Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Fréttir 31 Iðnaðarvélai VERÐ KR.j /Y\ McDonaití's I ■ Itm Gæði, þjónusta, hreinlæti og góð kaup Hitablásari 7500w ) Umbobsmenn um allt land ÐV Hlebsluborvél 9,óv staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur o\H milH hlrnlr^ og stighœkkandi birtingarafsláttur Hitaveita Suðurnesja: Minnkandi sala til varnarliðsins DV, Suðuxnesjum: „Salan á heitu vatni er nú tæp- lega 30 þúsund mínútulítrar á mán- uði. Tæplega milljón tonn um mæla og hefur lítið breyst á síðustu árum. Ekki er fyrirsjáanleg þörf á að auka framleiðslu á heitu vatni af mark- aðsástæðum,“ sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja, á að- alfundi Sambands sveitarfélaga ný- lega. Júlíus rakti þcU- stöðu mála í sölu á heitu vatni, rafmagni og gufu. Aukning á sölu á heitu vatni til ai- mennings er 1-2% á ári en sala til Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli minnkandi og telur Júlíus að frekar megi búast við samdrætti en aukn- ingu þar. Telur hann vart raunhæft að gera ráð fyrir framleiðslu á heitu vatni fyrir íbúa utan veitusvæðis Hitaveitu Suðumesja. I rafmagni er gert ráð fyrir að á næsta ári verði forgangsorkunotk- un á svæðinu um 200 GWst og af því framleiðir Hitaveita Suðumesja með núverandi vélakosti um 125 GWst eða rösklega 62% notkunar- innar. Þá eru ótaldar um 40-50 GWst af ótryggðri orku vegna raf- skautakatla í fiskimjölsverksmiðj- Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. DV-mynd ÆMK um í Grindavík og Helguvik. Raf- orkunotkun i heild hefur lítið auk- ist á síðustu árum og var 1995 3% meiri en 1988. Nýting á gufu til iðn- aðar er nú nánast engin. „Meðan saltverksmiðjan var í rekstri var notkun hennar væntan- lega 400 þúsund tonn á ári en siðan hún hætti starfsemi er notkunin sáralítil. Issjór hf., félag fyrrverandi starfsmanna saltverksmiðjunnar, nýtir lítilsháttar gufu til eimingar á vökva úr Bláa lóninu fyrir Bláa lón- ið hf. sem framleiðir baðsölt. Þá er einnig nýtt gufa hjá Þurrhúsinu Reykjanesi hf. þar sem áður var fiskimjölsverksmiðja og síðar fram- leiðsla gæludýrafóðurs, en þar era nú þurrkaðir þorskhausar og fleira,“ sagði Júlíus. -ÆMK 5 JltlasCopcc Reykjavík: Ellingssen. Byggingavöruversl Nethyl Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Blómsturvellir, Hellissandi.Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestfirðir: Rafverk.Bolungarvík. | Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfirðinga .Sauöárkróki. KEA Siglufiröi. KEA Ólafsfiröi. KEA, Lónsbakka Akureyri. KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. VopnfirSinga,Vopnafirði Sveinn GuömundssonJ Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. KASK, Höfn. Suðurland: Rafmagnsverkstæöi KR. Hvolsvelli. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. FROSTVARNIR A VATNSINNTOK Því að taka óþarfa áhættu. Láttu leggja hitastreng á vatnsinntakið Hitastrengur • frábær reynsla Rafhitastrengirnir frá Sigurplasti hafa veriö notaöir á íslandi í yfir 20 ár. Árangurinn er mjög góöur. Hætta á frostskemmdum er engin. Einungis þarf að tengja strenginn viö 220 V straum og strengurinn hitnar sjálfkrafa þegar kólnar í veðri. KomlðívegfyrirfrostskamHÍir með hitastrengnum frá Sigurplasti Rafhitastrengurinn kemur í tilbúnum settum og er hann sjálfhitastillandi. Útsölustaðir eru: Glóey, Ármúla 19 og Johan Rönning hf., Sundaborg, Reykjavik, Rafport, Kópavogi, Rafbúð Skúla, Hafnarfirði, Árvirkinn, Selfossi, og Rafiagnadeiid KEA, Akureyri. Dæml um frágang á leiDslu tll aO koma I veg fyrlr frostskemmdir. VÖLUTEIGUR 3, MOSFELLSBÆ. SlMI 566-8300 II \vj ryj ry/\| / \y/ W/ij Nótaskipið Örn komið til Njarðvíkur: Lengt í þriðja sinn DV, Suðurnesjum: Nótaskipið Örn KE 13 kom til Njarðvíkurhafnar á dögunum eftir miklar breytingar í Póllandi í sum- ar sem tóku fimm mánuði tæpa. Við komuna til hafnar myndaðist umferðaröngþveiti á hryggjunni því margir vildu skoða þetta glæsi- lega skip sem er í eigu þekktra bræðra, Arnar og Þorsteins Er- lingssona. Örn, útgerðarmaður Arnarins, var ánægður með hvemig til hefur tekist. Hann segir að skipið sé al- veg nýtt fyrir framan vélarhús - allt endurnýjað þar. Þá era veiðar- færi og búnaður nýr. Skipið var lengt um 5 metra og breikkað úr 7,62 metram í 10. Sett var mjög full- komin ísverksmiðja og ísblöndun- artæki í skipið sem framleiðir 30 tonn af ís á sólarhring og kælir afl- ann jafnóðum og dælt er í skipið. ísinn er úr fersku vatni. Þá var sett í það ný ljósavél. Eftir breytingarnar eykst burð- argeta skipsins úr 760 í 1200 tonn. Þær voru hannaðar af Skipatækni hf. í Reykjavík sem sá einnig um eftirlit ásamt Erni. Skipið var smíðað í Noregi 1966. Öm og Þor- steinn keyptu það 1973 og segir Öm að prjónað hafi verið við það tvisvar áður - fyrst 1976 og aftur 1987. Skipið hélt til veiða 30. októ- ber og verður annaðhvort á loðnu eða síld. 14 manns eru i áhöfn. -ÆMK Bræðurnir Orn og Þorsteinn Erlingssynir. DV-mynd ÆMK VERÐ KR VERÐ KR VERÐ KR VERÐ KR meö/auka rafhlöbu VERÐ KR.: m/auka rafhlöb VERÐ KR.: _ ifÁv;«a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.