Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 17
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 17 Fréttir 15 fyrirtæki tóku þátt í vöru- og sölusýningu. Verslunarafmæli á Blönduósi: Aldrei fundið svo mikinn samhug hjá bæjarbúum DV, Blönduósi: Blönduósingar héldu íjögurra daga hátíð um og fyrir síðustu helgi til að minnast þess að í ár eru liðin 120 ár frá upphafi byggðar og versl- unar á Blönduósi. Afmælishátíðin var sett við Hille- brandtshús 4. júlí og þann dag var opnuð sýning á gömlum ljósmynd- um frá Blönduósi. Á hátíðinni sýndi Sigursteinn Guðmundsson læknir merkilega kvikmynd sem hann tók að mestu 1976 þegar Blönduós hélt upp á 100 ára verslunarafmæli. Þá voru á hátíðinni ýmsir íþrótta- viðburðir. Farið var í gönguferð um náttúruperlu Blönduósinga, Hrútey, og dansleikir voru haldnir. Heimil- isiðnaðarsafnið hélt upp á 20 ára af- mæli sitt um hátíðisdagana. Nýlega kom út frímerki með mynd af hinni merku konu Hall- dóru Bjarnadóttur og á hátíðinni voru boðin upp 20 fyrstadagsumslög með því frímerki. Ágóðinn rann i byggingarsjóð Heimilisiðnaðar- safnsins. Hátíðin var fjölsótt og þótti takast hið besta. „Það gladdi mig mest hve margir burtfluttir Blönduósingar komu, ég hef aldrei fundið svona mikinn sam- hug og samkennd hjá bæjarbúum," sagði Sigurlaug Hermannsdóttir, formaður undirbúningsnefndar há- tíðarinnar. Utsalan hefst á H mor§un REYKJAVÍKURVEGI 62 HAFNARFIRÐI S.56SI680 Elsta timburhús á iandinu, Hiilebrandtshús, reist á Skagaströnd 1733 en flutt til Blönduóss áriö 1877. Húsiö var lengi pakkhús og einnig sölubúö um tíma. DV-myndir Magnús Vilja breyta starfi ferðamálafulltrúa: Upplýsingamiðstöð verði einkavædd DV, Akranesi: Að undanförnu hefur starfað á vegum Akranesbæjar starfshópur sem á að móta tillögur um framtíð- aráætlanir í atvinnu- og ferðamál- um á Akranesi. Hafa tillögur starfs- hópsins vakið reiði meðal ferða- þjónustuaðila á Akranesi. Tillögur hópsins gera ráð fyrir því að stofnuð verði atvinnu-, markaðs- og ferðamáladeild innan bæjarkerfisins og verði hún á bæj- arskrifstofunum við Stillholt. Þá leggur hópurinn til að Upplýsinga- miðstöð ferðamála við Skólabraut verði færð í hendur einkaaðila. Rökin fyrir þessu munu m.a. vera þau að veruleg hagræðing og sparnaður muni nást en einnig mun horft til sparnaðar vegna hús- næðiskostnaðar og sumarafleys- inga. Samkvæmt heimildum DV er fjár- veiting ferðamálafúlltrúa á þessu ári 4,5 miiljónir og atvinnumálafúiltrúa 1,7 milljónir, þannig að með því að sameina þessi embætti gæti náðst um- talsverð hagræðing. Samkvæmt heim- ildum DV mun vera almenn óánægia meðai ferðaþjónustuaðila á Akranesi með þessar tillögur og bent á að með þessu sé verið að skaða það starf sem Þórdis Arthúrsdóttir, ferðamálafúll- trúi Akranesbæjar, hefur unnið xmd- anfarin ár. Hún hefúr verið iðin við að kynna bæinn og hennar starf hefúr einnig fært björg í bú Akraneskaup- staðar. Einnig hefur hún átt mestan þátt í þeirri uppbyggingu sem orðið hefúr í ferðaþjónustu á Akranesi. -DÓ RECNBOGA FRAMKÖLLUN Hafnarstræti 106, pósthólf 196,602 Akureyri, sfmi 462 6632 Laugavegur 53b, pósthóif 8340,111 Reykjavfk, sfmi 5612820 Framköllun á 24 myndum + 24 mynda 100 ASA Kodak litfilma á aðeins kr. 1.196.- SÉRTILBOÐ 5 daga framköllun á 24 myndum Gildlr eingöngu á Laugarvegi 53b. (Ath. Filma fylgir ekki sértilboði)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.