Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 15. JÚLl 1996 Spurningin Hvaða mannvirki á íslandi finnst þér fallegast? Ásta Snorradóttir nemi: Húsavík- urkirkja. Birkir Freyr Þrastarson: Æi, það er hús í Reykjavík sem er eins og höll en ég man ekki hvar það er. Björk Nlelsdóttir skrifstofumað- ur: Ráðhúsið. Sindri Sigurjónsson skiptinemi, nýkominn heim: Hallgrímskirkja. Guðmundur Jóhannesson bíla- málari: Hallgrímskirkja. Unnur Jóhannesdóttir, vinnur á Sjúkrahúsi Sauðárkróks: Blöndu- virkjun. Lesendur____________ Eftirmál forsetakosninga Allt meira og minna óinnblásið - og með erfiðismunum, segir bréfritari um nýafstaðna kosningabaráttu til forsetaembættisins. S.H. skrifar: Meðan á kosningabaráttunni fyrir nýafstaðnar forsetakosningar stóð, hafði ég í sjálfu sér ekki stór- lega út á hana að setja. Hafði engar sterkar meiningar um forsetaefnin (utan eitt þeirra sem mér fannst stórlega misnota sér tilefnið). Og þegar niðurstaðan lá fyrir var ég sáttur við hana, þótt sigurvegarinn væri ekki sá sem ég exaði við. En svo var ég að taka til í blaða- bunkanum eitt kvöldið í síðustu viku, og fyrirsagnir og myndir kosningabaráttunnar komu upp í hendurnar á mér. Og allt í einu fylltist ég dapurleika - líkt og ég hefði misst eitthvað. Mér fannst, þegar ég leit til baka með þessum hætti, að kosningabaráttan hefði í rauninni verið fjarskalega lítil- sigld, jafnvel sorgleg. Ólafur Ragnar var vel að sigrin- um kominn og ég hef engar efa- semdir um að hann verði hinn besti forseti. En ósköp var nú kynningin amerísk í sínum tví- kynja glansmyndastíl, og það í samfélagi sem gefur ekki skít fyrir fjölskylduna sem slíka, heldur ger- ir sitt besta til að afstýra því aö hjón eigi tíma saman, hvað þá með börnum sínum. Andstæðingar hans - að ég ekki segi fjandmenn hans - höfðu það helst að tönnlast á, hvernig sam- bandi hans og guðs væri háttað. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Pétri Hafstein leiddist óskaplega allt þetta umstang og hann sæi í aðra röndina eftir því að hafa látið hafa sig í þetta, vildi miklu fremur fá að raka garðinn sinn í friði eða leggja á hestinn í einrúmi. Kvennabaráttan var eins og með hangandi hendi og aldrei heilshug- ar. Bara höfð með eins og til mála- mynda og botninn endanlega úr henni þegar Guðrún Pétursdóttir dró sig til baka. Guðrún Agnars- dóttir vissi allan tímann að barátta hennar var þvi miður vonlaus, og að vonum var brosið dálítið stift og tillært. Og svo, á botninum: Ástþór Magnússon i forsetakjöri á vitlaus- um forsendum - eins og marglit blaðra í barnaafmæli sem gleymst hefur að halda. Þetta var sá eftirmáli forseta- kosninganna sem við mér blasti þegar ég var að taka til í blaða- bunkanum mínum. Allt meira og minna óinnblásið og með erfiðis- munum. Hálfgrátlegt. Tómlegt. - Og svo þarf að tæma Alþingishúsið til að setja inn nýjan forseta. Eins og ekki sé til nóg af auðu húsnæði. Nýr forseti á íslandi Skarphéðinn H. Einarsson skrifar: Nú styttist i að Ólafur Ragnar Grímsson taki við embætti forseta ís- lands. íslendingar geta verið stoltir af að fá hann sem leiðtoga. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Ólaf. Hann er sómamaður, vel menntaður frá virtri menntastofnun í Bretlandi og vel þekktur er hann einnig víða um lönd sem boðberi góðra mála. Of langt mál yrði að rekja þann kafla í ferli hans á þessum vettvangi. Ég hef séð lofsamleg ummæli í er- lendum blöðum um Ólaf Ragnar og störf hans. Þeir sem reynt hafa að ráöast á hann hafa einfaldlega kastað rýrð á sig sjálfa, og hún fylgir þeim en ekki honum. Við eru lánsamir, Is- lendingar, að eiga slíkan mann sem forseta er við stígum inn í 21. öldina. Og ekki má heldur gleyma hinni glæsilegu konu hans. Þau hjón munu örugglega verða tO sóma landi og þjóð jafnt innanlands sem utan. Um leið og ég óska forsetahjónunum vel- famaðar óska ég þess að þjóðin megi hafa Ólaf sem forseta sem lengst. Er ekki í lagi meö ósonlagið? Tómas hringdi: Það er mikið rætt um ósonlagið í efri lögum gufuhvolfsins og nýlega las ég frétt um að meira að segja væri ráðstefna í gangi í Sviss og fjallaði hún um hinar miklu veður- farsbreytingar sem dunið hafa yfir á síðustu misserum. Ósonlagið er sagður einn þáttur þessara breyt- inga vegna þess að það hefði þynnst fyrir tilverknað okkar mannanna með of mikilli notkun ýmissa efna (freons úr kæliskápum m.a.). Ég er ekki trúaður á þessa kenn- ingu með ósonlagið yfirleitt. Ég held satt að segja, að ósonlagið (hafi það þynnst merkjanlega) sé ekki nein- um kæliskápum eða úðabrúsum að kenna. Þama sé einfaldlega náttúr- an sjálf að verki eins og ávallt áður. Tilfærsla Golfstraumsins (ef hún er merkjanleg eins og visindamenn halda fram að sé að byrja) sem skapi kólnandi veðurfar hér norður frá er líka eitthvað sem náttúran sjálf býr til án nokkurra tilfæringa eða afskipta okkar manna. Og þá er bara að spyrja einfaldr- ar og fávísrar spumingar: Er ekki allt í lagi með ósonlagið? Sé það að breytast, er það þá ekki bara einn þátturinn í óviðráðanlegum tilfærsl- um frá náttúrunnar hendi? Ég get ekki séð að hinu mikla samspili náttúrunnar og umheimsins alls - þessu að því er virðist óendanlega alheimsrými („universal space“) - verði haggað af mannavöldum að neinu marki. Við getum haldið ráð- stefnur okkur til skemmtunar og mannfagnaða og deilt og drottnað yfir pappíravinnu og líkönum af öll- um stærðum og gerðum en við ráð- um ekkert við náttúruöflin. Hvorki til né frá. Þau hafa sinn feril án af- skipta mannsins eða þrátt fyrir þau. Sem betur fer. DV Fjárdrættirnir þjóðarlöstur Gísli Guðmundsson skrifar: Sífellt er maður að lesa fréttir um fjárdrátt, ef ekki hjá þessu fyrirtækinu þá hjá hinu. Eða hjá sjóðum og stofnunum, ríkisrekn- um sem einkareknum. Nú síðast hjá félagssjóöi garðyrkjumanna. Og það átti að kveða niður í þokkabót, segir í fréttunum. Þessir fjárdi'ættir og fjármála- misferli eru þjóðarlöstur hér. Og víst er um það að ástæðan er m.a. sú að ekki fylgir nægilega ströng refsing í kjölfar þessara misferla. Alltaf með eig- inkonunum SofFfa hringdi: Mér finnst rétt af fararstjór- unum í liði ólympiufaranna is- lensku að hafa konur sínar með sem fararstjóra líka. Þetta er gott fordæmi fyrir aðra sem ferðast héðan á kostnað hins opinbera. Reyndar var nú kominn vísir að þessu í opinbera geiranum en þar er sagt að það sé til verulegs sparnaðar, t.d. vegna þvotta af eiginmönnunum o.fl. í þeim dúr. í rauninni ætti aldrei að hleypa mönnum til útlanda á opinberum vegum nema eiginkonur fylgdu með. Þær geta sparað ríkinu heil- mikil útgjöld þegar öllu er á botninn hvolft. Annaðhvort enska eða ís- lenska Snorri skrifar: Nú er svo komiö að taka verð- ur ákvörðun um hvort við íslend- ingar ætlum að nota íslensku sem sjálfstætt mál og eina málið í landinu eða ensku. Ég er ekki að agnúast út í enska trrngu sem slíka, hana verðum við og eigum að læra eins og önnur tungumál, og jafnvel umfram þau. En þegar svo er komið að hingað og þang- að um þjóðfélagið er ekki talað annað en enskuskotið mál (t.d. á sumum útvarpsstöðvum, í flug- inu, við tölvuvinnslu og víðar) auk þess sem farið er að auglýsa hreinlega á ensku þá er líka kom- ið að því að taka ákvörðun um hvort við viljum nota íslenskuna áfram eða að taka upp ensku. Burt með verð- trygginguna Guðjón Einarsson skrifar: Ég tek eindregið undir með Árna Magnússyni í lesendabréfi í DV sl. miðvikudag þar sem hann lýsir viðjum verðbólgunnar hér á landi. Auðvitað á ekki svona nokkuð að eiga sér stað lengur þegar launin eru heldur 'ekki vísitölutryggð. Ég skil ekki hvað verkalýðsfélögin eru sljó í þessum efnum. Það væri t.d. kannski nóg að semja um afnám verðtryggingarinnar í næstu samningum og láta svo allt ann- að lönd og leiö. Ég hygg að það væri meira en nóg kjarabót. Sýn- ið nú manndóm, ráðamenn og af- nemið verðtryggingu að fullu og öllu strax. Kokkurinn við kabyssuna Steingrfmur hringdi: Mig langar til að senda veit- ingahúsinu „Kokkurinn við ka- byssuna", sem er í Kópavogi, mínar bestu þakkir fyrir góðan mat og þjónustu. Ég rakst þarna inn fyrir tilviljun og snæddi þar lambalæri með öðru góðmeti og hef sjaldan fengið það jafngott og þarna. Ég er þess fuilviss að fleiri en ég hafa svipaða sögu aö segja af þessum veitingastað. - En sem sé; kærar þakkir fyrir góðan mat og þjónustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.