Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 JjV menning Heillandi trúðar Trúðaskólinn er óvenjulega hressi- legt leikrit sem leikstjórinn, Gísli Rúnar Jónsson, hefur sett greinileg fmgraför á með orðfæri og aðlögun, að ógleymdri fjörlegri leikstjórn. Hann notar orðaleiki og útúrdúra til að skemmta áhorfendum og það virk- ar. Alls kyns brögð og brellur leik- hússins eru óspart notuð og áhorf- endur látnir skerast í leikinn þegar mest liggur við. Leiklist Auður Eydal DV-mynd PÖK krakka og ekkert síður fyrir fylgdarlið þeirra. Það er alveg óhætt að lofa góðri skemmtun. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviöi í Borgar- leikhúsi: Trúöaskólinn eftir Friedrich Karl Waechter Þýðing og aðlögun: Gísli Rúnar Jónsson, eftir enskri útfærslu Kens Campbells Leikhljóð: Baldur Már Arngrímsson Útsetning tónlistar: Vilhjálmur Guðjónsson Lýsing: Lárus Björnsson Búningar: Helga Rún Pálsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikstjórn: Gísli Rúnar Jónsson og Dropa. Halldóra Geirharðsdóttir leggur hvert vígið af öðru að fótum sér þessa dagana. Hún leikur trúð- inn Lævís sem „opnar“ sýninguna með skemmti- legri innkomu í vel útfærðu atriði. Það féll í góð- an jarðveg á frumsýningu og þar með var ísinn brotinn. Og eftir svona byrjun verður ekki við snúið. Trúðarnir koma hver af öðrum inn í skólastofuna hans Steinþórs Sigurðssonar sem virkar grá og köld við fyrstu sýn en reynist svo vera ævintýra- heimur þar sem margt getur skemmtilegt skeð. Trúðaskólinn er fjörug og vönduð sýning fyrir Þó að þetta sé yfirlýst barnasýning geta allir - eldri sem yngri - notið hennar í botn. Trúðarnir íjórir eru skringilegir í stóru litfögru búningunum sínum sem Helga Rún Pálsdóttir hefur hannað og mótað eftir persónuleika hvers og eins. Hún byggir á hefðinni en stílfærir óspart. Innan imdir gervinu leynast lifleg- ir karakterar, ef til vill ekki svo ólík- ir öðrum krökkum, og einmitt það gerir þá svo heillandi fyrir litla áhorfendur. Einn er feiminn, annar frakkur og svo er hún Bóla sem vill vera allra vinur. Bessi Bjamason leikur prófessor Blettaskarp sem heitir sannast sagna harla óvenjulegum aðferðum við Eggert Porleifsson og Halldóra Geirharðsdóttir: Heillandi trúöar. þessa óstýrilátu nemendur. Bessi er ekki bara lærimeistarinn á sviðinu heldur er hann þarna að vinna með fjórum yngri leikurum sem án efa geta (og hafa) sótt margt í smiðju til hans. Bessi hefur svo lengi glatt áhorf- endur með frábærri list sinni að um hann þarf ekki að fara mörgum orðum. En eitt er víst: Ekki fer honum aftur! „Litlu“ trúðarnir eru dægilega skemmtilegir. Að baki „persónugerðunum" liggur mikil og öguð vinna en um leið ber hver trúður ákveðin höfund- areinkenni þess sem leikur hann. Eggert Þorleifs- son, Helga Braga Jónsdóttir og Kjartan Guðjóns- son eru hvert öðru betra í hlutverkum Belgs, Bólu ■ Ný alfræði um myndlist Þrjátíu og ijögur bindi, þrjátíu þúsund siður, íjörutíu þúsund greinar eftir tæplega sjö þúsund fræðimenn frá hundrað og tuttugu löndum, fimmtán þúsund myndir! Svona viðamikil er ný alfræðibók um myndlist sem breska Macmill- an útgáfan sendi nýlega frá sér. Segja forsvarsmenn að þetta sé yf- irgripsmesta uppflettirit um mynd- listina frá upphafi vega, enda var það fimmtán ár í smíðum. Ritið tekur til fleiri efnisþátta en önnur vinsæl uppflettirit, eins og þýska alfræðin frá Thieme-Becker, til dæmis er fjallað um myndlist fjar- lægra þjóða, ljósmyndir, skreyti- list og arkitektúr. Ritið kostar hálfa milljón króna, en þó að almenningur veigri sér við að reiða fram slíkar upphæðir komast skólar og listasöfn tæplega hjá því að fjárfesta í því. Nú þegar hafa Listasafn íslands og Mynd- lista- og handíðaskólinn keypt það í bókasöfn sín. Hlutur íslendinga er stærri í þessu riti en nokkru öðru alþjóð- legu fræðiriti um myndlist. Fyrir áratug var haft samband við Lista- safn íslands og það beðið að til- nefna myndlistarmenn til umfjöll- unar, og auk þess voru pantaðar yfirlitsgreinar um íslenska mynd- list frá upphafi til nútímans. Af til- nefndum listamönnum valdi rit- stjórn 27 og leitaði til átta ís- lenskra listfræðinga með að skrifa greinarnar. í ritinu fjallar Aðalsteinn Ing- ólfsson um Hörð Ágústsson, Jón Gunnar Ámason, Sigurjón Ólafs- son, Kristján Davíðsson, Jón Eng- ilberts, Erró, Hrein Friðfmnsson, Kristján Guðmundsson, Gerði Helgadóttur, Einar Jónsson, Magn- ús Pálsson, Gunnlaug Scheving og Ásmund Sveinsson. Halldór Björn Runólfsson skrifar um Jóhann Briem, Svavar Guðnason, Karl Kvaran, Valtý Pétursson og Jón Stefánsson. Hrafnhildur Schram flallar um Ásgrím Jónsson, Júlíönu Sveinsdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Björn Th. Björns- son ritar um Snorra Arinbjamar og Þorvald Skúlason; Júlíana Gott- skálksdóttir fjallar um Finn Jóns- son og Guðbjörg Kristjánsdóttir um Kjarval, auk þess sem birt er gömul grein eftir dr. Selmu Jóns- dóttur um Þórarin B. Þorláksson og hollenskur listgagnrýnandi fjallar um Sigurð Guðmundsson yngri. Mikið efni um íslenska myndlist í nýju bresku yfirlitsriti. Jón Gunnar Árnason er einn þeirra sem skrifað er um. Sannkallaðar fantasíur Sögumar í fyrsta smásagnasafni Andra Snæs Magnasonar, Engar smá sögur, geta með réttu kallast fantasíur, en sú bókmenntagrein á ættir að rekja til ævintýfa. Allt getur gerst: Einar Benediktsson rís upp úr gröf sinni, jörðin reyn- ist flöt og átta hundruð börn era látin taka þátt í rannsókn á sann- leiksgildi málsháttarins „Brennt barn forðast eldinn". Fantasíur Andra Snæs era gam- ansögur og húmorinn kviknar þegar blandað er saman hinu ómögulega og hversdagsleikanum. Eitthvað undirfurðulegt á sér stað í þeirri veröld sem lesandinn þekkir og kallar á viðbrögð ein- staklinga og stofnana. Þegar haf- meyja kemur á færið hjá Ara leið- ir það meðal annars til deilu líf- fræðinga um hvort hafmeyjar séu fiskar eða spendýr og þegar orð breytast í áþreifanlegt efni þarf unglingavinnuflokk til að moka upp loðnum svörum sem falla út um glugga Stjómarráðsins. í sögunum ríkir galsafull og frjálslynd afstaða til tilverunnar. Flestar persónurnar eiga það sam- Bókmenntir Kristján Þórður Hrafnsson eiginlegt að leiðast hlutskipti sitt og þrá eitthvað annað. ímynd hamingjunnar birtist sem lausn úr höftum daglegs lífs og sem ævin- týri. Þeir sem era hamingjusamir eru unga fólkið sem sleppur við vorpróf vegna þess að komið hefur í ljós að vísindin samanstanda af blekkingum og Palli sem er ánægður með það að á sumrin skuli máttarvöldin raska náttúru- lögmálunum þannig að morgun hvem vakni sérhver sál í nýjum líkama. Andri Snær Magnason. Dæmi um gáska höfundar er viðleitni hans til að setja inn í textann alþekkt brot úr öðrum textum, svo sem nöfn Ijóöabóka eða línur úr ljóðum: „Þetta var furðulegt sambiand af fólki í ferð án fyrirheits", „það var þrútið loft og þungur sjór, smá regnúði í lofti og fuflt tungl.“ Sögumar eru misgóðar eins og gerist og gengur en styrkur þessa verks felst í frumlegum og stund- um afar sniðugum hugdettum. Oft- ast nær er úrvinnslan einnig vel heppnuð. Sagan um rannsóknina á sannleikSgildi íslenskra máls- hátta er til dæmis gamansaga í fyrsta gæðaflokki. Sjálfur stíllinn er nokkuð tilþrifalítill og textinn er stundum óþéttur, en lesandinn má eiga von á að skella oft upp úr. Andri Snær Magnason: Engar smá sögur. Mál og menning 1996 1B s I 1 ■ i ( I :■: I II 1 Skiptistöðin Stoppleikhópurinn frumsýn- ir Skiptistöðina eftir Valgeir Skagfjörð í Ölduselsskóla ann- að kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Frumsýningin er öllum opin, en framvegis verður þetta farandleiksýning fyrir efstu bekki grunnskóla og fyrstu bekki framhaldsskóla og er unnin í samvinnu við Forvam- arsjóð ráðuneytanna, SÁÁ, Samband íslenskra sparisjóða og Hitt húsið. I í leikritinu segir frá ungling- um sem lokast af tilviljun inni á skiptistöð yfir nótt og deila reynslu sinni af fikniefnum og ofbeldi. Leikhópurinn var stofnaður í fyrra og sýndi þá umferðarleikritið Stopp í grunnskólum. í hópnum eru leikaramir Dofri Hermanns- son, Eggert Kaaber, Hinrik Ólafsson og Katrín Þorkelsdótt- ir. Leikstjóri er Þórarinn Ey- fjörð. Upplýsingasími hópsins er 5546271. Myrkraverk í dag kl. 13.05 hefst frumflutn- ingur leikritsins Myrkraverk eftir Elías Snæland Jónsson á Rás 1. Það var boðað í ótíma hér á síðunni fyrir tveim vik- um; þá sáu rásarmenn að sér og settu eldfjöragan gamanleik á dagskrá til að létta lundina í vetrarbyrjun. En nú er kominn tími á Myrkraverk. Úr safni Engel Lund Á háskólatónleikum á mið- vikudaginn ætlar Marta G. Halldórsdóttir, sú sem striðir sjálfri Callas í Master Class i ís- lensku óperunni, að syngja nor- ræn sönglög úr safni Engel Lund. Öm Magnússon leikur undir á píanó. Tónleikamir era að venju í hádeginu, hefjast kl. 12.30. Tjarnar- kvartettinn og hinar kýrnar Tjamarkvartettinn úr Svarf- aðardal syngur íslenska leik- hústónlist í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum við Vesturgötu á miðvikudaginn, 6. nóvember, kl. 21. Tónleikamir verða upp- hitun fyrir sýningu á Hinum kúnum, einþáttungi eftir Ingi- björgu Hjartardóttur sem hefur verið á fjölum Kaffileikhússins síðan í ágúst. Tjamarkvartettinn skipa bræðurnir Hjörleifur og Krist- ján Hjartarsynir frá Tjörn og eiginkonur þeirra, Rósa Kristín Baldursdóttir og Kristjana Arn- grímsdóttir. Hann hefur starfað frá 1989 og haldið tónleika víða um land og utan lands. Nú er hann á fórum til Kaupmanna- hafnar þar sem hann á að syngja á Norrænum menning- ardögum í Rialto leikhúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.