Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 30
38
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996
Fréttir
Nauöasamningar Stöðvar 3 samþykktir í héraðsdómi:
Hundruð milljóna skuldir
færðar niður um 65 prósent
- rekstrarhagfræðingur kominn í stól sjónvarpsstjóra
Beiðni um nauðasamninga ís-
lenska sjónvarpsins hf„ sem rekur
Stöð 3, var samþykkt í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir helgi. Samning-
amir gera ráð fyrir að almennir
kröfuhafar fái greitt upp í 35% af
kröfum. Þeir sem eiga minna en 50
þúsund krónur inni hjá fyrirtækinu
eiga að fá það greitt upp í topp.
Steinunn Guðbjartsdóttir lögmaöur
hefur verið skipuð umsjónarmaður
með gerð nauðasamninga.
Eins og komið hefúr fram í DV
hafa skuldir íslenska sjónvarpsins
hlaðist upp vegna reksturs Stöðvar
3 og eru í kringum hálfan milljarð
króna. Eftir starfsemi í tæpt ár hef-
ur ekki verið hægt að selja áskrift
að stöðinni vegna tæknivandamála
með myndlykla. Samningum var
rift við Veltek Industries þar sem
fjölrása myndlyklar fyrirtækisins
reyndust gagnslausir hérlendis.
Forráðamenn Stöðvar 3 ætla að
krefja Veltek um skaðabætur.
Samiö við svissneskt fyrir-
tæki
Stöð 3 hefur náð samningum við
svissneskan myndlykl£iframleið-
anda, Nagra, um myndlykla sem
bjóða upp á þann möguleika aö selja
Hliðarstýrisskoðun á Boeing 737:
Ekkert óeðlilegt
kom í Ijós
„Það er þegar búið að skoða hlið-
arstýri Boeing 737 véla okkar og það
er skemmst frá því að segja að ekk-
ert bar til tíðinda við þessar skoð-
anir,“ segir Einar Sigurðsson,
blaðafulltrúi Flugleiða, en bæði
Flugleiðir og Atlanta skoðuðu hlið-
arstýri Boeing 737 um helgina eftir
að tilmæli bárust um það á laugar-
dagsmorgun frá Boeing-verksmiðj-
unum. Þau koma í kjölfarið á rann-
sóknum á tveimur óútskýrðum flug-
slysum í Bandaríkjunum þar sem
Boeing 737 vélar fórust í aðflugi. Að
sögn Finnboga Óskarssonar, yfir-
manns viðhaldsdeildar Atlanta, var
búið að skoða þrjár af fjórum
Boeing 737 þotum flugfélagsins í
gær. Sú fjórða er nýkomin til Lúx-
emborgar þar sem hún fer í venju-
lega sérskoðun og sagði Finnbogi að
hliðarstýri vélarinnar yrði skoðað í
leiðinni. „Ekkert óeðlilegt hefur
komið í ljós við þessar skoðanir á
vélum okkar,“ sagði hann.
-JHÞ
T ÍITBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskaö eftir tilboöum í 168,7 m2 breytingar á
eldra húsnæöi Hverfisbækist. gatnamálastjóra viö Stórhöföa. Verkiö felst í mil-
libyggingu milli tveggja hú'sa og breyta geymsluhúsnæöi í skrifstofuhúsnæöi.
Verklok eru 25. febrúar 1997.
Útboösgögn fást á skrifstofu vorri frá þriöjud. 5. nóv. nk., gegn kr. 10.000 skilatr.
Opnun tilboöa: miövikud. 13. nóvember 1996, kl. 11.00 á sama staö.
bgd 146/6__________________________
INNKAURASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 552 58 00 - Fax 562 26 16
FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA
Félags- og fræðslufundur
verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20.00
að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Hvað segir vinnutímatilskipun ESB um
* Vinnuverndarmál?
* Hámark yfirvinnu?
* Hvíldartíma? Frídaga? Vaktavinnu? Næturvinnu?
* Hefur tilskipunin áhrif á þína afRomu?
Halldór Grönvold,
skrifstofustjóri ASÍ fer yfir málið.
Muniö félagsskírteinin.
einstaka sjónvarpsþætti í áskrift,
svokallað þáttasölusjónvarp. í Evr-
ópu eru um 7 milljónir myndlykla
frá Nagra í notkun.
íslensk margmiðlun hefur tekiö
við daglegum rekstri Stöðvar 3 og
stjómarformaður félagsins, Einar
Kristinn Jónsson, rekstrarhagfræð-
ingur hjá Markviss hf., sinnir störf-
um sjónvarpsstjóra fýrst um sinn.
Heimir Karlsson hefur sem kunnugt
er hætt við að taka við starfi sjón-
varpsstjóra en hann átti að vera arf-
taki Úlfars Steinsdórssonar. Heimir
hyggst frekar snúa sér alfariö að
fyrirtækinu sem hann rekur í
Englandi.
Eigendur íslenskrar margmiðlun-
ar eru flestir þeir sömu og í íslenska
sjónvarpinu, að Nýherja undan-
skildum. Hlutafé er 160 milljónir en
stefht er að því að auka það jafnt og
þétt í 300 milljónir. Ámi Samúels-
son og Sambíóin eiga stærstan hlut
og aðrir hluthafar em Japis, Árvak-
ur, sem gefur út Morgunblaðið, Víf-
ilfell, Gunnar Jóhannsson, Burðar-
ás, sem er eignarhaldsfélag í eigu
Eimskips, eignarhaldsfélagið Fest-
ing, sem Sjóvá-Almennar eiga, Vá-
tryggingafélag íslands, Skeljungur,
Eignarhaldsfélag Alþýðubankans og
íslensk endurtrygging. Hlutir
þessara aðila era svipaðir eða á bil-
inu 10-20 milljónir króna.
Gunnar M. Hansson, stjómarfor-
maður íslenska sjónvarpsins, segir
að með samningi við íslenska marg-
miðlun sé vonandi búið að tryggja
áframhaldandi rekstur Stöðvar 3.
Hvað önnur atriði varðar um rekst-
urinn vísaði hann á Einar Kristin.
Ekki náðist í Einar þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir.
-bjb
Þessar þrjár stúlkur sögöust vera ánægöar meö aö fá snjó á göturnar því þá gátu þær tekiö fram snjóþoturnar sín-
ar. Hér sjást vinkonurnar Anna, Halla og Eva þar sem þær voru aö renna sér á snjóþotum.
DV-mynd ÞÖK
/ \
Samkomulag um eignarhald Landsvirkjunar:
Erum eftir
atvikum sátt
- segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Við eram eftir atvikum sátt.
Það er þó búið að tryggja það sem
var okkar meginathugasemd að
Reykjavíkurborg og Akureyrarbær
nytu takmarkaðs arðs af þessari
eign fyrst hún átti að vera bundin
þama,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri við DV í
tilefhi af samkomulaginu sem eig-
endanefndin svokallaða gerði um
eignarhald í Landsvirkjun og
rekstrarform næstu ára.
Aðspurð hvernig greiða megi
arð af fyrirtæki sem skuldi tæpa 50
milljaröa sagði Ingibjörg að skuld-
irnar fari lækkandi á næstunni.
„Það er alveg ljóst aö fyrirtækið
er að verða arðbærara en það hef-
ur verið. Arðgreiðslumar miðast
við spá um skuldastöðu fyrirtækis-
ins, raforkuverð og þá fiárfestingu
sem búið er að ákveða. Þá er mið-
að við lækkað raforkuverð eftir
aldamót," sagði Ingibjörg.
Um harða gagnrýni Svavars
Gestssonar, stjórnarmanns í
Landsvirkjun, á samkomulagið
sagði borgarstjórinn að fulltrúar
eignaraðilanna mættu hafa sinar
skoðanir. Samkomulag eigenda-
nefndarinnar verði ekki að vem-
leika nema með samþykki allra að-
ila. Það hefði verið hvers eiganda
um sig að ákveða hverjir sætu í
viöræðunefndinni fyrir þeirra
hönd.
Aðspurö sagði Ingibjörg að ef-
laust yrði deilt á Álþingi um
hvemig ríkið velji sína fulltrúa í
stjóm en nefhdin leggur til að iðn-
aðarráðherra skipi í stjórnina í
stað Alþingis nú. Ingibjörg sagði
borgina ekki ætla að skipta sér af
þessu. -
Álitamál meö formennsku
- Hvað er það í samkomulaginu
sem þið hjá borginni erað einna
síst ánægð með?
„Þetta er niðurstaða sem menn
hafa orðið sammála um. Það er
kannski álitamál með stjómarfor-
mennskuna. Til þessa hafa allir
eigendur komið sér saman um for-
manninn en nú á ríkið að skipa
hann. Það má velta því fyrir sér
hvort þama hefði verið hægt að
haga hlutunum öðravísi. Ég geri
ekki ágreining um það.“
-bjb