Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 40
Vinningstölur laugardaginn 2.11.96 6 8 24 36 37 Heildarvinningsupphæö 5.228.159 Vinningstölur 2.11/96 Vinningar Fjöldi vinninga VinningsupphxO 1. 5 afS ° 2.411.072 2.4<ys+ 0 419.317 3. 4qfS 83 8.710 4.3af5 íiSi 680 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Harpa Guðmundsdóttir á Hæli í Flókadal sigraði með tík sína, Snerpu, f fjárhundakeppni sem haldin var á Hesti í Borgarfirði í gær. Sex aðrir hundar kepptu með eig- endum sínum og urðu Guðmundur Guðmundsson og hundur hans, Sokki, í öðru sæti. DV-mynd Olgeir Veður á Faxaflóasvæði næstu viku - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - mán. þri. miö. fim. fös. | Umfangsmikil leit að 16 ára gömlum pilti á Eyrarbakka: Fannst látinn í flæðarmálinu við höfnina - pilturinn virðist hafa fallið af grjótgarði Óttar Sigurjón Guðmundsson, 16 ára gamall, sem lýst var eftir á laugardag, fannst látinn í flæðarmálinu við höfnina á Eyrarbakka á sjötta tímanum í gær. Óttar Sigurjón var til heimilis að bænum Stekkum í Sandvíkurhreppi. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi lítur allt út fyrir að um slys hafi verið að ræða. Tilkynnt var um hvarf Óttars Sigurjóns síðdegis á laugardag. Hann hafði sótt skólaball á Sel- fossi á fostudagskvöldinu og tók rútu eftir ballið. Hann fór ekki úr á Stekkum heldur hélt áfram með rútunni til Eyrarbakka. Síðast sást til hans þegar hann yfirgaf rútuna á Eyrarbakka um fjögurleytið um nóttina. . „Við fengum tilkynningu um að pilturinn væri týndur um klukkan 16 á laugardag og hóf- um þegar leit. Við leituðum fram eftir nóttu og síðan hófst umfangsmikil leit í gærmorgun þar sem þyrla landhelgisgæsl- unnar aðstoðaði. Leitað var á Eyrarbakka og nágrenni en þeg- ar sporhundur fann slóð í snjónum sem lá niður að höfn- inni beindist leitin aðallega þangað. Kafarar fundu fyrst í stað ekkert í höfninni en þegar fjaraði fannst hann í flæðarmál- inu. Hann virðist hafa farið upp á grjótgarð við höfnina og síðan fallið í sjóinn. Það lítur allt út fyrir að um slys hafi verið að ræða,“ segir Elis Kjartansson, flokksstjóri hjá lögreglunni á Selfossi, um leitina. Um 250 björgunarsveitar- menn úr Árnessýslu og af höf- uðborgarsvæðinu tóku þátt í leitinni auk þyrlu landhelgis- gæslunnar. -RR Björgunarsveitarmennirnir Garðar Eiríksson og Trausti Traustason fara yfir kort í höfuðstöðvum Björgunarsveitarinnar Tryggva á Selfossi. DV-mynd Kristján Einarsson Rannveig segir af eða á í dag eða á morgun „Það er ekki komið að ákvörðun- artöku á þessari stundu um hvort ég sækist eftir formennsku í Alþýðu- flokknum," sagði Rannveig Guð- mundsdóttir viö DV í gærkvöld. Rannveig, sem verið hefur á þingi SÞ í New York, kom heim um helg- ina og hefur átt fundi með flokksfé- lögum sínum og stuðningsfólki sem stóðu fram á kvöld í gærkvöld. Hún sagði við DV að hún hefði gefið sér helgina til að athugá málið. Rannveig sagðist ekki myndu sækjast eftir varaformannsstólnum sem vart verður setinn af núverandi varaformanni, Guðmundi Árna Stef- ánssyni, eftir næsta formannskjör. Rannveig er formaður þingflokks jafnaðarmanna og segir það stórpóli- tískara embætti en varaformanns- embættið og hún hyggist gegna virku embætti innan flokksins með- an þess sé óskað af henni. -SÁ Sameining 3 hreppa: Skriðdælir höfnuðu - vildu hana í vor íbúar í Skriðdalshreppi höfnuðu sameiningu Vallahrepps, Fljótsdals- hrepps og Skriðdalshrepps um helgina en höfðu fyrr í vor samþykkt hana. Fljótsdalshreppsbúar felldu hins vegar sameininguna í kosningunum í vor. Samþykki allra hreppa þarf til að hægt sé að ganga til samninga um sameiningu. -SÁ HM í bridge: íslensk- bresk sveit vann gullið Sameinuð sveit íslendinga og Breta vann gullverðlaunin í para- sveitakeppni á heimsmeistaramót- inu á Rhódos þegar hún sigraði bandaríska sveit sem hinn öflugi bridgespilari, Feldmann, stjómaði. íslendingar og Bretar unnu Feld- mann og félaga með 11 impa mun. Sigursveit íslendinga og Breta skipa þeir Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Björn Eysteinsson, Ragnar Hermannsson og tvær breskar konur sem vora í breska kvennalandsliðinu. -JHÞ L O K I Veðrið á morgun: Dregur úr frosti Á morgun verður ákveðin norðanátt og dregur dálítið úr frosti víðast hvar. Éljagangur verður norðan- og norðaustan- lands en léttskýjað syðra. Veöriö í dag er á bls. 44 Rúðuskafa með kústi Fjarstýring á . samlæstar hurðir Hfirku vetrarpakki fylgir með fillum Opel Bílheimar ehf. 1 □ Q 6 Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.