Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Side 26
38 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996 Fréttir Ef sláturtími breytist ekki grafa bændur eigin gröf - sagði Sigurgeir Þorgeirsson á bændafundi í Strandasýslu DV, Hólmavík: „Það voru ekki búnir til neinir peningar með nýja búvörusamn- ingnum enda var það ekki tilgang- urinn með gerð hans. Honum er ætlað að taka á þeim geigvænlega vanda sem við stöndum frammi fyr- ir með mikilli birgöasöfnun kinda- kjöts og reyna að laga okkur að þeim veruleika sem þessi hluti bændastétíarinnar kemur til með að búa við á allra næstu árum,“ sagði Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri bændasamtakanna, á fundi í félagsheimilinu Sævangi fyrir skömmu. Hann sagði betri tíð til handa sauðfjárbændum ekki vera í sjón- máli, erlendir markaðir skiluðu enn lágu verði og breyting þar á væri ekki í sjónmáli. Alvarlegri væri þó sá neyslusamdráttur á dilkakjöti hér innanlands mörg undanfarin ár og fátt benti til að sú þróun gengi til baka. Hann benti á hagkvæmni þess að fækka slátur- húsum og nýta vel þau hús strax í haust sem eru með útflutningsrétt til ESB-landa því mikilvægt væri að vera jafnan með á boðstólum veru- legt magn af útflutningsverkuðu kjöti til þess að geta nýtt til fulls þá markaði sem opnast og bjóða skásta verðið. Hann leit með velþóknun til þess sem er að gerast hér á þessu svæði í sambandi við sameiningu sláturbúsa og fækkun þeirra. „Ef bændur eru ekki tilbúnir til að færa til sláturtimann og hefja slátrun mun fyrr en verið hefur þá eru þeir að grafa sína eigin gröf,“ sagði Sigurgeir. Enginn fram- leiðslukvóti er nú í gildi, greiðslu- mark sauðfjárbænda aðeins ávísun á beinar greiðslur. Sigurgeir út- skýrði svonefnda 0,7 reglu búvöru- samningsins og hvað hún gæfi þeim sem semdu sig að henni. Taldi að útflutningur þyrfti að gefa 220-260 krónur á kíló til þess að hægt væri að réttlæta ávinning af honum. Aðspurður taldi Sigurgeir að fé- lagshyggjan væri enn í gildi hvað varðar stefnumörkun í málefnum bænda sem finna mætti stað í bú- vörusamningnum þó hann sjálfur hefði ef til vill af mörgum ekki ver- Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri í ræðustól í Sævangi, viö hliö hans situr Jón Gústi Jónsson fundarstjóri. DV-mynd Guöfinnur iö talinn sérstakur talsmaður henn- ar. Björn Jónsson, sölustjóri hjá Kjötumboðinu hf., var annar fram- sögumaður fundarins. Hann talaði m.a. um að fjárfesta í hugarfari neytandans og benti í því sambandi á þann árangur sem orðið hefði í markaðssetningu mjólkurvara. Mjólkin hefði fyrir nokkrum árum verið nánast bannfærð af sérfræð- ingum í heilbrigðisstétt sem upphaf alls hins illa fyrir heilsu fólks. Því hefði á seinni árum svo rækilega verið snúið við að nú hvettu sömu aðilar alla til þess að neyta mjólk- ur. Þessi vinna væri eftir hvað kjöt- vörumar áhrærir og þá ekki síst dilkakjötið sem væri holl og góð vara þó neysla þess hefði dregist saman. Þetta var fyrsti fundurinn sem Búnaðarsamband Strandamanna efnir til með sérfræðingum á þessu sviði í langan tíma. Ánægja var með komu þeirra og erindi þó tím- inn hefði getað veriö hentugri vegna heyskaparstarfa. -GF Lagt af staö úr Lækjargötunni í fyrstu feröina. Þaö eru Helgi Pétursson, for- maöur feröamálanefndar Reykjavíkurborgar, og Anna Margrét Guöjóns- dóttir, ferðamálafulltrúi Reykjavíkurborgar, sem standa í dyrum rútunnar full tilhlökkunar. DV-mynd JAK Slökkviliöið á Keflavíkurflugvelli: Aðstoöar starfs- bræður sína á Suðurnesjum DV, Suðurnesjum: Safna- rútan hefúr göngu sína Safnarútan, sem mun ganga eft- ir fastri áætlun milli safna og ann- arra menningarstofnana í borg- inni, hóf göngu sína í síðustu viku. Það er Atvinnu- og ferða- málastofa Reykjavíkurhorgar, í samvinunu við Strætisvagna Reykjavíkur, helstu menningar- stofnanir í borginni o.fl., sem hef- ur unniö aö því að koma rekstrin- um á fót. Rútan leggur af stað úr Lækjar- götu klukkan 13 alla daga vikunn- ar. Farnar eru fiórar ferðir á dag, sú síðasta klukkan 16. Stansað er við 11 söfn, Listasafn íslands, Þjóðminjasafn íslands, Stofnun Árna Magnússonar, Norr- æna húsið, safn Ásgríms Jónsson- ar, Listaafn Einars Jónssonar, Kjarvalsstaði, Minjasafn Raf- magnsyeitu Reykjavíkur í Elliða- árdal, Árbæjarsafn, Ásmundarsafn og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, einnig er stansað við Kringluna og í Laugardalnum. -ÞK „Við höfum skriflegan samning við slökkviliðin á Suðumesjum um að hjálpa hverjir öðmm þegar þess er óskað og sameinast í baráttunni á Suðumesjum. Það stendur ekkert annað til en að hjálpa hverjir öðr- um og við vonumst eftir því að það komi að gagni," sagði Haraidur Stefánsson, slökkviliðssfióri á Keflavíkurflugvelli, í samtali við DV. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli sem hefur öflug tæki og tól og vel þjálfaðan mannskap, hefur verið beðið um að aðstoða starfsbræður sína á Suðumesjum þegar þeir hafa óskað eftir hjálp, meðal annars þeg- ar um stórbruna er að ræða. Nýlega var það kallað til hjálpar þegar mikill eldur kom upp í Jám og skip í Keflavík. Talið er að þar hafi heildarþáttur slökkviliðsins af vell- inum kostað milljónir og léttvatnið sem var notað kostar um kvart- milljón. Það er vamarliðið sem ber kostnaðinn. Fyrir tæpum tveimur árum var slökkviliðið kallað til hjálpar þegar eldur kom upp í svokallaðri stóm blokk í Keflavík. Þá kom það einnig til hjálpar starfsbræðrum sínum í Brunavömum Suðumesja þegar ferjuflugvél brotlenti í Njarövík og nýlega var það beðið um aðstoð vegna ammoníaksleka í Garði. Þá hefur það lánaö slökkvibíla út á land og er einn þeirra um þessar mundir í Sandgerði. Það sem gerir Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli fært að lána flota og mannskap er góður skilningur á milli Haraldar og yfirmanna varnaliðsins á Kefla- víkurflugvelli. -ÆMK Tekiö er viö smáauglýsingum til kl. 22 í kvöld a"t mijli himi0s ÍSsSfe- Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.