Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 20
20 Fréttir MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 að hjálpa viðskiptavininum. Landflutningar-Samskip þjóna 40 þétt- býlisstöðum á landinu hvern virkan dag. Því til viðbótar eru 1 -4 ferðir í viku á alla minni staði. Við flytjum allt frá smá- pökkum til þungavöru og gleymum því aldrei að það sem við flytjum er eign einhvers annars. Starfsfólk okkar er sérþjálfað og mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu og rétta meðferð voru. SAMSKIP Skútuvogi 8, Reykjavík. Sími: S69-8400. Fax: S69-86S7. Afgreiðslutími Landjlutninga-Samskipa: Mánudaga-fimmtudaga: 8-17 föstudaga 8-16 „Fjölgaði veislugestum skyndilega? Engar áhyggjur, við komum matnum tilykkar strax á morgun!(( I>V Stærsta landflutningafyrirtæki á Snæfellsnesi: Gífurlega hörð barátta í þess- um bransa - segir Ragnar Haraldsson, aðaleigandi fyrirtækisins Ragnar Haraldsson ásamt barnabarni sínu, Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, sem eins og aðrir í fjölskyldunni, er farinn að hjálpa til við reksturinn. DV-mynd Pjetur DV, Grundarfirði: „Það er gífurlega hörð barátta í þessum bransa. Við flytjum hér um allt Snæfellsnesið, Suðumesin og höfuðborgarsvæðið og raunar alls staðar þar sem eitthvað fellur til. Það eru 90 prósent af þessu ferskur og frosinn fiskur,“ segir Ragnar Haraldsson sem rekur ás£unt fjöl- skyldu sinni stærsta landflutninga- fyrirtæki á Snæfellsnesi, Vöruflutn- inga Ragnars og Ásgeirs. Fyrirtæk- ið heldur úti 7 flutningabílum og segir hann að mikið sé að gera í flutningunum. „Við höfum notið góðs af því að hér á svæðinu hafa menn tekið okk- ur fram yfir fyrirtæki annars staðar frá. Það hefur einfaldlega ekki þýtt fyrir þá að reyna að komast inn á þessa flutninga. Við erum með höf- uðstöðvar á heimastöðvum og það hafa menn kunnað að meta hér,“ segir hann. Ragnar segir ekki hafa komið til þess að risamir Eimskip eða Sam- skip keyptu sig inn í rekstur hans eins og raunin hefur orðið með fjölda flutningafyrirtækja á landinu. Hann segist ekki telja þau kaup vera af hinu vonda. „Þeir hafa ekki viljað okkur enn- þá. Ég vil ekki mála þetta svo dökk- um litum að verið sé að gleypa fyr- irtækin. Við erum með viðskipti við báða og það hafa ekki orðið neinir árekstrar út af því,“ segir hann. Fjölskylda Ragnars stendur meira og minna að rekstrinum og ef marka má skattskrá þá gengur fyr- irtækið vel því Ragnar og kona hans hafa undanfarin ár verið með hæstu tekjuskattsgreiðendum á svæðinu. Ragnar segir að börn hans séu þegar tekin við rekstrinum að hluta en fyrirtækið er kennt við hann og Ásgeir son hans. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki sem börnin erfa ef ég verð ekki búinn að setja þetta á hausinn áður,“ segir Ragnar. -rt Eigendur Víkurbergsins, Reynir Jóhannsson og Benóný Þórhallsson, ásamt eiginkonum sínum, systrunum Jennýju og Svövu Jónsdætrum, viö líkan af Víkurberginu sem þeim var gefið eftir aö framkvæmdum var lokið við skipið. -ÆMK Burðargeta Vikurbergs aukin um 320 tonn DV, Suðurnesjum: „Við erum búnir gegnum árin að breyta skipinu þannig að það er nánast ekkert eftir af því sem var upphaflega. Eftir breytingarnar nú munu afköstin og burðargetan auk- ast,“ sagði Reynir Jóhannsson, skip- stjóri og annar eigenda Víkurbergs GK 1, við DV. Hinn eigandi skipsins er Benóný Þórhallsson. Nýlega var lokið lagfæringum sem voru gerðar en skipið er búiö að vera í slipp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í fimm mánuði. Þar var það lengt um tæpa átta metra en áður hafði það verið lengt um fjóra metra. Þá voru settar nýjar hliðar- skrúfur og ýmsar lagfæringar gerð- ar og það málað. Burðarrými eykst við lagfæring- arnar mn 320 tonn og verður því 970 tonn. Ekki er búið að taka alla kostnaðarliði saman en þeir gætu verið um 70 milljónir. Inni í þeirri upphæð er kostnaður við perustefni sem var sett á skipið í vetur. Skipið var byggt 1964 í Noregi en Reynir og Benóný hafa átt það í 20 ár. Víkur- bergið hefur rúmlega 1.800 þorskígildistonna kvóta. „Ég er orðinn spenntur að fara aftur á sjó. Það var erfitt að vinna úti í rafsuðu og mála skipið vegna rigningar og höfum við tafist vegna þess nokkuð mikið. Við fórum út 31. október og erum ekki búnir að ákveða enn hvort við forum á síld- veiðar eða loðnuveiðar. Við erum tilbúnir í hvort sem er,“ sagði Reyn- ir Jóhannsson. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.