Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Fréttir 29 Norðurlandskjördæmi vestra: Þrír staðir vilja fá náttúrustofu DV, Sauðárkróki: Nýleg lög frá Alþingi gera ráð fyrir stofnun náttúrustofu í hverju kjördæmi landsins. Þrír aðilar í Norðurlandskjördæmi vestra hafa sóst eftir að fá þessa stofhun til sín - Hólaskóli, Sauðárkróksbær og Höfðahreppur á Skagaströnd. Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að 3ja manna starfshópur verði skipaður til að velja stofunni stað. Samband sveitarfélaga á Norð- urlandi vestra hefur skipað sinn fulltrúa í starfshópinn, Bjarna Þór Einarsson framkvæmdastjóra, en Krakkarnir í leikskólanum Gefnarborg á heimleiö úr heiöinni. DV-mynd ÆMK ráðuneytið og Náttúruverndarráð hafa ekki skipað sína fulltrúa. Mál- iö er því í biðstöðu. Bjami Þór Einarsson sagði í sam- tali við DV að þessi aðferð til að velja stofnuninni stað á hlutlausan og heiðarlegan hátt væri að sínu mati ekki einfold. Lög um náttúru- stofu gera ráð fyrir því að ríkið taki að hálfu leyti þátt í uppbyggingu stofnunarinnar ásamt sveitarfélög- um sem að henni standa og laun eins sérfræðings verði síðan greidd af ríkissjóði. Náttúrustofu er gert samkvæmt lögunum að starfa í samvinnu við Náttúrufræðistofnun íslands. Starf- semi stofnunarinnar getur verið á fleiri en einum stað í kjördæminu eftir skipulagi sem rekstraraðilar koma sér saman um. Helstu hlut- verk náttúmstofu eru að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar, stuðla að almennum náttúrurannsóknum í viðkomandi landshluta, æskilegri landnýtingu, náttúravemd og fræðslu um nátt- úraverndarmál og umhverfismál. Einnig á hún að veita fræðslu um náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrulýsinga. -ÞÁ Leikferd í heiðina DV, Suöurnesjum: „Við voram að koma með böm- in ofan úr heiði. Þar vora þau í leikfimi, klifruðu á steinmn og hlupu um í móanum, frjáls og ánægð. Þau sulluðu aðeins í poll- unum og eru alveg rosalega ánægð með svona ferðir," sögðu Gunn- þóra Theódórsdóttir og Ólöf Guð- mundsdóttir, kennarar við leik- skólann Gefnarborg í Gerðahreppi, við DV. Þær vora að koma úr ferð með 16 böm, 3-5 ára. AUs eru 40 krakkar á leikskólanum fyrir há- degi og annað eins eftir hádegi. „Við erum af og til með sniðug- ar ferðir og meðal annars fjöru- ferðir. Það er nauðsynlegt að fara með bömin út fyrir leikskólann og kenna þeim að forðast hættu fyrir utan grindverkið," sagði Gunn- þóra. -ÆMK QOOD/YCAR rfefuc hétbb ýriþit • HEKLA Mnudags Ihveí umst RFINU VESTURBÆR Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík eru með viðtalstíma í hverfum borgarinnar á mánudögum. f dag verða INGA JÓNA ÞÓRÐARDOTTIR borgarfulltrúi & LÁRA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR alþingismaður Gallerí Borg, Aðalstræti 6 (gamla Morgunblaðshúsinu) kl. 17-19- Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Heykvíkinga að ræða málin og skiptast á skoðunum við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. WAmTJUHmðKKUaiNH VÖR.ÐUR- FULLTRÚARÁÐ SjÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK Blaðberi DV í Grundarfirði: Notaði launin til að kaupa græjur DV, Grundarfirði: „Ég er búinn að bera út DV í tvö ár. Ég er búinn að safna mér fyrir græjum og svo keypti ég mér hjól og tjald í sumar og á enn 50 þúsund krónur. Ég eyði ekki miklu í sælgæti en þó aðeins,“ segir Júlíus Arnar Jós- epsson sem ber út DV í Grand- arfirði ásamt systur sinni. Þeg- ar DV var á ferð 1 Grundarfírði í síðustu viku var Júlíus að bera út blaðið en gaf sér þó tíma til að spjalla aðeins. Hann segist passa upp á að þera blað- ið út sem fyrst þegar það kem- ur á staðinn úr Reykjavík. „Það er bara gaman að bera út blaðið. Ég ætla ekki að hætta þessu neitt á næstunni," segir Júlíus Arnar -rt Júlíus Arnar sér um að færa áskrifendum DV blaöiö sitt á réttum tíma. Hann segist nota blaðberalaunin til aö kaupa þá hluti sem hann langar í. DV-mynd Pjetur Þjáist þú af vöðvabólgu, þvagleka, brjósklosi eða viltu bara grenna þig og losna við cellolit eða styrkja þig, þá ertu veikomin í ókeypis kynningar- tíma hjá ur. Ath.! Opið frá ki. 08.00-23.00 alla virka daga TRMFOm 8 erglindar Grensásvegi 50, sími 553 3818

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.