Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 15 Af orðuveitingum pólitískum Kjallarinn Tillögur orðu- veitingarnefndar og afhending heið- ursverðlauna hafa á seinni árum vak- ið talsverða eftir- tekt. Borið hefur á þvi að ungum mönnum í póli- tískri orrahríð eru veittar orður ís- lenska lýðveldis- ins. Annað hvort sýnist sem um elli- glöp sé að ræða eða þá pólitíska íhlutun sem er í hæsta máta óvið- kunnanleg í lýð- ræðisríki. A.m.k. þrisvar á nokkrum ■— árum hefur þetta gerst. Þegar Hall- dór Ásgrímsson, nú utanríkisráð- herra, var orðaður rétt rúmlega fertugur og þá Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-, dóms-, og kirkju- málaráðherra, og nú síðast Björn Halldór Her- mannsson verkstjóri, ísafiröi „I dag þykir íslenskum mæðrum og feðrum sjálfsagt að synir bandarískra mæðra og feðra verji föðurland okkar, ísland, án þess að synir þeirra íslenskir lyfti litla fingri.“ tíma. Þær blaðagreinar fjölluðu að drýgstum hluta um kalda stríðið sem þá geisaði. Og enn- þá er það svo að þegar ég heyri Björn nefndan þá dettur mér kalda stríðið í hug. En eitt er það sem ég hefði kosið að Björns hefði verið gefið að verð- leikum við þetta tæki- færi. Það var kjarkur hans á sl. ári er hann þorði að láta þá sjálf- sögðu og tímabæru skoðun í ljós að íslend- ingar skyldu athuga með að koma sér upp vísi að innlendu herliði ....... til þess að verja eigin þjóð ásamt með sam- herjum okkar í NATO. Björn var að vísu úthrópaður í fjölmiðlum fyrir þessar skoðanir sínar en þannig eru margir máls- hefjendur nýrra og góðra hug- mynda meðhöndlaðir. íslendingar geta verið jafn- friðelskandi fyrir það þótt þeir komi sér upp varðliði til þess að verja land og þjóð ef á það yrði ráðist. „Fyrir það eitt að hefja máls á þessu á opinberum vettvangi þá njóttu vel orðuveitingar þinnar, Björn Bjarnason," segir Halldór m.a. í greininni. Bjarnason menntamálaráðherra. Þess var getið að það væri mest vegna pólitískra starfa. Kjarkur Björns Lítil sem engin umræða varð þegar Þorsteinn og Halldór hlutu heiðursverðlaun sín. En talsverð umfjöllun hefur verið eftir að Björn Bjarnason hlaut heiðurs- orðu sína. Við það tækifæri var ýmislegt tínt honum til ágætis sem trúlega má til sanns vegar færa. Svo sem hin miklu blaða- skrif hans í Morgunblaðið á sínum Meinsemd í þjóðarsálinni Jón Sigurðsson forseti getur þess i einu bréfa sinna að það sé til vansæmdar ís- lendingum að koma sér ekki upp varðliði til varnar landi og þjóð. En í dag þykir íslenskum mæðr- um og feðrum sjálfsagt að synir bandarískra mæðra og feðra verji foðurland okkar ísland án þess að synir þeirra íslenskir rétti litla fingur. Svona hugsunarháttur dregur úr sjálfsvirðingu þjóðar- innar og verður að meinsemd í þjóðarsálinni. Fyrir það eitt að heQa máls á þessu á opinberum vettvangi þá njóttu vel orðuveit- ingar þinnar, Bjöm Bjamason. Ekki hinir tveir Öðru máli gegnir með ráðherra tvo er ég nefndi fyrr, þá Halldór Ásgrímsson og Þorstein Pálsson. Persónulega tel ég að þeir hafi engan rétt átt á þeim orðum er þeim voru veittar sökum meðferð- ar þeirra á almenningseign þjóð- arinnar, fiskiauðlindinnj. Þeir létu sér sæma að færa hana til umboðseignar einstökum mönn- um og erfingjum þeirra. Átta af hverjum tíu manns sem ég tala við fordæma þessar aðgerðir. Enginn virðist samt hafa döngun í sér til þess að rísa gegn yfir- gangi þessara miðstýringar- manna. Þau gripdeildarreglu- gerðalög sem Alþingi hefur fært þessum mönnum í hendur eiga engan sinn líka í sögu þess, þótt farið sé aftur til ársins 930. Þessi gerræðislög voru réttlætt með að verið væri að veiða síðasta þorskinn í sjónum og það haft sem skálkaskjól. Flestir útvegs- menn eru duglegir athafnamenn og í engum þörfum fyrir slíkar auðlindagjafir. Brýnasta verkefni Alþingis framtíðarinnar er að svipta sjáv- arútvegsráðuneytið þessum ólög- um. Tími sátta meðal þjóðarinnar rennur ekki upp á meðan mið- stýringarmenn fara með yfirgangi um auðlind þjóðarinnar til handa útvöldum mönnum. Við unga fólkið í landinu vil ég segja þetta. Kynnið ykkur málin og þá munuð þið sjá að hér er ekki allt með felldu. Það eruð þið sem eigið að taka við. Nema hvað? Halldór Hermannsson Að flytja atvinnu burt úr Reykjavík Undanfarin ár hafa nokkur fyr- irtæki flutt úr borginni vegna lof- orða annarra sveitarfélaga um fyr- irgreiðslu og fjárstyrki. Nýlega flutti fyrirtæki hluta starfsemi sinnar úr borginni vegna hótana um viðskiptaþvinganir. Að þess- um hótunum stóðu m.a. fulltrúar ákveðins sveitarfélags. Nú hefur ríkið höggvið í þann sama knérum „Er það virkilega svo að vegna ásóknar nokkurra sveitarfélaga og nú seinast ríkisins í að flytja at■ vinnu úr borginni þurfí Reykjavík- urborg að fara að beita sömu að- ferðum?u og boðar flutning á Landmæling- um upp á Akranes. Þar með hverf- ur atvinna burt úr borginni. Eng- in sparnaðaráform virðast þessu samfara. Með þessu er ekki verið að leggja fé í nýsköpun né skapa jarðveg fyrir nýjar atvinnugreinar heldur er ríkið einungis að færa burt atvinnu sem fyrir er í Reykja- vík með ærnum tilkostnaði. Ekki er þetta arðbær notkun á al- mannafé. Flestum ber saman um að flutn- ingurinn verði til óhagræðis fyrir þá sem nota sérhæfða þjónustu Landmælinganna. Auk þess bætist við hjá starfsmönnum og fjölskyld- um þeirra ómælt óhagræði, kostn- aður og gjörbreyting lifshátta. Margir þeirra munu ekki hafa tök á að bregðast við. Ríkið ver stórfé til að flytja atvinnu burt í Reykjavik, og raunar á höfuð- borgarsvæðinu öllu, er talið hlutfallslega mest atvinnu- leysi. Þó er það svo að um fjórð- ungur þeirra sem vinnu stunda í Reykja- vík eru búsettir annars staðar. Þrátt fyrir þetta hefur Reykja- víkurborg þó ekki tekið þátt i að „kaupa“ fyrirtæki til að flytja starfsemi sína til Reykjavíkur. Þess í stað hefur verið reynt að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi í borginni sjálfri. Við skulum líka muna að at- vinnuleysi er ekkert einkamál sveitarfélaganna. Atvinnuleysi er ekki síður málefni ríkisins á hverjum tíma. Ákvörðun ríkisins um að flytja með ærnum kostn- aði atvinnu burtu frá því svæði þar sem talið er einna mest at- vinnuleysi upp á Akranes er vart hægt að túlka öðru- vísi en atlögu að at- vinnulausu fólki á höfuðborgarsvæðinu öllu. Við skulum muna að þetta er ekki ákvörðun umhverfis- ráðherrans eins. Heldur er þetta gert með samþykki þeirra ráðherra sem eru þingmenn Reyk- vikinga. Þeir hafa líka samþykkt að nota fé ríkisins til að flytja atvinnu burt úr Reykjavík. Það er mjög alvarlegt mál. Slíkt gera menn ekki. Kjallarinn Pétur Jónsson formaður atvinnumála- nefndar Reykjavíkur- borgar og varaformaður borgarráðs Borgarbúar vakna til um- hugsunar Boðaður flutningur Landmæl- inganna frá Reykjavík er nú orð- inn tilefni til að vekja borgarbúa alvarlega til umhugsunar. Er mælirinn ekki að verða fullur? Er það virkilega svo að vegna ásóknar nokkurra sveitarfélaga og nú seinast ríkisins í aö fytja atvinnu úr borginni þurfi Reykjavíkurborg að fara að beita sömu aðferðum? Það er að leggja fram fé til að fá fyrirtæki og at- vinnu frá öðrum sveitarfélögum til Reykjavíkur. Menn deila oft um það í Reykjavík hvernig fé borgar- sjóðs sé best varið í þágu borgarbúa. Kannski er nú svo komið að borgin neyðist til að taka þátt í þessum leik. Ef svo færi hefði Reykjavíkurborg i krafti fjármagns og stærðar yfirburða- stöðu til að ná til sín atvinnu og fyrir- tækjum frá hvaða öðru sveitarfélagi sem væri. Atvinnu- leysið mundi þá flytjast þangað. Það _______ er líka mjög alvar- legt mál. Slíkt gera ábyrgir menn ekki. Það er alveg ljóst að ef sveitar- félög með eða án þátttöku ríkis- ins fara almennt að berjast um þá atvinnu sem fyrir er í landinu verður það til stórtjóns fyrir þjóðina alla. Það er hins vegar verðugra verkefni, bæði fyrir ríkið og sveitarfélög, að líta upp og hlúa að nýsköpun og reyna að skapa jarðveg fyrir ný verk- efni, nýja atvinnu til hagsbóta fyrir þjóðina í heild. Hætta að bítast á um þá atvinnu sem fyrir er. Pétur Jónsson Rannveig Guö- mundsdóttir, þing- flokksformaöur Al- þýöuflokksins. Sjálfstæðir flokkar „Ég er afdrátt- arlaust þeirrar skoðunar að það eigi að vera framlög til stjórnmála- flokka. í þeim lýðræðisríkjum þar sem mér hef- ur fundist að menn séu komn- ir hvað lengst er víðtækur stuðn- ingur við stjórnmálaflokka. Það er gert til þess að hindra að stjórnmálaflokkar þurfi að sækj- ast eftir framlögum annars stað- ar frá. Það gerir stjórnmála- flokka óháða. Það er að minu mati mjög slæmt að umræðan þróist út í það að stjómmála- flokkar og stjórnmálastarf sé af hinu vonda sem ekki eigi að setja neitt fjármagn í. Ég bendi á að það þekkist að framlög til stjórn- málaflokka séu frádráttarbær fyrir fyrirtæki eins og ftamlög til félagsstarfsemi. Það á hins vegar að vera skýr krafa um að það sé alveg ljóst og opinbert hverjir taki við fjármagni og hvaðan það komi. Það ætti að mínu mati að vera enn meiri opinber stuðning- ur við stjórnmálaflokka opin- bert. Stjórnmálaflokkar eiga þannig að hafa möguleika og getu til þess að hafa öfluga kynn- ingu á stefnum og straumum hverju sinni og þeim verkefnum sem verið er að vinna að. Þetta geta flokkarnir til dæmis gert með rituðu máli og útgáfustarf- semi sem kemur því til skila fyr- ir hvað stjómmálaöfl standa fyr- ir. Þetta gefur þeim líka færi að koma fram gagnrýni á það sem er að gerast á hverjum tíma. Þetta er mjög mikilvægt fyrir málfrelsi og skoðanafrelsi og það er það sem lýðræðisríki eiga að setja í öndvegi. Stjórnmálaflokk- ar sinna mjög mikilvægu hlut- verki í þjóðlífinu og það á að vera öflugur stuðningur við þá.“ Stjórnmála- þátttaka á að vera á eigin kostnað „Það eru tvær ástæður fyrir því að ég er and- vígur opinber- um framlögum til þingflokka. Önnur er sú að ég tel að rikið eigi ekki að gera annað en að halda uppi lög- um og reglu og hjálpa þeim sem eru hjálpar- þurfi. Þeir sem sinna stjórnmála- störfum eiga að gera það á eigin kostnað en ekki annarra. Öll út- gjöld til hagsmunahópa, þar á meðal stjórnmálaflokka, eru því ekki réttlætanleg, að mínum dómi. Mér finnst ekki að hinar vinnandi stéttir eigi að halda uppi hinum talandi stéttum. Hin ástæðan er sú að með fjárveiting- um til þingflokka er þeim gert hærra undir höfði en þeim sem hafa aðrar skoðanir en þær sem þingflokkarnir halda fram. Til dæmis má nefna þá sem ekki hafa áhuga og kjósa ekki. Annað dæmi er ef Kvennalistinn hefði dottið út af þingi, eins og lá við að gerðist í síðustu kosningum." -JHÞ Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson dósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.