Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjðri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýs i ngastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritsflórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Styrjöldin í Saír Rúmum tveimur árum eftir að morðsveitir hútú- manna í Afríkuríkinu Rúanda fengu frið til þess að murka lífið úr hálfri miUjón meðbræðra sinna af tútsí- ættum, stefnir í blóðugt stríð á milli tútsa og stjómar- hers Saír, sem nýtur stuðnings hútú-manna. Sumir telja að þessi átök kunni að hafa veruleg áhrif á ríkjaskipan í heimsálfunni í framtíðinni. Fréttir af bardögum síðustu daga eru mjög óljósar, ekki síst þar sem bæði starfsmenn alþjóðlegra hjálpar- stofnana og erlendir fréttamenn hafa flúið bardagasvæð- in í austurhluta Saír. Þó er vitað að stjómarherinn í Saír hefur farið halloka fyrir tútsí-mönnum sem hafa lagt undir sig að minnsta kosti tvær helstu borgimar í Kivu- héraði - Bukavu í suðri og Goma í norðri. Á báðum þess- um stöðum voru fjölmennar búðir flóttamanna. Þeir vom flestir hútú-menn sem yfirgáfu Rúanda í kjölfarð fjöldamorðanna á tútsí-mönnum af ótta við refsingar og hefiidaraðgerðir. Þetta flóttafólk er nú á leiðinni frá bar- dagasvæðunum og leitar lengra inn í Saír. Óbreyttir borgarar af tútsí-ættum flýja hins vegar til Rúanda. Talið er að hátt í ein milljón manna sé nú á flótta og verði að bjarga sér á eigin spýtur. Þótt að hluta til megi rekja rót átakanna nú til fjölda- morðanna í Rúanda árið 1994, er orsakanna vissulega líka að leita langt aftur í tímann. Á mektardögum evr- ópsku nýlenduveldanna á síðustu öld vom landamæri í Afríku ákveðin án nokkurs tillits til aðstæðna í heims- álfunni sjálfri. Það gerðist á ráðstefnu í Berlín á árunum 1884-1885. Þau pennastrik, sem þar vom dregin á landa- kort, skiptu þjóðum Affíku gjaman á milli margra ríkja. Þetta á meðal annars við um tútsa sem em ekki að- eins fjölmennir í Rúanda og Búrúndí, heldur einnig í Saír þar sem þeir settust að fyrir um 200 árum. Þeir hafa því verið fjölmennur minnihlutahópur í Saír, eða Kongó eins og þetta stóra land hét lengi vel, allt frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Belgum árið 1960. Stjómvöld í Saír hafa lengi haft hom í síðu tútsí- manna og litið á þá sem útlendinga. Árið 1981 voru þeir þannig sviptir ríkisborgararétti í landinu. Og upphaf átakanna nú má rekja til þess að her Saír hóf árásir á byggðir tútsí-manna í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rúanda, og naut til þess stuðnings leif- anna af morðingjaher hútú-manna sem höfðu komið sér fyrir í flóttamannabúðunum í Goma og víðar. Tútsar svömðu þessum árásum af krafti og hófu þá sókn gegn stjórnarhernurn sem nú hefur fært þeim yfirráð yfir helstu borgum í austurhluta Saír, og fengu til þess stuðn- ing ættmenna sinna handan landamæranna. Forseti Rúanda hefur krafist þess opinberlega að hafh- ar verði viðræður um að endurskoða þau landamæri á milli Saír og Rúanda sem ákveðin voru í Berlín fyrir rúmri öld. Allt frá því nýlendur Afríku fengu sjálfstæði hafa ýmis þjóðarbrot af og til reynt að brjótast undan oki meirihlutans og öðlast sjálfstæði. Það mistókst með hörmulegum hætti í Biafra í Nígeríu, en leiddi hins veg- ar eftir langvarandi stríð til sjálfstæðis í Eritreu árið 1993. Valdhafar víða í Afríku munu leggjast hart gegn öll- um hugmyndum um endurskoðun gildandi landamæra. Þeir óttast að í kjölfarið komi kröfur þjóðarbrota um sjálfstæði, eða sameiningu við önnur ríki, víða í álfunni. Fátt bendir því til þess að friðsamleg lausn sé í sjón- máli í Saír. Það eru slæm tíðindi fyrir fórnarlömb þessa harmleiks, það er bjargarlausa alþýðu manna. _____________________________Elías Snæland Jónsson „Markmiðið er að á öllum vinnustöðum verði skapað vinnuumhverfi sem dragi úr líkum á að fólk verði fyrir kyn- ferðislegri áreitni...“ Kynferðisleg áreitni Kjallarinn Guðný Guð- björnsdóttir alþingismaður Á síðastliðnum vetri ræddi ég um kynferðislega áreitni utan dag- skrár á Alþingi vegna þess að op- inberar stofnanir virtust ekki hafa — úrræði í slíkum málum. Ég lagði áherslu á nauðsyn þess að opinberar stofnanir og vinnu- staðir kæmu sér upp skipulegum far- vegi fyrir mál af þessu tagi. í síðustu viku mælti ég fyrir tillögu til þingsá- lyktunar um að- gerðir gegn kyn- ferðislegri áreitni, sem vonandi fær góðar undirtektir innan þings sem utan. Hvað er kyn- ferðisleg áreitni? í starfsreglum Evrópusam- bandsins frá árinu 1992 segir m.a. um kynferðislega áreitni: Kynferð- isleg áreitni er óvelkomin kynferð- isleg hegðun, eða önnur kynbundin hegðun sem hefur áhrif á sjálfsvirð- ingu kvenna og karla á vinnustað. Þessi óvelkomna hegðun getur verið líkamleg, orðbundin eða myndræn. Við- urkenning á eða mótmæli gegn slíkri hegðun af hálfu yfirmanns eða samstarfs- manns skiptir máli fyrir aðgang viðkomandi að starfsþjálfun, at- vinnu, stöðuhækkun eða launum; og/eða hegðunin skapar óþægi- legt, fjandsamlegt eða auðmýkj- andi vinnuumhverfi fyrir þann sem hegðunin beinist að. Megin- einkenni kynferðislegrar áreitni er að hegðunin er óvelkomin. Kyn- ferðisleg hegðun verður áreitni ef henni er haldið áfram þrátt fyrir að það hafi verið gefið skýrt til kynna að hegðunin sé óvelkomin, þó getur eitt tilvik talist kynferðis- leg áreitni ef það er nægilega alvarlegt. Sem dæmi um líkam- lega áreitni má nefna óvelkomna snertingu, atlot, kossa eða þving- un til samræðis. Dæmi um orðbundna áreitni eru klámyrði, kynferð- islega niðtu'lægjandi at- hugasemdir eða óvel- kominn, endurtekinn þrýstingur á kynfeðis- leg samskipti. Algeng dæmi um myndræna áreitni eru kynferðis- lega niðurlægjandi tákn eða veggspjöld og ...... 1. notkun þeirra til að auglýsa atburði eða samkomur. Þingsályktunartillagan Orðalag tillögunnar sem nú er til meðferðar á Alþingi er eftirfar- „Umræðan i þjóðfélaginu bendir til aö töluvert vanti á að fólk skilji að kynferðisleg áreitni er einelti og mannréttindabrot sem ekki á að líða, hver sem í hlut á.“ andi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að skipa nefnd sem hafi það verkefni að beita sér fyr- ir að skipulega verði brugðist við málum er varða kynferðislega áreitni í opinberum stofnunum og á öðrum vinnustöðum og að skipu- leggja fræðslu um slíka áreitni. Tryggt verði að allir starfsmanna- stjórar, trúnaðarmenn, dómarar og lögfræðingar eigi kost á slíkri fræðslu.“ Með tilvísun í rannsóknir og þekkt dæmi um ásakanir um kyn- ferðislega áreitni er brýnt að sjá til þess að fræðsla eigi sér stað um kynferðislega áreitni, ekki síst meðal starfsmannastjóra, og að markaður verði skipulegur farveg- ur með skýrum starfsreglum á sem flestum vinnustöðum og menntastofnunum. Fyrirmyndir um slikar starfsreglur má finna hjá fjölmörgum erlendum háskól- um, fyrirtækjum og stofnunum, m.a. á veraldarvefnum. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar tekið markvisst á þessum málum, m.a. íslandsbanki. Yfir- leitt er um litlar trúnaðamefndir að ræða sem taka við skriflegum kvörtunum, hlusta á háða málsað- ila, veita áminningar við fyrsta brot og grípa til róttækari aðgerða ef kvartanir eða ásakanir halda áfram. Það er skoðun flutningsmanna að þessi þingsályktimartillaga hafi annars vegar fyrirbyggjandi til- gang og hins vegar leiðbeinandi ef vandamálið kemur upp. Markmið- ið er að á öllum vinnustöðum verði skapað vinnuumhverfi sem dragi úr líkum á að fólk verði fyr- ir kynferðislegri áreitni; að komið verði á fót ódýru og skilvirku fræðslukerfi; og að starfsreglur stofnana geri fólk meðvitað um rétt sinn og hvemig ber að bregð- ast við kynferðislegri áreitni komi hún upp á vinnustað eða í trúnað- arsambandi í opinberri stofnun. Einelti og mannréttindabrot Umræðan í þjóðfélaginu bendir til að töluvert vanti á að fólk skilji að kynferðisleg áreitni er einelti og mannréttindahrot sem ekki á að líða, hver sem i hlut á. Flest ná- grannalanda okkar hafa þegar tek- ið markvisst á þessum málum og vonandi styttist í að svo verði einnig hér á landi. Guðný Guðbjörnsdóttir Skoðanir annarra Samkeppni um starfsmenn „Augljóst er, að stjórnendur fyrirtækjanna standa frammi fyrir gjörbreyttum viðhorfum. Þeir hafa hingað til tekið við launatöxtum, sem um hefur ver- ið samið í almennum kjarasamningum og geta vísað til þeirra, þegar starfsmenn hafa farið fram á betri kjör. Verði þessar tilllögur að veruleika er ábyrgðin að hluta til komin á þeirra herðar. . . . Líklegt má telja, að samkeppni aukist á milli fyrirtækja í sömu grein um hæfústu starfsmenn. Þar stendur sá bezt að vígi, sem nær lengst í skipulagsbreytingum í rekstri." Úr forystugrein Mbl. 1. nóv. Týnist Kvennalistinn? „Hvað ef þingkonur Kvennalistans gengju til sam- starfs við sameinaðan þingflokk Alþýðuflokks og Þjóðvaka? Þá yrði til 14 manna þingflokkur, skipað- ur til helminga konum undir forystu konu. . . . Þær Kristínarnar og Guðný geta nú látið reyna á hvort þeirra sjónarmið eigi jafn góða samleið með öðrum og reyndin hefur orðið á hjá stallsystrum þeirra á Reykjavíkurlistanum. Hvað kostar sú tilraun? Ekki neitt ef hún mistekst, en til mikils er að vinna. . . . Kvennalistinn er of mikilvægur til að týnast.“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tlmanum 1. nóv. Alþýðuflokkur tekur breytingum „Alþýðuflokkurinn stendur á tímamótum þegar Jón Baldvin lætur af embætti. Jón Baldvin hefur mótað flokkinn og ásýnd hans í ríkara mæli en al- mennt gerist um flokksformenn. Alþýðuflokkurinn tekur breytingum þegar Jón Baldvin hættir, og því hljóta flokksmenn að hugleiða vandlega hver sé best til þess fallinn að leiða flokkinn og gefa honum trú- verðugt yfirbragð." Úr forystugrein Alþbl. 1. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.