Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 Fréttir Fékk járnstykki inn um framrúðuna á gámasvæði Sorpu: Hélt að einhver hefði skotið á bilinn - segir Gunnar Haraldsson og telur Sorpu ábyrga fyrir tjóninu „Ég er alveg gáttaður á þessu. Þeir hjá Sorpu segja bara að þá varði ekkert um þetta. Þó er þetta á þeirra svæði og því er það fyrirtæk- isins að bera ábyrgð á svona löguðu. Mér er sagt af mínu tryggingafélagi að þetta sé tjón upp á 60-70 þús- und,“ sagði Gunnar Haraldsson sem lenti í slæmu máli á gámasvæði Sorpu í Hafnarfirði fyrir um mán- uði. Gunnar var nýbúinn að fleygja tveimur ruslapokum í gám og var að búa sig undir að aka i burtu þeg- ar rúðan brotnaði skyndilega undan þungu höggi. Þá kom beygla á fram- bretti og hurð bílsins. „Ég hélt fyrst að einhver hefði skotið á bílinn því rúðan tættist í sundur og glerbrotunum rigndi yfir mig. Ég var heppinn að sleppa vel og að engin glerbrot fóru í augun á mér. Þegar ég steig út úr bílnum kom í ljós að maður hafði hent járnarusli í gáminn en járnstykki endurkastast og lent á bílnum mín- um með framangreindum afleiðing- um. Starfsmaður Sorpu var að segja við manninn að hann hefði ekki kastað þessu rétt en maðurinn sam- þykkti það ekki og. sagðist enga ábyrgð bera á slysinu. Lögregla kom og tók skýrslu og þeir hjá sýslumanni hafa gert sitt. Nú mun ég fara með þetta í lögfræð- inga því ég tel Sorpu bera ábyrgð á þessu. Ég vil vara fólk við að fara inn á gámasvæði þeirra ef maður getur lent í svona tjóni og virðist svo ekki hafa neinn rétt eftir á,“ sagði Gunnar. Tryggingarfélagið leysi málið „Ég hef heyrt um þetta atvik frá starfsmanni mínum sem var á svæðinu þegar þetta gerðist. Maður- inn hefur ekki haft samband við yfirmenn fyrirtæksins og það hefði hann að sjálfsögðu átt að gera. Hafi hann talað við einhverja frá fyrir- tækinu þá eru það aðilar sem hafa ekki neitt úrskurðarvald um málið. Ég get ekki tjáð mig um lagalega hlið málsins. Þetta er mál fyrir tryggingarfélagið að leysa,“ sagði Halldór Sigurðsson, umsjónarmað- ur gámastöðva Sorpu, við DV vegna málsins. -RR Sævar Ásgeirsson og félagar hans á bátnum Reyni GK fengu óvænt forláta kókflösku í humarvörpu sína nálægt Eld- ey í síðustu viku. Kókflaskan hafði legið á 90 faðma dýpi og er talin vera um 15 ára gömul. Flaskan var þokkalega vel farin en töluvert var af hrúðurkörlum utan á henni eftir langa vist í sjónum. Sævar kom í heimsókn á DV með flöskuna og fékk sér góðan sopa úr henni. „Kókið bragðaðist furðuvel. Það var gos í flöskunni en bragðið í daufara lagi; samt alls ekki slæmt,“ sagði Sævar. DV-mynd JAK Verslunarháskóli við Ofanleitl: Framkvæmdir hefjast á næsta ári Hafna- samlagá Suöur- nesjum? DV, Suðurnesjum: Á fundi hafnarstjórnar Hafnar- innar Keflavík-Njarðvík var rædd ósk bæjarráðs um formlega um- sögn stjómarinnar um drög að hafnasamlagi Reykjanesbæjar, Vatnsleysustrandarhrepps og Gerðahrepps. í greinargerð, sem hafnastjóm hefur samþykkt, kemur fram að frá því að umræöur um hafnasam- lag hófust hefur stjórnin lýst sig einróma samþykka stofnun þess. Stjómin telur samkomulagið sem náðst hefur i undirbúningsnefnd um stofnun hafnasamlags jákvætt. Landfræðilega er hafnasamlag þessara aðila hagstætt, þar sem sveitarfélögin þrjú liggja saman. Þá er það skoðun stjórnarinnar að þetta muni auka hagkvæmi í rekstri þegar til lengri tíma er lit- ið. Stjórnin er þeirrar skoðunar aö forsendan sé sú að samgönguráðu- neyti samþykki framkvæmdaáætl- un fyrir árin 1997-1998. -ÆMK Verslunarskóli íslands er þessa dagana að leita að stuðningi til byggingar Verslunarháskóla sem ætlunin er að byggja á hornlóðinni við Kringlumýrarbraut og Lista- braut. Verslunarháskólinn verður á nútímalegum nótum, blandað verð- ur saman námi og starfsþjálfun. Einnig verður námið í nánum tengslum við atvinnulífið. „Við erum með lóðina Ofanleiti 2 við hliðina á núverandi skólahús- næði. Unnið er að hönnun af mikl- um krafti. Vonast er til að í lok þessa árs verði þeim þætti lokið og skólabyggingin tilbúin til útboðs í byrjun næsta árs. Ef þetta gengur eftir væri væntanlega hægt að byrja framkvæmdir á næsta ári,“ sagði Árni Árnason, formaður skóla- nefndar VÍ. „Við rekum núna Tölvuháskóla, sem er tveggja ára skóli, og höfum haft áhuga á að bæta við þriðja ár- inu og vikka námið út. Við höfum haft mjög góða reynslu af þeim skóla. Þar hefur aðsóknin verið miklu meiri en við höfum getað annað miðað við núverandi aðstæð- ur. Sem dæmi má nefna að við vor- um með 192 umsóknir í Tölvuhá- skólann í fyrra en 115 árið áður. Af þessum 192 voru 25 sem höfðu há- skólagráðu fyrir. Það hefur verið mikil aðsókn að skólanum og allir nemendur átt mjög gott með að fá vinnu eftir útskrift. Flestir hafa meira að segja verið komnir með vinnu áður en þeir hafa lokið námi. Við erum mjög bjartsýnir með þetta og búumst við að vera með um 500 nemenda skóla á háskólastigi.“ Að sögn Áma hafa menn verið að skoða byggingar erlendis og vinna í því að ákveða hvert væri innihaldið í svona námi. Þá hefur verið hafin íjársöfnun meðal félaga Verslunar- ráðsins og mun hún síðar víkka út til fyrrverandi nemenda. Fjárframlög fylgi nemendum „Komið hefur fram mjög athyglis- verð hugmynd í sambandi við at- hugun á því hvemig eigi að fjár- magna skóla á háskólastigi, að fjár- framlögin fylgi nemendum bæði milli deilda í háskólanum og milli skólanna. Þessar hugmyndir em mjög ásættanlegar af okkar hálfu og myndum við treysta okkur til þess að reka skóla við þau skilyrði. Þetta eru þó mál sem eiga eftir að fá um- fjöllun á Alþingi og ekki er vitað hvernig verður með. Menn em að velta fyrir sér fram- tíðinni, hvaða rekstrarskilyrði verða framundan. Það er ekki nóg að koma byggingunni upp, það þarf að vera fjárhagslegur grandvöllur fyrir skólastarfinu sjálfu.“ -SF Menntamálaráðherra í Síldarminjasafninu: Miklum menningarverð- mætum bjargað frá glötun DV, Fljótum: „Þetta er búin að vera mjög ánægjuleg ferð í alla staði,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráð- herra þegar fréttamaður hitti hann í lok heimsóknar í Skagafjörð og Siglufjörð um síðustu helgi. Björn var þar á ferð ásamt konu sinni Rut Ingólfsdóttur og Kjartani Gunnars- syni, framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins, og Sigríði Snævar. „Ég byrjaðiá að ræða við for- svarsmenn Héraðsnefndar Skagfirð- inga um Fjölbrautaskólann á Sauð- árkróki. Því næst var fundur með bæjarstjórn Siglufjarðar um málefni grunnskólans. Þar lýstu Siglfirðing- ar yfir ánægju með að takast á við rekstur grunnskólans. Þá skoðaði ég Síldarminjasafnið sem mér finnst ákaflega merkilegt. Mér finnst heimamenn raunar hafa bjargað heilmiklum menningarleg- um verðmætum frá glötun með þessu safni. Við fórum síðan út á Siglunes i boði bæjarstjórnar og í gönguferð um nesið sem mér skilst nú að sé alltaf að minka vegna landbrots. Þessi ferð verður okkur eftirminni- leg. Veðrið sérlega gott og það er alltaf sérstök tilfinning að koma í yfirgefna byggð. Svo var opnun þessa merkilega Vesturfarasafns á Hofsósi. Hér hef- ur verið ákaflega myndarlega að verki staðið og ástæða til að óska öllum þeim er að standa til ham- ingju með þetta framtak" sagði ráð- herra. -ÖÞ iVf'í'F: i . Hp ■ i ■-' Björn Bjarnason í stól föðurbróður síns, Sveins Benediktssonar, á skrifstofu síldarforstjórans í Sildarminjasafninu í Siglufirði. DV-mynd Örn Lækkun á ofurtollum á grænmeti og hvítu kjöti: Stefnir hraðbyri í vanefndir stjórnvalda - segir Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ „Það má segja að það stefni hrað- byri í vanefndir eða svik stjóm- valda í þessu máli. Aðilar vinnu- markaðarins höfðu samið við ríkis- stjórnina, við gerð þeirra kjara- samninga sem renna út um næstu áramót, um að hún léti lækka ofur- tolla á innfluttu grænmeti og hvítu kjöti til þess að ná fram verðlækkun á þessum vörum. Það var ekki tíma- sett hvenær það ætti að gerast nema hvað þetta átti að gerast á þessu samningstímabili. Eins og málið hefur þróast og staðan er í dag virð- ist eins og ekkert eigi að gera í mál- inu. Það er því ljóst að við munum þrýsta mjög á þetta mál þegar sum- arleyfum lýkur,“ sagði Gylfi Am- björnsson, hagfræðingur Alþýðu- sambandsins, í samtali við DV. Hann bendir á að þessi lækkun hefði átti að koma fólki til gðða á því samningstímabili sem er að líða. Nú lifí ekki nema rúmir 5 mán- uðir af samningstímabilinu. Gylfi sagði að það kæmi ekki til mála að sitja uppi með þetta mál óefnt þegar kæmi að gerð nýrra kjarasamninga um næstu áramót. Annað kæmi ekki til greina en að framkvæmd þeirra mála sem tilheyra núverandi kjarasamningi yrði hafln áður en kæmi að næstu samningum. „Það vom viðræður í gangi um þetta mál í vor og það var komið að því að móta aðgerðir en þá datt botninn úr þeirri vinnu, fundir lögðust af og hafa ekki verið teknir upp síðan. Ég trúi ekki öðru en að gengið verði í að leysa þetta mál strax að loknum sumarfríum," sagði Gyldi Ambjörnsson. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.