Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 lýsingar. Rowan voru boðin slík bréf til kaups og þess vegna fór hann inn á síðuna mína,“ segir Njáll. Að hans sögn hafa þeir félag- ar aldrei hist og reyndar segir Njáll að þeir hafi nú helst áhyggjur af þvi að vegna góðra undirtekta við Crime on Line hafi þeir félagar ekki tíma til þess. „Sem dæmi um þessar góðu viðtökur má nefna að ástr- alska ríkið er að skoða kerfið okkar til þess að merkja bíla þar í landi. Einnig hafa öflug erlend fyrirtæki á sviði upplýsingatækni sýnt starfi okkar mikinn áhuga,“ segir Njáll að lokum. Vefsíða Crime on Line er á slóð- inni http://www.c-o-l.com. Þaðan er einnig hægt að komast inn á vefsíðu Njáls þar sem hann birtir ítarlegar upplýsingar um hin svokölluðu Ní- geríubréf sem margir hafa brennt sig á. -JHÞ Njáll Harðarson er annar stofnandi Crime on Line en það fyrirtæki vinnur gegn þjófnaði. Að sögn Njáls hentar Inter- netið sérstaklega vel f þeim tilgangi þar sem það, eins og glæpamenn, þekkir engin landamæri. Hann bendir á miða sem hægt er að merkja hluti með en slíkur miði gefur tii kynna að þeir séu skráðir hjá Crime on Line. Nýtt og efnilegt glæpavarnarfyrirtæki á netinu: Meðeigendurnir hafa aldrei hist - erum í mikilli sókn, segir Njáll Harðarson „Ætlunin með Crime on Line er að fyrirbyggja glæpi. Það gerum við meðal annars með því að skrá eign- ir með raðnúmeri þeirra inn í gagnagrunn okkar á vefsíðunni Crime on Line. Ef eignum fólks er stolið og einhver slær raðnúmer hlutanna inn í gagnagrunn okkar fær eigandinn sjálfkrafa sendan tölvupóst sem segir því hver hafi gert það. Enn fremur fær sá sem er að slá töluna inn upplýsingar um það hver á hlutinn. Með öðrum orð- um þá gerir Crime on Line lögreglu, tryggingafélögum og réttum eigend- um auðveldara að hafa uppi á stoln- um hlutum,“ segir Njáll Harðarson, annar eigandi Crime on Line. Auðveldara að finna hluti Njáll segir að markmiðið sé að sem flestir nýti sér þessa þjónustu. „Það má taka dæmi um hluti eins og reiðhjól en þeim er gjarnan stolið eða þau hrannast upp í geymslum lögreglu. Nú geta lögregla og trygg- ingafélög einfaldlega slegið upp.rað- númeri þeirra og ef eigandinn er skráður þá fær hann tölvupóst sem segir honum hvar eign hans er nið- urkomin. Þetta sparar öllum tíma, peninga og fýrirhöfn og það er auð- velt að sjá það í hendi sér hvað kerf- ið getur sparað tryggingafélögunum mikla fjármuni. Ég sé einnig fyrir mér að verslanir, eins og til dæmis tölvuverslanir, bjóði viðskiptavin- um sínum upp á það að merkja þeim vörur sem þeir kaupa. Ein stór tölvuverslun á þegar í viðræð- um við okkur um að bjóða við- skiptavinum sínum slíka þjónustu fyrir þessi jól,“ segir Njáll. Hann bendir enn fremur á að nú á dögum fari hlutir mjög hratt á milli landa og bendir til dæmis á greiðslukort ýmiss konar. „Það má auðveldlega fylgjast með þeim með kerfi Crime on Line,“ segir Njáll. Fálapn er ástralskur saksoknari Njáll segir að meginmarkmiðið með Crime on Line sé að stöðva glæpi og segir að því áhugamáli deili hann með meðeiganda sínum, Rowan Timms, en hann er fyrrver- andi saksóknari ástralska alríkisins í Adelene í Suöur-Ástralíu. „Kynni okkar hófust í gegnum vefsíðu sem ég hef haldið uppi í kringum hin svokölluðu Nígeríubréf. Þar geymi ég aragrúa af upplýsingum um svikahrappa sem bjóða slík bréf og ég held að mér sé óhætt að halda þvi fram að ég hafi sparað fjölda manns stórfé með því að veita þessar upp- Þessar vefsíöur hefur Baldur Helgason tekiö saman fyrir DV. Listsýning hans á Internetinu er á slóöinni Kjaftfull síöa myndlist. http://www.apple.is/netlif/llstasinl0ja/gallery.htinl http://www.artmall.com/ Banki sem inniheldur ýmsar upplýslngar tengdar myndlist. http://pathfinder.eom/@@6mUa2wUAPDXIP7no/twep/artslink/ Nettímarit um myndlist meö eigiö gallerí og tengingar á athyglisveröar sýn- ingar úti um allan heim. http://www.gatech.edu/desoto/graf/lndex.html ART CRIMES Mikiö af góöri veggjakrotslist hvaöanæva úr heiminum á ein- um staö. http://fileroom.aaup.ulc.edu/ http://www.thing.net/thingnyc/ THE THING er spennandi Netrit. http://www.webart.com/photocollect/ Mjög gott llósmytKjlagallerí. http://www.users.interport.net/~gerlng/ http://www.tractor.com/ iPVli Guöny Danivals- dottir meö ytir- manni Disney Inleractive i Evr- opu a raöstetnu Disney i Paris i oktober siöast- liönum. Japis fær umboð fyrir Disney Interactive: Fyrir böm á öllum aldri - Disneyleikir fyrir PC og Macintosh „Það sem um er að ræða eru fræðandi og skemmtilegir tölvuleik- ir sem öll fjölskyldan ætti að geta haft gaman af,“ segir Guðný Dani- valsdóttir hjá Japis en það fyrirtæki fékk umboð fyrir tölvufyrirtækið Disney Interactive á ráðstefnu þess í París í byrjun októbermánaðar. Gleði og fræðsla Blaðamaður DV fékk að skoða kynningar á Disneyleikjunum sem eru byggðir á teiknimyndaperlum eins og Lion King, Aladdin, Hunda- lífi, Pocohontas og Kroppinbak sem er jólamynd Disneys í ár. Disney Interactive reynir að sameina skemmtun og fræðslu í þeim forrit- um sem fyrirtækið gefur út. Þó erfitt sé að gera sér grein fyrir skemmti- og fræðslugildi tölvufor- rita með því að horfa á myndbönd af þeim þá sýndist þeim sem hér skrifar að það tækist ágætlega. Að öðrum ólöstuðum þá leist blaða- manni í fljótu bragði best á Lion King Activity Center sem miðar meira á fræðslu og tölvuleikinn Timon & Pumba - Gamebreak. Einnig leit Toy Story - Powerplay afar vel út. Sennilega er auðvelt að gleyma háum aldri með slíkri skemmtan. Sega á PC Guðný segir að fyrir þessi jól fái íslenskir eigendur PC-tölva tæki- færi til þess að nálgast leiki sem hingað til hafi eingöngu verið til fyrir Sega. Þar á meðal eru leikir eins og Sonic CD, Virtual Fighter, Virtual Cop og Sega Rally Cup. Hún leggur áherslu á að þessir leikir hafi ekki einfaldlega verið færðir yfir á PC-formið í skyndi. „Sega tók ákvörðun um það að leggja mikla vinnu í þessa titla þó að það hafi í sjálfu sér verið einfalt mál fyrir fyr- irtækið að færa þá beint yfir án þess að hugsa um það neitt frekar. Við höfum þvi mikla trú á að þessir titl- ar muni falla PC-eigendum vel í geö,“ segir Guðný. -JHÞ Noregur Frændur okkar Norðmenn eru nátengdir okkur og því er I bráðnauðsynlegt fyrir alla ís- | lenska netflakkara að hafa góð tök á að kynna sér efni um I Noreg á Intemetinu. Norð- menn eru afar sterkir í skíða- I íþróttum og því full ástæða til | þess að kynna sér slíkar íþrótt- ir þar á slóðinni | http://www.tele- j post.no/sportweb/masuk.htm | Þar er að finna norskan j íþróttavef með miklum upplýs- Iingum um norskt íþróttalíf og ferðalög þar f landi. Upplýsing- ar um sögu Noregs má finna á slóðinni http://www.norway- info.com/norway/hi- story/briefhistory.shtml Uppskriftir Þaö er mikill fjöldi upp- skrifta á Netinu og sjálfsagt að kynna sér hvaða ljúfmeti er boðið upp á þar. Það þarf ekki að leita lengi áður vefsíöa með gífurlegum fjölda uppskrifta af öllum sortum á slóðinni http://www.atlcom.net/~cjame s/cooking.html#cooking-cakes Þar em uppskriftir, sem teljast mjög góðar eða sérstaklega hollar, sérstaklega merktar. Sannir nautnaseggir em lítið að spá í síðarnefnda atriðið. Celine Dion Kanadíska söngkonan Celine Dion nýhm mikilla vinsælda og eins og vera ber er fjöldi vef- síðna tileinkaður henni. Mikið safn síðna um hana er að finna á slóðinni http: //chris.simp- lenet.com/celinedion.html Slóðin http://www.celine- dion.com/ ætti einnig að vera aðdáeundum hénnar ítarlegt rannsóknarefhi. Taggart Þættimir um Taggart dúkka ; alltaf upp í Ríkissjónvarpinu | öðm hvoru þó að aðalleikari þáttanna hafi látist fyrir nokkru. Lærisveinar gamla töffarans hafa tekið við og virð- ast hafa lært sitthvað af hon- um. Áhugasamir ættu að skoða. vefsíðuna á slóöinni http://www.yearl- ing.com/data/ yearl- ing/externals/taggart-feat.html

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.