Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 36
Vinningstölur laugardaginn i3.07.’96 17 22 29 J0 32 36 1} Aðal- tölur Vinningar vinninga Vinningsupphxö Heildarvinningsupphæð 9.802.750 Vinningstölur 13.07/96 FRÉTTASKOTIÐ SÍMIIiiN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö t DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ1996 Lögreglan á Snæfellsnesi: Handtók par með hass og amfetamín Lögreglan á Snæfellsnesi gerði upptæk rúm 100 grömm af hassi og nökkur grömm af amfetamíni og handtók eigendur efnisins, mann og konu úr Reykjavík, í húsi í Ólafsvík aðfaranótt sunnudags. Fólkið var gestkomandi í húsinu, sýnilega ný- komið í bæinn til að selja efnið, og var húsráðandi fjarverandi. Lögreglan fékk grun um að hass væri til staðar í húsinu og réðst skyndilega til inngöngu í húsið um miðja nótt. Fólkinu, sem virtist vera að undirbúa sölu á efninu, gafst, að sögn lögreglu, ekki færi á því að koma því undan. -GHS L O K I Piltur réöst á afgreiðslustúlku í Kópavogsnesti: Sagðist brjóta á mér fingurna - segir Unnur Erlingsdóttir „Hann hafði stokkið yflr borðið og stungið á sig sælgæti. Ég spurði hann hvað hann væri að gera og hann sagðist ekkert vera að gera. Ég kíkti ofan í vasann á honum og sá súkkulaðistykki. Ég hélt á lykl- unum hans og hann sneri þá upp á fingurna á mér og sagðist brjóta þá ef ég léti hann ekki fá lyklana. Ég lét hann fá þá og þá kom tveir viðskiptavinir, héldu honum fost- um og fóru með báða strákana á lögreglustöðina," segir Unnur Er- lingsdóttir, afgreiðslustúlka í Kópavogsnesti. Afgreiðslustúlka í Kópavogs- nesti kom að tveimur 14 ára drengjum að stela sælgæti úr sjoppunni í. gær og reyndi að stöðva þjófhaðinn því hún sá ann- an drenginn stinga súkkulaði- stykki á sig. Drengurinn reiddist ákaflega og fór að slá hana og beija og barst leikurinn út úr sjoppunni. Viðskiptavinir komu að og færðu drengina til lögreglu. Stúlkan meiddist lítið en er þó með kúlu á höfðinu. Mæður drengjanna tveggja voru kallaðar á lögreglustöðina og voru viðstaddar yfirheyrslur yfir drengjunum. Drengjunum var hleypt heim að því loknu. -GHS Harður árekstur varð við Rauðavatn aöfaranótt sunnudags. Átta manns voru í bílunum og voru þeir allir fluttir á slysadeild. Draga varð bílana burt með krana. DV-mynd S Veiðieftirlitsmaður gerðist háseti: Þetta er alveg hans mál - segir útgerðarstjóri togarans Kolbeinseyjar Veiðieftirlitsmaður Fiskistofu hefur orðið uppvís að því að vera í fullu starfi sem háseti á togaranum Kolbeinsey meðfram starfi sínu sem veiðieftirlitsmaður Fiskistofu. Togarinn Kolbeinsey er gerður er út af Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Kristján Ásgeirsson, útgerðar- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, sagði við DV i gær að veiðieftirlits- maðurinn hefði boðist til þess að fara með Kolbeinseynni sem full- gildur háseti og hefði útgerðin ekki séð ástæðu til að fást um það hvort hann væri í fullu starfi sem veiðieftirlitsmaður eða ekki. „Það var alveg hans mál við þá menn sem hann var ráðinn hjá,“ sagði Kristján við DV. Hilmar Baldursson, lögfræðing- ur Fiskistofu, sagði í gærkvöldi að gengið yrði frá kærumáli á hendur manninum í vikunni. Veiðieftir- litsmenn eru ráðnir tímabundið og eru þeir um borð í sama skipinu í um mánaðartíma í senn. Hilmar segir að þetta sé í fyrsta sinn sem mál af þessu tagi komi upp í sam- bandi við veiðieftirlitsmenn. -SÁ Veðrið á morgun: Hvass- viðri Á morgun er búist við hvassri sunnan- og suðvestanátt. Rign- ing verður um landið vestan- vert en skýjað að mestu austan til. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast norðaustan til. Veðrið í dag er á bls. 44 Skorið á bíldekk varnarliðsmanna Skorið var á bíldekk hjá að minnsta kosti þremur vamarliðs- mönnum í miðborg Reykjavíkur um helgina og er talið að sá, sem var að verki, hafi þekkt vel til Varnarliðs- ins því að bílarnir eru með venjuleg bílnúmer og engin leið að þekkja þá úr. Varnarliðsmennirnir höfðu lagt bílum sínum í miðborginni, við Garðastræti og í Fischersundi, og var búið að skera á öll dekkin á ein- um bílnum og tvö dekk á hvorum hinna þegar þeir komu að. Óvenjumargir varnarliðsmenn vo'ru í miðborg Reykjavíkur á laug- ardagskvöld því að klúbbur undir- manna á Vellinum var lokaður vegna viðgerða og fóru rútur milli Vallarins og Reykjavíkur með her- menn um helgina. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem skorið er á dekk á bílum varnarliös- manna. Talið er að hatur og geð- truflun ráði gerðum þeirra sem standa að verki. -GHS Átta slösuðust í árekstri við Rauðavatn Harður árekstur varð við Rauða- vatn, á mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar, um miðnætti að- faranótt sunnudags þegar fólksbíll beygði út af Breiðholtsbraut í veg fyrir bíl á leið austur. Alls voru átta í bílunum og voru þeir allir fluttir á slysadeild. Fólkið í bílunum, þrjár stúlkur í öðrum og fimm í hinum, var allt slasað, ökumaður annarrar bifreið- arinnar var lærbrotinn og hinir voru meiddir á höfði, höndum, bringu og baki. Bílarnir voru mikið skemmdir og voru þeir dregnir burt með krana. -GHS Rifu upp stöðumæla Tveir ungir menn rifu upp stöðu- mæla í miðborg Reykjavíkur aðfara- nótt sunnudags. Lögreglu var til- kynnt um númer bifreiðar þeirra og stöðvaði hún þá við Fríkirkjuveg skömmu síðar. Mennirnir höfðu þá brotið mæl- ana upp og hirt alla peninga, 50 krónu peninga. Þeir vísuðu á brotnu mælana úti á Granda. -GHS Stálu stórfé Tveir menn hafa játað á sig inn- brot í fjögur hús í Vík í Mýrdal að- faranótt fóstudags. Þeir höfðu ríf- lega 600 þúsund krónur upp úr krafsinu. Talið er að mennirnir hafi vitað af þvi peningamir voru settir í geymslu í pakkhúsi á staðnum. Málið er í höndum RLR. -GHS -fflsaas** SENDIOlLAtSXÖD 533-1000 Ertu búinn að panta? & 18i» dagar til Þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 50 - 50 - 200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.