Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996
Fréttir
Tvltugur astmaveikur piltur kærir yfirlækni á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavikur:
„Ég var fárveikur í
slæmu astmakasti"
- en læknirinn sagöi þetta leikaraskap, segir Örn G. Arnarson sem var færöur í fangageymslu
Örn Geirdal Arnarson, tvítugur piltur frá Kjalarnesi, segir aö yfirlæknir slysa-
deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur hafi ekki sinnt sér í slæmu astmakasti aö-
faranótt laugardagsins 26. október sl. og tekiö af sér astmalyfin. Örn hefur
lagt fram kæru vegna málsins. DV-mynd PÖK
Greining og meöferö
piltsins ekki vanrækt
- segir Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild
„Ég er mjög ósáttur við aðferðir
læknisins sem skoðaði mig því ég
var fárveikur í siæmu astmakasti.
Læknirinn sagði að það væri ekkert
aö mér og ég væri bara með leikara-
skap. Hann tók meira að segja af
mér astmalyfín. Ég var síðan fluttur
í handjárnum og látinn dúsa marga
klukkutíma í fangageymslum," seg-
ir Örn Geirdal Amarson, tvítugur
piltur frá Kjalamesi, en hann hefur
kært yflrlækni slysadeildar Sjúkra-
húss Reykjavikur eftir atvik þar að-
faranótt laugardagsins 26. október
sl.
Öm hefur verið astmasjúklingur
síðan hann var fjögurra ára gamall.
Bjöm Árdal, sérfræðingur í ónæm-
is- og ofnæmisfræði, hefur verið
læknir Amar í mörg ár. Bjöm stað-
festi við DV að Öm hefði lengi haft
mjög slæman og erfiöan astma og
tæki sterk astmalyf.
Öm var staddur í heimahúsi að-
faranótt laugardagsins ásamt þrem-
ur vinum sínum. Öm og vinir hans
segjast hafa drukkið dálítið af
áfengi en þeir hafi ekki verið alvar-
lega ölvaðir. Öm segist skyndilega
hafa fengið slæmt astmakast.
Var handjárnaður
„Ég sprikiaði og barðist um enda
náöi ég varla andanum. Það var
hringt á sjúkrabíl en það vom lög-
reglumenn sem komu fyrstir á vett-
vang. Lögreglumennimir ætluðu
eitthvað að hlynna að mér en þá
reyndi ég aö skalla einn þeirra og
það vora ekki sjálfráð viðbrögð. Þá
var ég handjámaður og fluttur út í
lögreglubíl. Ég var færður upp á lög-
reglustöð en þar var ég orðinn svo
slæmur að ég hreinlega datt út. Ég
rankaði við mér við að þeir vora að
stumra yfír mér og pumpa mig í
„Greining og meðferð piltsins var
alls ekki vanrækt. Það get ég og
annar læknir sem skoðaði hann
staðfest. Nauðsynlegt reyndist af ör-
yggisástæðum að lögregla færi með
piltinn burt af slysadeild. Að öðru
leyti vil ég ekki tjá mig um þetta
mál opinberlega," segir Jón Bald-
ursson, yfirlæknir á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, við DV
vegna málsins.
Aðspurður um hvort astmalyfm
hefðu verið tekin af Emi á slysa-
gang. Þá sáu þeir astmalyfið mitt
sem ég var með í vasanum og þá
tóku þeir eitthvaö við sér.
Lögreglumennimir fluttu mig því
næst á Sjúkrahús Reykjavíkur og
þar tók yfirlæknirinn á móti mér.
Hann sagði strax og án þess að líta
almennilega á mig að það væri ekk-
ert að mér og þetta væri bara upp-
gerð í mér. Auk þessi tók læknirinn
af mér astmalyfið.“
Fluttur í fangageymslur
„Ég var síðan fluttur aftur á lög-
reglustöðina og settur i fanga-
geymslur. Ég bað um að fá að
hringja í foreldra mína en fékk það
ekki fyrr en seint og síðar meir.
Skýringin sem ég fékk vegna hand-
tökunnar var sú að ég hefði verið
með læti. Það er rétt að ég barðist
um þegar ég fékk verstu köstin en
ég var líka heiftarlega veikur og
náði varla andanum. Ég reyndi að
skýra lögreglumönnunum frá þessu
en þeir trúðu greinilega orðum yfir-
læknisins að það væri ekkert að
mér. Mér finnst fáránlegt að læknir-
inn skyldi senda mig burtu án þess
að skoða mig almennilega og í of-
análag að taka af mér astmalyfin.
Mér finnst líka óskiljanlegt að
þótt hringt hafi verið og beðið um
sjúkrabíl, því ég þurfti að komast á
spítala, endaði ég fárveikur í fanga-
geymslum. Mér finnst mjög alvar-
legt ef veikt fólk fær svona meðferð.
Ég ætla ekki að sætta mig við þetta
og því hef ég kært lækninn,“ segir
Öm.
„Vítavert ábyrgöarleysi"
Rut Ásgeirsdóttir, móðir Amar,
er mjög reið yfir þeirri meðhöndlun
sem sonur hennar fékk aðfaranótt
þessa laugardags.
deild sjúkrahússins sagöist Jón ekki
vita til þess að svo hafi verið gert.
í lögregluskýrslu kemur hins veg-
ar fram aö astmalyf Amar hafi ver-
ið tekin af honum á slysadeildinni.
Réttar aöferöir
„Eftir að hafa lesið skýrslur um
málið er ég þess fullviss að lögregl-
an gerði nákvæmlega rétt í þessu
máli. Lögreglumenn sem komu á
vettvang vissu ekki um veikindi
Arnar. Það var greinilegt að hann
var undir áhrifum áfengis og barð-
ist um. Hann reyndi að skalla lög-
reglumann og því var ekki um ann-
að að ræða en setja hann í hand-
jám. Hann kvartaði undan veikind-
um þegar á stöðina kom og lögreglu-
menn fundu þá á honum lyf sem era
notuð við astma. Að öðra leyti er
ekkert frá astmaköstum eða veik-
indum í lögregluskýrslu. Pilturinn
var fluttur á spítala en yfirlæknir
úrskurðaði að ekkert amaði að hon-
um og þar vora lyfin sem hann var
með tekin af honum," segir Jónas
Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn
við DV vegna málsins.
„Það er rétt að það hefur verið
fært inn í tölvu að Öm sé astma-
veikur. Lögreglumenn tóku hins
vegar fullt mark á framburði lækna
og töldu hann ekki veikan. Fanga-
vörður segir að Örn hafi ekki kvart-
að neitt þegar hann var settur í
fangaklefa. Hann hafi lagst fyrir og
eftir það hafi hann ekki beðið um
aðstoð eða hjálp. Fangavörðurinn
segir að hann hafi sofið í klefa sín-
um fram að hádegi daginn eftir þeg-
ar hann fékk að fara. Að mínu mati
er ekkert hægt að setja út á aðferð-
ir lögreglunnar í þessu máli því þær
vora hárréttar," segir Jónas.
Að sögn Jónasar er þetta í fimmta
skipti sem Öm hefur þurft að gista
fangageymslur lögreglunnar. Hann
hefur þó aldrei verið kærður né
hlotiö dóm.
Þoröi ekki aö sofna
Aðspuröur um frásögn lögreglu
segir Öm að það sé rétt að hann
hafi fjórum sinnum áður verið færð-
ur á lögreglustöð. Það hafi í öll
skiptin verið eftir óspektir og læti
milli unglinga í miðbænum þar sem
hann og hópur pilta var tekinn. Þrí-
vegis hafi hann verið í fanga-
geymslu í 1-3 klukkutíma en einu
sinni fengið að fara strax. Hann seg-
ist aldrei hafa verið kærður vegna
lögbrota.
Öm segir að það sé rétt hjá lög-
reglu aö hann hafi verið rólegur og
lítið farið fyrir honum í fangaklefa.
Hann hafi samt sem áður verið
veikur og liðið mjög illa. Hann seg-
ist hafa lagst út af en ekki þorað að
sofna því það sé mjög slæmt og
hættulegt í eða fljótlega eftir ast-
makast þar sem líkur eru á köfnun.
-RR
„Ég hef verið mjög hrædd um
drenginn vegna veikinda hans og
mér finnst það vítavert ábyrgðar-
leysi af læknum og einnig lögreglu
ef þeir koma svona fram við veikt
fólk,“ segir Rut.
Slæm astmaeinkenni
„Örn hefur haft slæm og erfið
astmaeinkenni og þurft að vera á
sterkum lyfium í langan tima. Hann
hefur legið lengi á spítala vegna ast-
mans. Ég var ekki á staðnum þegar
þetta atvik gerðist og get því auðvit-
að ekki tjáð mig um það. Það er
hins vegar ljóst að áreynsla og geðs-
hræringar geta aukið verulega á
astmaeinkenni," segir Bjöm Árdal,
ónæmis- og ofnæmissérfræðingur,
sem hefur verið læknir Amar í
mörg ár.
-RR
Stuttar fréttir
Jón Viktor vann
Jón Viktor Gunnarsson sigraði
á hraðskákmóti Taflfélags
Reykjavíkur sem fram fór í gær.
Jón Viktor hlaut 16 vinninga af
18 mögulegum en í öðra sæti
varð Einar Hjalti Jensson með 15
vinninga.
Vinnsla á beitukóngi
í Stykkishólmi er hafin vinnsla
á beitukóngi fyrir markað í
Kóreu. Um 30 tonn veiðast af
beitukóngi á viku. Ríkissjónvarp-
ið sagði frá þessu.
Sjö sagt upp
Sjö starfsmönnum Vátrygg-
ingafélagsins Skandia var endan-
lega sagt upp störfum á fóstudag
í kjölfar kaupa VlS á fyrirtækj-
um Skandia. 26 starfsmönnum
var formlega sagt upp störfum en
þeim boðin endurráðning. Morg-
unblaðið greindi frá.
íhuga lækkun útsvars
Bæjarsfiórn Akureyrar íhugar
að lækka útsvarsprósentu á
næsta ári, að sögn Jakobs Bjöms-
sonar bæjarstjóra. RÚV sagði frá.
Byggðarkvóti mögulegur
Steingrimur J. Sigfússon, for-
maður sjávarútvegsnefndar Al-
þingis, telur byggðarkvóta úr
norsk- íslenska síldarstofninum
koma til greina. RÚV sagði frá.
Stofnlánadeild
Stofnlánadeild landbúnaðarins
verður skilin frá Búnaðarbank-
anum og gerð að sjálfstæðum
lánasjóði í eigu ríkisins, sam-
kvæmt drögum að frumvarpi
sem Guðmundur Bjarnason land-
búnaðarráðherra hefur lagt fram
í rikisstjórninni. Morgunblaðið
greindi frá.
Tilboð AV lægst
Almenna verkfræðistofan hf. á
lægsta tilboðið í verkfræðihönn-
un í tengslum við stækkun Flug-
stöðvar Leifs Eirikssonar. Sex
fyrirtæki, íslensk og erlend, buðu
í þennan þátt framkvæmda sem
Ríkiskaup áætluðu að kostaði
rúmlega 34,7 milljónir króna.
Morgunblaðið greindi frá þessu.
-RR
Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö */ rödd
hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mlnútan Ji 1 Nel 2 FOLKSINS 904 1600
Eiga íslendingar að
taka upp annan þjóðsöng