Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Síða 10
10
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996
Fréttir
DV
Fljótsdalsvirkjun
enn inni í myndinni
- ekki þörf á svo mikilli orku
„Þeir valkostir sem nú er verið að
skoða í stóriðju eru ekki það stórir
að til byggingar Fljótsdalsvirkjunar
þurfl að koma. Atlantsál- hópurinn
hefur verið að skoða þessi mál. Ef
álver af sömu stærðargráðu og hann
hefur verið að spá í kæmi hingað
yrði Fljótsdalsvirkjun sennilega
byggð,“ segir Þorsteinn Hilmarsson,
upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Fljótsdalsvirkjun hefur verið i
deiglunni um nokkurt skeið. Um
tíma leit út fyrir að af framkvæmd-
um yrði en upp á síðkastið hefur
hún lítið verið í umræðunni.
Forgangsröð í framkvæmd-
um
„Röð virkjunarframkvæmda
byggist á stærð hins nýja markaðar
sem ætlunin er sjá fyrir rafmagni
og tímaþættinum. Forsendan fyrir
þeim framkvæmdum við jarðhita-
virkjanir sem nú er ráðgert að fara
út í er Columbia-álverið. Þeim hjá
Columbia liggur mikið á að fá ork-
una og vilja fá hana á 1V2 til 2 árum.
Brugðist er við þvi með þeirri upp-
byggingu sem er fljótlegust en ekki
endilega hagkvæmust. Ef Columbia-
menn þyrftu ekki orkuna fyrr en
eftir 5 ár myndi allt eins koma til
greina að virkja einhverja vatnsafls-
virkjun, til dæmis á Þjórsársvæð-
inu.“
Þorsteinn segir að á Austfjörðum
séu staðir sem menn telja vænlega
fyrir stóriðju og þá sérstaklega
Reyðarfjörður en ekkert liggur fyrir
um fyrirtæki sem vilja fara þangað.
„Það er til dæmis vitað að Col-
umbia vill vera við Grundartanga.
Atlantsálhópurinn skoðaði ýmsa
möguleika á sínum tíma og valdi
Keilisnes. Hann hefur lagt peninga í
undirbúning og rannsóknir á þeim
stað þannig að það er ekki til um-
ræðu hjá honum að fara eitthvað
annað.
Öll leyfi til vegna Fljótsdals-
línu
Nokkur styr hefur staðið um
Fljótsdalslínu, m.a. vegna sjón-
mengunar í Ódáðahrauni, en þau
mál eru leyst.
„Þetta er frágengið, sá hluti sem
þurfti senda í gegnum umhverfis-
mat hefur verið sendur þar í gegn,
þannig að öll leyfí eru fyrir hendi til
að byggja þá línu. Línan verður þó
ekki byggð fyrr en einhver stór
virkjun, eins og Fljótsdalsvirkjun,
verður byggð á Austurlandi. Þá yrði
hún flutningslína fyrir rafmagnið
þaðan.
Sú lína myndi liggja frá Fljóts-
dalsvirkjun, greinast í Bárðardal og
tengjast Akureyri annars vegar og
Búrfellssvæðinu um Sprengisand.
Með henni yrði hægt að flytja raf-
magn frá virkjuninni áfram eftir
kerfmu, til dæmis til Suðvestur-
lands ef til álversframkvæmda
kæmi á Keilisnesi."
-SF
Snorri Sturluson RE:
Nýtt skip með
gamla sál
- eftir endurbætur upp á 330-340 milljónir
„Það má segja að skipið sé nú
sambærilegt við nýtt frystiskip,"
sagði Sigurbjörn Svavarsson, út-
gerðarstjóri Granda, 1 samtali við
DV en Snorri Sturluson RE er ný-
kominn frá Vigo á Spáni þar sem
gagngerar breytingar og endurbæt-
ur voru gerðar á skipinu.
„Skipið var lengt um sex metra
sem eykur burðargetu þess til
muna. Vélarrýmið var allt endur-
nýjað svo og brúin, skipt var um að-
alvél, gír, skrúfu, skrúfuhring og
spil ásamt fleiru. Það má segja að
það sem er fyrir aftan borðsal sé allt
endurnýjað," sagði Sigurbjörn enn
fremur.
Breytingarnar kosta 330-340 millj-
ónir en að sögn Sigurbjörns kostar
nýtt frystiskip einn og hálfan millj-
arð þannig að það hafi borgað sig að
fara þessa leið því að skrokkur
skipsins, sem er frá árinu 1972, sé í
mjög góðu lagi.
Skipið staldrar stutt við hér því
það heldur til veiða í Smugunni eft-
ir helgi. -gdt
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, og Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri Granda, við komu Snorra Sturlu-
sonar RE til Reykjavíkur eftir endurbætur á Spáni.
Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum:
Fjárveitingar lækka
DV, Suðurnesjum:
Á aðalfundi Dvalarheimilis aldr-
aðra á Suðurnesjum, sem haldinn
var nýlega, kom fram í máli Jór-
unnar Guðmundsdóttur, formanns
stjórnar, að á Garðvangi í Garði
dvelja að jafnaði 38 vistmenn. Með-
alaldur þeirra er 85,3 ár, legudagar í
fyrra voru 13.496.
Hún segir að ijárveitingar hafi
lækkað á sama tíma og umönnun
verði erfiðari. Lengra verður ekki
gengið í niðurskurði án þess að það
komi niður á þeirri þjónustu sem
þau vilja veita. Hún segir að það sé
sérstök ánægja að geta tekið nýja
áfangann í notkun við Garðvang á
20 ára afmælisári heimilisins en
hann mun gjörbreyta allri aðstöðu
til hins betra. Hún segir að nú liggi
fyrir að útbúa vísi að hálflokaðri
deild fyrir heilabilaða á Garðvangi.
Á Hlévangi í Keflavjk voru legu-
dagar 11.240 og vistmenn um 31 og
segir Jórunn að boðið hafi verið
upp á hvíldarinnlagnir. Meðalaldur
fólksins var í mars sl. 84,3 ár. Hún
segir að 16 aðilar séu á biðlista.
Fram kom i máli Finnboga Björns-
sonar, framkvæmdastjóra D.S., að
rekstrartekjur Garðvangs námu
rúmlega 105 milljónum og varð tæp-
lega 231 þúsund króna rekstraraf-
gangur. Ójafnaður halli er nú rúm-
lega 764 þúsund. Rekstrartekjur Hlé-
vangs námu tæpum 40 milljónum og
varð 4,3 milljóna króna halli.
-ÆMK
Tónlistarskóli Borgarfjarðar:
Lág skólagjöld
DV, Akranesi
Á aðalfundi samráðsnefndar um
tónlistarfræðslu í Borgarfirði, sem
fram fór fyrir skömmu, kom fram
að nemendur við Tónlistarskóla
Borgarfjarðar voru 189 sl. vetur.
Flestir eru að læra á píanó og er
mikil aðsókn í skólann og margir
á biðlista.
Heildartekjur skólans á síðasta
ári voru 14,8 milljónir og heildar-
útgjöld 14,6 milljónir. í tillögu að
fjárhagsáætlun fyrir skólann á
þessu ári er gert ráð fyrir að fram-
lag sveitarfélaga verði 3.950 kr. á
hvern íbúa og að tekjur verði svip-
aðar. Nokkur umræða varö um
skólagjöld á fundinum og var sam-
þykkt að beina því til skólanefnd-
ar að hækka þau og hafa til hlið-
sjónar skólagjöld í sambærilegum
skólum á Vesturlandi en gjöldin í
Tónlistarskóla Borgarfjarðar eru
með þeim lægstu á landinu.
-DÓ
Mikilvægt aö sveitarfé-
lögin eigi gott samstarf
DV, Suðurnesjum:
„Það hefur verið ákveöið að
Gerðahreppur, Vatnsleysustrand-
arhreppur og Sandgerðisbær muni
kaupa þjónustu af skólamálaskrif-
stofu Reykjanesbæjar. Grindvík-
ingar vilja halda sínum málum
fyrir utan. Ég hefði hins vegar kos-
ið að þeir hefðu verið með,“ sagði
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri
Gerðahrepps, við DV.
Skólamálaskrifstofa Reykjanes-
bæjar, sem er rekin af Reykjanes-
bæ, mun selja öllum sveitarfélög-
um á Suöurnesjum þjónustu sína
nema Grindvíkingum.
„Öll sveitarfélögin á Suðurnesj-
um reka sameiginlega Fjölbrauta-
skóla Suðumesja. Það er því mjög
mikilvægt að þau eigi gott sam-
starf og aögeröir séu samræmdar í
þeim málurn," sagði Sigurður
Jónsson.
-ÆMK
Dvergasteinn á Seyðisfirði:
Engar sumarlokanir
- segir Finnur H. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri
DV, Seyðisfirði:
Undanfamar vikur hefur verið
rætt um lengri og meiri sumarlok-
anir 1 fiskvinnslustöðvum á Austur-
landi en verið hefur undanfarin
sumur. Almennt tala menn einkum
um að vöntun veiðiheimilda sé höf-
uðorsökin - breytilegt þó frá einum
stað til annars.
Finnur H. Sigurgeirsson fram-
kvæmdastjóri fiskvinnslunnar
Dvergasteins, segir að verði ekki
einhver óvænt breyting á aflasam-
setningu verði engin lokun þar.
Togarinn Gullver landar vikulega
hjá Dvergasteini og hefur fiskað vel
undanfarið.
Ýsa og ufsi uppistaðan
Ýsa og ufsi em uppistaða í aflan-
um, þorskur tæpur fimmtungur.
Kvótastaðan er þokkaleg og með
svipuðu hlutfalli gengur þetta út
veiðitímabilið. Verði um einhverja
lokun að ræða stendur hún stutt.
Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 50
manns. Skólafólk hefur sótt í störf
þar á sumrin og er það nú miklu ör-
uggara um sinn hag en annars væri.
JJ