Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 32
40 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Hringiðan Á laugardaginn fór fram úrtökukeppni fyrir Norður- landamótið í dansi í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Þótt Laufey Karítas Einarsdótt- ir og Brynjar Örn Þorleifs- son séu ekki danspar þá voru þau svo glæsiieg að ekki var hægt annað en að smella einni mynd af þeim. Það var hörkufjör á skemmtistaðnum Tetris á laugar- dagskvöldlö þegar hljómsveltln Jets hélt útgáfutelti. Franz Gunnarsson, Þiðrik Hansson, Hllmar Harðarson og Þór Hinrlksson voru stuðboltar i gleðskapnum. Ofurgrúppan Jets hélt útgáfutónleika á skemmtistaðnum Tetris á laugardags- kvöldið. Félagarnlr Svav- ar Jósefsson og Valdimar Brynjarsson létu sig ekki vanta á svæðið. Um helgina stóð Lions- klúbburinn Víðarr fyrir veit- ingahúsasýningunni „Biti af Reykjavík" i Perlunni. Fjöldi veltingastaða og þjónustufyr- Irtækja tók þátt í sýnlngunni. Japanski veitlngastaðurlnn Samural, meö þær Ingu Gunnars- dóttur og hina yukataklæddu Þor- björgu Einarsdóttur í sýningarbásnum, leyfði vegfarendum að gæða sér á sushi. Barnaleikritið Trúðaskólinn var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Bjöm Emil Jónsson, Hlldur Skúladóttir, Sigrún Pálmadóttlr og Unnur Skúladóttir fengu fína trúðahatta á frumsýnlngunni sem var mjög skemmtileg. Félagsmiðstööin Fellahelllr í Breiðholti stóð fyrir friðarhátíð með grilli og skemmtidagskrá á föstudagskvöldlð. Félagarnir Ásgeir Ásgeirsson og Tryggvl Haraldsson gæddu sér á pylsum og skemmtu sér vel i Fellahelli. Róbert Þórhailsson lék á kontra- bassann af fingrum fram þegar Sæv- ar Karl kynnti nýju vor- og sum- artískuna í verslun sinni við Banka- stræti á laugardaginn. Á laugardaginn hélt Málmsuðuféiag íslands málmsuöudag í húsnæði Iðntæknistofnunar íslands tll þess að vekja athygli á málmiðnaðinum á íslandi. Af því tllefni var haldið ís- landsmelstaramót i málmsuðu. Ingi- mundur Sæbjarnarson og Guðsteinn Þorláksson tóku þátt í islands- meistaramótinu. Veitlngastaöurinn Lækjar- brekka var með sýningarbás á veitingahúsasýningunni „Biti af Reykjavík" í Perlunni um helglna. Kokkarnir Ingv- ar Svendsen og Ásbjörn Pálsson eldsteiktu kjúklingabringur sem sýning- argestir gæddu sér svo á. Samkvæmt venju var fyrstl laugardagur mánaðarins langur á Laugaveginum. Af því tllefni var haldinn pabbaleikurinn „Ljótasta bindið“ sem fólst í því að fjöl- skyldumeðlimlr komu með Ijótasta blndl fjöiskylduföðurins og skiluðu því í ákveðnar búðir á Laugaveginum. Bene- dlkt Pálsson og Nanna Magnadóttlr í verslun Guðstelns Eyjólfssonar höfðu það vandaverk að velja Ijótasta blndlð sem komið hafði verið með um daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.