Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 15 Kjör íslenskra kennara eru óhæfa Það er á almannavitorði að lýð- menntun á íslandi fari ört hnign- andi, þó því megi slá föstu að gáfnafar íslendinga standi hvergi að baki andlegu atgervi annarra þjóða. Það sem gerst hefur á næst- liðnum áratugum er einfaldlega það að ráðamenn þjóðarinnar hafa skákað gervöllu menntakerfinu út í horn, og þar berst það tvísýnni baráttu við hungurvofúna. Á sama tíma og ráðherrar, þing- menn, bæjarstjórar, bankastjórar, forstjórar og aðrir miðlungsmenn í efri lögum samfélagsins skammta sjálfum sér eða hrifsa til sín laun og margháttuð fríðindi, sem eru í einu orði sagt gráthlægi- leg miðað við afraksturinn af störfum þeirra, þá er þannig búið að kennarastéttinni eins og hún leggur sig - frá forskólum upp í háskóla - að jafngildir fjörráðum við íslenska menningu. Satt að segja gengur það undri næst hverju kennarar, sem búa við ein- hver hraksmánarlegustu kjör í gervöllu samfélaginu, hafa þrátt fyrir allt fengið áorkað. „Ein skýríng á lélegum og hríb- versnandi kjörum kennara er tal- in vera sú aö konum í stéttinni hafi fjöigaö til mikilla muna á síöustu áratugum þeim sem ráða íög- um og lofum i samfé- laginu. Ein skýring á lé- legum og hríðversn- andi kjörum kenn- ara er talin vera sú að konum í stéttinni hafi fjölgað til mik- illa muna á síðustu áratugum. Sé hún rétt, þá er um að ræða hróplega lítils- virðingu á framlagi kvenþjóðarinnar til menntamála og er enn eitt dæmið um óþolandi misrétti kynjanna. Hitt er samt ísjárvert að í mörgum grunnskól- um eru konur yfír- gnæfandi meirihluti kennara. Þegar þess „Hittersamt að gætt að álitlegur ara » segir m hluti barna elst upp hjá einstæðum mæðrum, þá liggur í augum uppi að þau hljóta að fá mjög brenglaða mynd af samsetn- ingu mannfélags- ins: þau hafa ekki kynni af karllega þættinum fyrr en þau eru komin á unglingsár. Skárri kjör kennara mundu án efa draga úr þessu ójafnvægi. ísjárvert að í mörgum grunnskólum eru konur yfirgnæfandi meirihluti kenn- .a. í gein Sigurðar. Hrópleg lítilsvirðing Vanmetin og vangreidd störf verða naumast unnin svo vel sé, nema þá af hugsjónamönnum sem kæra sig kollótta um eigin kjör og aðbúnað. Svo er gæfunni fyrir að þakka að enn er til álitlegur hópur slikra manna í kennarastétt, en þeim fer áreiðanlega fækkandi ef ekki verður fyrr en síðar gerð bragarbót. Varla verður við því búist að afburðamenn leiti hópum saman í störf sem eru svo hróp- lega vanvirt sem raun her vitni af Dýrmætasta auðlindin Menntun er ekki munaður, heldur sú auðlind sem þjóðin á dýrmætasta á tímum þverrandi sjávarfangs og vaxandi tæknivæð- ingar. Hún er bein forsenda þess að við fáum lifað siðuðu og mann- sæmandi lífí i þessu landi. Að öll- um öðrum ólöstuðum er það rök- studd sannfæring mín að engin stétt samfélagsins beri jafnþunga ábyrgð og kennarastéttin. Þar eru fóstrur vitaskuld meðtaldar. í höndum þessa fólks er bæði fram- tíð barna okkar og bamabama og raunar einnig framtíð- arheill þjóðarinnar. Bæjarfélög, sem láta það viðgangast að bæj- arstjóram og öðrum pólitískum kontórist- um séu greidd hærri laun en skólastjórum og kennurum, gera sig sek um óhæfu og grafa undan eigin farsæld og framtíð íbúanna. Eftir að ég varð stúdent fyrir tæpum fimm áratugum kenndi ég í tvö ár við framhaldsskóla í höf- uðstaðnum og þáði laun sem vora talsvert yfir meðallagi. Nú eru kennarar ekki einu sinni hálfdrættingar ■ við iðnaðarmannaað- alinn margfræga, að ekki sé minnst á for- stjóra og aðra burgeisa svonefnds athafnalífs. Hvergi á Vesturlönd- um munu kjör háskólakennara vera jafnhrakleg og á íslandi, enda er atgervisflóttinn að verða geig- Kjallarinn Siguröur A. Magnússon rithöfundur vænlegt og ört vax- andi vandamál. í Japan eru kennslu- störf einhver eftir- sóttustu störf sem völ er á, enda mjög vel launuð, og þarf varla blöðum um það að fletta að árangur Japana í mörgum greinum megi rekja beint til þess hvemig búið er að kennur- um. Ég er þó ekki endilega að mæla með upptöku jap- anskra kennsluhátta hérlendis, heldur einungis benda á kolrangt verðmæta- mat sem á eftir að koma harkalega nið- ur á niðjum okkar, tefja fyrir framförum í vísindum og tækni, ala á vanmetakennd og framtaks- leysi, og grafa smátt og smátt und- an tilverugrundvelli þjóðarinnar. Sigurður A. Magnússon Til varnar velferð á viðsjálli tíð Eðlilega verður kjaramálaum- ræðan öll áleitnari og fyrirferð- armeiri þegar uppgjör nálgast, s.s. nú þegar allir kjarasamningar eru lausir um næstu áramót. Lands- feður hafa ótæpilega stært sig af góðæri í efnahagslífinu sem þeir að vonum þakka eigin snilli um- fram annað. Aðeins sanngjarnari hlutaskipti Góðærið margumtalaða kemur enda glöggt fram í tölum fyrirtækj- anna þar sem gróði er víða á gróða ofan. Það er aðeins í undirstöð- unni, fiskiðnaðinum okkar, sem nokkuð skortir á að góðærið skili sér alls staðar, en þar kemur ým- islegt annað inn í myndina svo sem víðar. í ljósi þessa ljóma er fullkomlega sanngjamt og eðlilegt að launþegar heimti sinn skerf, að hinir eiginlegu skapendur verð- mætanna í samfélaginu fái verka- laun sín verulega hækkuð. At- vinnurekendur eru þó byrjaðir að berja lóminn eins og ætíð áður og svigrúmið í Garðastræti mælist ekki mikið fremur en fyrri daginn, enda sortnar mönnum þar mjög fyrir augum þegar vinnulýðurinn viðrar sínar eðlilegu kaupkröfur. Enginn er að tala um einhverja kollsteypu, eng- inn er að tala um að fórna þeim stöðugleika í efnahagsmálum sem áunnist hef- ur, það er aðeins verið að tala imi sanngjamari hlutaskipti í samfélaginu, mannsæmandi kjör þess erfiðis- fólks sem undir- stöðuna leggur. Varðandi áunninn stöðugleika er þá hollt að hafa í minni að það var einmitt þetta fólk sem fómaði mestu til þess að sá árangur næð- ist sem nú er staðreynd, þetta fólk með lágu launin lagði öðrum frem- ur þennan grann sem gumað er nú sem mest af sem afreki landsfeðra. Það er því réttmætt og sjálfsagt að einmitt þetta fólk fari nú að upp- skera árangurinn af því sem það sáði til meö hógværð sinni í launa- málum til að koma þjóðarskút- unni á réttari kjöl. Tilfinnanlegri en skattheimtan Fyrir öryrkja í landinu, þann stóra láglaunahóp, skiptir eðlilega afar miklu hversu til tekst nú í kjarabaráttu þeirra sem búa við áþekk launakjör. Það er líka litið til samtaka launafólks í von um að svo verði frá samningum gengið að kjör lífeyrisþega verði aftur tengd órjúfanlega launaþró- un í landinu og mis- vitur og misvelviljuð stjómvöld geti ekki hagað tilhögun bótagreiðslna að eigin hentugleikum og geðþótta. Lífeyrisþegar hafa að undan- förnu fengið að kynnast því hversu réttlætið blómstrar þegar að þeirra kjörum kemur, hversu kutanum er beitt af ótrúlegu misk- unnar- og tillitsleysi til þess að fylla upp í íjárlagagatið. Á meðan er svo þeim sem mega og megna það að leggja ríflega til í þá upp- fyllingu enn frekai- við álögum hlíft, s.s. skattabreytingar liðins vors lýstu best, þar sem stóreigna- aðilar fengu verðuga umbun um leið og lögð voru á ráðin um bóta- skerðingu lífeyrisþega af völdum fjármagnstekna löngu áður en skatttakan hófst. En lífeyrisþegar eru að sjálfsögðu þeir einu sem verða bæði að borga skattinn og hljóta launaskerðingu að auki vegna þess sem þeim hefur tekist að nurla saman. Launalækkun sem getur orðið margfalt tilfinnanlegri en skatttakan sem fólk almennt mun búa við, Vís stuðningur Öryrkjar eiga ekki þau vopn í sinni kjarabaráttu sem launþegasamtökin blessunarlega eiga, þó stjórnvöld hafi viljað slæva þau sem mest til aö mega sem best ríkja og ráða, deila og drottna. En stuðning þeirra eiga launþegasamtökin vísan í þeirri viðleitni sinni að ná réttlát- um skerf góðærisins til handa erf- iðisfólki þessa lands. Þeim er þá um leið til þess treyst að tryggja sem unnt verður afkomu öryrkj- anna í framhaldi af nýjum kjara- samningum, að sambærilegur verði hlutur þess hóps og annarra þeirra láglaunahópa sem samiö verður fyrir. Ekkert annað er heldur sæmandi þvi samfélagi sem enn vill láta kenna sig við vel- ferð. þHelgi Seljan „En lífeyrisþegar eru að sjálf- sögðu þeir einu sem verða bæði að borga skattinn og hljóta launa- skerðingu að auki vegna þess sem þeim hefur tekist að nurla sam- an.u Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ Meö og á móti Á að banna rjúpnaveiðar? Álagiðá stofninn eykst Gu&mundur Lárus- son, áhugama&ur um rjúpnavel&l. „Okkar gagnrýni á rjúpnaveið- ar hefur að mestu snúist um það hversu óheftar þessar veiðar eru. Menn geta far- ið með byss- urnar sínar og drepið hvem einasta fugl sem þeir kom- ast í færi við hverju sinni. Það eru ekki allir innan míns félags talsmenn al- friðunar en gagnrýnin hefur aðallega beinst gegn þessu atríði, að menn geti hreinsað upp heilu svæðin. Víða erlendis má einungis veiða ákveðið magn á vissum svæðum og það sjónarmið er uppi að það þurfi að passa umhverfið og gæta þess að það haldi sínu. Okkar óhefta veiði hefur m.a. leitt af sér að þær sveiflur sem eru í rjúpna- stofninum eru alltaf minni og minni, það vantar þessa miklu toppa í stofninn sem vora fyrr á öldinni. Nú á líka að fara að friða refinn og þá eykst enn álagið á ijúpnastofninn. Ef það fara 120 þúsund rjúpur til skotveiði- manna á hverju ári af ekki stærri stofni þá hefur það auðvit- að líka umtalsverð áhrif.“ Taka þarf á óþokkunum „Auðvitað á að leyfa áfram heiðarlega rjúpnaveiði, enda er það margsannað að sá veiðiskap- ur hefur ekkert með stofnstærð rjúpunnar að gera, það er vísindalega sannað. Það er alveg sama þótt einhverjir sérvitringar haldi öðru fram, ég blæs á slíkt. Það sem þarf að gera er hins vegar að taka á þeim tnönn- um sem stunda rjúpnaveiðar á þann hátt sem fram kom í DV á dögunum, að elta fuglana á bíl- um og öðrum ökutækjum út um allar heiðar og skjóta þá út um bílgluggana eða af bílpöllum. Á Öxarfjarðarheiðinni viðhöfðu þeir t.d. þennan níðingshátt á dögunum. Þar keyrðu þeir að rjúpunum sem kúrðu sig niður í skafli, skutu allan hópinn sem taldi a.m.k. 30 fugla og síðan óku þeir áfram að næsta hópi. Það era þessir menn sem taka þarf á og það ekki neinum vettlingatök- um. Þeir sem stunda hins vegar veiðarnar á eðlilegan hátt, sem er auðvitað sá aö bera sig fót- gangandi yfir með löglegan bún- að, eiga að fá að gera það í friði. En það er eins og svo oft gerist, þeir sem fara rétt að og virða lög og reglur, svo ekki sé talað um að haga sér eins og siðaöir menn, þeir eru látnir gjalda fyrir óþokkaskap örfárra manna sem setja svartan blett á allar rjúpna- skyttur." -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.