Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Fréttir i>v Blöndusvæðið: Enn gerir kláðinn vart við sig DV, Norðurlandi vestra: Fjárkláöi hefur verið staðfestur á nokkrum bæjum beggja vegna Blöndu i haust. Að sögn Sigurðar Péturssonar héraðsdýralæknis er ekki endanleg tala komin á fjölda tilfella'. Þau eru tæplega 10, flest vestan Blöndu eins og jafnan áður en kláðinn hefur fundist á tveim bæjum austan Blöndu í haust. „Það hafa alltaf fundist kláðatil- felli á hverju hausti en erfltt er að segja til um hvort hann sé að aukast þó einhverju muni á fjölda tilfella frá hausti til hausts." Sigurður segir að kláðinn sé enn til staðar á þessu svæði og ekki hafi tekist að útrýma honum. Kláða- maurinn finnist aðailega í eldra fé en vegna breytinga á markaðsmál- um í sauðfjárræktinni hefur færra fullorðið fé komiö í sláturhús und- anfarin haust og þess vegna er erfitt að átta sig á útbreiðslu fjárkláðans. Þá ber að hafa í huga aö lögum um vamir gegn fjárkláða hefur ver- ið breytt. Nú er ekki skylt að sprauta eða baða fé annað hvert ár eins og var um árabil, aðeins að framkvæma slíkar aðgerðir á þeim bæjum þar sem smittilfelli eru stað- fest. Að sögn Sigurðar geta einkenni kláðasmitsins verið mjög væg og lúmsk þannig að þeirra verði ekki vart allan veturinn þó þau séu til staðar. Lyfjagjöf er fremur kostnað- arsöm og þess vegna m.a. hefur ekki þótt rétt að skylda bændur til að sprauta fé sitt. Kláða hefur ekki orð- ið vart í sauðfé í Skagafirði í haust en jafnan hafa komið þar eitt eða tvö tilfelli á hausti. Þ.Á. Akureyri: Umferðin tók sinn toll DV, Akureyri: Fimm umferðaróhöpp urðu á Ak- ureyri á laugardag í erfíðum akst- ursskilyrðum en þá gekk á með élj- um allan daginn og mikil hálka var á götum. Umtalsvert eignatjón varð í þessum árekstrum en fólk slapp ómeitt. Alls gistu 7 manns fangageymslur á Akureyri um helgina, ýmist vegna ölvunar eða óspekta. Þá var farið inn í þrjár ólæstar bifreiðir og stolið úr tveimur þeirra útvarps- og slökkvitækjum en í þriðju bifreið- inni tókst ekki að ná útvarpinu úr þótt það væri reynt. Kona sem er grunuð um ölvuna- rakstur ók bifreið sinni út af nærri Lónsá í útjaðri bæjarins en slapp án meiðsla. -gk 20 feta frystigámur í góðu ásigkomulagi til sölu. Upplýsingar gefur Stefán í síma 466 1432. Sprautugifs Föndurgifs Gifssteinar (einnig rakaþolnir) Rósettur Kverklistar ofl. skrautmunir úr gifsi. Hljóóeinangrandikerfi úr gifsi Sjón er sögu ríkari Gifsvörur ehf. Funahöföa 17a - sími 587-8555 Opiö virka daga frá 13-18 og laugardaga 10-14 VÉLSKÓLI ÍSLANDS Innritun á vorönn 1997 Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 15. nóvember nk. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemendur, sem hafa stundað nám við aðra skóla fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskóla íslands. Flestir almennir áfangar til stúdentsprófs og áfangar í málmiðnaðí falla að námi skólans. Inntökuskilyröi: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með tilskildum árangri. Námið er byggt upp sem þrepanám með stighækkandi réttindum. Sé gengið út frá grunnskólaprófi tekur: 1. stig vélavörður 1 námsönn. 2. stig vélstjóri 4 námsannir 3. stig vélstjóri 7 námsannir. 4. stig vélfræðingur 10 námsannir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans kl. 8.00-16.00 alla virka daga. Sími 551-9755, fax 552-3760. Póstfang: Vélskóli íslands, Sjómannaskólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. SKÓLAMEISTARI Páll Pétursson félagsmálaráöherra faerir Christian Roth, forstjóra ÍSAL, viöurkenninguna og Elín R. Lindal, formaö- ur Jafnréttisráös, gleðst yfir framtaki ÍSAL í jafnréttismálum. DV-mynd ÞÖK Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs: ISAL hreppti hnossið íslenska álfélagið, ÍSAL, hlýtur jafnréttisviðurkenningu Jafnréttis- ráðs að þessu sinni fyrir lofsvert framtak í jafnréttismálum. Dómnefnd færði rök fyrir vali sínu og sagði það ekki einungis til- komið vegna þess að kona hefði ver- ið ráðin i stöðu forstjóra. Fyrirtæk- ið hefði einnig unnið að því í sam- vinnu við stéttarfélög að auka jafn- rétti karla og kvenna. Unnið hefði verið að því að fjölga konum í störf- um með ýmsum hætti auk þess sem menn hefðu skilning á því að greiða ætti konum og körlum sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Þetta var í fimmta sinn sem viður- kenningin er veitt. -sv Hofsós: Þvergarðurinn sannar sig DV, Fljótum: Talsverðar framkvæmdir hafa verið í sumar á vegum Hofshrepps í Skagafjarðarsýslu. Hefur einkum verið unnið að umhverfismálum í þéttbýlinu á Hofsósi, en einnig að hafnarhótum. í vor var byggður þvergarður í höfninni sem á að veita skjól fyrir sunnan- og suðvestanátt og hefur garðurinn nú í haustveðrunum þeg- ar sannaö ágæti sitt, að sögn Áma Egilssonar sveitarstjóra. Kostnaður við garðinn var 7 milijónir króna. Hið opinbera greiddi 90% kostnað- arins. í umhverfismálum var um þrí- þættar framkvæmdir að ræða. Unn- ið var i fráveitumálum og útrás sunnan Hofsár er komin 20 metra út fyrir stórstraumsfjöru. Fráveitumál sunnan ár eru komin í gott horf, að sögn sveitarstjórans, og verður stefnt að áframhaldi fyrir plássið utan Hofsár á næsta ári. Mikið var unnið við snyrtingu og fegrun í kvosinni í sumar, ekki síst í tengslum við opnun Vesturfara- safnsins og var hægt aö veita öllum unglingum vinnu sem óskuðu eftir henni við það. Þá hefúr verið unnið mikið viö gerð gangstétta í þorpinu. Hafa verið undirbyggðir og hellu- lagðir 8-900 metrar af gangstéttum og er kostnaður við það hátt i 4 milljónir króna. Þama er um fram- kvæmd að ræða sem Hofsóshreppur átti að annast en af ýmsum ástæð- um hefur ekki verið ráðist í fyrr en nú. -ÖÞ Fjórir starfsmenn Hofshrepps við öldrunarheimiliö Hofsósi. Frá vinstri: Þor- kell Máni Antonsson, Árni Egilsson sveitarstjóri, Jón Jóhannesson og Ein- ar Bjarnason. DV-mynd Örr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.