvert yflr siðuna: MAÐUR REKINN. Jú, þetta reyndist rétt, að maður haföi verið rekinn úr vinnunni. Veslings maðurinn hafði verið rek- inn úr eftirlitsstarfi hjá Fiskistofu íslands fyrir að hafa ráðið sig sem háseti um borð í togara sem veiðir á Flæmska hattinum. Ekki er því að neita að undirrit- aður hefur stundum lesið stærri fréttir en þessa. Hitt er rétt að lofa og prísa að varla geta alvarlegir hlutir verið að gerast hér á landi meðan stærstu fréttirnar í stærstu fjölmiðlunum eru fólgnar í því aþ segja frá því sem aðalfrétt að mað- ur hafi verið rekinn úr vinnunni! Hún hlýtur að vera merkileg þessi fiskistofa eða flæmski hatturinn, nú eða þá maðurinn sem var rek- inn. Samkvæmt fréttinni var hann rekinn fyrir að ráða sig um borð í fiskiskip á meðan hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá fiskistofu. Blaðið tekur sérstaklega fram að vera kunni að maðurinn eigi sér málsbætur, en blaðinu er ekki kunnugt um þær, og meðan blað- inu er ekki kunnugt um þær og fiskistofu er ekki kunnugt um þær, er þjóðinni ekki kunnugt um þær og þar með á hann sér enga vörn í stöðunni og er rekinn á stundinni. Nú hefði maður haldiö að rétt væri að leyfa þessum manni að skýra frá ástæðunum fyrir því að hann ræður sig sem háseta um borð í tqgara á sama tíma og hann gegnir eftirliti fyrir fiskistofu á flæmska hattinum. Hann hlýtur að hafa skýringu á því hvers vegna hann vill nota flæmskan hatt og annan í eftirlitsstarfi sínu. Kannski hefur hann leynt útgerð- ina því að hann hafi verið eftirlits- maður til að geta sinnt eftirlitshlut- verki sínu betur? Þannig hefði hann getað njósnað um aflann og aflasamsetninguna sem einn af áhöfn skipsins og þjónað fiskistof- unni með betri og áreiðanlegri upp- lýsingum. Er ekki alltaf verið að gabba fiskistofu, kasta smáfiski, falsa veiðitölur, nota óleyfileg veiðar- færi og svo framvegis? Fiskistofa á einmitt að fagna því að eftirlits- menn á hennar vegum reyni að bera tvo eða fleiri hatta á höfðinu og villi á sér heimildir til að eftir- litið komi að einhverju gagni. Nú, svo getur ástæðan fyri ráðn- ingu mannsins sem háseti um borð í togarann verið af hreinræktuðum praktískum ástæðum. Maðurinn nennti ekki að hanga um borð án þess að hafa eitthvað fyrir stafhi. Hann sá sér færi á að slá tvær flug- ur i einu höggi og vinna fyrir kaup- inu í staðinn fyrir að bíða eftir því og hvenær hefur íslendingum verið refsað fyrir að vinna tvöfalt og sýna einhverja sjálfsbjargarvið- leitni? Er það ný stefna hjá hinu opinbera að banna fólki að ráða sig í vinnu, þegar vinnan gefst og neita að taka þátt í að bjarga verðmæt- um úr hafinu? Er það nú allt í einu orðið refsivert að stunda sjó- mennsku? Dagfari er þeirrar skoðunar að það sé ekki fréttnæmt að maðurinn skuli hafa veriö rekinn úr starfi, heldur hitt að hann skuli hafa ver- ið rekinn! Næsta skrefið er að kæra fiskistofu fyrir brot á menn- réttindum. Opinberum stofnunum á ekki að líðast að koma í veg fyrir að heiðarlegt fólk reyni að sinna störfum sínum af kostgæfni og drepa niður eðlilega sjálfsbjargar- viðleitni þess. Við þurfum ekki bara að hafa eftirlit með þorskun- um í sjónum. Við þurfum greini- lega að fylgjast með þorskunum á þurru landi! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.