Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Page 26
26 sumarmyndasamkeppnin LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 Sumarmyndasamkeppni DV og Kodakumboðsins er lokið: Sumarmyndasamkeppni DV og Kodakumboðsins er nú lokið og sex myndir hafa verið valdar til verð- launa. Eins og undanfarin ár var gífurlega góð þátttaka í sumarmyn- dasamkeppninni og bárust mörg þúsund myndir. Margar þeirra voru mjög góðar. í dómnefnd sátu Gunn- ar V. Andrésson og Brynjar Gauti Sveinsson, ljósmyndarar á DV, og Halldór Sighvatsson frá Kodakum- boðinu. Vinningsmyndina sendi E.Ó.A., Nýlendugötu 45 í Reykjavík. Hann/hún fær ferð fyrir tvo með Flugleiðum til Flórída. Önnur verð- laun eru Canon EOS 500 myndavél með 35 mm linsum. Hana fær Halla Hersteinsdóttir, Réttarholtsvegi 75 í Reykjavík. Þriðju verðlaun hreppir Guðbjörg Kvien, Ástúni 14 í Kópa- vogi, en það er Canon Prima Super 28 V myndavél. Fjórðu verðlaun fær Sonja Hákansson, Hofgörðum, Sel- tjamarnesi, fyrir mynd sína, Á Hornbjargi, Rebbi kannar bjargið. Hún fær Canon Prima Zoom Shot myndavél í verðlaun. Fimmtu verð- laun hreppir Úlfar Sveinbjömsson, Blómvangi 15 í Hafnarfirði, fyrir mynd sína, Paradís. Hann hlýtur Canon Prima AF-7 í verðlaun. Sjöttu verðlaun féllu í skaut Önnu Sigurðardóttur, Hrísateigi 12, fyrir mynd hennar, í berjatínslu. Vinningshafar eru beðnir að koma með filmur sínar af vinnings- myndunum til stækkunar í Hans Petersen í Kringlunni. Þær verða hafðar til sýningar við verðlaunaaf- hendinguna 25. sept., kl. 17.30, í verslun Hans Petersens í Kringl- unni. sjötta sæti varð myndin í berja tínslu sem Anna Sigurðardóttir sendi inn. þriðja sæti varð mynd sem gæti heitið Hleypið mér út og Guð- björg Kvien tók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.