Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 Afmæli Magnús Guðlaugsson Magnús Guðlaugsson úrsmiður, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, er átt- ræður í dag. Starfsferill Magnús fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk prófi í vél- virkjun frá Iðnskólanum á Patreks- firði 1944 og lauk námi í úrsmíði 1953. Á yngri árum stundaði Magnús sjómennsku og vann síðan í Rafha í nokkur ár. Eftir að hann lauk námi í úrsmíði setti hann á stofn úra- og skartgripaverslun í Hafnarfirði sem hann starfrækti í þrjátíu og fjögur ár er sonur hans tók við rekstrin- um 1987. Magnús var varaformaður Úr- smiðafélags íslands um árabil og hefur verið virkur félagi í Rotary- klúbbi Hafnarfjarðar frá 1956. Magnús er mikill áhugamaður um skógrækt og hefur unnið mikið ræktunarstarf á Krossi á Barðaströnd. Fjölskylda Magnús kvæntist 1946 Láru Jónsdóttur Ólafs- son, f. 13.11.1921, d. 30.10. 1995, húsmóður. Faðir hennar var Jón Ágúst Ólafsson, konsúll á Pat- reksfirði, Jónssonar, veitingamanns á Hótel Oddeyri á Akureyri. Móðir hennar var Anna Erlends- dóttir Ólafsson. Böm Magnúsar og Láru eru Jón Guðlaugur, f. 20.4. 1947, fram- kvæmdastjóri í Kópavogi, kvæntur Bergljótu Böðvarsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn, Iðunni Eir, Magnús Frey og Böðvar; Kjartan, f. 7.9. 1949, krabbameinslæknir við Landspítalann, búsettur í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu Dóru Petersen skrifstofumanni og eiga þau tvær dæto, Silju og Telmu, en sambýliskona hans er Sigríður Valtýs- dóttir læknir; Gunnar, f. 5.11. 1958, úrsmiður, bú- settur í Hafnarfirði, kvæntur Annette Mönst- er úrsmið og eiga þau þrjú börn, Jens, Louisu Sif og Andreu Ýr; Ólafur Haukur, f. 22.11.1960, við- skiptafræðingur í Hafnarfirði, í sambúð með Sigrúnu Magnúsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau tvö börn, Heiðar Má og Láru Huld. Bróðir Magnúsar var Friðjón Guðlaugsson, f. 1912, d. 1985, vél- stjóri i Hafnarfirði, var kvænto Huldu Hansdóttur og eignuöust þau átta böm. Foreldrar Magnúsar voru Guð- laugur Helgason, sjómaður í Hafn- arfirði, og k.h., Guðrún Ólafsdóttir. Ætt Guölaugur var sonur Helga bónda á Litla-Bæ á Vatnsleysu- strönd, Sigvaldasonar frá Halldórs- stööum, Helgasonar. Móðir Guð- laugs var Ragnhildur Magnúsdótt- ir, gullsmiðs á Vanangri, Eyjólfs- sonar í Vestmannaeyjum, föður Túbals, föður Ólafs Túbals listmál- ara. Guðrún var dóttir Ólafs Jónsson- ar frá Þykkvabæ, síðar verkamanns í Hafharfirði, og konu hans, Guð- finnu Guðmundsdóttur. Guðrún var systir Arnlaugs, foður Guð- mundar Amlaugssonar, fyrrver- andi rektors. Magnús verður að heiman á af- mælisdaginn. Magnús Guðlaugs- son. Ásbj örn Pétursson Borg Ásmundsdóttur hjúkrunar- fræðingi en börn þeirra eru Ásbjörn Hagalín Pétursson, f. 22.5. 1989, og Hanna Margrét Pétursdóttir, f. 19.8. 1995; Guðlaug, f. 8.5. 1959, aðstoðar- maður í bókbandi, gift Birgi Ás- geirssyni, bókagerðarmanni og verkstjóra í Steindórsprenti-Guten- berg og eru böm þeirra Þórunn Unnur Birgisdóttir, f. 18.6. 1981, Ragnheiður Ásta Birgisdóttir, f. 8.10. 1983, og Gunnar Helgi Birgis- son, f. 26.1. 1990. Systkin Ásbjörns: Guðmundur Guðmundsson Pétursson, f. 12.8. 1925, ökukennari í Reykjavík; Guð- rún Pétursdóttir, f. 28.10.1927, d. 3.4. 1993. Hálfsystkin Ásbjörns, sammæðra: Haraldur Sævar Kjartansson, f. 7.11. 1933, verkstjóri; Theodóra Sigrún Kjartansdóttir, f. 13.9. 1935, d. 10.1. 1960; Gunnleifur Kjartansson, f. 29.1. 1941, rannsóknarlögreglumaður; Pétur Kjartansson, f. 26.11. 1946, kaupmaður. Foreldrar Ásbjörns: Péto Ás- bjamarson, f. 19.5. 1904, fórst með togaranum Apríl 1.12. 1930, og k.h., Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 28.6. 1904, d. 25.6. 1985, húsmóðir. Ætt Pétur var sonur Ásbjöms Egg- ertssonar sjómanns og Ragnheiðar Eyjólfsdóttur. Ingibjörg er dóttir Ólafs Áma Bjamasonar sjómanns og Katrinar Hjálmarsdótto. Ásbjörn Pétursson prentari, Grænatúni 20, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Ásbjörn fæddist i Ólafs- vík og ólst þar upp og í Reykjavík og Hveragerði. Hann hóf prentnám í Al- þýðuprentsmiðjunni 1944, Ásbjörn stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1948. Ásbjöm var prentari við ísafold- arprentsmiðju, Prentsmiðju Morg- unblaðsins, Hilmi, Félagsprent- smiðjuna, Gutenberg, Alþýðublaðið og Blaðaprent. Þá starfaði hann sem prentari í Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Kanada. Hann stundaði einnig sjómennsku um skeið, á farskipum og fiskiskip- um. Fjölskylda Ásbjörn kvæntist 14.7 Pétursson. 1956 Jóhönnu Sigurjóns dóttur, f. 11.6. 1927, hús móður og ræstitækni Hún er dóttir Sigurjóns Áma Ólafs- sonar alþm. og k.h., Guðlaugar Gísladóttur húsmóður. Böm Ásbjörns og Jóhönnu eru Pétur Ásbjömsson, f. 13.11. 1956, kerfisfræðingur, kvænto Lára Fréttir__________________________________ Hólar í Hjaltadal: Vatnalífssýning í gömlu haughúsi DV, Fljótum: Opnuð var við hátíðlega at- höfn á Hólum í Hjaltadal ný- lega sýning á lífríki í ám og vötnum á íslandi. Sýningin er sett upp í tengslum við fiskeldisbraut og ferðaþjón- ustu Hólaskóla og er mengin- markmið sýningarinnar að kynna almenningi dýralíf í ám, vötnum og votlendi. Enn fremur er gert ráð fyrir að sýningin verði nýtt til kennslu og rannsókna við Bændaskólann á Hólum. Sýningunni hefur verið komið fyrir í rúmlega átt- ræðu haughúsi undir fjósi sem hætt var að nota fyrir nokkrum árum. Haughúsið fékk verulega andlitslyftingu fyrir þetta nýja hlutverk og er nú vistlegt og hinn ágæt- asti staður fyrir sýningu af þessu tagi. Þar hefur verið komið fyrir stórum búrum sem i em allar tegxmdir ís- lenskra ferskvatnsfiska, bleikja, urriði, lax, hornsili og áll. Þarna má einnig sjá regnbogasilung. Sérstök áhersla er lögð á að kynna bleikju á sýning- unni en af henni hafa fundist mörg afbrigði, t.d. í Þing- vallavatni. Auk fiskanna er þarna að finna öll helstu smá- dýr sem lifa í ferskvatni hér á landi. Opnunarathöfnin fór fram i Hóladómkirkju. Jón Bjarna- son, skólastjóri Bændaskól- ans á Hólum, flutti ávarp, séra Sigurður Guðmundsson vigslubiskup flutti blessunar- orð, Gerður Bolladóttir söng við undirleik Rögnvalds Val- bergssonar og Guömundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra flutti ávarp. Fjöldi fólks var viðstaddur og þáði veitingar í boði bændaskólans eftir að hafa skoðað sýninguna. -ÖÞ Hér gengur fólk frá kirkju á Hólum til að skoða vatnalífssýninguna. DV-mynd ÖÞ Til hamingju með afmælið 15. júlí 85 ára Guðbjörg E. Guðmunds- dóttir, Þórufelli 16, Reykjavík. Guðrún Tómasdóttir, Snorrabraut 35a, Reykjavik. 80 ára Guðný Svandís Guðjóns- dóttir, Arahólum 4, Reykjavík. Júliana Valtýsdóttir, Fumgmnd 18, Kópavogi. 75 ára Halldóra Þorvaldsdóttir, Reykholti, kennarabúst., Reykholtsdalshreppi. Guðrún H. Petersen, Hátúni 15, Reykjavík. Guðlaug Guðjónsdóttir, Miðholti 13, Mosfellsbæ. Vemharð Helgi Sigmunds- son, Grenivöllum 30, Akureyri. Þorsteina Sigurðardóttir, Njörvasundi 6, Reykjavík. Bárður Sigurðsson, Hverfisgötu 28, Reykjavík. 70 ára Jóhanna Guðmundsdóttir, Sunnubraut 36, Kópavogi. Herdís Kristín Birgisdóttir, Álfhóli 10, Húsavík. Pálína Guðmundsdóttir, Réttarholtsvegi 49, Reykjavík. Sigrún Sigurgeirsdóttir, Flókagötu 12, Reykjavík. Helga Jónsson, Stangarholti 9, Reykjavík. Ingimar Ingimimdarson, Faxabraút 72, Reykjanesbæ. 60 ára Brynhildur Sigurðardóttir, Smyrilshólum 2, Reykjavík. Signý Hergerður Zakarías- dóttir, Þórufelli 4, Reykjavík. Hún verður að heiman. Álfhildur Sigurðardóttir, Kvíabólsstíg 4, Neskaupstað. Magnús Jóhannes Stefáns- son, Baughúsum 20, Reykjavík. 50 ára Jón Herbertsson, Miðtúni 2, Tálknafjarðar- hreppi. Ólafur Haraldsson, Grundarhúsum 40, Reykjavík. Sigríður Gunnarsdóttir, Heiðarási 14, Reykjavík. Hildur Gunnarsdóttir, Tjamarlundi 16a, Akureyri. Anton Bogason, Bleiksárhlíð 47, Eskifirði. Helgi Sæmundsson, Kóngsbakka 9, Reykjavík. Gísli Oddsson, Fífuseli 16, Reykjavík. 40 ára Sigriður I. Danielsdóttir, Heiðarbraut 12, Reykjanes- bær. Simon Ólafsson, Safamýri 27, Reykjavík. Þóra Jónasdóttir, Nóatúni 32, Reykjavík. Indriði Vignir Haraldsson, Kvistási, Kelduneshreppi. Kristján Marinó Falsson, Álfabyggð 4, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.